Alþýðublaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. febr. 1990
3
Nýjar leidir í feröamálum:
Aukinn áhugi á
Austur-Evropu
Vöruskiptajöfnudur hagstœdur árid 1989:
Aukin verðmæti
sjávarafla fyrst
og fremst ástæðan
Nokkuð aukinn áhugi virðist
fyrir því meðal Islendinga að
leggja í ferðalög til Austur-Evr-
ópu í sumar, í kjölfar þeirra
hræringa sem orðið hafa í álf-
unni á undangengnum mánuð-
um. Samkvæmt upplýsingum
sem Alþýðublaðið aflaði sér
hjá fjölda ferðaskrifstofa í gær
er nokkuð meira en venjulega
um að fólk spyrjist fyrir um
möguleika á ferðum til Aust-
ur-Evrópu. Sumir þeir sem Al-
þýðublaðið ræddi við töldu að
þetta ætti jafnvel enn eftir að
aukast, sérstaklega með tilliti
til þess að ferðaskrifstofurnar
hafa tiltölulega nýlega sent frá
sér upplýsingar um þær ferðir
sem þær bjóða upp á í sumar.
Ein íslensk ferðaskrifstofa, Alís í
Hafnarfirði, hyggst reyna að feta
sig meira inn á Austur-Evrópu en
verið hefur. Að sögn Jóhanns D.
Jónssonar hjá Alís verður skrif-
stofan með ferðir til Ungverja-
lands í sumar og verið er að kanna
möguleika í Tékkóslóvakíu og Pól-
landi og jafnvel hugmyndir um að
færa sig yfir til Albaníu og Víet-
nam þegar fram í sækir.
Kjartan Helgason hjá Ferða-
skrifstofu Kjartans Helgasonar,
sem verið hefur með Búlgaríu-
ferðir i 27 ár, sagði að hann merkti
ekki verulegar breytingar á áhuga
fólks á ferðum til Austur-Evrópu.
Það væri þó Ijóst að fyrirspurnir
væru eitthvað fleiri en áður hefði
gerst. Hann sagði það vandamál í
þessum löndum Mið- og Aust-
ur-Evrópu, að þar væri mjög tak-
mörkuð ferðamannaaðstaða og
lítið væri um hótelbyggingar sem
stendur. Austur-Evrópulöndin
væru því ekki tilbúinn að taka á
móti fleira fólki en þau hafa gert á
undanförnum árum.
Kostnaður við ferðir til Aust-
ur-Evrópu er ekki ýkja mikill,
nefna má dæmi um 6 daga ferð til
Ungverjalands með gistingu og
morgunverði á rétt rúmar 40.000
krónur, sem varla getur talist ýkja
dýrt þegar mið er tekið af mörg-
um öðrum áfangastöðum. Að auki
ku verðlag í Austur-Evrópu vera
hagstætt ferðalöngum sem stend-
ur.
Á undanförnum árum hafa ís-
lenskar ferðaskrifstofur boðið
fólki m.a. upp á rútuferðir um
Austurríki og yfir til Ungverja-
lands og hafa þær alltaf gengið
vel, en hinsvegar hefur ávallt ver-
ið takmarkaður sætafjöldi í slíkar
ferðir. Berlín virðist nú einnig vera
eftirsótt borg að ferðast til, Al-
þýðublaðið hefur fregnað af einni
ferð a.m.k. þar sem farið verður til
Berlínar á næstunni, gagngert til
að berja augum Berlínarmúrinn
meðan hann stendur enn uppi.
Hjá Ferðaskrifstofu stúdenta feng-
ust þær upplýsingar að ungt fólk
sem hygðist fara í lestarferðalög,
Inter rail ferðalög svokölluð,
spyrðist í auknum mæli fyrir um
möguleika á að ferðast austur fyr-
ir járntjald.
Samkvæmt því sem Alþýðu-
blaðið fregnar frá heimildarmönn-
um sínum erlendis er víða orðin
tískubóla að ferðast til Austur-Evr-
ópu um þessar mundir, sérstak-
lega í Bandaríkjunum, þar er París
næstum dottin upp fyrir en Berlín,
Prag og Búdapest hafa tekið sæti
hennar. Nú er bara að bíða og sjá
hvort íslendingar feta í fótspor
annarra hvað þetta varðar, sam-
kvæmt heimildum Alþýðublaðs-
ins virðist það vera líklegt að hlut-
ur þeirra aukist að mun þegar
fram í sækir.
Vöruskiptajöfnuður íslend-
inga var hagstæður um 7,8
milljarða á síðasta ári á föstu
gengi. 1988 var hann óhag-
stæður um 1,1 milljarð á sama
gengi. Skýringin á þessum
mun felst fyrst og fremst í
auknum verðmætum útflutn-
ings, einkum sjávarafurða.
Verðmæti útflutnings jókst um
4% árið 1989, miðað við árið
áður á föstu gengi, þar af jókst
verðmæti útfluttra sjávaraf-
urða um 3%. Sjávarafurðir
voru yfir 70% af verðmæti út-
fluttra vara á árinu 1989. Inn-
flutningur dróst hinsvegar
saman í fyrra miðað við 1988, í
heild um 7%.
Þessar tölur þýða örlítið batn-
andi stöðu þjóðarbúsins og um
leið væntanlega að vaxtagreiðslur
af skuldum þjóðarbúsins verða
ekki jafn erfiðar og áætlað var.
Um leið þýðir samdráttur í inn-
flutningi og hagstæður vöru-
skiptajöfnuður að þjóðin eyðir
ekki peningum sem hún ekki á.
Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn-
unar fyrir árið 1989 var reiknað
með þvi að viðskiptahalli yrði 6,5
milljarðar — nú stefnir allt í að
hann verði um 6 milljarðar, eða
hálfum milljarði lægri en spá Þjóð-
hagsstofnunar gerði ráð fyrir.
Þetta þýöir að viðskiptahallinn er
um 2% af vergri landsframleiðslu
árið 1989, næstu ár á undan var
liann mun meiri, 3,5% árið 1987
og 3,7% árið 1988.
Viðskiptajöfnuður er samansett-
ur úr þremur hlutum, vöruskipta-
jöfnuði, þjónustujöfnuði og vaxta-
jöfnuði. Sem fyrr segir er vöru-
skiptajöfnuðurinn hagstæður um
7,8 milljarða, líklegt er talið að
þjónustujöfnuðurinn verði óhag-
stæður um einn milljarð en á móti
verður vaxtajöfnuður óhagstæður
um rétt tæpa 13 milljarða. Þar
vega þyngst vextir af erlendum
' lánum. Þegar þessar þrjár tölur
eru reiknaðar saman kemur i ljós
um 6 milljarða viðskiptahalli á
verslun við útlönd.
Sem fyrr segir er það einkum
aukningur á verðmæti útfluttra
sjávarafurða sem veldur þessari
hagstæðu þróun vöruskiptajöfn-
uðar, en samkvæmt þeim heimild-
um sem Alþýðublaðið hefur aflað
sér geta verið á því þrjár skýring-
ar, þ.e. að vermætf útflutts sjávar-
afla var meiri en spáð var. í fyrsta
lagi að verðmætasköpun hafi ver-
ið meiri en búist var við, í öðru lagi
að verð á erlendum mörkuðum
hafi verið hærra en gert var ráð
fyrir, eða í þriöja lagi að selt hafi
verið af birgðum sem til voru í
landinu fyrir.
Almennur vöruinnflutningur
hefur dregist saman um á að giska
15% á síðasta ári í samræmi við
skerðingu á kaupmætti, en sam-
dráttur í einkaneyslu verður lik-
lega um 6% á árinu 1989.
Alþjódasamband
jafnaöarmanna:
Fagnar frelsi
Mandela
Alþjóðasamband jafnaðar-
manna hefur lýst yfir einlægri
ánægju sinni með frelsun
blökkumannaleiðtogans Nel-
sons Mandela, að því er segir í
skeyti sem Alþýðublaðinu hefur
borist. Jafnframt þessu leggur
alþjóðasambandið áherslu á að
þjóðir heimsins megi ekki láta af
þrýstingi á stjórn Suður-Afríku
svo þar megi nást fram enn frek-
ari umbætur í átt til lýðræðis og
jafnréttis milli kynstofna.
Alþjóðasamband jafnaðarmanna
leggur áherslu á að baráttunni fyrir
umbótum í Suöur-Afríku sé ekki lok-
ið og enn sé mikið verk óunnið svo
hægt sé að aflétta aðskilnaðarstefn-
unni sem ríkir i landinu. Frumkvæði
De Klerk, forseta Suður-Afríku er
lofað en um leiö minnt á að þjóðir
heimsins hafi enn stóru hlutverki aö
gtgna svo koma megi á nauðsyn-
legum viöræðum milli meirihluta
blökkumanna annarsvegar og hvíta
minnihlutans hinsvegar.
Dœmalaus frekja
Mér til leiðinda horfði ég
á sjónvarpið um daginn,
þegar þingfréttamaður
bauð tveim þingmönnum að ræða
stjórnarfrumvarp um nýjan orku-
skatt. Þingmennirnir voru Ólafur
Ragnar fjármálaráðherra og Hall-
dór Blöndal sem telur þetta vera
nýja og óvægna skattheimtu.
Eftir litla stund vissi ég fátt hvað
þessir tveir rifust um og fréttamað-
urinn réði alls ekki ferðinni, gestir
hans eins og götustrákar. Þeir töl-
uðu okkur áheyrendur út í móa,
skutu lausum og föstum skotum
hvor á annan, fréttamaðurinn
reyndi að skjóta á ská að þeir yrðu
nú að fara að stytta mál sitt en þeir
létu sem þeir heyrðu ekki. Þeir
voru að njóta sín til fulls eins og
fyrri daginnj, þegar sjónvarpsvél-
in syngur þeim lofsöngva, eða það
halda þeir. Sjónvarpsvélin sýnir
hins vegar oft sannleikann, ljótan
og sorglegan, um fullkomna fyrir-
litningu stjórnmálamanna á al-
menningi í landinu.
Málgleði þessara atvinnu-
manna var mikil en dylgj-
urnar með ólíkindum.
Maður var allt í einu kominn í
sandkassa æskunnar, þar sem
tveir óprúttnir strákar kasta blaut-
um sandi hvor framan í annan af
því að annar er í rauðum pollabux-
um en hinn í bláum.
Fréttamaðurinn var að lokum
eins og hann hefði villst inn á
þennan leikvöll sem væri einka-
völlur og það sem verra var;
stjórnandi útsendingar lét þing-
mennina komast upp með þessa
dæmalausu frekju.
Hér átti bara eitt við; loka fyrir
þessa herra og kenna þeim í eitt
skipti fyrir öll, að ef þeir haldi sér
ekki við efnið og sýni almenna
kurteisi, verði framvegis lokað fyr-
ir þá.
Þarna var nóg komið af sand-
kassaleik tveggja þingmanna fyrir
framan sjónvarpsvélar, engin til-
raun gerð til að ræða rólega og æs-
ingalaust um þrætuefnið. Stað-
reyndir voru snúnar úr hálsliðn-
um, leikið með tölur, bornar upp
sakir á bökkum Blaöurfljóts, uns
umræðan var rugl og í raun til
skammar fyrir alla, ekki hvað síst
stjórnanda útsendingar, sem gaf
lengri tíma en til stóð fyrir þetta
rugl en þorði ekki að loka fyrir
það, sem hefði verið það eina
rétta.
H vernig væri að sérprenta þessa
undarlegu umræðu, öðrum til við-
vörunar svo sð lesendum verði
ljóst, hvað heimskan tekur völd á
greindum mönnum?
Annars er út í hött að vera
að skrifa um stjórnmál á
íslandi. Hér býr of margt
fólk sem vill engar breytingar,
sættir sig endalaust við fagurgala
og sjálfsdýrkun margra alþingis-
manna, sérstaklega þeirra sem
duglegastir eru að láta á sér bera,
þótt þeir komi litlu í verk til að
bæta mannlífið, lofi upp í gatslitn-
ar ermar, saki hver annan um
ósannindi og rangfærslur svo
maður heldur að þessir menn séu
allir kálfar á svelli staðreynda, sí-
fellt á hausnum, en það er partur
af leiknum sem heitir stjórnmál á
íslandi.
Það er kannski það vitlausa við
þetta, að enginn virðist nenna að
skrifa um það og veita þessum
mönnum þá áminningu sem þeir
þurfa. Auðvitað veit ég að við eig-
um greinda og duglega stjórn-
málamenn sem eru skyggnir á
raunveruleikann. Þeir virðast
bara hafa glatað gáfunni til að sjá,
eru hættir að horfa nema í eigin
barm og á flokksbringuna breiðu,
sem gefur þeim öryggiskennd svo
lengi sem þeir una sér í hlýjunni.
✓
g skrifaði sl. miðvikudag
um þá staðreynd, að þing-
menn á Alþingi breyta
engu um þjóðarhag og heill hins
almenna borgara því að „hinir"
vilja það ekki. Ungur maður þakk-
aði mér reyndar fyrir þá grein og
það gladdi mig ótrúlega, því göm-
ul rödd sem hittir á ungan berg-
málsklett hlýtur að gleðjast. Mað-
ur hefur þá ekki skrifað án þess að
einhver fyndi samhljóm í orðun-
um, m.a. þeim í greininni, að ungt
fólk væri að glata ástinni því það
væri svo erfitt að lifa í landinu. Fá-
tækt og erfiðleikar eru miklir þrátt
fyrir fagurgala þeirra sem við kjós-
um til að fara með mál okkar. Þeir
virðast fæstir þurfa að hafa
áhyggjur af daglegum rekstri á því
sem kallast heimili og byggir á því
að tveir einstaklingar lofa að
standa saman í blíðu og stríðu,
elska og virða hvor annan í þraut-
um og gleði og raða sér síðan fagn-
andi í þá súlu sem ber uppi þjóðar-
húsið. Það er bara manniega stað-
reyndin sem ræður svo miklu; of
mikil vinna og of lítið í aðra hönd,
molar úr sterkustu súlum.
Jónas Jónasson