Alþýðublaðið - 21.02.1990, Page 7
Miðvikudagur 21. febr. 1990
7
ÚTLÖND
Búist er
við auknum
ferðamanna-
fjölda i Prag
Talið er að surnarið 1990 komi straumur ferðamanna til
Prag og er nú farið að leggja áherslu á að undirbúa móttöku
þeirra. Þráttfyrir byggingu nýrra hótela og endurnýjun eldri
hótela óttast menn að skortur muni verða á gistiaðstöðu.
Valdhafar í Tékkóslóvakíu höfðu
lítinn áhuga á auknum ferða-
mannafjölda fram aö árinu 1980.
Það var iönaður og landbúnaður
sem voru mál málanna. Þegar
„perestroikan” byrjaði í Austur-
Evrópu fóru menn að gefa ferða-
málunum gaum og gerðu sér ljóst
aö Prag hefði gífurlega mikla
möguleika til að laða að sér ferða-
menn. Borgin er engri annarri lík
— að vísu eru margar fallegu bygg-
ingarinnar slitnar og lúnar en þær
eru „ekta" ekkert Disneyland. í
elsta hluta borgarinnar eru bygg-
ingar sem voru reistar á þeim tíma
sem Columbus fór í vesturátt. Mik-
ill. hluti hjarta borgarinnar hefur
fengið skínandi andlitslyftingu —
vinnupallar sem héldu sumum
gömlu húsunum uppréttum hafa
verið fjarlægðir og byggingarnar
endurnýjaðar. Karlsbrúin sem er
elsta steinbrú í Mið-Evrópu þykir
Prag er ein þeirra
fáu borga í Miö-
Evrópu sem slapp
viö skemmdir í
heimsstyrjöldinni
sídari og þess
vegna er þar aö
finna ótrúlega
gamlar minjar og
byggingar — jafn-
vel frá tíma
Rómaveldis.
sérstakt augnalyndi og er oft líkt
við glitrandi eðalstein, en hún var
byggð um árið 1300. Til skamms
tíma var talið að vantaði um
10.000 gistirúm en verktakar frá
Austurríki, Frakklandi og fleiri
löndum hafa tekið að sér að
byggja upp hótel þar sem heima-
menn höfðu ekki bolmagn til að
anna framkvæmdum. Frakkar
seldu Tékkum nýjar langferðabif-
reiðar til flutninga á ferðamönn-
um, með þægindum sem ekki
höfðu áður þekkst i Tékkóslóva-
kíu. Það mun vera ætlunin að létta
ferðamönnum hinar mjög svo
tímaferku vegabréfsáritanir og
slaka á skriffinnskunni. Tollayfir-
völd höfðu orð fyrir að taka hart á
ferðamönnum og vera heldur súr-
ir og leiðinlegir í framkomu — en
þetta á einmitt að gjörbreytast
segja menn austur þar.
SJÓNVARP
Stöð 2 kl. 20.30
AF BÆ í B0RG
(Perfect Stranger)
Bandarískur skemmtiþáttur — varla
af besta taginu, svona hálfgildings la
la þáttur í besta falli. Segir af útlend-
ingi í Bandaríkjunum sem býr hjá
frænda sínum. Þetta er það sem
Kaninn kallar „one-joke-show". Allt
i lagi ef menn hafa alls ekkert annað
að gera.
Sjónvarpið kl. 20.35
A TALI HJÁ
HEMMA GUNN
Enn er Hemmi mættur og hjá hon-
um er á tali eins og venjulega. Gestir
verða mýmargir að þessu sinni, það
er líka eins og venjulega. Meðal
þeirra má nefna dægurlagahöfund-
inn Gylfa Ægisson, Kristján Hreins-
son og kvartett úr Hveragerði. Að
auki fastir liðir; falin myndavél,
spurningakeppni og eitthvað fleira
fylgir væntanlega i kjölfarið.
Sjónvarpið kl. 21.40
NELS0N MANDELA
Glæný bresk heimildamynd um ævi
baráttumannsins Nelsons Mandela
en segja má um þann mann aö hann
sé frægasti fangi heimsins, a.m.k. í
seinni tíð, eftir að Rudolf Hess lést.
Mandela hafði setið 27 ár í fangelsi
þegar hann var látinn laus á dögun-
um, hann er nú rétt rúmlega sjötug-
ur að aldri og hefur verið tákn um
frelsis- og jafnréttisbaráttu blökku-
manna í Suður-Afríku og reyndar
víðar.
Sjónvarpiö kl. 22.10
SALAAM B0MBAY
Indversk/frönsk/bresk bíómynd,
gerd 1988, leiksljóri Mira Nait.
Gríðarlega athygliverð kvikmynö,
sýnd hér á síðustu kvikmyndahátíð
og vakti þá mikla athygli. Myndin
greinir frá harðri lífsbaráttu barna í
fátækrahverfinu í Bombay á Ind-
landi og þykir draga upp af þeirri
baráttu ófagra mynd og hörkulega
— áhorfandanum er hvergi hlíft í
þeirri nöturlegu mynd sem dregin
er upp af fátæt barna í Indlandi.
Myndin hefur hlotið verðlaun á
kvikmyndahátíðum víða um heim.
Sýningin tekur rétt rúma tvo tíma,
að sjálfsögðu með innslagi frá frétta-
stofunni. Nú er kvikmyndalistinni
ekki hlíft við dægurþrasinu eins og
síðasta miðvikudag. Mikið óheilla-
mál — 11 fréttir sjónvarpsins.
Stöð 2 kl. 22.30
MICHAEL ASPEL
Hinn ákaflega geðþekki, kurteisi og
siðfágaði breski sjónvarpsmaður Mi-
chael Aspei tekur á móti gestum i
sjónvarpssal. Aspel er býsna
skemmtilegur maður, nær góðu
sambandi við gesti sína sem oftast
nær eru stjörnur úr heimi kvik-
mynda eða sjónvarpsins, Bretar eða
Bandaríkjamenn.
% n Wm STOD 2
17.50 Töfraglugginn (18) 15.40 Bankaránið mikla (The Great Georgia Bank Hoax) Myndin fjallar um óvenjulegt bankarán 17.05 Santa Barbara 17.50 Fimm félagar
1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn Umsjón Stefán Hilm- arsson 18.15 Klementina 18.40 í sviðsljósinu
1900 19.20 Hver á að ráða? Bandarískur gaman- myndaflokkur 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veður 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn Skemmtiþáttur 21.40 Nelson Mandela Bresk heimildamynd. Sjá umfjöllun 22.10 Salaam Bombay Indversk/ frönsk/bresk frá árinu 1988. Sjá umfjöllun 19.1919.19 20.30 Af bæ i borg Gamanmyndaflokkur 21.00 Á besta aldri Páttur tileinkadur eldri kynslóðinni. Umsjón Helgi Pétursson og Maríanna Friöjóns- dóttir 21.45 Studdarar Framhaldsmynda- flokkur 22.30 Michael Aspel Sjá umfjöllun
2300 23.00 Eltefufréttir 23.10 Salaam Bombay. Frh. 00.15 Dagskrárlok. 23.10 Furðusögur 5 Þrjár safnmyndir úr smiðju Stevens Spieh berg, hver annarri betri 00.20 Dagskrárlok