Alþýðublaðið - 21.02.1990, Side 8

Alþýðublaðið - 21.02.1990, Side 8
Miðvikudagur 21. febr. 1990 Mosfellsbœr: Bjóða A-flokkar, konur og framsóknarmenn from somon? Þreifingar í gangi og fundur í kvöld Alþýðuflokkurinn, Al- þýðubandalagið, Kvennalistinn og Fram- sóknarfiokkurinn í Mos- fellsbæ standa nú í við- ræðum um sameiginlegt framboð fyrir næstu bæjarstjórnarkosning- ar. Oddur Gústafsson bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins vildi ekkert um málið segja annað en að það væri á mjög við- kvæmu stigi. Staða Sjálfstæðisflokks- ins er mjög sterk í Mosfells- bæ. beir eiga nú 5 bæjar- fulltrúa af 7. Alþýðuflokk- urinn og Alþýðubandalag- ið eiga síðan sinn bæjarfull- trúann hvor. Við síðustu bæjarstjórnarkosningar missti Framsóknarflokkur- inn sinn fulltrúa í bæjar- stjórn yfir til Sjálfstæðis- flokksins. Andstæðingar Sjálfstæð- isflokksins í Mosfellsbæ eygja nú þann kost helstan ef fella eigi meirihlutann að bjóða fram sameiginlegan lista. Með sameiginlegu framboði munu atkvæðin væntanlega nýtast mun betur en bjóði flokkarnir fram hver í sinu lagi. Til stendur að fulltrúar flokk- anna fundi í kvöld og mun þá væntanleg skýrast hvert framhaldið verður. Gigtarsjúklingar mótmæla ,,sjúklingaskatti“: Aðgerðin hlýt- ur að byggjast á misskilningi trúað að slík aðför væri gerð að sjúklingum með vitund og vilja aðila vinnumarkaðarins, þessi opinbera aðgerð hlyti að byggjast á misskilningi. — segir Jón Þorsteinsson, formaöur Gigtarfé- lags Islands. Fjöldi gigtarsjúklinga kom saman á fund hjá Gigtarfélagi íslands í gær- dag. Félagið hefur mót- mælt harðlega hækkun sem gerð var á greiðslum sjúklinga fyrir læknis- hjálp sérfræðinga. Að sögn Jóns Þorsteinssonar, læknis, formanns Gigtar- félagsins hefur reglugerð- arbreyting 100% hækkun í för með sér fyrir gigtar- sjúklinga sem leita þurfa til sérfræðinga. Talsvert fjölmenni gigtarsjúklinga kom saman á fundi félagsins i gær. A-mynd: E. Ól. Ný kvótalög fyrir Alþingi: Fjöldi bókana og fyrirvara Sagði Jón að reikna mætti með að 50 þúsund íslending- ar væru haldnir einhverjum gigtarsjúkdómi, þar aí um 20% eða 10 þúsund manns með króníska liðagigt og ill- víga bandvefssjúkdóma sem krefjast umönnunar sérfræð- inga ævilangt. ,,Það er beinlínis ómann- úðlegt að leggja á sérstakan sjúklingaskatt," sagði Jón og benti á að samkvæmt rann- sóknum landlæknis yrðu sjúklingar með króniska sjúk- dóma fátækari með hverju árinu sem líður. Yrði þvi vart Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða í efri deild Alþingis í gær. Margir aðilar hafa komið nálægt samningu frum- varpsins og þó svo að náðst hafi samkomulag um að leggja það fram nú eru fyrirvarar og bókanir við framkomið frumvarp nánast jafn margar og nefndarmenn sem áttu sæti í nefndinni sem vann að undirbúningi frum- varpsins. Helstu breytingar sem lagðar eru til frá núgildandi lögum eru eftirfarandi: Lögin verði ótímabundin eins og al- gengast er. Botnfiskveiði- heimildir verði miðaðar við tímabilið 1. sept. til 31. ágúst og verði það fiskveiðiárið. Út- gáfa veiðileyfa verði einföld- uð verulega frá þvi sem nú er og gerð skil á milli veiða í at- vinnuskyni og tómstunda- veiða. Oheimilt verði að fjölga öllum gerðum og stærðum fiskiskipa sem fá veiðiheimildir. Tekið verði upp eitt samræmt aflamarks- kerfi, sóknarmarkið afnumið og sérreglum um veiðar smá- báta fækkað frá þvi sem nú er. Tekin verði upp opinber tilkynningarskylda við sölu á fiskiskipum. Hámarksálag vegna útflutnings á óunnum þorski og ýsu verði hækkað úr 15% í 20% en hámarks- álag á öðrum botnfisktegund- um verði áfram 15%. Flestar meginreglur fiskveiðistjórnar verði lögbundnar og þeim at- riðum sem ætluð eru ráð- nerra til ákvörðunar fækkað. Það virðist borin von að víðtæk samstaða náist um frumvarpið. Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson hefur þegar lýst sig andvígan því í flestum atriðum. Hann spuröi sjávar- útvegsráðherra á Alþingi í gær hvers vegna halda ætti áfram með kvótakerfið með tilliti til reynslunnar. Hvort ekki væri nær að taka upp sóknarstýringu. Einn alþingismaður sagði við blaðið að skoðanir þing- manna á hvernig ætti að standa að stjórnun fiskveiða væru nánast jafn margar og þeir. Almennt virðist það þó álit manna að afgreiða verði frumvarpið fyrir þinglok. Það gæti því orðið þrautin þyngri fyrir sjávarútvegsráðherra að berja saman sameiginlega niðurstöðu. Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag ÍSLAND i gær að íslenskum tima. Hitastig i borgum Evrópu kl. 12 Fréttir í stuttu náfí Gagnrýna fjárfestingar- slys og bruðl „Fundarmenn gera sér grein fyrir þeim vanda er steðjar að í íslensku at- vinnulífi, er að hluta staf- ar af aflasamdrætti, en einnig af ýmissi óráðsíu, bæði í rekstri atvinnulífs- ins og samfélagsins," seg- ir í samþykkt félagsfund- ar í Félagi starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Bendir fundurinn á ýmis ,,fjár- festingarslys", Kringluna og Flugstöðina og varar við vinnubrögðum af því tagi að ráðherrar lofi milljarða fjárfestingum, eins og íþróttahöll, án þess að spyrja skattgreið- endur leyfis. „Launafólk í framleiðslugreinunum getur ekki sífellt bætt á sig auknum byrðum í auknum skattaálögum," segir í samþykktinni. Græningjar í framboð Samtök græningja halda fund á laugardag kl. 15 í Gerðubergi, þar sem rætt verður og undir- búið grænt framboð til borgarstjórnar í Reykja- vík og málefnagrundvöll- ur lagður fyrir slíkt fram- boð. Vísitölur hækka rólega Hagstofan hefur reikn- að hinar ýmsu vísitölur, — hækkun þeirra um þessar mundir er róleg miðað við það sem áður hefur gerst. Vísitala bygg- ingarkostnaðar hækkaði þannig um 2% frá í janúar og má rekja þá hækkun að mestu til launahækk- ana. Launavísitala hækk- aði um 0,5% og lánskjara- vísitalan um 1,35% miili mánaða, er hún nú 2844 stig og gildir fyrir mars. Lögreglan samþykkti Af 619 lögreglumönn- um sem rétt áttu á að greiða atkvæði um breyt- ingar og framlengingu á kjarasamningi greiddi tæplega helmingur at- kvæði. Samþykkir voru 175, en nei sögðu 105.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.