Alþýðublaðið - 24.02.1990, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 24.02.1990, Qupperneq 16
Bóksalar og útgefendur: MMDUBMSIl —“mm ■ Laugardagur 24. febr. 1990 Útgefendur Idta bóksala líta út eins og okrara — segir Pétur Sveinsson, formaöur bóksalafélagsins Bókaútgefendur og bók- salar virðast vera komnir í hár saman út af því sem menn viija kalla eðlilega viðskiptahætti, en ágrein- ingur er um hvað sé eðli- legt. A fundi sem þessir aðilar áttu með sér á fimmtudag náðist ekki samkomulag í deilunni og endaði fundurinn með því að fulltrúar bókaútgef- enda strunsuðu af fundi. Málið snýst einkum um verðlagningu á bókum, annarsvegar í bókabúðum bóksala og hinsvegar í svokölluðum forlagsbúð- um, sem bókaútgefendur reka sjálfir í tengslum við forlög sín, en þar bjóða þeir bækur á lægra verði en bóksalar. Forleggjarar hafa margir hverjir á sínum snærum bókabúðir, forlagsbúðir þar sem þeir bjóða bækur á for- lagsverði sem er mun lægra en það verð sem bóksalar bjóða. Pétur Sveinsson, for- maður Félags bókaverslana, sagði við Alþýðublaðið í gær að bóksalar gætu ekki sætt sig við það að tvö verð væru í gangi á sama titli. Annars- vegar hið fasta verð sem for- lögin ákvæðu bóksölum, hinsvegar það verð sem (or- leggjar ákvæöu sjálfir að selja bækur sínar á í forlagsversl- unum. Pétur sagði jafnframt að þess væru dæmi aö forleggj- arar auglýstu með slagoröinu „okkar verð", til viömiöunar viö það verð sem bóksalar seldu bækur á sem væri hærra og gerði aö verkum að bóksalar litu út eins og okrar- ar. Petta gerðu forleggjarar þrátt fyrir að þeir ákvæðu sjálfir verð á bókum sínum hjá bóksölum. Þetta gætu bóksalar ekki sætt sig við. Þetta væru ekki eðlilegir viö- skiptahættir. En um fleira er deilt en for- lagsverslanirnar — þaö er VEÐRIÐ í DAG Þykknar upp meö hægt vaxandi austan og suð- austanátt, dálítil snjó- koma meö suður og suö- vesturströndinni síðdegis en úrkomulaust annars staöar. Frostlaust víö suö- urstróndina en annars 1—6 stiga frost. ekki síöur um allskonar sölu- mennsku sem íorlögin hafá ástundað, þ.e. þegar þau sendasölumenn frá heimili til heimilis til aö bjóða bækur á sérkjörum, með afborgunar- kjörum og löngum greiöslu- tíma. Pétur Sveinsson sagði um það atriði aö það væri einfaldlega bannaö sam- kvæmt landslögum að selja á þann hátt. Ennfremur vilja bóksalar aö öll forlög taki upp reikn- ingsviðskipti, en láti af um- boössölukerfinu sem lengi hefur verið við lýði en að mati bóksala er það orðiö úr- elt. Að auki telja bóksalar að reikningsviöskiptakerfiö geri þeim auöveldara að skipta bókum úr verslunum sínum, forlögin taka þá eldri bækur sem greiðslu fyrir nýjar og það þýöir aö bóksalar sitja ekki uppi með eldri og óseíj- anlegar bækur. Sem stendur er enginn samningur í gildi milli bók- sala og bókaútgefenda — Pét- ur Sveinsson segir við Al- þýðublaðið að útgefendur séu óbilgjarnir og vilji ekki hlusta á neinar tillögur frá bóksölum. Nú standa því mál þannig að hver bóksali semur viö hvert einstakt forlag sér- staklega. 1*1*. . »* *t, ; »t ftr tgr f w f. * *| rJlffiifr aU *tw ,,Það á að treysta fólki..." Biskupinn okkar, séra Ólafur Skúlason, heimsótti Brasiliu fyrir skömmu ásamt fylgdarliði. Séra Óiafur sagði blaðinu að hann og hans fólk hefði verið varað sérstaklega við „götubörnunum" í borgunum, börnum sem foreldrar hafa skilið eftir i reiðileysi. Biskup kvaðst hinsvegar vera sú manngerð sem treystir fólki. Hann rétti því einum „götudrengnum" myndavél sína, og bað hann að taka mynd af sér í hópi annarra slíkra. Hér er árangurinn: Mynd tekin af brasilskum dreng sem lífið leikur sannarlega grátt. MEIRA UM BRASILÍUFÖR BISKUPS — BLS. 11 Fólk Ung kennaradóttir frá Hrafnagili í Eyjafirði, As- dís Birgisdóttir, var á dög- unum kjörin Ungfrú Norðurland. í Degi segir Ásdís að hún hafi hug á að nema iþróttafræði aö loknu stúdentsprófi frá MA í vor. ★ Jingo Hirutsuka, heitir Japani einn, 67 ára, sem dvalið hefur langdvölum hérlendis fjarri heima- landi og fjölskyldu. Hann er vinnuforkur mikill og vinsæll tijá starfsfólki Granda hf. lesum við í Grandafréttum. Hans verkefni er að fylgjast með karfavinnslu á veg- um fyrirtækisins Tayo í Japan. Hiratsuka segir að sjálfum finnist honum best að borða karfann hráan, skorinn í þunnar sneiðar og boröa hann með soyasósu og jap- anskri piparrót. Japansk- ar húsmæður vilji hann síður þannig, hann sé of feitur. Yfirleitt grilla þær karfann, eða sjóði hann í salti og sykri. ★ Tveir ungir háskólanem- ar fengu styrk til fram- haldsnáms á aðalfúndi Verslunarráðs íslands á dögunum, 160 þúsund krónur hvort. Þau eru Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, viö nám á Ítalíu og Jón Björnsson, sem nemur í Bandaríkjunum. Náms- fólk úr Verslunarskóla ís- lands fær sérstaka athygli Námssjóðs Verslunar- ráðsins, þegar styrkjum er úthlutað á ári hverju.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.