Alþýðublaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 9. mars 1990
GETRAUNIR
Potturinn fitnar nú meö hverri vikunni sem líöur, því ís-
lendingum hefur að undanförnu ekki tekist að ná tólf réttum
og potturinn orðinn fjórfaldur. Það stefnir í það að heildar-
vinningsupphæðin í getraununum fari yfir 10 milljónir um
næstu helgi. Það helgast meðal annars af mjög svo óvænt-
um úrslitum eins og til dæmis þegar „undirmálsliðið'' Wim-
bleton gerir sér lítið fyrir og vinnur topplið deildarinnar, As-
ton Villa, á útivelli 3—0.
Staðan í fjölmiðlakeppninni er aðeins farin að skýrast og
skera fimm fjölmiðlar sig nokkuð úr á toppnum. Stöð 2 held-
ur enn fyrsta sæti með 50 stig, Dagur er í öðru sæti með 49
stig, Bylgjan í þriðja sæti með 48 stig og síðan við á Alþýðu-
blaðinu og Þjóðviljinn með 47 stig. Næsti fjölmiðill er síðan
3 stigum neðar. En potturinn er feitur og til mikils að vinna.
Því tippum við nú á tólf rétta:
121/111/221 /X11
FJÖLMIÐLASPÁ
LEIKIR 10. MARS ’90 MBL. DV. TÍMINN z z -3 > Q o -3 Cl DAGUR RÍKISÚTVARPIÐ BYLGJAN Q Q < -J CD £ o S i c/) < LUKKULÍNA SAMTALS
1 X | 2 |
Chelsea - Norwich XI 11 1 1 1 1 1 1 1 2 8;1| 11
Man. City-Arsenal 2 I 2 > 2 2 2 2 X 22 X 0 [ 2 j 8
Nott. For. - Coventry 1 1 | 1 1 1 1 1 11 1 10 ojo
Tottenham - Charlton 1 11 X 1 1 1 11 1 9 1 0
Blackburn-W.B.A. 1 1 2 1 1 1 1 11 2 8 í 0 2
Hull - Middlesbro X 2 1 X X 1 1 x! 1 X 4 5 1
Oxford - Leeds X j 2 j 2 2 2 2 2 I 2 2 X ' 1 0 2 8
Plymouth - Swindon 2 2)2 1 X 1 2 1 2 2 3 16
Port Vale-Bournemouth ijTjx X X 1 1 1 í 1 1 7 3 0
Sunderland - Leicester 1 IX 1 1 1 1 IX 1 8 20
Watford - Newcastle 11 2 2 2 1 1 X 1 i 1 2 5 14
West Ham - Portsmouth x 11 i 1 1 X X 1 1 1 1 71 31 0
Fféttit í stuttu máli Fréttir í stuttu máli
Atkvæðin fundust
í frystikistunni
Þaö er greinilega slæm aðferö að
senda utankjörstaöaratkvæði í um-
búðum Sölumiðstöðvarinnar á milli
staða. Vestfirska fréttablaðið segir
frá slíku tilviki. Send voru utankjör-
staðaratkvæði frá Valhöll í Reykja-
vík til sjálfstæðismanna á ísafirði
sem stóðu í prófkjöri.
Þegar sækja átti atkvæðapakk-
ann á flugvöllinn fannst pakkinn
hvergi. Það var ekki fyrr en einn
starfsmaðurinn átti erindi í frysti-
kistuna að atkvæðin fundust. Voru
þau í umbúðum sem alla jafna eru
notaðar utan um frosið sjávarfang,
umbúðir sem Vestfirðingar treysta í
hvívetna. Auk þess var á pakkanum
límmiði hvar á stóð að um væri að
ræða ..viðkvæma frystivöru". Var
því ekki að furða að starfsmenn
Flugleiða stungu pakkanum beint í
frystikistuna.
Af prófkjörinu er það að segja að
í því var enginn hiti, — en allmörg
„frosin" atkvæði að sunnan.
Góðar tekjur af
rekstri Eimskips
Eimskipafélagið nálgast það óð-
um að flytja milljón tonn af varningi
milli landa. Á síðasta ári voru heild-
arflutningarnir 949 þúsund tonn og
höfðu aukist um 5% milli ára.
Regluleg starfsemi, þ.e. farmflutn-
ingar, gáfu félaginu 44 milljónir
króna í hagnað. Hinsvegar er hagn-
aöurinn 189 milljónir, þegar dæmið
er reiknað í heild, tillit tekið til sölu
á skipum, áhrifa dótturfélaga og
reiknaðra tekju- og eignarskatta.
Velta Eimskips og dótturfélaga þess
var 6.136 milljónir króna á síðasta
ári, aukning um 27%.
Hagur fyrirtækisins er góður og
hljóta forstjóri og starfsmenn fyrir-
tækisins að vera býsna ánægð. Eigið
fé var þannigð 2.836 milljónir króna
í árslok 1989 og eiginfjárhlutfallið
sérlega glæsilegt eða 42%.
Eimskip er með 14 skip í förum og
hefur um 700 starfsmenn. Aðalfund-
ur félagsins var haldinn í gær.
Hvað borða
íslendingar?
Grunur leikur á að íslendingar
borði sumir hverjir ekkert sérlega
hollt fæði. Könnun sem heilbrigðis-
ráðuneytið og Manneldisráð Islands
gangast fyrir, ætti að leiða sannleik-
ann í ljós. Hér er um að ræða um-
fangsmikla könnun, hina fyrstu sem
hér er gerð.
Könnunin nær til rúmlega 1700
manna um land allt, fólk á aldrinum
15 til 80 ára valdir af handahófi úr
þjóðskrá. Þeir sem leitað verður til
um upplýsingar þurfa nokkuö á sig
að leggja. Þeir þurfa að halda dag-
bók þar sem skráð verður allt sem
viðkomandi leggur sér til munns.
Að sjálfsögðu eru allir sem beðnir
verða um þátttöku hvattir til að
bregðast vel við og gefa nákvæmar
upplýsingar. Augljóslega munu þær
upplýsingar sem fást gefa dýrmætar
upplýsingar um fæðuval Islendinga
og verða til þess að hægt verður að
móta stefnu í manneldismálum
landsmanna.
Jarðfræðikort
af íslandi
Landmælingar íslands og Nátt-
úrufræðistofnun Islands hafa gefið
út jarðfræðikort af öllu íslandi á
einu blaði í mælikvarða 1:500 000.
Þetta er fyrsta yfirlitskort af jarð-
fræði Islands síðan 1901, en þá kom
út kort Þorvaldar Thoroddsen, sem
ófáanlegt hefur verið um áratuga
skeið.
Nýja kortið er fallega prentað kort
í mörgum litum, 107x74 sentimetr-
ar á stærð. Kortið fæst hjá Landmæl-
ingum lslands, í skjálftahúsinu
Laugavegi 178, og í bókaverslunum.
BHM heldur
ráðstefnu um
Evrópubandalagið
Bandalag háskólamanna gengst
fyrir ráðstefnu um Evrópubandalag-
ið og íslenska háskólamenn í dag og
hefst hún kl. 13 í Borgartúni 6. Eink-
um verður fjallað um þá þætti í yfir-
standandi viðræðum EFTA og Efna-
hagsbandalagsins sem tengjast sér-
staklega menntun, rannsóknum og
réttindum háskólamenntaðs fólks.
Framsögumenn eru Sólrún Jens-
dóttir, skrifstofustjóri í menntamála-
ráðuneytinu, Berglind Ásgeirsdóttir,
ráðuneytisstjóri i félagsmálaráðu-
neytinu og Vilhjálmur Lúðvíksson,
framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs
ríkisins. Lokaorð flytur Jón Baldvin
Hannibalsson. utanríkisráðherra.
RAÐAUGLÝSINGAR
Tilkynning frá Tölvunefnd
Hér meö vill Tölvunefnd vekja athygli á ákvæðum
21. og 22. gr. laga um skráningu og meðferð per-
.sónuupplýsinga nr. 121/1989 varðandi áritanir
nafna og heimilisfanga á útsent efni.
Samkvæmt þessum ákvæðum mega aðeins þeir
sem hafa fengið starfsleyfi frá "Tolvunefnd afhenda
nöfn og heimilisföng úr skrám til að nota til áritunar
á efni sem dreifa á. Sömuleiðis skulu þeir sem ann-
ast fyrir aðra áritun nafna og heimilisfanga (svo sem
með límmiðaáritun) hafa starfsleyfi frá nefndinni.
Þá skal það efni sem sent er út samkvæmt skrám
yfir tiltekna hópa einstaklinga, stofnana, fyrirtækja
eða félaga bera með sér á áberandi stað nafn þess
aðila sem hefur skrá þá sem áritað er eftir. Ennfrem-
ur skal koma fram í útsendu efni, að þeir sem óska
eftir því að losna undan slíkum sendingum fram-
vegis geti skrifað eða hringt til þessa aðila og fengið
nöfn sín afmáð af útsendingarskránni. Er þá skylt að
verða þegar við þeirri beiðni.
Reykjavík, 7. mars 1990,
Tölvunefnd.
Auglýsing
frá menntamálaráðuneytinu
Starfsemi Iðnfræðsluráðs sem var á Suðurlands-
braut 6, hefur verið færð í framhaldsskóladeild
menntamálaráðuneytisins, í Sölvhól, Sölvhólsgötu
4, Reykjavík. Sími 609500.
Reykjavík, 6. mars 1990,
menntamálaráðuneytið.
tt? ooo w
Starfsfólk í veitingahúsum
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða-
greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs hjá
félagi starfsfólks í veitingahúsum fyrir næsta starfs-
ár.
Listum ásamt meðmælendum ber að skila á skrif-
stofu F.S.V. Ingólfsstræti 5, fyrirkl. 12.00 á hádegi 16.
mars 1990.
Kjörstjórn.
Upplýsingafundur um
Evrópska efnahagssvæðið
EES
Utanríkisráðuneytið
heldur upplýsingafund
um viðræður Fríversl-
unarsamtaka Evrópu
(EFTA) og Evrópu-
bandalagsins (EB) um
myndun Evrópska
efnahagssvæðisins
(EES) á Hótel Stykkis-
hólmi, laugardaginn 10.
mars nk. kl. 16.00.
Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráð-
herra hefur framsögu
og svarar fyrirspurn-
um.
Flol
£Kí
. 4*
tarfið
Prófkjör Alþýðuf lokksins
í Borgarnesi
Alþýðuflokkurinn efnir til prófkjörs í Borgarnesi
vegna bæjarstjórnarkosninganna.
Kosið verður í Svarfhóli við Gunnlaugsgötu, laugar-
daginn 10. mars og sunnudaginn 11. mars, kl.
14.00—18.00, báða dagana.
Rétt til þátttöku í prófkjöri hafa allir þeir er náð hafa
18 ára aldri 26. maí 1990, eiga lögheimili í Borgar-
nesi og eru ekki flokksbundnir né yfirlýstir stuðn-
ingsmenn annarra stjórnmálasamtaka sem bjóða
fram í Borgarnesi í vor.
Fundarherferð SUJ
„Ungt fólk sem leítar nýrra leiöa"
Annar fundur: UMHVERFISMÁL.
Staður: HVERFISGATA 8—10, Rvk.
Stund: LAUGARDAGINN 10. mars, kl. 15.00.
Ungir jafnaðarmenn.
Flokksstjórn
Alþýðuflokksins
Flokksstjómarfundur verður haldinn laugardaginn
17. mars næstkomandi, kl. 10.00—15.00 í Borgartúni
6.
Dagskrá auglýst síðar.
Skrifstofa Alþýöuflokksins.