Alþýðublaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. mars 1990 5 STÓRVELDASLAGURIREYKJAVÍK Sveit Norður landa Norræna skáksveitin situr á botninum samkvæmt stigatöflunni enda segja menn aö allt fyrir ofan fjórða sætiö beri aö telja sigur. Meöalskor norraenu skákmeistaranna er ekki nema 2525 Elostig sem er hartnær hundraðinu lægra en hjá Sovétmönnum. Þessi staðreynd gerir það aö verkum aö norræna sveitin hefur allt að vinna en ekki miklu aö tapa og þaö er aldrei aö vita nema slíkt skili sér í fleiri vinningum en ættu aö nást samkvæmt stigafjölda keppenda. Í norrænu sveitina vantar þó nokkra skákmenn sem samkvæmt stigafjölda ættu tvímælalaust að vera með. Stigahæsti skákmaöur Norðurlandanna, Ulf And- ersson, er í þessum hópi. Hann er um þessar mundir aö aðstoða Hollendinginn Jar/ Timman í einvíginu . gegn Karpov. Danirnir Curt Hansen og Bent Larsen ættu líka heima í keppnisliði Noröurlandanna. En þaö er óneitanlega at- hyglisverö staðreynd aö af tólf mönnum i sveitinni, þegar varamenn eru taldir meö, skuli sex vera íslend- ingar. Simen Agdestein hefur 2600 Elostig. Ag- destein er Norðmaöur, fæddur 15. maí 1967. Auk taflmennskunnar hefur hann getiö sér gott orð sem knatt- spyrnumaöur. Hann varð alþjóðlegur meistari 1983 og stór- meistari áriö 1986. Helgi Óiafsson hefur 2575 Elostig. Hann er fæddur 15. ágúst 1956, varð al- þjóðlegur meistari 1978 og stórmeistari árið 1985. Margeir Pétursson hefur 2555 Elostig. Fæddur 15. februar 1960, varð alþjóðlegur meistari árið 1980 og stórmeistari 1986. Ferdinand Hellers hefur 2545 Elostig. Hann er Svii, fæddur 28. janúar 1969, varð alþjóölegur meistari 1986 og stórmeistari 1988. Jóhann Hjartarson hefur nú 2505 Eiostig. Jóhann er fæddur 8. febrúar 1963. Hann varð alþjóðlegur meistari árið 1984 og stórmeistari ári siðar 1985. Jón U. Arnason hefur 2500 Elostig. Hann er fæddur 13. nóvember 1960, varð stórmejstari árið 1986. Jón L. Arnason varð fyrstur Islendinga til að krækja i heims- meistaratitil i skák. þegar hann varö heimsmeistari ungl- inga árið 1977. Harry Schssler hefur 2490 Elostig. Hann er Svii, fæddur 24. júni 1957, varð al- þjóðlegur meistari 1979 og stórmeistari 1988. Jouni Yrjöl hefur 2495 Elostig. Hann er Finni, fæddur 24. oktéber 1959 og varð alþjóölegur meistari árið 1984. Erling Mortensen hefur 2480 Eiostig. Hann er Dani, fæddur 5 apríl 1955 og varð alþjóðlegur meistari árið 1977. Richard Wessman hefur 2505. Hann er Svíi, fæddur 31. mars 1969 og varö alþjóð- legur meistari á sið- asta ári eftir aö hafa náð 1.—2. sæti á sænska meistaramót- inu. Friðrik Ólafsson hefur nú 2485 Elostig. Friðrik er 1. varamaður norrænu skáksveitar- innar. Hann er fæddur 26. janúar 1935 og er þvi nýlega orðinn 55 ára. Friörik varð al- þjóölegur meistari 1954, og stórmeistari 1958. Karl Þorsteins annar varamaöur nor- rænu sveitarinnar hef- ur 2455 Elostig. Karl er fæddur 13. október 1964. Hann varö al- þjóölegur meistari érið 1986. STÓRVELDASLAGUR í REYKJAVÍK Breska sveitin í Elostigum talið er breska sveitin sú næst veikasta í þessum stórveldaslag. Með- alskor sveitarinnar á stiga- töflu Alþjóöaskáksambands- ins er rétt um 2550 stig, sem er rétt undir meðal- stigatölu Bandaríkjamanna en heilum 60 stigum undir meðaltali sovésku sveitar- innar og um 25 stigum yfir meöalskor norræna liðsins. Efstu liðsmenn Bretanna þarf vart að kynna fyrir ís- ienskum lesendum. Short og Speelman hafa báöir teflt hér áöur á stórmótum auk þess sem báötr komust langt í þeirri heimsmeistara- keppni sem nú stendur yfir. Þaö má hins vegar kannski vekja sérstaka at- hygli á ungum og efnilegum skákmanni í hópi Bretanna. Michael Adams sem teflir á 5. borði er aðeins 18 ára, en hefur þegar náð stórmeist- aratitli og 2555 Elostigum, auk þess sem hann er ríkj- andi Bretlandsmeístari. Nigel D. Short hefur 2635 Elostig. Fæddur 1. júni 1965, varð alþjóðlegur meistari 1980 og stór- meistari 1984. Jonathan S. Speelman hefur 2610 Elostig. Fæddur 2. október 1956, varð alþjóðlegur meistari 1978 og náði stórmeistartitlinum tveim árum síðar, 1982. John D. M. Nunn hefur 2600 Elostig. Fæddur 25 apríl 1955, varð alþjoðlegur meistari 1975 og stór- meistari 1978. Julian M. Hodgson hefur 2540 Elostig. Fæddur 25. júli 1963, varð alþjóölegur meistari 1983 og stór- meistari 1988. Michael Adams undrabarnið i bresku sveitinni, hefur 2555 Elostig. Adams er fæddur 17. nóvember 1971 og er því ekki nema 18 ára. Hann varð alþjóðlegur meistari 1986 og stór- meistari 1989. Adams er núverandi Bret- landsmeistari. Daniel J. King hefur 2515 Elostig. Fæddur 28. ágúst 1963, varð alþjóölegur meistari 1982 og stór- meistari 1989. Mihai Suba hefur 2505 Elostig. Fæddur 1. júní 1947, varð alþjóölegur meistari 1974 og stór- meistari 1978. A. Jonathan Mestel hefur 2525 Elostig. Fæddur 13. mars 1957 og verður þvi 33 ára á þriðjudaginn. Mestel varð alþjoðlegur meistari 1978 og stór- meistari 1981. David Norwood hefur 2530 Elostig. Fæddur 3. október 1968, varð alþjóðlegur meistari 1985 og stór- meistari 1989. Anthony C. Kosten hefur 2485 Elostig. Fæddur 24. júli 1958. Kosten varð alþjóðleg- ur meistari 1984. Jonathan Levitt varamaður bresku sveitarinnar hefur 2465 Eiostig. Hann er fæddur 3. júni 1963 og varð alþjóðlegur meistari 1984.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.