Alþýðublaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 9. mars 1990
FRÉTTASKÝRING
^-------------
íslendingar eru að
ganga í gegnum vegg
— Segir Hallgrímur Gudmundsson,
sveitastjóri á höfn um þróun í umrœöu
um byggöamál.
Aö flytja alla byggö á stór-Reykjavíkursvæöiö er senni-
lega hægt. Þaö mætti gera fiskiskipaflotann, þaöan út, reka
mikil mjólkurbú sem sæju borgarbúum fyrir mjólkurafurð-
um og flytja síðan inn niðurgreitt kjöt frá löndum EB-ríkj-
anna. Þar meö væri líka öll umræöa um byggöarmál og
byggðarþróun út sögunni. En er þetta þaö ísland sem viö
viljum aö framtíöin beri í skauti sér? Værum viö stolt af
slíku íslandi.
,,Þaö er ekki minn skilningur ad
ætlunin sé að ganga af lands-
byggðinni dauðri. Við Islendingar
tilheyrum þeim hópi þjóða þar
sem þegnar hafa valfreisi. Við för-
um varla að taka upp eitt hvert
kvótafyrirkomulag hvað búsetu
varðar. Ég fyrir mitt leyti vil ekki
búa í Reykjavík, það er mitt val. Ég
hlýt að hafa sama rétt og hver ann-
ar þ.e. Reykvíkingurinn sem vill
búa í Rvík. Á að skikka mig til þess
að búa í Reykjavík? Það er hægt
að gera það með tvennum hætti.
Annars vegar með því að setja lög
sem skylda mig til að flytja en hins
vegar með því að kippa atvinnu-
grundvellinum undan mér og
mínum, segir Hallgrímur Guð-
mundsson, sveitarstjóri á Höfn.
Sameining sveitarfélaga
villuljós
Mikið hefur verið rætt og ritað
um málefni landsbyggðarinnar og
undir yfirborðinu má greina mikla
togstreitu milli íbúa dreifbýlis og
þéttbýlis. Hvernig má leysa þenn-
an vanda þannig að ekki svíði sárt
„Eg held að Islendirnar séu nú að ganga í gegnum vegg, sumir hafa slasast, við skulum bara vona að einhverjir
komist út í gegn hinu megin, segir Hallgrímur Guðmundsson, sveitarstjóri á Höfn um byggðaumræðuna.
S veitarstj órnarkos ningar
26. maí 1990
Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd
1. Auglýsing um framlagningu kjörskrár skal birt fyrir................... 11. mars.
22. mars (kaupst./bær)
2. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en ............. .................. 25. mars.
3. Krafa um bundnar hlutfallskosningar í sveitarfélagi með 300 íbúa eða
færri berist oddvita yfirkjörstjórnar, bréfiega, eigi síðar en........ 13. apríl.
4. Sveitarstjórnarmaður, sem skorasl undan endurkjöri, skal tilkynna yfir-
kjörstjórn þá ákvörðun sína eigi síðar en........................... 21. apríl.
5. Kjörskrá skal liggja frammi til og með.............................. 22. apríl.
6. Framboðsfrestur rennur út........................................... 27. apríl.
7. Framlengdur framboðsfrestur, ef aðeins kemur fram einn listi, rennur út 29. apríl.
8. Yfirkjörstjórn auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið úr-
skurðaðir gildir og merktir.
9. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist .............................. 31. mars.
10. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út........... 11. maí.
11. Afrit kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörskrá eigi síðar en . . 14. maí.
12. Sveitarstjórn boðar fund til algreiðslu á kærum fyrir............... 15. maí.
13. Sveitarstjórn úrskurðar kærur og undirritar kjörskrá eigi síðar en ... 18. maí.
14. Yfirkjörstjórn auglýsir, bvenær kjörfundur hefst fyrir.............. 23. maí.
15. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi, svo og hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sem mál
getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir.
16. Kjörstjórn tilkynni oddvita yfirkjörstjórnar, svo og hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sern
mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og dómur er genginn.
17. Yfirkjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrirvara
á undan kosningum.
18. Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi.
19. Yfirkjörsljórn setur notaða kjörseðla undir innsigli að lalningu lokinni, þegar kosn-
ing er óbundin.
20. Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni eða bæjarfógeta (í
Reykjavík yfirborgardómara) innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga.
21. Yfirkjörstjórn eyðir innsigluðum kjörseðlum að kærufresti loknum eða að fuilnaðar-
úrskurði u[>pkveðnum, hafi kosning verið kæ*rð, þegar kosning er óbundin, sbr. 19.
Félagsmálaráðuneytiö, 6. mars 1990.
undan og án þess að hagsmunir
ákveðinna hópa verði fótum
troðnir?
Flestir kannast við tilraunir til
að fækka sveitarfélögum með því
að sameina þau. Er lausnar á
vanda dreifbýlisins að leita þarna?
Hvert er mat Hallgríms á þessum
tilraunum? „Það sem er besta við
umræðuna um sameiningu sveit-
arfélaga er að hún er skaðlaus en
hún er að sama skapi vita gagns-
laus. þarna er verið að tala um
sameiningu sveitarfélaga allt nið-
ur í 400 íbúa. Kostnaðarlega séð
leiðir þetta ekki til aukinnar hag-
ræðingar. Umræðan um samein-
ingu sveitarfélaga er að mínu mati
villuljós. Hér þarf miklu kraftmeiri
aðgerðir ef ætlunin er að ná ár-
angri."
Sameining sveitarfélaga er þó
ekki eina lausnin sem skotið hefur
upp kollinum í umræðu um
byggðamál. Ýmsir hafa gælt við
hugmyndir um þriðja stjórnsýslu-
stigið og bent á það sem raunhæf-
an valkost. En hvers konar viðbót-
ar bákn er nú það?
Ekki þurfi að eltast við ríkið
um allan bæ
„Það er rangt að líta á þriðja
stjórnsýslustigið sem lausn á vand-
anum. Stjórnsýslukerfinu þarf að
breyta en það verður ekki gert
nema með því að breyta starfs-
háttum inn í stofnunum þess.
Vandinn er inn í stofnunum og
hann felst í skorti á samhæfingu
milli stofnana. Þriðja stjórnsýslu-
stigið er í mínum augum öflugur
samráðsvettvangur milli stað-
bundinna yfirvalda og heildarinn-
ar. Vettvangur þar sem staðaryfir-
völd geta nálgast ríkisvaldið sem
eina heild en ekki sem einhverja
stofnun sem leysir sig upp í frum-
eindir sínar og þarf að elta uppi út
um allan bæ," sagði Hallgrímur
Þegar hann var spurður hvort
hann teldi þriðja stjórnsýslustigið
vera lausnina.
„Þriðja stjórnsýslustigið á ekki
að verða nýr vaxtasproti opinbera
kerfisins því það má að mínu mati
ekki vaxa meira. Hér er því ekki
um nýtt stjórnsýslustig með verk-
efni og ábyrgð að ræða heldur
samráðsvettvangur og það er ósk
mín að sem slíkt megi það bæði
vaxa og dafna."
Breytt viöhorf
landsbyggðarinnar
Hallgrímur segist telja að nú sé
að renna upp tími breyttra við-
horfa íbúa landsbyggðarinnar. „Til
þessa hafa sveitarfélög eytt kröft-
um sínum í að karpa um smáatriði
í fjárveitingum næsta árs. Flutn-
ingur þjónustu til ákveðins
byggðakjarna var til skamms tíma
álitinn til þess eins fallinn að ýta
undir þjónustu þar á kostnað
þeirra byggða sem næst voru. Það
er hins vegar von mín að þegar til
lengri tíma er litið sjái íbúar lands-
byggðarinnar hverjir sameiginleg-
ir hagsmunir þeirra eru. Þegar
fólk sér að þjónustukjarnar styrkja
líka nágrannabyggðirnar þá skynj-
ar það mikilvægi þess fyrirkomu-
lags fyrir landsbyggðina.
„Við erum vön þeim þanka-
gangi að við setjum stofnun ein-
hverskonar niður og það eigi allir
að koma til hennar. Þessu þarf að
breyta, stofnun þarf að koma út til
sinna þjónustuaðila. Þá hættir
staðsetning hennar að skipta eins
miklu máli."
Hallgrímur bendir á að vissu-
lega þurfi að jafna hagsmuna
ágreining milli dreifbýlis og þétt-
býlis en slíkt taki tíma. Það getur
hins vegar engum dulist að það er
ósanngjarnt að taka breytingarnar
allar út á einni kynslóð. Japanir
gerðu það á sínum tíma þegar þeir
fórnuðu heilli kynslóð fyrir jap-
anska efnahagsundrið en viljum
við gera það sama?