Alþýðublaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 3
3 Miðvikudagur 14. mars 1990 Lœknaráöstefna kostuö af erlendum lyfjaframleidanda: Þiggjum slík boð kinnroðalaust — segir formaöur félags íslenskra heimilislœkna „Við teljum okkur geta þegið ákveðna hluti af lyfjafyrirtækjum kinn- roðalaust,“ segir Lúðvík Olafsson, læknir, for- maður Félags íslenskra heimilislækna um nýaf- staðna ráðstefnu heimil- is- og heilsugæslulækna „Ekki er langt þar til Ijóst verður hvort af bygg- ingu íþróttahallar í Kópa- vogi verður, en sem stend- ur er unnið að því að kanna hentugleika þessar- ar framkvæmdar" sagði Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í samtali við blaðið í gær. Nefnd á vegum ríkisstjórn- arinnar vinnur nú að sögn Kristjáns að því að kanna kosti og galla þess að reisa sem kostuð var af sænska lyfjafyrirtækinu ASTRA. „Boði lyf jafyrirtækja eins og þessu fylgja engar skuldbindingar eða samn- ingar um kaup á lyfjum frá fyrirtækinu. Það er hins íþróttahöll i Kópavogsbæ. Tryggvi Sigurbjarnarson er formaður nefndarinnar sem er ætlaö aö vera ríkistjórn- inni ráðgefandi i ákvörðun- um um hvar þessu mikla mannvirki verður fundinn staður. Gert er ráð fyrir að ríkiö leggi fram fé til bygging- ar íþróttahallar á móti fram- lagi Kópavogsbæjar ef af framkvæmdum þar verður. En eins og kunnugt er hafa fleiri bæjarfélög en Kópavog- vegar alveg Ijóst að lyfja- fyrirtækin telja sig hafa eitt- hvað upp úr þessu annars legðu þau tæpast í þennan kostnað," sagði Lúðvík. Að hans sögn voru á ráðstefnu heimilis- og heilsugæslu- lækna 1 til 2 kynningarbás- ar fyrir lyf fyrirtækisins. ur sýnt áhuga á að standa að byggingu íþróttahallar, og Hafnarfjöröur þá einkum verið nefndur. „Þetta verður fjölnota hús. í framtíðinni verður það aö stærstum hluta nýtt sem skólahús og sem félagsað- staða fyrir Breiðablik auk þess sem það mun þjóna hlut- verki almenns íþróttahúss," sagði Kristján um hugsanlegt notagildi íþróttahallar fyrir Kópavogsbæ. „Viö læknar þurfum að sjálfsögðu að nota dóm- greind okkar við að meta hvenær nota ber lyf og hve- nær ekki. Síðan er þa<S nátt- úrlega spurningin um hvaöa lyf á aö velja og þar spila ýmsir þættir inn í," sagði Lúðvík þegar hann var spurður hvort hann teldi að fyrirgreiðsla sem þessi heföi áhrif á val lækna á lyfjum. Fræðslunefnd íslenskra heimilislækna skipulagði ráðstefnuna í samráði viö fullrúa fyrirtækisins hér á landi, en að sögn Lúövíks höfðu læknar algjörlega frjálsar hendur með efnis- val og stungu upp á fyrirles- urum á ráðstefnuna. Kostn- aður við ráðstefnuna var hins vegar allur greiddur af lyfjafyrirtækinu ASTRA. Að mati Lúðvíks hafa lyfjafyrirtæki fengið slæma útreið í fjölmiðlum en á það bæri að benda að engir að- ilar hefðu staðið eins vel að þróun lyfja og lyfjafram- leiðendur. íþróttahöll í Kópauogi? Slull i ákvörðun Meistarar segja fúskurum stríd á hendur: Meistarar leggja fram skirteini — til aö sanna aö þar fari reyndur maöur Meistaraskírteinum verður dreift til félags- manna aðildarfélaga meistara- og verktakasam- bands byggingarmanna. Astæða þessarar ný- breytni mun vera tíð skakkaföll verkkaupa vegna galla sem upp hafa komið þegar ,.meistarinn“ sem tekið hefur að sér verk reynist ekki hafa til- skilin lögbundin réttindi. Nokkuð mun hafa borið á því að undanförnum misser- um að ófaglærðir hafi óátalið gengið í störf iðnmeistara. Hér er um mikið öryggismál fyrir verkkaupa að ræða því komi upp deilur um ábyrgð og fagmennsku þessara aðila bera ófaglærðir enga ábyrgð á gæðum verksins. Meö þessum aðgerðum er ætlunin að vekja athygli al- mennings á því öryggi sem felst í aö skipta við faglæröa menn sem hafa félög á bak við sig sem hægt er aö leita til komi einhver vandamál upp. Að sögn starfsmanns Meist- ara- og verktakasambandsins er í flestum tilfellum mun dýrara að skipta viö menn sem bjóða fram þjónustu sína utan við félögin. Starfsemi þessara aðila er í fæstum til- fellum gefin upp til skatts og þvi ekki háð eftirliti verðlags- eftirlitsins. Því mun mjög al- gengt aö taxtar þessara aðila fari langt framúr því sem lög- legir taxtar gera ráð fyrir. Þá telja iðnmeistarar mikil- vægt aö þeir geti varið rétt sinn gagnvart þeim aðilum sem ekki hafa réttindi. Þaö er því von stjórnar Meistara- og verktakasambands bygging- armanna að þeir sem hyggj- ast nýta sér þjónustu iðnaðar- manna krefjist þess að verk- takar sýni skirteini sem sanni að þeir hafi tilskilin réttindi. Jón Baldvin hittir Mandela i dag Jón Hatduin Hannibals- son, utanrikisráðherra hittir í dag að máli þann fræga mann, Nelson Mun- dela, sem um áratuga skeið sat í dýflissum S-Afríkustjórnar. Jón Baldvin þiggur boð sænsku ríkisstjórnarinn- ar um að taka þátt í fundi utanríkisráðherra Norð- urlandanna með Man- dela, sem haldinn er í ut- anríkisráðuneyti Svíþjóð- ar. Kaldur veruleiki að sat maöur á bekk í mið- bæ Reykjavíkur, vafinn í þykkan, snjáðan frakka, trefill náði upp fyrir varir og mað- urinn var með báðar hendur djúpt í vösum. Ég kannaöist vel við þennan mann og nam staöar og sagði eitthvað álíka gáfulegt og það að hér sæti hann í kuldanum! Hann gat ekki neitaö því og spurði hvort ég vildi fá mér sæti. Ég sett- ist og fór aö dæmi mannsins; tróð báðum höndum djúpt í vasana, eins og ég ætti von á að finna þar eitthvaö merkilegt. Síöan þögðum við dágóða stund, virtum fyrir okkur bakhlutann á Jóni Sigurös- syni. Þaö voru ekki mikið fleiri á vellinum. Omur umferðar eins og veikur niður elfu, stöku mávur á leið frá höfninni út á tjörn, allt í einhverjum dróma sem fylgir vetri og dimmum dögum. Maöur á bekk hélt því fram að það væri kalt og ég varð að játa því. Hann spurði um erindi mitt í bæinn. Ég sagðist ekkert erindi eiga annað en gá hvort allt væri ekki gott í landinu. Hann sagöi aö allt væri gott á yfirborðinu. Islend- ingar væru allir í þykjustunni, því við vildum ekki vita af raunveru- leikanum, sem væri allur annar en hagskýrslur sýndu. Stjórnmála- menn segja okkur gjarnan í ræð- um að við höfum það verulega gott, veifa framan í okkur tölum um hagvöxt, viðskiptahalli fari minnkandi og þjóðartekjur hækk- andi. Ég sagðist ekki kunna á slíkar tölur. Einu tölurnar sem ég tæki mark á, væru þær sem stimpluð- ust á strimilinn hjá kaupmannin- um mínum og hann meira að segja hrissti stundum höfuöið þegar To- talið kæmi í Ijós. Maður á bekk sagðist lesa sífellt um fleiri hús og íbúðir sem færu á nauö- ungaruppboö. Það væri harmleik- ur á bak við þær auglýsingar og engar jákvæðar tölur stjórnmála- manna breyttu þeirri staðreynd, aö fólk er unnvörpum að missa eigur sínar. Tölvan heldur áfram að dæla úr sér gluggaumslögum og á Alþingi er brosaö og karpað, meðal ann- ars um það hvort einhver tiltekinn alþingismaöur fari í bað, sem var mjög dregið í efa af Friðrik Soph- ussyni og má kannski spyrja hvort ekki megi koma upp baðaðstöðu fyrir alþingismenn meö svitalykt. Ríkisstjórnin brosir í upphafi funda og er brosið sýnt í fréttum svo þjóðin átti sig betur á ham- ingju sinni og heppni með þessa brosandi stjórn. Hamingjusamasta þjóð í heimi stendur ráðþrota og peningalaus og fólk í stór- um stil að reyna að byrja aftur að eignast ibúö eða fá sér vinnu því það er búið að loka fiskvinnslunni á staðnum, eöa verslunin er farin á hausinn. Hamingjusamasta þjóö í heimi grætur á kvöldin víðsvegar um landiö sitt. Sumsstaðar í húsum þar sem var lifandi mannvera sem ákvað að nú væri komiö nóg af lif- inu, það gæti varla verið verra í dauðanum. Það er staöreynd í felum, að fjöl- margir einstaklingar taka líf sitt og fela þaö Guöi almáttugum því þeir sjá enga leið út úr vandanum. Maður spyr sig í hljóði, hvort hægt hefði veriö að bjarga lífi meö einhverjum ráðum. Erlendis eru til símar þar sem góðmenni og ráögjafar sitja og bíða eftir símtali frá einhverjum, sem er búinn að fá nóg, týna Guöi og sér bara eina leið út úr Vandræðagarði. Hér- lendis er enginn lífsbjargarsími, engin samtök til svara í neyö ein- staklingsins sem gengur dimmar götur á leið út í óvissu dauöans. í þessu landi hamingjutölvunn- ar, fer lífinu aftur. Tölvan talar ekki blíðlega til þín og rómur hennar ekki fagur. Tölvan er algjörlega skilningsvana á manneskjuna, þarfir hennar fyrir sáluhjálp. Tölv- an grætur ekki með þér og þó hún geti sungiö fyrir þig er sú rödd ekki svo fögur, heldur lífvana og litlaus. Tveir menn sitja á bekk á miðjum velli, vafðir í þykka frakka og hendur djúpt í tómum vösunum. Þeir eru þagn- aöir og hlusta á væl vindsins sem reynir að spila laglínu á naktar greinar trjánna. < Jón Sigurðsson þegir líka. hann horfir á Alþingishúsið og er ekki sérlega kátur á svip. Bráðum setur hann báðar hendur djúpt í írakka- vasana. Hann er fremur kaldur íslenski veruleikinn. Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.