Alþýðublaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. mars 1990 5 FRÉTTASKÝRING Ólina Þorvaröardóttir er sögö ihuga aö gefa kost á sér í fyrsta sætiö. Nýtt framboö á leidinni. Bjarni P. Magnússon er ekki um- deildur meöal flokksmanna sinna en mun ekki hafa ákveðið hvort hann gefur kost á sér. Hrafn Jökulsson er sagöur hafa hug á sæti ofarlega á listanum. Vérður Olína í fyrsta sæti? Ólína Þorvardardóttir viröist þessa dagana vera heitasta nafniö þegar rœtt er um frambjóöendur á nýjan lista fyrir borgarstjórnarkosningar. Hvorki hún né aörir sem nefndir eru hafa þó gefiö ákveöin svör. Alþýðuflokksmenn í Reykjavík virðast ekki á þeim bux- unum að gefast upp við tilraunir sínar til að breikka grund- völlinn bak við borgarstjórnarframboð í vor. Fyrir rúmum mánuði var ekki annað að sjá en allar tilraunir í þessa átt hefðu runnið út í sandinn. Nú eru hins vegar horfur á sam- eiginlegu prófkjöri og síðan framboði Alþýðuflokksfólks og ýmissa óháðra einstaklinga, þar á meðal einhverra Birting- arfélaga. Ef svo fer sem nú horfir, gæti sú vinsæla sjón- varpskona, Ólína Þorvarðardóttir, orðið stóra trompið á þessum lista. Þad er raunar svo skrýtið aö þótt búið sé að tilkynna um blaða- mannafund á morgun og stofn- fund sérstakra samtaka á laugar- daginn, þá eru allar línur í þessum framboðsmálum mjög óljósar. Samkvæmt heimildum okkar hef- ur t.d. enginn af öllum þeim sem nefndir hafa verið til framboðs, enn tekið ákvörðun um að taka þátt í prófkjöri. Ólt'na íhugar framboð________ Ólína Þorvarðardóttir var fyrst nefnd til sögunnar í umfjöllun Pressunnar um þessi framboðsmál fyrir um hálfum mánuði. Eftir því sem næst verður komist mun Ólína vera að hugleiða þennan möguleika í fullri alvöru. Að því er fróðir menn hermdu í gær, mun þó vera erfitt fyrir Ólínu að taka slíka ákvörðun, vegna þess að inn- ganga í pólitík gerir henni erfiðara fyrir að halda áfram þeim störfum sem hún hefur fengist við undan- farin ár. Af þessum sökum er tæp- ast gert ráð fyrir að Ólína muni gefa kost á sér í prófkjörið nema því aðeins að hún telji sig eiga þokkalega góða möguleika á að ná fyrsta sæti. Það má raunar færa rök að því að slík niðurstaða úr prófkjöri myndi styrkja þetta framboð veru- lega. Þrátt fyrir allmargar tilraunir í þá átt hefur nefnilega ekki enn tekist að setja neinn flokkspólit- ískan stimpil á Ólínu. Hún er vissu- lega almennt talin standa einhvers staðar vinstra megin við miðjuna en hefur ekki tekið opinberlega afstöðu með neinum flokki. Félagsstofnun á laugardag Ef svo fer sem nú horfir verður á laugardaginn stofnað félag ein- staklinga úr ýmsum áttum, þar á meðal þó nokkurra félagsmanna i Birtingu. Hugmyndin er síðan að þetta félag standi fyrir prófkjöri ásamt Alþýðuflokknum og síðan sameiginlegu framboði. Gengi þessa framboðs í borgar- stjórnarkosningunum ræðst hins vegar að sjálfsögðu mjög af því hvaða fólk fæsti í framboð og hvernig það raðast á listann. Fáir munu í alvöru gera ráð fyrir því að hið nýja frambcð eigi möguleika á betri útkomu en svo að það eignist tvo eða í allra hæsta lagi þrjá borg- arfulltrúa eftir kosningarnar. Fengi nýja framboðið þrjá borgar- fulltrúa, hefði hins vegar sá árang- ur náðst að sýna flokksvélunum fram á að vinstri kjósendur i borg- inni vilji sameiginlegt framboð í stað gömlu flokkaframboðanna. Þeim sem að þessu standa er þó mætavel Ijóst að ef árangur á að nást í þessu framboði, er nauðsyn- legt að framboðslistinn beri þess merki að hann sé ekki settur upp eftir gömlu hrossakaupaaðferð- inni. Þetta þýðir t.d. að ef fyrsta sæti listans verður skipað annað hvort Alþýðuflokksmanni eða Birtingarmanni verður listinn ekki jafn vænlegur til árangurs og ef einhver þess óháða fólks sem hyggst standa að framboðinu, velst í fyrsta sætið. Þetta gerir það að verkum að möguleikar Ólínu Þorvarðardótt- ur til að sigra í prófkjöri virðast nú talsverðir. Þeim virðist líka hafa farið fjölgandi síðustu daga sem vilja fá hana í fyrsta sætið. Sam- kvæmt heimildum okkar hefur Ólína þó ekki enn fengist til að gefa ákveðið svar. Margir tilnefndir en__________ allir óákveönir Sama gildir raunar að því er virðist um nánast alla aðra sem nefndir hafa verið sem líklegir þátttakendur í prófkjöri. Af Birt- ingarfólki eru það einkum Kristín Á. Ólafsdóttir, núverandi borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins og Hrafn Jökulsson, sem hafa verið nefnd í þessu sambandi. Hrafn mun mjög ákveðið ihuga að gefa kost á sér i prófkjöri og er þá jafn- vel talið að að hann muni stefna á þriðja sæti listans. Hrafn mun þó ekki fremur en aðrir hafa tekið endanlega ákvörðun. Enn minna er vitað um afstöðu Kristínar en svo mikið er víst að hún mun ekki gefa kost á sér til framboðs fyrir Alþýðubandalagið. Innan Alþýðuflokksins virðist ekki neinn ágreiningur um Bjarna P. Magnússon, núverandi borgar- fulltrúa. Svo mikið er víst að ekki hafa heyrst neinar raddir um það að skipta honum út. Hins vegar mun Bjarni ekki fremur en aðrir hafa ákveðið hvort hann gefi kost á sér til að taka sæti á þessum lista. í þessum efnum er þess að vænta að línur skýrist eftir stofnfundinn á laugardag. Eins og nú standa sakir virðist þó líklegast að i próf- kjöri verði það Ólína Þorvarðar- dóttir, Bjarni P. Magnússon, Hrafn Jökulsson og e.t.v. Kristín Á. Ólafs- dóttir sem raðist í efstu sætin. Því má þó ekki gleyma að ef allt geng- ur upp og af þessu sameigninlega prófkjöri verður, þá verður öllum Reykvíkingum á kosningaaldri heimil þátttaka og því getur allt gerst. Auk þess munu væntanlega einhverjir fleiri gefa kost á sér til setu ofarlega á lista. Þegar upphafalega var lagt af stað með hugmyndir um sameig- inlegt framboð gegn meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var hugmyndin sú að ná saman öllum minnihlutaflokkunum. Þaö sem nú er verið að tala um er vissulega langt frá þessum upphaf- legu hugmyndum. Engu að síður er hér um vissa pólitíska upp- stokkun að ræða og þótt engum detti það í hug í alvöru að þetta framboð geti orðið til að fella borgarstjórnarmeirihlutann er aldrei að vita nema hér sé verið að stíga fyrsta skrefið i átt til frekari samstöðu núverandi minnihluta- afla. Stórveldaslagur: Jafntefli við Sovétmenn Sovétmenn höfðu áreiðanlega hugsad sér að sigra Norðulanda- búa öðru sinni þegar sveitir þessara landa mættust í 4. um- ferð Stórveldaslagsins í gær- kveldi. Niðurstöðutölurnar urðu hins vegar 5 vinningar gegn 5 og komu þau úrslit mörgum á óvart. Viðureign Breta og Bandaríkja- manna lauk með sigri hinna fyrrnefndu með 5'/z vinningi gegn 4'/i. Urslit 4. umferðarinnar urðu ann- ars sem hér segir: Sovétríkin — Norðurlönd 5—5 1. Yusupov — Agdestein 1—0 2. Ivanchuk — Helgi 1—0 5. Vaganjan — Margeir '/■>—'/■> 4. Sokolov — Hellers 0—1 5. Gurevieh — Jóhann '/>—'/■• (i. Makarichev — Jón L. '/■>—'/■> 7. Azmayparashvili — Shássler '/>—'/> 8. Polugaévsky — Karl '/■>—'/■> 0. Tukmakov — Mortensen 0—1 10. Dreev — Wessman '/>—'/• Bretinn Nigel Short vann sina fyrstu skák i stórveldaslagnum i gær þegar hann lagöi Gulko að velli. Norðurlandabúar náðu sigri á tveim borðum í gærkveldi. Svíinn Hellers vann Sokolov á 4. borði og Daninn Mortensen vann Tukmakov á 9. borði. Við birtum hér skák Hell- ers og Sokolovs. Hvítt: Hellers, Norðurlönd Svart: Sokolov, Sovétríkjunum 1. e4 — c5 2. Rf3 - e6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — d6 6. g4 - h6 7. h4 - Be7 8. Hgl - d5 9. Bf4 — Rxe4 10. Rxe4 — dxe4 11. Rb5 - Da5 + 12. c3 - Ra6 13. Rd6+ - Kf8 14. Bc4 - Dc5 15. b4 - Db6 16. Dd2 - Rc7 17. g5 — hxg5 18. hxg5 — Dc6 19. Be5 - Rd5 20. Dd4 - Hg8 21. Rxe4 - Bd7 22. Hdl - Hc8 23. Bb3 - Be8 24. f3 - Hd8 25. Dxa7 - b6 26. b5 - Dxb5 27. c4 - Hd7 28. Da4 — Dxa4 29. Bxa4 - Ha7 30. Bxe8 - Re3 31. Hd7 - Ha8 32. Bd6 - Hxe8 33. Ke2 - Rxc4 34. Bxe7 - Hxe7 35. Hd4 - Re5 36. Hcl - He8 37. Hc7 - Hh8 38. f4 - Hh2 + 39. Kfl - gefið Stigahæsti maður mótsins, Sovét- maðurinn Ivanchuk, heldur áfram sigurgöngu sinni. í gær varð Helgi Ól- afsson að þola ósigur gegn honum. Bretland — Bandaríkin 5'/>—4'/> 1. Short — Gulko 1—0 2. Speelman — Seirawan '/■>—'/■• 3. Nunn — Fedorowicz 1—0 4. Hodgson — deFirmian 0—1 5. Adams — Christiansen 1—0 (i. Levitt — Browne '/>—'/• 7. Suba — Benjamin 1—0 8. Mestel — Dzindzichashvili 0—1 9. Norwood — Gurevich '/>—'h 10. Kosten — Ivanov Staðan í kepnninni er nú þessi: Sovétríkln 22 'h Bandaríkin 21 Bretland 20 Norðurlönd I6V2 I dag tefla Norðurlöndin gegn Bandaríkjamönnum og Bretar gegn Sovétmönnum í 5. og næst- síðustu umferð. Bretar höfðu betur í viðureigninni við Bandaríkjamenn í gærkveldi og Nigel Short sem tapað hafði þrem skákum í röð, vann sinn fyrsta sigur í mótinu er hann hefndi ófaranna gagn Gulko í 1. umferð. Hvitt: Nigel Short Bretlandi Svart Boris F. Gulko Bandarikj- unum 1. e4 — c5 2. Rf3 — Rc6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - d6 6. g3 — g6 7. Bg2 - Rxd4 8. Dxd4 - Bg7 9. 0-0 - 0-0 10. a4 - Da5 11. Bd2 - Dh5 12. Db4 - Bh3 13. f3-a5 14. Db5 - Dxb5 15. Rxb5 - Bxg2 16. Kxg2 - Hfc8 17. c3 - Rd7 18. Be3 — Rc5 19. Hfdl — Hc6 20. Kf2 - Re6 21. Hd5 - Rf8 22. f4 - Re6 23. Kf3 - h5 24. Hadl - Rf8 25. Hld3 - Hc4 26. b3 - Hc6 27. c4 - Re6 28. e5 — dxe5 29. fxe5 - Kf8 30. Ke4 - f5 + 31. exf6 — exf6 32. Kf3 - He8 33. Rd6 - Hb8 34. Hxa5 - Hd8 35. Had5 - Hd7 36. Rf5 - Hdc7 37. Rh4 - Rg5 + 38. Ke2 - Re4 39. Rxg6 + — gefið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.