Alþýðublaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 30. mars 1990 MÞTOintllDIB Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. FRIMURARAR REYKJAVÍKURBORGAR Vikublaðið PRESSAN birti fréttagrein í gær um eins konar frí- múrarareglu yfirmanna Reykjavíkurborgar. Leynireglan sem ber hið danska nafn TBO (Tjæneste Brödrenes Ordning) hefur leyni- legt félagatal og blaðinu var neitað um eintak af málgagni leyni- klíkunnar og öll gögn um regluna. Þessi leyniregla á sér hliðstæð- ur á Norðurlöndum og er rúmlega sextíu ára gömul hérlendis. Þetta er gamaldags karlakúbbur þar sem konum er meinuð þátt- taka, samtryggingarregla fyrrverandi og núverandi yfirmanna borgarinnar. Samkvæmt upptalningu PRESSUNNAR á félögum er Ijóst að frímúrarasamtök þessi eiga margt annað sameiginlegt en að vera karlar og yfirmenn. Það er til að mynda alveg Ijóst að pólitískur samsetningur leyniklíkunnar er nær einlitur; dökkbláir sjálfstæðismenn með borgarstjórann sjálfan, Davíð Oddsson, sem heiðursbróður í broddi fylkingar. Til að undirstrika enn hið pólitíska yfirbragð leynireglunnar, má nefna að allir fyrrverandi borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins hafa orðið heiðursbræður nema einn: Egill Skúli Engilbertsson, borgarstjóri vinstri meiri- hlutans 1978—82. Honum var ekki boðin þátttaka. Ef slíkur karlaklúbbur frímúrara yfirmanna borgarinnar væri að- eins át- og kjaftaklúbbur, væri í mesta lagi hægt að brosa að þessu fyrirbæri sem hallærislegri tímaskekkju. En svo einfalt er dæmið ekki. Leynireglan TBO er valdaklíka, innsti leynihringur borgarstjóra sem svífst ekki við að beita áróðri og valdafléttum ef svo ber undir. Þannig upplýsir PRESSAN að einn stúkubræðra, Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, hafi sent klíkubræðrum sínum bréf í febrúar síðastliðn- um, þar sem hann fór fram á sérstakan stuðning þeirra sem reglubræðra í hinni hörðu kosningabaráttu sem þá geisaði í for- manns- og stjórnarkosningum Starfsmannafélagsins. Meðal þeirra reglubræðra sem formaður Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar skrifaði leynibréfið til, voru helstu viðsemjendur Har- alds og Starfsmannafélagsins í kjarasamningum. Með öðrum orðum: Þeir menn sem sitja hinum megin við borðið og hafa þann starfa að berjast gegn kröfum stéttarfélagsins! Þetta litla dæmi segir sína sögu um valdasamtrygginguna hjá Reykjavíkurborg. Efst á valdapýramída Reykjavíkurborgar situr borgarstjórinn, sjálfur heiðursbróðirinn í leyniklíkunni TBO. Næstir undir honum eru undirdánugir yfirmenn og deildarstjórar Reykjavíkurborgar, nær allir reglubræður í leynistúkunni og flokksbundnir sjálfstæðismenn. Þar undir koma undirmenn og starfsfólk borgarinnar. Það fær ekki inngöngu í leyniregluna TBO af því að það er undirmenn og / eða kvenmenn. Reykjavíkurborg stjórna karlar; karlar sem eru í Sjálfstæðisflokknum og leyniregi- um innan borgarkerfisins. Það er engin tilviljun að laun borgar- starfsmanna eru mun lægri en í nágrannasveitarfélögunum ekki síst laun kvenna; kúgunin að ofan er algjör. Nú hefur verið upp- lýst um eitt dæmi: Borgartopparnir hvort sem um er að ræða for- ystu borgarinnar eða forystu Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar eru klíkubræður í leynireglu. Hin pólitíska samtrygging á toppnum gerir ógnarstjórn borgarstjóra enn auðveldari. Þannig er samningsstaða borgarstarfsmanna rígföst í vef íhaldskarlanna í Reykjavík. Það er umhugsunarefni fyrir alla þá borgarstarfsmenn, ekki síst konurnar sem vinna hjá Reykjavíkurborg, hvort sem er á skrif- stofum, í útivinnu eða á barnaheimilum borgarinnar, að yfir þeim drottnar karlaklíka; pólitísk leyniregla sem treður í sig kræsingum einu sinni á mánuði og hampar sjálfum borgarstjóranum sem heiðursbróður. Fróðlegt væri að fá upplýst hve víðtækar ákvarð- anir eru teknar um málefni borgarinnar af frímúrarareglu yfir- manna Reykjavíkurborgar. ONNUR SJONARMIÐ RITDEILUR eru afskaplega vinsæl- ar á íslandi og taka oft á sig sér- kennilegt form. Dæmi um þetta er grein í DV í gær eftir hina frægu Re- gínu Thorarensen, fréttaritara á Sel- fossi. Regína svarar grein Eyjólfs Valgeirssonar fyrrverandi kaupfé- lagsstjóra á Norðurfirði. Nú er það svo að Eyjólfur skrifaði sína grein í Tímann en Regína sem aldrei skrif- ar í málgagn framsóknarmanna, svarar hins vegar í DV. En hún les greinilega Tímann. Grípum niður í hina hvössu og vægast sagt persónulegu svargrein Regínu: „Já, Eyjólfur, þú minnist á að þú hafir verið kaupfélagsstjóri þegar þið bræðurnir komuð ykkur saman um að loka hjá okkur hjónunum reikningnum. Ég hefði nú ályktað það skyn- samlegast fyrir þig að minnast ekki á þann óþokkaskap ykkar bræðranna, enda eftir að Pétur Guðmundsson, stjórnarformað- ur kaupfélagsins, vissi af hverju þið lokuðuð reikningnum okkar hjá Kaupfélagi Strandamanna, þá opnaði Pétur reikninginn með hraði og þú sagðir starfi þínu lau.su um vorið, enda sam- viska ekki góð hjá þér og þú keyptir K rossanesið og bjóst þar myndarbúi og eini maðurinn í Árneshreppi sem hefur notað sér heita vatnið til upphitunar á ykkar fallega húsi. Þar varst þú á réttri leið í þessu jarðneska lífi en sem kaupfélagsstjóri morr- andi svefnmóki og áhugalaus og hafðir ekki hugmynd um það Regína: Ádrepa á fyrrverandi kaupfé- lagsstjóra. hvað góður kaupfélagsstjóri þarf að hafa mörg járn í eldinum í einu. Ef hægt er að kalla þig kaupfélagsstjóra með sanni. Ég vil bara minna þig á hvaðjþú og aðrir ráðandi menn í Arnes- hreppi voruð búnir að særa hjónin Ríkeyju Eiríksdóttur og mann hennar, Sæmund Guð- mundsson, þegar þau fluttu úr Trékyllisvík á trillu sinni, með börn og belju ásamt sinni litlu búslóð að nóttu til og settust að á Siglufirði, og var Ríkey kosin formaður Verkaiýðsfélagsins á Siglufirði sem hún gegndi í tíu ár og líkaði öllum þar vel við þau hjónin og niðja hennar.“ Og þarf ekki fleiri orð um þennan texta að hafa. KYNNING Þjóðviljans á frambjóð- endum til forvals Alþýðubandalags- ins í Reykjavík stendur nú yfir þessa dagana. I gær var einn frambjóð- enda, Haraldur Jóhannsson hag- fræðingur spurður um þá útgöngu- menn í Alþýðubandalaginu sem kenna sig við Birtingu. Frambjóð- andinn var spurður hvort hann héldi að Birting klofni úr Alþýðu- bandalaginu. Og hér kemur svarið: „Ég er þess fullviss, að þorri Birtingarmanna verður kyrr. Og skrifað stendur, að einn iðrandi syndari veki meiri fögnuð en 99 réttlátir.“ Eins og ástandið er nú í Alþýðu- bandalaginu yrði sennilega skellt upp stórveislu fyrir hverja og eina sálu sem gengi í flokkinn. Einn með kaffinu Stúlkan fór í fyrsta skipti í bíltúr með nýja kærastanum. Hann ók á dimman og afvikan stað og stöðvaði bílinn. Kærastinn: — Viltu fara í aftur- sætið? Stúlkan: — Nei, ég vil miklu heldur vera hérna fram í með þérl! DflGflTAL Sjálfbjarga neytendahreyfing (eda twernig Framsókn og íslenskir lopapeysukommar geta lœrt af þjóðum Austur-Evrópu) Eg las það í Alþýðublaðinu að út- lendingar mega bráðum fjárfesta allt að 100 % í fyrirtækjum í Tékkóslóvakíu. Tékkóslóvakar eru ennfremur búnir að breyta þjóð- heiti sínu og hafa fjarlægt orðið „sósíalískur" úr heiti landsins. Nú heitir landið Lýðveldið Tékkóslóv- akía í stað Hið sósíalíska lýðveldi Tékkóslóvakía. Þessar fréttir hljóta einnig að kalla á gleðidag í lífi íslenskra sósi- alista. * Eg var svona að velta því fyrir mér þegar ég las þessí tíðindi í blaðinu minu, Alþýðublaðinu, hvað væri eiginlega að gerast fyrir austan tjald. í fyrstu bjuggust allir við að sósí- alsiminn myndi sigra þegar kommúnisminn hrundi. í Ijós kom að enginn vildi sósíalisma. Þá héldu flestir fréttaskýrendur að sósíaldemókratían myndi verða hin mikla fjöldahreyfinga gömlu kommúnistanýlendanna. Brátt varð Ijóst að kratar voru svona sæmilega þokkaðir en ekk- ert meira. Þá voru menn sammála um að frjálslyndir flokkar yrðu vinsælir. Staðreyndin varð hins vegar sú að frjálslyndir voru í meðal lagi vin- sælir. Niðurstaðan varð að lokum þessi: Austur-Evrópa vill helbláa flokka, hreina hægri flokka og ekkert múður. Austur-Evrópubúar vilja MacDonalds hamborgara, Soutern Fried Chicken hænur, kóka kóla, buff, Benetton, Mazda, Mercedes, Husquarna hrærivélar, frönsk ilmvötn, svissneskt súkku- laði, breska vefnaðarvöru og am- eríska rokktónlist. Það rann upp fyrir mönnum að Austur-Evrópubúar voru neytend- ur. Glorhungraðir neytendur. Neytendur þurfa náttúrlega tvennt: Vörur til að kaupa og pen- inga til kaupa vörurnar fyrir. ' Tékkóslóvakar hafa þetta hvorugt, líkt og allir hinir í hinum nýfrjálsu fangabúðum kommúnisman^ í Austur-Evrópu. Þá er bara tvennt að gera. í fyrsta lagi að flytja inn vörur óg byrja sjálfir að framleiða góðar, samkeppnishæfar vörur. í öðru lagi að koma gjaldeyrinum í lag, gera hann skiptanlegan. Sem þýð- ir að bankar i öðrum löndum vilja skipta þjóðpeningunum þínum í erlendan gjaldeyri. Hingað til hefur þetta ekki veriö gert við rúblur, tékknesku krón- una, pólsk sloty, austur-þýska markið og íslensku krónuna. Nú eru hins vegar horfur á að gjald- eyrir fyrir austan verði skiptanleg- ur og sennilega eftirsóttur á öllum vestrænum gjaldeyrismörkuðum. íslenska krónan verður áfram óskiptanleg. Nema með 90 % af- föllum. Tékkóslóvakar gerðu hið rétta: Þeir opnuðu fyrir erlenda pen- inga. Útlendingar máttu fjárfesta í fyrirtækjum þeirra. Það hófst víð- tækt samstarf milli Tékkólslóvakíu og umheimisins og það eykst frá degi til dags. Erlendir peningar streyma inn í landið og byggja landið upp. Innlend framleiðsla streymir út og skapar gjaldeyri. Framsóknarmennirnir og lopa- peysukommarnir á Islandi eru hins vegar alfarið á móti þ\'\ að slíkt hið sama gerist á Islandi. Áfram skai seld ull og síld undir hervernd til Sovétríkjanna. Áfram skulu skattgreiðendur krafðir um svimandi húsaleigu fyrir dautt kindakjöt í frystigeymslum. Áfram skulu íslenskir neytendur þving- aðir til að kaupa landbúnaðarvör- ur af íslenskum einokunarfram- leiðendum. Áfram ríkja höft, ein- okun, bönn og hið lokaða víta- hringskerfi. Ég held að ég flytji bara til Tékkó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.