Alþýðublaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. mars 1990 7 UTLÖND Mekka tiskunnar í austrí? Talið er að ennþá séu A-Evrópskir tískuhönnuðir ekki samkeppnisfærir við vestræna, til þess skorti enn gæði og frumleika. Rússarnir koma enn sem komiö er þó aöallega í Þeir sem þykjast hafa vit á, segja að tískumerkið „Soviet" standist ekki samanburð við t.d. fransk- marókkoska tísku. Rússar eiga ekki ennþá marga tískuhönnuði en það stendur áreiðanlega til bóta því mikill áhugi er nú fyrir tískustraumum austur þar. „Hinn rauði Dior Rússlands" er þó orðinn töluvert þekktur á Vest- urlöndum. Viyacheslav Zaitsev hefur meðal annars hannað bún- inga Bolsjoi-ballettsins. Einnig er hinn smekklegi klæðnaður Raisa Gorbatsjov hans verk. Fyrstu tískusýningu hans í Bandaríkjunum var þó ekki sér- staklega vel tekið. Þótti ekki ný- stárleg. Sænski tískuhönnuðurinn Ann Margret Lönn segir aftur á móti að hann sé stórkostlegur hönnuður sem fari sínar eigin leiðir og sé ekki undir áhrifum frá Evrópu. Hún kynntist honum 1988 þegar hann, ásamt fleirum tók þátt í tísku- og sölusýningu í Stokk- hólmi. Mikill áhugi var og er í V-Evrópu fyrir viðskiptum við Sovétríkin ímyndunarafli vestrœnna tísku- hönnuöa. Athyglina á A-Evrópu nýta þeir sér meö fram- leiöslu á tísku- fötum meö rússnesku ívafi. 1 Jr: f'"«1 „Hinn rauði Dior Rússlands" er Viyacheslav Zaitsev oft kallaður. Hann er tískuhönnuður sem oft hefur verið með tískusýningar í vestri. Á myndinni er hann að þakka góðar móttökur í New York. ekki hvað síst á sviði tískunnar, en vandamálið er gjaldeyrisskortur Rússa. Því er það talið líklegast að þau viðskipti verði í formi vöru- skipta. Félagslegir, efnahagslegir og pólitískir straumar í þjóðfélög- um ráða miklu um tískustefnur eða svo segja þeir sem starfa í tískuheiminum. Flestir muna þá gjörbreytingu sem varð á klæðnaði fólks, sér- staklega ungs fólks fyrir nokkrum árum þegr annar hver unglingur og jafnvel eldri gengu í rasssíðum buxum eins og almenningur : í t.d. Pakistan, Afghanistan og síðan var hver víð skyrtan yfir aðra. Þetta líktist reyndar einnig dagleg- um klæðnaði í íran, írak og flest- um Austurlöndum. Þetta var á ár- unum þegar þessi ríki voru í sviðs- ljósi vegna atburða sem þar voru að gerast. Fólk sem starfar við tísku bíður nú eftir tískustraumum frá Rússlandi því það er ekki ýkja- langt síðan að þar væri talið um tísku sem úrkynjaðan vestrænan hégóma „sem afvegaleiðir og spillir unga fólkinu okkar". SJÓNVARP Stöð 2 kl. 21.05 ÓSKARSVERÐLAUNIN 1990 (Academy Awards 1990) Þelta er auduitad ekki kvikmyrtd en fœr samt ad fljóta meö hér. Stöð 2 sýnir þriggja tíma dagskrá frá afhendingu Oskarsverðlaunanna og þar verður væntanlega mikið um \ dýrðir eins og venjulega. Allt fræga fólkið í sínu fínasta pússi og einhver fær svo verðlaun og þá byrjar þakkarullan; fyrst eru það foreldr- arnir og svo koma allir hinir, stund- um flýtur Guð með. Sjónvarpið kl. 23.05 SKÓGARLÍF (El Bosque Animado) Spœnsk bíómynd Gerd 1986 Leikstjóri Jose Luis Cuerda Adalhlutverk Alfredo Landa, Fern- ando Vetvarde, Alejandra Grepi, Encarno Paso Myndin gerist í heimi ríkra og fá- tækra í skógarrjóðri nokkru á Spáni en mannlíf þar er ákaflega fjöl- skrúðugt. Stöð 2 kl. 00.30 BEST AF ÖLLU*** (The Best of Everything) Bandarísk bíómynd Gerð 1959 Leikstjóri Jean Negulesco Adalhlutverk Hope Lange, Stephen Boyd, Suzy Parker, Joan Crawford Fjórar konur leita frama og ástar í New York sjötta áratugarins. Þetta þykir nokkuð svo sterk mynd, hefur mörg andlit eins og persónufjöldinn ber með sér. Konurnar vinna allar hjá sama útgáfufyrirtæki en eiga sér ólíka drauma; ein vill ná langt í starfi sínu, önnur verða leikkona, þriðja bíður eftir stóru ástinni o.s.frv. Hápunktúr myndarinnar er leikur stjörnunnar Joan Crawford í hiutverki yfirmanns sem teljast verður frekar kaldlyndur, a.m.k. á yfirborðinu. £jjí$700-2 / / 17.50 Tumi 15.35 Þarfasti þjónninn (My Man Godfrey) 17.05 Santa Barbara 17.50 Dvergurinn Davíð 1800 18.20 Hvutti 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Kvikmyndagerð George Harrisons (Movie Life of George) Fylgst með gerð kvikmynda á vegum bítilsins George Harrisons 18.15 Eöaltónar 18.40 Lassý 1 1900 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veður 20.35 Spurninga- keppni framhalds- skólanna. Úrslit — Bein útsending 21.15 Átak til sigurs Þáttur tileinkaður þjóðarátaki Krabba- meinsfélags íslands 22.15 Úlfurinn Bandarískir sakamála- þættir 19.1919.19 20.30 Popp og kók Þáttur um tónlist og kvikmvndir 21.05 Oskars- verðlaunin 1990 Sjá umfjöllun 2300 23.05 Skógarlif (El Bosque Animado) Sjá umfjöllun 00.50 Útvarpsfréttir i dagskrárlok 00.05 Kjallarinn Tón- listarþáttur 00.30 Best af öllu (The Best of Everything) Sjá umfjöllun 02.00 f Ijósakiptunum Spennuþáttur 02.30 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.