Alþýðublaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. mars 1990 5 FÖSTUDAGSSPJALL Yaldahroki Svavars Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefur með árás- um sínum á ríkislögmann hagaö sér eins og hann væri á lægsta plani í skítkasti við pólitískan andstæðing, skrifar Guðmundur Einarsson í eftirfarandi grein. Eftirgrennslan fjárveitinganefndar er hins vegar af fullkomnlega eðlileg- um orsökum og í svari ríkislögmanns eru ábendingar sem eiga fullt erindi í umræðuna og ráðherrann á alveg eftir að svara, segir Guðmundur ennfremur í Föstudagspistli sín- um. Ef einhver embættismaöur er ósammála mér, lýsi ég því fyrst yf- ir að hann sé asni. Síðan kalla ég málflutning hans fúkyrðaflaum. Að lokum legg ég starfið hans nið- ur, rek hann heim og múra upp í dyrnar á skrifstofunni hans. Svo má hugleiða hvort ég læt hleypa úr dekkjunum á bílnum hans. Fúkyrðaflaumur hvers? Orðbragð Svavars Gestssonar vegna bréfaskrifta ríkislögmanns um Sturlumálið er stórkostleg inn- Gudmundur Einarsson skrifar sýn inn í hugarheim valdsmanns af gamla skólanum. ,,Sá sem er ekki með mér, er á móti mér.“ I svörum sínum talar Svavar eins og hann væri á lægsta plani í skít- kasti við pólitískan andstæðing. Ein varnaraðferð óvandaðra manna í stjórnmálum er einmitt sú að koma sér hjá rökræðum um mál með því að tortryggja mál- flutning, ásetning eða persónu andstæðingsins. Dæmi um slíkt þekkjum við af orðaleppum eins og: Hann þekkir ekki málið, málflutningurinn er villandi, hann gætir annarlega hagsmuna o.s.frv. Svavar velur þá leiðina í þetta skiptið að ríkislögmaður þyrli upp moldviðri og skrifi „fúkyrða- flaum". . Flogaköst Svavars í fjölmiðlum breyta því ekki að eftirgrennslan fjárveitinganefndar ér af fullkom- lega eðlilegum orsökum og í svari ríkislögmanns eru ábendingar, sem eiga fullt erindi í umræðuna og ráðherrann á alveg eftir að svara. Svavar virðist ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri staðreynd, að nú eru fleiri leikendur inni á sviði stjórnkerfisins en áður og leikhús- starfið hefur breyst. Áður voru ráðherrar leikstjórar, brellumeistarar og leikendur, og leikritin voru skrifuð fyrir þá eina. Nú er líka farið að skrifa hlut- verk fyrir þingið, ríkisendur- skoðun og umboðsmann Alþingis, svo dæmi séu tekin. Nú hefur rikis- lögmaður kvatt sér hljóðs. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, annar frá hœgri, sýnir viðskiptavini nýja skinkuframleiðslu fyrirtækisins á kynningarfundi, sem fyrir- tækið hélt nýlega í framleiðslueldhúsi sínu. Smakka fyrir SS Nokkrar fjölskyldur á höfuð- borgarsvæðinu eru með á borð- um ýmsa rétti sem Sláturfélag Suðurlands er að þróa fyrir framleiðsludeildir sínar. Hver fjöiskylda gegnir því eftirsótta hlutverki að bragðprófa allar nýjungar og metur þær sam- kvæmt ákveðnum staðli. Með þessu móti á að vera hægt að markaðssetja matvöru sem fell- ur fólki vel í geð. Sláturfélag Suðurlands heldur sínu striki, — leggur niður verslun- arrekstur sinn, en eykur á fjöl- breytni í framleiðslu á góðum mat- vælum, sem dreift er í matvöru- verslanir landsins. Nýlega kynnti SS marga nýja rétti, átta tegundir af samlokum, ham- borgara og langlokur, auk fjögurra tegunda af ídýfum, skólaskinku, ostapylsu og fjallapaté. Framleiðir fyrirtækið nú á annað hundrað vörutegundir en rekur auk þess inn- flutningsverslun. „Orðbragð Svavars Gestssonar vegna bréfaskrifta ríkislögmanns um Sturlumálið er stórkostleg innsýn inn í hugarheim valdsmanns af gamla skólanum: „Sá sem ekki er með mér, er á móti mér," skrifar Guðmundur Einarsson m.a. í pistli sínum. Varnir valdákerfisins__________ Nýlega hefur verið vakin athygli á viðbrögðum fjármálaráðherra við starfsemi umboðsmanns Al- þingis. Ráðherrann hefur skorið niður fjárveitingar til embættisins með þeirri skýringu að „mikill óbeinn kostnaður hljótist af starfi um- boðsmanns Alþingis vegna mikillar vinnu í ráðuneytum og stofnunum við að svara erindum og vinna upplýsingar, sem hann óskar eftir." Þetta má líta á sem tilraun Ólafs Ragnars Grímssonar til að draga þróttinn úr þessum miklu úrbót- um á réttarstöðu almennings gagnvart stjórnsýslunni. Þannig bregst þröngsýnt valda- kerfið til varnar. Árás Svavars Gestssonar á ríkis- lögmann er af sama toga. Heift hans er að vísu svo mikil að hon- um nægir ekki að leggja til að fjár- veitingar verði skornar niður, heldur fer hann alla leið og leggur til að embættið verði lagt niður. Þetta frumstæða viðhorf þeirra Alþýðubandalagsráðherranna til stjórnsýslunnar er einn rauna- legur vitnisburðurinn enn um of- stæki og afturhald, sem virðist hafa gegnsýrt flokksnefnuna þeirra og hugsanaganginn þar á bæ. Reyndar hafa þessir tveir löng- um látið líta svo út að þeir eigi ekki sama pólitiska heimilisfangið, en valdahroki þeirra i þessum málum bendir þó til að svo sé. Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHUS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1990. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð í síðasta lagi 20. apríl 1990. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: Ölfusborgum Húsafelli í Borgarfirði Svignaskarði í Borgarfirði lllugastöðum i Fnjóskadal Vatnsfirði, Barðaströnd Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri Flúðum Miðhúsum, Biskupstungum Aðeinsfullgildirfélagarhafa rétt til dvalarleyfis. Þeirsem ekki hafadvalið sl. 5 ár í orlofshúsum átíma- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 18. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 5. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækj- endur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsókinir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi föstudaginn 20. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.