Alþýðublaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. apríl 1990 3 Kirkjurád gluggar í grein í Heimsmynd: „Þetta heitir að sigla undir fölsku fíaggi" — segir í álykturx ráösins um umfjöllun um dulhyggjufólk Greinar og viðtöl í Heims- mynd I mars urðu tilefni þess að Kirkjuráð þjóðkirkjunnar sendi frá sér ályktun. Þar er gagnrýnt að birtar eru myndir af dulspekifólki inni í tveimur kirkjum, Landakotskirkju og Langholtskirkju í heimildar- leysi og með annarleg mark- mið í huga. ,,Af myndunum mætti ráða að hér væri á ferð kirkjufólk eða jafn- vel fulltrúar kirkjunnar. Undir þetta ýtir enn frekar mynd og texti á bls. 22, þar sem sagt er frá „prestsvígslu” eins dulspekings- ins. Myndmálið er hér i engum tenglum við innihald greinarinnar eða raunveruleikann yfir höfuð. Staðreyndin er sú að kirkjan hefur lýst yfir andstöðu sinni við kenn- ingar nýaldarsinna. Umrædd kona, Þórunn Maggý, er hvorki prestur kaþólskra né lúterskra. Myndmálið er skýrt; það er verið að setja ákveðið jafnaðarmerki á milli dulspeki og kristinnar kirkju. Þetta heitir að sigla undir fölsku flaggi", segir í ályktun Kirkjuráðs- ins. Það kemur og fram að myndirn- ar í kirkjunum voru teknar án leyf- is presta og umsjónarmanna við- komandi kirkna. Ólafur Skúlason, biskup, segir að á síðustu áratug- um hafi mjög fjölgað hvers kyns sértrúarhópum og kirkjudeildum. „Grundvöllur trúfrelsis og þess að menn geti lifað saman i sátt og samlyndi er að þeir beri virðingu fyrir skoðunum hvers annars, virði það sem öðrum þykir heilagt og villi ekki á sér heimildir. Þess vegna er bannað í lögum að spotta Séra Ólafur Skúlason biskup — „að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars". trú manna. Kirkjur eru helgaðir staðir, þær eru fráteknar fyrir kristna þjónustu og guðsdýrkun. Kirkjan vill virða skoðanir ann- arra. En um leið óskar hún eftir því að sérstaða hennar og það sem henni er heilagt, sé virt í ræðu og riti”, segir biskup. Prófkjör Alþýduflokksins á Akranesi: Eina próf kjörii á Skaganum í dag og á morgun fer fram próf- maí n.k. og eru stuðningsmenn föstudag frá kl 16til20ogámorgun, kjör AlþýðuflokksinsáAkranesi. Al- hvattir til að mæta á Röst, Vestur- laugardag frá kl. 10 til 17. Myndin þýðuflokkurinn er eini flokkurinn á götu 53, þar sem prófkjörið fer sem hér fylgir er af frambjóðendum Akranesi, sem efnir til prófkjörs fram. Kjörstaður verðuropinn í dag, í prófkjörinu. vegna bæjarstjórnarkosninga 26. Flugleiðir fá Hafdísi, 3 milljarda króna þotu: Næsta vor með sjö nýjar Boeing-þotur FIMMTÍU MILLJÓN dollara, eða um 3000 milljón króna flug- vél, Hafdís, af Boeing 757 gerð var afhent Sigurði Helgasyni, forstjóra Flugleiða í gær vestur í Seattle í Bandaríkjunum. Er hér um að ræða dýrasta farkost landsmanna til þessa. Hafdís mun lenda á Keflavíkur- flugvelli fyrsta sinni að morgni 10. maí n.k. Sá dagur er reyndar oft settur í samband við komu annars- konar farartækja til landsins, innrás- arflota breska hersins, en það gerð- ist fyrir nákvæmlega 50 árum 10. maí n.k. Hafdís er hin fyrri af tveim þotum sem Flugleiðir eignast af þessari gerð, sú síðari verður afhent á næstu vikum ásamt þotu af gerðinni Boeing 737—400 en tvær slíkar komu í fyrrasumar og hafa verið í rekstri síðan. Fimm nýjar og glæsi- legar þotur verða því senn í förum hjá Flugleiðum, sem státar af nýj- asta flugflota Evrópu. Auk þessara fimm nýju þotna hafa Flugleiðir undirritað kaupsamning á tveim þotum til viðbótar, eina af hvorri gerð. Verða þær afhentar fé- laginu næsta vor. Gömlu DC-8 þoturnar sem þjónað hafa dyggilega hjá félaginu munu nú hverfa úr landi ein af annarri, sú síðasta í haust. Nýr Baldur í notkun: HINN NÝIÞJÓÐVEGUR YFIR BREIÐAFJÖRÐ — stór stund fyrir okkur segir Guðmundur Lárusson framkuœmdastjóri Ný Breiðafjarðarferja var af- hent eigendum sínum á mið- vikudaginn. Ferjan hlaut nafn- ið Baldur, eins og gamla skipið, og var það skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert hf. á Akra- nesi sem smíðaði skipið fyrir hlutafélagið Baldur hf. í Stykk- ishólmi. Að sjálfsögðu var mik- ið um dýrðir og voru m.a. flest- ir þingmenn Vesturlands og Vestfjarða, samgönguráðherra Steingrímur J. Sigfússon og forráðamenn Baldurs hf. mætt- ir til að taka á móti ferjunni. Jón Dalbú skipstjóri og Guð- mundur Lárusson framkvæmda- stjóri Baldurs hf. voru að sjálf- sögðu ánægðir með nýja skipið. „Þetta virðist vera gott sjóskip og verður gaman stjórna því á Breiðafirðinum," sagði Jón. Guð- mundur tók undir orð Jóns og sagði að stefnan væri að fyrsta ferðin á milli Stykkishólms og Brjánslækjar yrði í dag, föstudag. Nýja ferjan er tæplega 500 tonn og mun leysa nafna sinn Baldur, sem siglt hefur á þessari leið síð- astliðin 22 ár, af hólmi. Nýi Baldur mun geta flutt 200 farþega, allt að 25 fólksbíla og 3 vöruflutningabíla eða rútur í ferð. Smíði skipsins tók nokkru lengri tíma en áætlað var en upphaflega átti að afhenda það í ágúst 1988. Stefán Skarphéðins- son sýslumaður í Barðastrandar- sýslu og stjórnarformaður Baldurs hf. sagði að þrátt fyrir þessa bið væri aðalatriðið að ferjan er kom- in og væri þetta bylting í ferðamál- um í landsfjórðungnum. Eiður Guðnason þingmaður var viðstaddur afhendinguna og sagði hann að ferjan sýndi það að ís- lenskur skipaiðnaður væri fylli- lega samkeppnisfær við þann er- lenda. „Þetta er hinn nýi þjóðveg- ur yfir Breiðafjörð og er ég þess fullviss að ferjan á eftir að stór- auka ferðamannastrauminn á svæðinu yfir sumartímann.” Með tilkomu nýju ferjunnar mun verða brotið blað í samgöng- um við Vestfirði. Ekið verður að og frá borði og mun siglingatím- inn yfir í Breiðafjörð styttast veru- lega, eða úr 3'h tíma í 2Vi tima. Næsta sumar er áætlað að tvær ferðir verði á dag á milli Stykkis- hólms og Brjánslækjar, með við- komu i Flatey. Nýji Baldur, — mikil samgöngubot milli Vestfjarða og Vesturlands. A-mynd: Andrés Pétursson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.