Alþýðublaðið - 11.07.1990, Síða 1
MPYÐUBUÐIÐ
Aktu ekki út i óvissuna
aktu ó
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhofða2 Simi 91-67 4000
102. TOLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR
MIÐVIKUDAGUR
11. JÚLÍ 1990
ALVARLEGT MAL: Georg Þór Kristjánsson, bæjarfull-
trúi Sjálfstæðislokksins í Vestmannaeyjum, neitar að segja
sig úr bæjarstjórn vegna stórsmygls í Vestmannaeyjum
sem hann hefur játað aðild sína að.
Sigurður Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í
Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Alþýðublaðið, að
þetta mál yrði litið alvarlegum augum og taldi að ef Georg
segði ekki af sér yrði mjög erfitt fyrir hann starfa í bæjar-
stjórn Vestmannaeyja Fimm aðrir menn, af Bakkafossi,
eru tengdir þessu stærsta smyglmáli sem upp hefur komist.
Smyglvarningurinn er talinn um 300 milljón króna virði.
Góssið var áfengi, vindlingar og talstöðvar.
VILLTAR PLONTUR: í vor auglýsti Byggðastofnun eftir
fólki sem vildi reyna fyrir sér í grasasöfnun. Viðbrögð við
auglýsingunni voru afbragðsgóð og hafa 116 látið skrá sig.
Þetta er tilraun til að nýta þá möguleika sem villtar plöntur
bjóða til að auka fjölbreytni atvinnulífs.
Einnig hefur Byggðastofnun gefið út ritið Nýting villi-
gróðurs, leiðbeiningar viðsöfnun verkunogsölu. Heftið er
ætlað því fólki sem vill reyna að hafa tekjur af söfnun og
sölu plantna sem eru nýtanlegar til matar, í te eða krydd.
EINN FÉKK TVÆR MILLJÓNIR: Tvær milljónir
komu á einn miða í drætti Happdrættis Háskóla íslands í
gær. Þær komu á miða nr: 57759. 250 þúsund krónur
komu á miða nr: 33352, 44453 og 56908. 17 númer fengu
75 þúsund krónur hver. Aukavinningur að upphæð 50 þús-
und krónur kom á tvo miða: 57758 og 57760. Alls voru
dregnir út 100 25 þúsund króna vinningar og enn fleiri
12.000 króna vinningar.
GLYMUR SELDUR: Árni Samúelsson, eigandi Bíóhall-
arinnar, festi kaup á skemmtistaðnum Glym í gær. Gekk
hann þar með inn í kaup Reykjavíkurborgar á Broadway
er var í eigu Olafs Laufdals. Kaupverð var 135 milljónir
króna en Reykjavíkurborg keypti Glym á 117 milljónir af
Ólafi á sínum tíma. Ein meginástæða kaupanna ku vera sú
að mikil hávaðamengin var frá Glym en Bíóhöllin er stað-
sett við hlið hans.
VEITIR EKKIFRAMKVÆMDALÁN: Húsnæðismála-
stjórn hefur ákveðið að veita ekki ný framkvæmdalán úr
byggingarsjóði ríkisins það sem eftir er þessa árs. Fram-
kvæmdasjóður hafnaði í síðustu viku öllum umsóknum til
framkvæmda við byggingu söluíbúða fyrir aldraða. Um-
sóknir lágu fyrir um byggingu allt að 400 söluíbúða fyrir
aldraða. Borgin sótti um 770 milljón króna framkvæmda-
lán næstu þrjú árin til byggingar íbúða fyrir aldraða við
Skúlagötuna. Jóhanna Sigurðardóttir, sagði í samtali við
RÚV, að þetta væri alfarið ákvörðun Húsnæðismálastjórn-
ar og ráðuneytið hafi engin afskipti haft af þessu.
0LÍSBÍLLINN MISN0TAÐUR: Olíuverslun íslands
vill koma á framfæri athugasemd vegna fréttar um að
sendiferðabíllinn með smyglinu sem Georg Þór Kristjáns-
son ók hafi verið merktur Olís, en Georg er aðili að smygl-
málinu. Tekið er fram að mjög strangar reglur gilda um
notkun á bifreiðum félagsins. Forsvarsmaður Olíuverslun-
ar segir að þessar reglur hafi augljóslega verið brotnar
með alvarlegum hætti. Félagiö mun bregðast við með við-
eigandi aðgerðum.
LEIDARINN Í DAG
í leiðara Alþýðublaðsins í dag er fjallað um ár-
angur í verðlagsmálum. Þar segir að þó að
nokkur árangur hafi náðst, líkist þó glíman enn
að mestu baráttu sjúklings við hitamælinn.
Stjórnvöld hafi vikist undan því að taka á skipu-
lagi í sjávarútvegi og landbúnaði. Eigi árangur
að nást til frambúðar verði að draga úr miðstýr-
ingu á efnahagssviðinu.
Fátækt á íslandi
Rætt við Guðbjörgu Ó.
Ólafsdóttur sem bæði á við ör-
orku og fátækt að stríða.
Engin siðfræði á
leigumarkaðnum
„Það gengur illa að leigja
tveggja herbergja íbúðir yfir 30
þúsundum," segir Jón frá
Pálmholti í samtali við Alþýðu-
blaðið.
/
„Eg er enginn
Þorsteinn
Pálsson/':
sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra og vísar á
bug spá Vísbendingar um að
mikið launaskrið og þensla
standi fyrir dyrum.
Siguröur Jónsson, efsti maöur á D-lista í Eyjum,
vill bœjarstjórastööu í Njarövík:
Fer I rá Eyjum
„Nafn mitt átti að vera
leynilegt en þetta hefur
greinilega kvisast út. Já,
það er rétt ég hef sótt um
bæjarstjórastöðu í
Njarðvík,“ sagði Sigurð-
ur Jónsson efsti maður á
lista Sjálfstæðisflokks-
ins í Vestmannaeyjum,
sem meirihlutinn hafn-
aði bæði í sæti bæjar-
stjóra og í embætti for-
seta bæjarstjórnar.
„Hvort sem ég fæ
þessa stöðu eða ekki er
ég ákveðinn í því að fara
frá Vestmannaeyjum. Ég
og kona mín erum bæði
kennarar að mennt og
höfum einnig verið að at-
huga með kennarastöð-
ur víðsvegar."
Þrátt fyrir að andstaða
hafi verið mikil við hann
frá bæjarstjórnarmeirihlut-
anum í Vestmannaeyjum
segist hann hafa fundið fyr-
ir miklum meðbyr frá bæj-
Sigurður Jónsson, — efsti
maður á sigurlista Sjálfstæð-
isflokksins vill bæjarstjóra-
stöðu í Njarðvík. DV-mynd
arbúum: „En meðan þessi
meirihluti er við stjórn í
Eyjum á ég ekki heiman-
gengt hér,“ sagði Sigurður.
Sigurður hefur starfað í
36 ár að bæjarmálum segist
hafa orðið fyrir vonbrigð-
um með samstarfsmenn
sína og segist því sjá fram-
tíð sína fyrir sér annars
staðar en í Vestmannaeyj-
um.
Rigning
og
Síðan
skein
sól
Hljómsveitin Síðan
skein sól lét rigninguna í
gær ekki á sig fá og kom
borgarbúum skemmtilega
á óvart með uppákomu við
Miklatún.
Tilefnið var útkoma nýrrar
safnplötu frá Skífunni sem
inniheldur nokkur lög þeirra
félaga. Auk þess er tónleika-
ferð hljómsveitarinnar að
komast á fullt skrið. Sérstakt
strigaskóræktarátak verður
kynnt á tónleikaferðinni.
Þessar ungu stúlkur voru
mættar til að njóta tóna og
afmælistertna en söngvarinn
Helgi Björnsson átti afmæli
þennan dag.
RITSTJORN rc 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR r 681866