Alþýðublaðið - 11.07.1990, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 11. júlí 1990
Fátækt á íslandi:
Fátækt hefur aldrei
gert mér þungt i skapi
Nú heyrist þvi offt ffleygt að öryrkjar séu sá
þjóðffélagshópur sem búi við einna slökust
kjör. Okkur þótti þvi nauðsynlegt að skyggn-
ast aðeins bak við tjöldin og athuga þetta
segir Guöbjörg Ó. Ólafsdóttir
ellilífeyrisþegi og sjúklingur
nanar.
Fólk
Útibússtjóri
íslandsbanka á
ísafirði
Halldór Margeirsson, 48
ára, hefur verið ráðinn
útibússtjóri hjá íslands-
banka á ísafirði. Halldór á
að baki 30 ára starfsferil
hjá Útvegsbankanum á
staðnum, en frá 1975
gegndi hann stöðu skrif-
stofustjóra hjá bankan-
um.
Glasgow-verð i
Reykjavik?
I nýútkomnum Verzlun-
artíöindum, málgagni
Kaupmannasamtaka ís-
lands segir frá ráðstefnu
samtakanna um vöru-
verð á íslandi. Ragnar
Guömundsson, kaup-
maður, fjallaði þar um
hugtakið ,,Glasgow-verð"
og hvað þar lægi að baki.
Ragnar sagði: „Glasgow-
verð er í raun mikið fram-
boð af ódýrum varningi á
stórum markaði". Saman-
burður væri oft út í hött.
Hér á landi mætti oft
finna ódýrari vörur en í
ýmsum þeim borgum
sem við ferðumst gjarnan
til, þar á meðal Glasgow.
Verðlaunaður
fyrir sölu á
Álfinum
Kristinn Gudmundsson,
ungur Kópavogsbúi, fékk
fjallahjól að launum fyrir
dugnað við sölu á Álfin-
um, sem SÁÁ seldi í maí
og fékk góðar viðtökur
almennings. Kristinn
seldi hvorki meira né
minna en 500 álfa. Góður
árangur það — og gott
sölumannsefni á ferðinni!
Forsetinn
verður
heiðursdoktor
Frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, forseti íslands, mun
veita viðtöku heiðurs-
doktorsnafnbót við há-
skólann í Nottingham í
Englandi. Vigdís hélt utan
í morgun. í ferðsinni mun
forsetinn heimsækja
Grimsby um helgina og
tekur þar þátt í hátíða-
höldum til heiðurs sjó-
mönnum, §koðar verk-
smiðju dótturfyrirtækis
SH þar í borg og hittir ís-
lendinga sem búsettir eru
á Humberside-svæðinu.
Kornelíus Sigmundsson
forsetaritari er með í ferð-
inni.
Þegar skoðaðar eru bætur
almannatrygginga miðað við
júní 1990 sést að og örorkulíf-
eyrir nemur 11.181 kr. á mán-
uði , full tekjutrygging ein-
staklingsins eru 20.126 kr.,
heimilisuppbót er 6993 kr. og
sérstök heimilisuppbót nem-
ur 4810 kr. á mánuði. Þeir
sem dvelja á sjúkrastofnun-
um fá 5793 kr á mánuði í
vasapeninga. Auk þessa eru
ýmsar bætur aukalega sem
greiddar eru t.d. til ekkna og
ekkia og þeirra sem þurfa að
sjá börnum farborða.
Hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins fékkst það uppgefið að
alls væru það um 4482 ein-
staklingar sem fengju greidd-
an örorkulífeyri en það er
fólk sem hefur verið metið
með 75% örorku eða meiri.
Örorkustyrkur er greiddur
þeim sem hafa milli 50—75%
örorku en alls eru það um
1815 manns. Þeirsem mælast
með minni en 50% örorku fá
eina greiðslu en hún er reikn-
uð út af sérfræðingum sem
taka tillit til líklegra framtíð-
artekna. Getur sú greiðsla
numið töluverðum upphæð-
um. Auk þeirra sem hér hafa
verið taldir fá 174 manns ör-
orkulífeyri vegna vinnuslysa.
Til að kynnast einhverri
hlið þessara mála nánar
heimsóttum við Guðbjörgu
Ó. Ólafsdóttur einn sólbjart-
an morguninn. Hún tók hlý-
lega á móti gestinum í fallegri
og snyrtilegri íbúðinni og
samtalið hófst eins og af
sjálfu sér.
Úr vestustu sveit
ú íslandi
Hvaðan ertu?
Ég er vestan úr Barða-
strandasýslu, úr vestustu
sveit á Islandi, Rauðasandi,
en það er milli Skorar og
Látrabjargs. Þar er mín sveit
fyrir opnum Breiðafirði. Þar
er eitt höfuðból sem heitir
Saurbær sem er nú komið í
eyði eins og mörg sveitabýlin
nú til dags og þar er erfitt
með samgöngur. Þegar ég
var barn voru milli 70 og 80
manns í sveitinni en núna
held ég að sé aðeins búið á
þremur bæjum og þá fullorð-
ið fólk og kannski eitthvað
börn. Þar fæddist ég og ólst
upp.
Hvenær fluttist þú þaðan?
Ég fluttist þaðan 19 ára, en
ég er fædd '21. Vegna þess að
ég átti við veikindi að stríða
og gat ekki unnið vanaleg
störf þá þurfti ég að læra eitt-
hvað sem ég gat lifað á svo ég
lærði saumaskap hjá Guð-
rúnu Arngríms í Bankastræti
og hef meira og minna unnið
við það um dagana með
heimilisverkum.
Var fötlun þín meðfædd?
Nei, hún var ekki með-
fædd. Það var þannig að
sennilega hefur einhver kom-
ið á heimilið og hefur smitað
mig og föður minn af berkl-
um, sem þá voru mjög al-
gengir hér í landi, en hann
var búinn að liggja í brjóst-
himnubólgu en ég aftur á
móti var með meiðsli í hnénu
svo við höfum bæði fengið
berklabakteríuna í okkar
veiku punkta. Hann lést tii
þess að gera ungur maður, 43
ára gamall, en ég fékk varan-
leg örkuml svo að fóturinn á
mér styttist um 6 cm. Svo var
gert við það þegar ég var 14
ára hérna á Landsspítalanum
og ég fékk staurfót en það
hefur alltaf aðeins hamlaö
mér. Ekki það að það hafi
hamlað mér sem ungri
manneskju en ég gekk með
tvær hækjur frá því að ég var
þriggja ára þar til ég var ell-
efu ára. í þá daga var ekkert
verið að spekúlera í því þótt
einn krakki þyrfti að ganga
með tvær hækjur. Það myndi
ekki ske í dag. Annars vorum
við mörg systkinin og áttum
ákaflega gott æskuheimili og
gleðilega æsku.
Þú flyst semsagt suöur og
lærir sauma?
Já, ég lærði sauma og flutti
aldrei alveg heim aftur. Ég fór
fyrst á sumrin en svo settist
ég að hér fyrir sunnan. Svo
gifti ég mig 23 ára og átti
heima þrjú ár á Patreksfirði,
sem var þremur árum of
lengi, og svo fluttumst við
hingað suöur og hér höfum
við búið.
Hvermg ert þú metin sem
öryrki?
Ég er metin 75% öryrki en
núna er ég bara ellilífeyris-
þegi eins og annað gamalt
fólk.
Hvernig finnst þér þú kom-
ast af?
Það er nú svoleiðis að mað-
urinn minn lést þegar hann
var 53 ára en ég saumaði fyr-
ir aðra. Hann slasaðist mjög
mikið í vinnuslysi og náði
aldrei fullri heilsu og lést
nokkrum árum seinna. Þá
voru börnin í skóla, en við
eigum 3 börn og ég hef verið
ákaflega heppin með þau, ég
á bestu börn í heimi. Dreng-
irnir fóru snemma að vinna,
en ég gat ekki kostað þá til
mennta, því miöur, en þeir
hafa bætt við sig og eru ákaf-
lega vel sjálfstæðir.
Hvað hefur þú til að lifa af?
Ég hef ellilífeyri og tekju-
tryggingu auk þess sem ég
hef lyfjauppbót því ofan á
önnur skemmtilegheit er ég
hjartasjúklingur og ég er með
sykursýki og þetta allt saman
kostar mikla peninga. Ég
verð að sprauta mig tvisvar á
dag og verð að taka lyf við
hjartanu, en ég fékk hjarta-
áfall í haust og það dó hluti úr
hjartanu sem ekki kemur til
starfa aftur, en ég náði mér en
er ekki mjög mikill bógur eft-
ir enda er maður ekki mikill
vinnuhestur þegar maður fer
að nálgast sjötugt. Annars
þykir mér óhemjugaman að
handavinnu, að prjóna og
sauma og svoleiðis, þannig
eyði ég tímanum. Ég hef svo
sem ellilífeyri, tekjutryggingu
og lyfjauppbót en einnig hef
ég hálfa heimilisuppbót. Af
hverju ég hef ekki nema hálfa
veit ég ekki, það eru mér
æðri menn sem ráðstafa svo-
leiðis.
Enginn þarff____________
að liða skort
Hvernig finnst þér búið að
fötluðum í þessu þjóðfélagi?
Ég læt það vera. Ég held að
það þurfi enginn að líða skort
nema það sé sjálfum honum
að kenna. Þeir sem að drekka
og reykja þurfa mikla pen-
inga og þessar bætur duga
þeim skammt til svoleiöis
hluta, en þar sem ég geri
hvorugt hef ég það umfram.
En ég held að það sé hægt, og
ég veit það því ég hef gert
það árum saman, að lifa á
bótum frá almannatrygging-
um, þ.e.a.s. ef maður borgar
ekki gífurlega húsaleigu.
Reykjavíkurborg á þessa
blokk og ég fékk þessa íbúð
þegar maðurinn minn dó og
börnin mín voru í skóla og
hér er húsaleigan milli ellefu
og tólf þúsund á mánuði svo
ég hef 31 þúsund eftir. Á því
er hægt að lifa en hjá mér fer
mikið í t.d. einnota sprautur, í
lyf og það sem ég þarf til að
halda mér tórandi. En ég hef
alltaf verið sátt við lífið og fá-
tækt hefur aldrei verið mér
þannig að hún gæti gert mér
þungt í skapi.
Held að ffólk ætti
að geta liffað__________
sæmilegu liffi__________
ú bótunum
Hvernig er það með kjör
þeirra sem eru einna verst
settir?
Ég veit það ekki, ég þekki
það ekki. Sem betur fer eru
þeir sem ég þekki nokkuð
ánægðir, en ég hef umgengist
mikið fólkið inni í Sjálfsbjarg-
arhúsi, og mér virðist sem
flestir þeirra hafi það þokka-
lega gott. Og annað fólk sem
er á bótum frá almannatrygg-
ingum, sem að hagar sér eins
og siðað fólk, held ég að geti
lifað sæmilegu lífi.
Heldurðu að fólk geri
kannski of háar kröfur?
Það held ég ekki. Við get-
um ekki gert kröfur. Þú sérð
það að manneskja sem þarf
að leigja sér húsnæði, þó það
sé eins og ég með lága leigu,
gerir ekki mikil ósköp með
það sem eftir er. Svo fyrir ut-
an það er t.d hjá mér mjög
dýrt að fá skó. Fóturinn á mér
er það mikið styttri að ég
verð að láta vinna upp alla
skó og viðgerðir á skónum,
sem tryggingarnar borga
ekki, eru yfirleitt hærri held-
ur en verðið á skónum. Svo
það er eins gott að velja sér
góða skó sem endast lengi.
En eins og ég segi, ég fyrir
mitt leyti get lifað á því en lít-
ið þar fram yfir.
Éinnst þér að það mætti
breyta fyrirkomulaginu á ein-
hvern hátt?
Ég veit það ekki, það verða
mér fróðari menn að dæma
um. Ég geri mig ánægða með
það sem ég hef og lifi eftir
því. Mér finnst ég, fyrir mitt
leyti, lifa þokkalegu lifi. Ekki
það að ég hef átt góð börn
sem hafa gert mikið fyrir mig
og þau hafa oft hjálpað mér
þannig að ég hef getað ferð-
ast víða erlendis.
Hverjir heldur þú að séu
verst settir af öryrkjum í dag?
Tvímælalaust óreglusamt
fólk sem kann ekki að fara
með sitt fé og þeir sem þurfa
að vera í hárri húsaleigu. Það
er orðið dýrt að lifa í dag. En
hverju er hægt að breyta get
ég ekki sagt. Það væri þá ekki
nema að hjálpa því fólki sem
hefur þessar lágu tekjur til að
komast í viðunandi húsnæði
sem það ræður við. Fólk sem
reykir yfir tvo pakka af sígar-
ettum á dag, þegar pakkinn
kostar yfir tvö hundruð krón-
ur, hlýtur að hafa töluverðan
toll á mánuði sem við hin
losnum við. En þetta er alveg
undir fólki sjálfu komið. Þaö
geta allir hætt að reykja ef
þeir vilja. Þegar ég fékk syk-
ursýki varð ég að hætta aö
borða eiginlega allan þann
mat sem mér fannst bestur
svo ég vorkenni þeim ekki
nokkurn skapaðan hlut að
hætta að reykja. Það er ekk-
ert erfiðara.
Mikilvæg* qð liffa
reglusömu liffi_____________
Áttu einhver ráð til handa
fólki sem verður fatlað?
Ég held ég eigi engin. Fyrst
í minni bernsku, þegar að ég
gekk við hækjur, var ég á
mínu foreldraheimili. Og þó
pabbi minn dæi ungur þá átt-
um við afskaplega gleðilegt
æskuheimili. Ég myndi segja
að fólk ætti að reyna a.ð gera
eitthvað sem það getur þrátt
fyrir sína fötlun, lifa reglu-
sömu lífi og lífsgleðin er fyrir
öllu. Ef fólk situr í fýluþá get-
ur því ekki liðið vel. Ég held
að fyrsta skilyrði þess að geta
íifað góðu lífi sé að vera í
góðu skapi.
Finnst þér þú finna fyrir
beiskju t.d. hjá því fólki sem
þú kynnist hjá Sjálfsbjörg?
Já, hjá sumu. Sumir eru
bitrir út í örlögin, finnst þeir
hafa verið snuðaðir um mikið
og spyrja afhverju ég en ekki
einhver annar, en maður get-
ur ekki hugsað svoleiðis. Það
er alltaf tilviljun. Svo hugsa
þeir þegar drukkinn maður
sest undir stýri á bíl, þá er
hann að leika sér að dauðan-
um, dauða sjálts sín og ann-
arra. Ég held að fólk sé ekki
ábyrgt gjörða sinna þegar
jrað hagar sér þannig. Nú
sumir slasast af tilviljun.
Hvernig finnst þér að t.d.
ungt fólk sem slasast í bílslys-
um ætti að hugsa?
Já, eins og ég segi, það ætti
að gera það sem það gæti til
að ná þeirri heilsu sem hægt
er og sætta sig við það og
reyna að gera það besta úr líf-
inu. Sem betur fer er það
fjöldi fólks sem gerir það en
einstaka manneskja verður
auðvitað bitur og segir af-
hverju gat þetta ekki hent
einhvern annan en mig.
Þannig að ég á engin ráð
handa þeim sem lenda í
óheppni.
Guðbjörg er greinilega
manneskja sem kann að
njóta lífsins og lætur ekki
bugast. Hún viöurkenndi að
auðvitað hefði það oft verið
leiðinlegt sem barn að geta
ekki tekið þátt í leikjum
hinna barnanna. En hún
lagði áherslu á að maður yrði
að læra að njóta annarra
hluta. Hún hefur yndi af tón-
list og bókalestri auk þess
sem hún hefur gaman af að
vinna í höndunum. Hún á
mikið ríkidæmi þar sem hún
á góða að og samhenta fjöl-
skyldu.
I .unililígfirieríls i lulori l?.6fcn í____
Jc (;