Alþýðublaðið - 11.07.1990, Síða 3

Alþýðublaðið - 11.07.1990, Síða 3
Miðvikudagur 11. júlí 1990 INNLENDAR FRETTIR 3 FRÉTTIR IHNOTSKURN TONLISTARHUS ! Áhugamenn um byggingu tónlistar- húss eru ódrepandi í baráttu sinni og munu án efa ná til- settu marki. Á dögunum reistu þeir skilti á lóð þeirri sem Reykjavíkurborg úthlutaði samtökum þeirra. Þar stendur: TONLISTARHÚS mun rísa HÉR. Markmiðið er að almenni- legt tónlistarhús verði risið í höfuðborginni 1994 — á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. ENDURUNNIÐ í AUKNUM MÆLI: Neytendasam- tökin segja að framleiðendur og innflytjendur hafi ekki staðið sigsem skyldi að bjóða neytendum umhverfisvænar vörur. Það sé því ánægjulegt að nú skulið kominn á mark- að óbleiktur salernispappír úr endurunnum pappír. Þessi pappír er um margt góður, — gæðin eru sambærileg við annan slíkan pappír — framleiðslan stuðlar að verndun umhverfis — og varan er þar að auki ódýrari. ÞRIFALEGASTI BÆRINN: Það fer ekki mikið fyrir keppninni um „þrifalegasta bæinn“ og „þrifalegasta þorp- ið“ hér á landi. Þessi keppni er háð um alla Evrópu í sumar í tilefni af „ári ferðamannsins". Otalmargt fleira lesum við í blaðinu Eurotourism um viðburði í sambandi við þetta ár, — en ekkert heyrist hér á landi um þessa hluti, m.a. Ijós- myndasamkeppni, samkeppni um veggspjöld, keppni mat- reiðslumeistara og fleira. Hefur ferðamálaráð kannski gleymt sér? VEÐURSTOFAN ÞJÓNUSTAR FERÐAFÓLK: sér- stök þjónusta við ferðamenn á hálendinu hefur nú verið tekin upp hjá Veðurstofu íslands. Tvær nýjar veðurstöðvar hafa verið teknar í notkun, þannig að veðurhorfur fyrir há- lendið bætast við í útvarpi og í svarsíma að morgninum. Þessar nýju stöðvar eru Versalir á Sprengisandsleið í 610 metra hæð yfir sjó við suðurenda Stóravers og Snæfells- skáli í 810 metra hæð milli Snæfells og Sauðahnjúka. Veð- urskeyti frá þessum stöðvum eru lesin með veðurfregnum kl. 6.45 og 10.10 á morgnana. Einnig með útvarpsfréttum kl. 7 og 8 og með enskum fréttum kl. 7.30. LANDSMÓTIÐ HEFSTÍ FYRRAMÁLIÐ: Landsmót ungmennafélaganna hefst í Mosfellsbæ í fyrramálið kl. 9 með klukkustundar hátíðadagskrá. Að henni lokinni verð- ur tekið til við keppnisíþróttir, sem eru af ýmsu tagi. Körfu- knattleikur, skák, golf, jurtagreining, frjálsar íþróttir, bridge, handbolti, knattspyrna, hestadómar, sund, blak — og frá 20 annað kvöld til kl. eitt eftir miðnætti er rokkhátíð á Álafossi. Landsmótið er eins konar „ólympíuleikar" okk- ar hér á landi og má reikna með gífurlegum fjölda gesta á þessu landsmóti, sumir segja allt að 20 þúsund manns, þegar flest verður. ÓDÝRAST (0G DÝRAST) í REYKJAVÍK: Spagettí, barnamatur, tepokar, eldhúsrúllur og fryst fiskflök reynd- ust á hagstæðasta verðinu í Reykjavík, þegar Neytenda- samtökin gerðu verðkönnun á matvörum í höfuðborgum Norðurlandanna. Tuttugu tegundir matvöru voru kannað- ar. í átta tilvikum var Kaupmannahöfn með lægst verð, Stokkhólmur og Reykjavík í 5 tilvikum og Osló í tveim. Fimm varanna voru dýrastar í Reykjavík, hrökkbrauð, sem var tvöfalt dýrara hér en í Stokkhólmi, rjómaís, sem var 149% dýrari hér en í Kaupmannahöfn, egg, sem reyndust rúmlega tvöfalt dýrari en í Kaupmannahöfn, ostur og svín- akótelettur. HRESSILEG SÖNGLÖG Á FERÐALAGINU: Barnaleikir 2 er ágæt hljóðsnælda sem Umferðarráð ög BG-útgáfan hafa gefið út. Alþýðublaðið hefur látið fólk af yngstu kynslóðinni hlýða á þessa snældu og fengið góða dóma um hana. Á löngum bílkeyrslum um landið er upp- lagt að geta spilað snælduna fyrir börnin. Á henni er skemmtileg tónlist Birgis Gunnlaugssonar og félaga sem flestir þekkja, en auk þeirra eru Barnakór Seljaskóla og Rokklingarnir með tónlist á snældunni. Eddi frændi kemur lika við sögu. Aöaleigendur Stöövar 2 telja sig þurfa aö tala við Verzlunarbankamenn tveim hrútshornum, telja aö þeir hafi veriö BEITTIR BUKKINGUM Tap á rekstri Stöðvar tvö var á siðasta ári 155 milljónir króna. Einnig er eignastaða sjónvarpsstöðvarinnar neikvæð um 671 milljón. Þaðer 171 milljón lakari eignastaða en núverandi meirihluta eigenda var sagt að hún væri er þeir gengu til samninga við Eign- arhaldsfélag Verslunarbanka íslands hf. um kaup á stöðinni. Þungbrýndir Stöðvar-menn a blaðamannafundi í gær, — þeir telja sig hafa verið blekkta. A-mynd: E.ÓI. Jóhann J. Ólafsson sagði á blaðamannafundi í gær í til- efni þess að nú hafa verið lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir árið 1989 að þegar núverandi meirihluta- eigendur gengu til kaupa hefðu verið lögð fram gögn sem sýndu að eignarstaða Is- lenska sjónvarpsfélagsins og íslenska myndversins saman- lagt væri neikvæð um 500 milljónir. Nú kemur hinsveg- ar í ljós að eignarstaðan var neikvæð um 671 milljón króna. Þá var einnig gefið í skyn við kaupin að rekstur fyrir- tækisins kæmi út á núlli um síðustu áramót, en tap reynd- ist hins vegar 155 milljónir króna. Þá kemur einnig í ljós að þrír hluthafar skulda sam- kvæmt þremur skuldabréf- um samtals 24 milljónir. Skuldabréf þessi eru til 15 ára og fyrsta afborgun mun vera 1994 með 5% ársvöxtum. Bréfin eru óverðtryggð og óveðtryggð, eða eins og segir í tilkynningu frá Stöð 2, „nær einskis virði." Þá kemur það í ljós af hálfu endurskoðenda Islenska myndversins, sem er dóttur- fyrirtæki íslenska sjónvarps- félagsins, að kostnaðarverð fasteignar sem íslenska myndverið keypti á árinu er langt umfram markaðsverð slíkra fasteigna. Þorvarður Elíasson, sjón- varpsstjóri, sagði að heildar- skuldir Stöðvar tvö væru eitt- hvað í kringum einn milljarð. Þorvarður Elíasson sagði að fyrstu fimm mánuði þessa árs hefði verið um 66 millj- óna króna hagnaður á rekstri stöðvarinnar. Þá kom einnig fram á fund- inum að hugmyndir um sam- einingu Sýnar og Stöðvar tvö eru ekki lengur á borðinu. „Eg er enginn Þorsteinn Pálsson" — segir fjármálarádherra og vísar á bug spám Vísbendingar Fjármálaráðuney tið efndi til blaðamanna fundar i gær vegna spár vikuritsins Vísbend ingar um verðlagshorfur til ársloka 1991 Samkvæmt þeirri spá er gert ráð fyrir veru legri verðbólgu og þenslu á næsta ári. Vikuritið Vísbending fjallar um efnahagsmál og er gefið út af Ráðgjöf Kaupþings hf. Vegna þess hve rnikla athygli þessi spá hefur vakið í fjöl- miðlum þótti fjármálaráðu- neytinu ástæða til að gera at- hugasemdir við þessa hana. Á blaðamannafundinum í gær sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að forsendur þær sem spá Vísbendingar byggist á alls ekki standast. I fyrsta lagi er afkoma ríkissjóðs betri fyrstu fimm mánuði ársins en áætl- anir á fjárlögum gerðu ráð fyrir. í öðru lagi hefur innlend lánsfjáröflun gengið mjög vel og undanfarnar vikur hefur verið tryggð sala spariskír- teina fyrir um 2 milljarða króna og er hún þá orðin um 4 milljarðar króna frá ára- mótum. Fjármálaráðuneytið vísar einnig algerlega á bug þeirri forsendu spár Vísbendingar að mikið launaskrið og þensla standi fyrir dyrum. Vísbending reiknar með samskonar þenslu í ár og varð árið 1986 en ráðuneytið vísar því algerlega á bug. Fjármálaráðherra segir að ekki verði gerð sömu mistök í hagstjórninni og gerð voru þensluárið 1986. ,,Eg er eng- inn Þorsteinn Pálsson", sagði Ólafur Ragnar. Öll stefnumót- un ríkisstjórnarinnar mun að hans sögn miðast við að við- halda þeim stöðugleika sem náðst hefur í efnahagslífinu. í máli fjármálaráðherra kom fram að ef skynsamlega yrði haldið á málum og haldið áfram að draga úr halla ríkis- sjóðs ættu að vera allar for- sendur til að verðbólgan hér á landi verði á næsta ári svip- uð og í nágrannalöndunum. Fjármálaráðherra notaði einnig tækifærið til að kynna þann árangur sem náðst hef- ur í innlendri lánsfjáröflun. Eins og fram hefur komið hef- ur nú þegar verið tryggð sala á spariskírteinum uppá 4 milljarða frá áramótum. Til viðbótar þessu hafa ríkisvíxl- ar umfram innlausn verið seldir fyrir rúmlega 6 millj- arða króna á sama tímabili. Innlend lánsfjáröflun ríkis- sjóðs í heild nemur því um 10—10,5 milljörðum króna frá áramótum. Ef trúa má starfsmönnum fjármálaráðu- neytisins hefur nú á miðju ári náðst betri árangur í inn- lendri lánsfjáröflun en í mörg ár. Pétur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Þjónustumiö- stöðvar ríkisverðbréfa, sagði áskriftasöluna hafa tekist mjög vel. Meðaláskrift er um 10.000 kr. á mánuði og inn- heimtan hefur tekist mjög vel. Þetta áskriftarfyrirkomu- lag þekkist hvergi annars staðar í heiminum en hefur hlotið verðskuldaða athygli. Um helmingur áskrifenda borgar með greiðslukortafyr- irkomulaginu. Fjármálaráðuneytið vildi taka skýrt fram að það fagn- aði aukinni umræðu um efna- hags- og ríkisfjármál en lagði einnig ríka áherslu á að mikil- vægt væri að almenningur geti treyst því að hún fari fram á ábyrgan hátt og væri byggð á staðreyndum. Athugasemd frá Haraldi Johannessen, forstjóra Fangelsismálastofnunar: „Rangt að konan hafi fengið þessi svör## Vegna fréttar í Alþýðu- blaðinu 10. júlí sl. er fjallar um fangelsismál vill Fang- elsismálastofnun að eftir- farandi komi fram: í fréttinni segir að eigin- kona eins þeirra manna sem nú afplánar 4 ára fang- elsisrefsingu vegna ráns á Seltjarnarnesi árið 1988 hafi fengið þau svör hjá Fangelsismálastofnun að fanginn ætti ekkert betra skilið en að afplána refsing- una með tveimur geðveik- ustu föngum landsins. Það er rangt að konan hafi fengið þessi svör hjá stofnuninni. Starfsfóík fangelsiskerfisins hefur um árabil vakið athygli á því að geðveika fanga eigi að vista á viðeigandi stofnunum heilbrigðiskerfisins en ekki i fangelsum. Störf fangelsis- yfirvalda stjórnast ekki af annarlegum sjónarmiðum í garð einstakra fanga, eins og látið er að liggja í frétt blaðsins. Fylgt er lögum, reglugerðum og venjuhelg- aðri lagaframkvæmd í þessum málaflokki. Áhersla er lögð á að gæta hlutleysis í hvívetna og föngum ekki mismunað með geðþóttaákvörðun- um. Hins vegar vill bregða við að fólk sem Fangelsis- málastofnun þarf að hafa afskipti af, er stundum ekki alls kostar sátt við kerfið og grípur þá jafnvel til ýmissa ráða til að reyna að klekkja á því. Það er í sjálfu sér mannlegt. Virðingarfyllst, Haraldur Johannessen, forstjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.