Alþýðublaðið - 11.07.1990, Síða 8
•tit •••• • •••••••••• ••••
• •• •••• ••
•••• •••• • • • •••• ••••
• •• •••• ••
• • •••• ••• • •••• • •
HAVANA: Tveir kúbanskir námsmenn leituðu hælis í
sendiráði Tékkóslóvakíu á mánudag. Alls hafast nú sjö
flóttamenn við í sendiráðinu því fyrr þann sama dag leit-
uðu fimm manns skjóls þar. Samkvæmt heimildum tékk-
neskra fjölmiðla klifruðu nemendurnir tveir yfir veggi sem
umkringja sendiráðið síðla á mánudag örfáum mínútum
áður en lögreglan kom að sendiráðinu.
BONN: ítölsk stjdrnvöld sögðu í gær líklegt að þeir 3000
Albanir sem hafast við í sendiráðum í Tírana, höfuðborg
landsins, fái heimild til að halda til Italíu einhvern tímann
á næstu tveimur sólarhringum. Þeir Albanir sem heimilað
var að yfirgefa land sitt á mánudag nutu nýfengins frelsis
í Tékkóslóvakíu í gær en óráðið er hvar þeir muni setjast
aö. Flestir flóttamannanna eru milli tvítugs og þrítugs.
BEIRUT: Ekkert hefur heyrst frá mannræningjum þó að
heimildir íranskra stjórnvalda hafi staðfest að til standi að
leysa evrópska gísla úr haldi fljótlega.
KEMER0V0, SOVÉTRÍKJUNUM: Kolaverkamenn í
Sovétríkjunum hafa ítrekað þá ákvöröun sína að fara i
verkfall í dag til að mótmæla stefnu stjórnar Gorbatsjovs.
Verkfallsleiðtogar í Kermerovo héraði segja að 200 þúsund
verkamenn í 60 námum hefji 24 stunda verkfall á mið-
nætti.
VELIK0 TUROVO, BÚLGARÍU: Fyrsta lýðræðislega
kjörna þing Búlgaríu í 45 ár kom saman í gær þrátt fyrir
tilraunir þjóðernissinna til að varna þingfulltrúum af
tyrknesku bergi brotnum inngöngu í þinghúsið.
KUWAIT: íranir og Kúwaitbúar hafa heitið því að byggja
upp traust milli ríkjanna. Þetta kom fram á fyrsta fundi
leiðtoganna sem haldinn hefur veriö eftir islömsku bylt-
inguna í Tehran árið 1979.
NAIR0BI: Fimmtán manns hafa látist í óeirðum sem
geisað hafa í höfuðborg Keníu, Nairóbí og nágrannabyggð-
um borgarinnar þrjá síðustu daga að sögn þarlendra dag-
blaða.
C0L0MB0 : Sri lanskar öryggissveitir búa sig nú undir
að gera árás á sveitir aðskilnaðasinnaðra Tamíla en átök
hafa staðið milli aðila í hátt á annan mánuð.
ADDIS ABABA : Leiðtogar Afríkuríkja deildu í gær um
leiðir til að auka lýðræði í löndum Afriku. Leiðtogarnir
gagnrýndu þó þrýsting Vesturlanda á breytingar í ríkjum
Afriku svipaðar þeim sem orðið hafa að u ndanförnu í Aust-
ur-Evrópu.
HELSINKI: Hæstiréttur Finnlands hefur úrskurðað að
heimilt sé að senda ungan mann, sem fyrir skömmu rændi
Aeroflot farþegaflugvél með 55 manns um borð, til Sovét-
ríkjanna. Maðurinn sem aðeins er 20 ára hefur. hótað því
að fremja sjálfsmorð verði hann framseldur til Sovétríkj-
anna.
WASHINGT0N: Bandarískir demókratar hafa lýst því
yfir að flokksþingið 1992 þar sem forsetaframbjóðandi
flokksins verður útnefndur verði New York-borg en ekki
New Orleans. Borgaryfirvöld í New York-borg hafa boðið
15 milljóna dollara fjárstuðning til að standa straum af
kostnaði við þinghaldið.
ERLENDAR FRÉTTIR
Umsjón: Laufey E. Löve
Gorbatsjov
endurkjörinn
Kosið var á milli Gorbatsjovs og Teimuraz Avalíaní, leiötoga
kommúnista í Kemerevo-héraði.
(MOSKVA, Reuter) Míkhaíl
Gorbatsjov var endurkjör-
inn í embætti Ieiðtoga sov-
éska kommúnistaflokks-
ins í gær með 3411 at-
kvæðum gegn 501. Kosið
var milli Gorbatsjovs og
Teimuraz Avalíaní, fyrrum
leiðtoga námaverkamanna
frá Síberíu. Þetta er í
fyrsta sinn sem ekki er
sjálfkjörið í embætti leið-
toga flokksins.
Gorbatsjov réðst harkalega
gegn harðlínumönnum og yf-
irmönnum hersins þegar
hann ávarpaði flokksþing
kommúnistaflokksins í gær.
Hann sagði að allar hug-
myndir um að innleiða ein-
ræði í stjórn landsins væri
brjálæði og að engin leið
væri að snúa til fyrri tíma,
umbætur yrðu ekki umflún-
ar.
Flokksþingið gekk þá til
leynilegrar atkvæðagreiðslu
þar sem næsti leiðtogi sov-
éska kommúnistaflokksins
skyldi valinn. Gorbatsjov gaf
formlega kost á sér til emb-
ættisins en sjö aðrir buðu sig
fram á móti honum. Þeirra á
meðal Alexander Jakovleyev
og Eduard Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkj-
anna, sem báðir eru hallir
undir Gorbatsjov. Sex þeirra
sem buðu sig fram drógu hins
vegar framboð sin til baka
þannig að aðeins eitt mót-
framboð stóð eftir.
Það var Teimuraz Avalíaní,
leiðtogi kommúnista í Kem-
erevo héraði sem er mikið
kolavinnsluhérað sem bauð
sig fram gegn Gorbatsjov. Av-
alíaní var einmitt i forsvari
fyrir verkfalli sovéskra námu-
verkamanna á síðasta ári. Av-
aiíaní hlaut aðeins 501 at-
kvæði á móti 3411.
Avalíaní er meðal annars
þekktur fyrir að hafa árið
1978 skrifaði bréf til Brez-
hnevs, fyrrum leiðtoga Sovét-
ríkjanna, þar sem hann ásak-
aði leiðtogann um að vera við
það að leiða sovésku þjóðina
í glötun. í bréfinu hvatti hann
Brezhnev til að segja af sér
embætti.
Nikaragúa:
Chamorro kallar til her
til að bæla niður átök
MANAGUA, Reuter) Vio-
leta Chamorro, forseti Ník-
aragúa, kallaði í gær til
her og lögreglu til að bæla
niður átök verkamanna og
stuðningsmanna ríkis-
stjórnarinnar í Managua,
höfuðborg landsins. Talið
er að átökin nú séu þau
verstu sem blossað hafa
upp í höfuðborginni á
þessum áratug.
Hermenn, gráir fyrir járn-
um, unnu að því í gær að fjar-
lægja götuvígi sem verka-
menn höfðu hlaðið upp. Tals-
menn verkamanna sögðu að
ekki kæmi til greina að binda
enda á verkfall þeirra sem
hófst á mánudag fyrr en full-
trúar stjórnvalda fallist á að
setjast niður með verkfalls-
mönnum til að ræða kröfur
þeirra.
Einn maður dó og 34 særð-
ust í átökunum í gær og er
tala þeirra sem fallið hafa þar
með komin upp í fjóra síðan á
föstudag. Chamorro sagði í
yfirlýsingu í útvarpi að hún
hefði fyrirskipað hernum að
skerast í leikinn til að aðstoða
lögreglu við að bæla niður
átökin. Forsetinn hvatti
landsmenn til að taka hönd-
um saman til að binda enda á
átökin og standa þar með
vörð um sjálfstæði og frelsi
landsins.
Verkfallið hefur haft víð-
tæk áhrif á atvinnustarfsemi í
landinu. Flugvellir og landa-
mæri hafa lokast. Opinberar
stofnanir og ríkisrekin fyrir-
tæki hafa einnig lokast og
truflanir hafa verið á raf-
magni. Þá hefur sáning kaffis
og baðmullar raskast veru-
lega en þetta eru helstu út-
flutningsvörur landsins.
Fundur leidtoga sjö helstu idnríkja:
Sluðningur við Gorbatsjov
(HOUSTON, Reuter) Leið-
togar sjö helstu iðnríkja
heims lýstu því yfir í gær
að þeir hygðust veita Gor-
batsjov, leiðtoga Sovétríkj-
anna, verulegan stuðning
og að þeir hugleiddu að
endurnýja lánsheimildir
til handa Kínverjum en
tekið var fyrir þær eftir
blóðbaðið á Torgi hins
himneska friðar í fyrra.
í fréttatilkynningu frá fund-
inum kemur fram að ríkin sjö
eru tilbúin til að styðja að-
gerðir sem miða að því að
opna sovéskt þjóðfélag með
þvi að koma á fót lýðræðis-
legu stjórnkerfi og markaðs-
kerfi. Þar er einnig skorað á
stjórnvöld í Kúbu og Rúmen-
íu að þau stígi skref í átt til
þess að auka lýðræði í lönd-
unum.
Endanleg ákvörðun um
hvort Sovétmönnum verður
boðin efnahagsaðstoð verður
tekin í dag þegar 16. fundi
leiðtoganna lýkur.
DAGSKRA FUNDARINNS
NATO
Reynt veröur aö tá
stjórnvöld í Moskvu
til aö fallast á aöild
Þýskalands aö NATO
SOVÉSKUREFNAHAGUR
V-Þýskaland, Frakkland og
Ítalía leggjatil 15 milljarða
efnahagsaöst. en Bandaríkin
og Bretland vilja skilyröa
lánveitinguna.
LANDBÚNAÐUR
Bandaríkin vilja að
niöurgreiöslur veröi
afnumdar á næsta áratugi
UMHVERFISVERND
Leiötogar Evrópu ríkja
vilja aö Bandaríkin hraöi
aögeröum sem miöa að
því aö vernda umhverfið