Alþýðublaðið - 24.08.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.08.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. ágúst 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN MATVÖRUVERÐ LÆKKAÐI: í einni verslun á Noður- landi vestra gerðust þau undur og stórmerki að matvöru- verð lækkaði frá könnun sem Verðlagsstofnun gerði í lok apríl. Þetta var i Kaupfélagi V-Húnvetninga á Hvamms- tanga. Gunnar Sigurðsson kaupfélagsstjóri sagði Al- þýðublaðinu í gær að í maí hefði álagning í versluninni ver- ið lækkuð. ,,Við treystum þvi að viðskiptavinir verði varir við þetta og komi hingað aö versla," sagði Gunnar. Verð- samanburður á 50 algengum vörutegundum í búð hans reyndist líka hagstæður miðað við aðra kaupmenn á svæð- inu, 94,2% — en hagstæðastur hjá Gesti Fanndal á Siglu- firði 91,5%. MATVÖRUVERÐ HÆKKAÐI: Svo haldið sé áfram að segja frá verðlagi á Norðurlandi vestra, þá hækkaði mat- vöruverð frá í apríllok í Verslunjnni Tindastóli á Sauðár- króki um 5% og í Kaupfélagi Húnvetninga á Skagaströnd um 3,8%. ARNARSTOFN Á UPPLEIÐ: Átján arnarungar kom- ust úr tíu arnarhreiðrum á þessu ári. Fuglaverndunarfélag Islands segir aö vitað sé auk þess um 20 arnarpör sem helgað hafa sér óðal en varp hefur misfarist hjá þeim. Örn- inn er mjög viðkvæmur og getur minnsta ónæði orðið til að varp hans misfarist. Þegar arnarstofninn er á uppleið er algengt að annar fuglinn af pari sé ekki orðinn kynþroska, en ernir verða kynþorska á 5—7 ári. Fuglaverndunarfélag- ið segir að nú sé álitið að arnarstofninn sé á uppleið. Ekki er langt síðan stofninn var talinn í útrýmingarhættu. INNFLUTTUM HUNDI LÓGAÐ: Dagur segir frá því á miðvikudag að Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefði fengið upplýsingar um smygl Akureyrings á hundi frá Dan- mörku. Hundinn hafði eigandinn borið með handfarangri sínum. I yfirheyrslum viðurkenndi maðurinn. Hundinum var lógað — en maðurinn kærður til ríkissaksóknara. VIÐSKIPTIN VIÐ USA RÆDD í WASHINGTON: Viðskipti íslendinga og Bandaríkjamanna, og þá einkum ferðamálin í víðtækustu merkingu, verða rædd á ráðstefnu Amerísk-islenska verslunarráðsins í Washington 27. og 28. september næstkomandi. Þetta er fimmta ráðstefnan um viðskipti ríkjanna. Skrifstofa verslunarlifsins annast undir- búning hér heima og skráir þátttöku. Talið er að um 100 íslendingar muni fara vestur og sækja ráðstefnuna, en Flugleiðir greiða fyrir með lágum fargjöldum. ER KVENÞJÓÐIN SÁTT? Þannig spyrja kvennalista- konur á ferðum sínum um landið þvert og endilangt dag- ana 27. ágúst til 7. september. Þingkonur Kvennalistans munu skipta með sér liði og fara um héruð ásamt heima- konum, fara á vinnustaði, bjóða viðtalstíma og halda fundi til að kynna stefnu sína. ,,Með tilliti til síbyljunnar um „þjóðarsáttina" hlýtur aðalspurningin aö vera: Er kven- þjóðin sátt?" segir í fréttatilkynningu Kvennalistans í gær. TVÖ LÖG HALL- GRIMS: Komin eru útTvö lög eftir Hallgrím Helga- son tónskáld. Þau heita I lunda landi (Prófasturinn dansar) og Vinar minni (El- egia). Lögin eru tileinkum Borge Hilfred, konsert- meistara Suðurjósku sin- fóníuhljómsveitarinnar í Sonderborg, en hann frum- flutti lögin fyrir 40 árum. Nóturnar, fyrir fiðlu og pí- anó, fást hjá Erni og Örlygi. VERÐTILBOÐI Á LAMBAKJÖTI AÐ LJÚKA: nú líður að því að hætt verði að bjóða lambakjöt á lágmarks- verði. Um næstu mánaðarmót. 31 ágúst, verður lamba- kjötsútsölunni hætt. ísumar var gert söluátak á lambakjöti í samvinnu við Spaugstofuna og var m.a. leitað að léttustu lundinni. Eins og kunnugt er var það Vestmanneyingur- inn, Sigurbjörn Guðmundsson, sem dæmdist með léttustu lundina í harðri úrslitakeppni fyrr í sumar. ítalska verslimarfélagid yfirtekur Fíat: Bilafyrirtæki og Sigurjón Sighvats- son standa að baki Italska verslunarfélagið heitir nýstofnad hlutafélag sem hefur umboð fyrir Fí- atbifreiðar á Islandi. Fjöldi stórra fyrirtækja í bílaviðskiptum standa að baki þessum rekstri. Fíat- umboðið var áður í eigu Sveins Egilssonar hf. ,,Við komum okkur saman bílaáhugamenn um að stofna þetta fyrirtæki, sagði Birgir Þórisson eigandi framköll- unnarinnar Á stundinni, en hann er sonur Þóris Jónsson- ar hjá Sveini Egilssyni hf. Auk hans eru stofnendur þessa fyrirtækis Bílahöllin hf.,sem er í eigu Jóns Ragn- arssonar, rallkappa; Bílasalan Blik; Sigurjón Sighvatson, kvikmyndagerðarmaður í Bandaríkjunum; Semoco sem er verkstæði Sveins Eg- ilssonar; Sævar Pétursson og Kristján Gunnarsson, sem reka bílaverkstæði, og Guð- mundur Örn Jóhannssson, fyrrverandi starfsmaður Sveins Egilssonar. Guðmund- ur er framkvæmdarstjóri Italska verslunarfélagsins. 1 stjórn fyrirtækisins eru: Jón R. Ragnarsson, Sævar Pétursson, Kristján Gunnars- son, Jón Sigurðsson og Birgir Þórisson, til vara eru Þórir Jónsson og Björn Jóhanns- son. „Þetta verður ekki stórt fyrirtæki í byrjun á meðan við erum aö koma hlutunum á hreint. Fíatumboðið var með öðrum samkeppnisbíl- um hjá Sveini Egilssyni sem var ekki nógu gott. Það er miklu mun betra að reka um- boð sem þetta eitt og sér. Brýnasta verkefnið nú er að koma þjónustunni og vara- hlutunum í rétt horf,“ sagði Þórir. Italska verslunarfélagið var að fá sína fyrstu bílasendingu nú en fyrirtækiö mun fara á fullan skrið nú í október. ,,Ég hef trú á því að þetta fyr- irtæki eigi eftir að dafna enda er þetta góður hópur sem stendur þarna að baki. Það er að koma nýr Fíat fjölskyldu- bíll á markaðinn, Fíat Tempra ’91 árgerð." Stofnhlutafé fyrirtækisins eru 29 milljónir króna. En þess má geta að fyrirtækið má ekki bera nafnið Fíat-um- boðið hér á landi. Það má ein- ungins bera það nafn hjá höf- uðstöðvum Fíat. Hœkkun á álagi til sjómanna hjá ÚA: Hækkar fiskverð um 16% Samkomulag það sem Útgerðarfélag Akureyr- inga og sjómenn hafa gert um að hækka álag á heimalöndun úr 12% í 30% hækkar fiskverð um 16%. „Við erum með seinni skipunum,” segir Gunnar Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri ÚA um hækkunina, og segir hana hafa komið til vegna sí- hækkandi verðs á mörk- uðum. Gunnar segir að alls kyns verð hafi verið í gangi hjá öðrum útgerðarfyrirtækjum, og að hámarkaðsverð sem komi til af því að framboð sé skammtað framkalli skekkju á verði til þeirra sem landi heima. „Minnihlutinn nýtur markaðsverðsins, og þá er spurningum það hversu lang- ur tími líður þar til að verður klórað í bakkann. Ég held að varla sé hægt að kalla þetta miklu hærra en það," segir Gunnar. Ýmsir vilja halda því fram að með þessu sé verið að brjóta þjóðarsáttina. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórn- in sett bráðabirgðalög um kjarasamninga sem kveða á um að ekki skuli farið út fyrir ramma þjóðarsáttar í kjara- samningum. Gunnar vísar því á bug að verið sé að brjóta þjóðarsátt með álagshækkuninni. „Hvað má þá segja um metin sem slegin eru á fiskmörkuð- unum þessa dagana?" spurði Gunnar Ragnarsson í samtali við Alþýðublaðið í gær. Oddviti Kópavogskratanna: Látum ekki yfír okkurganga „Ég er afar óhress með það hvernig rætt er og ritað um væntanleg framboðsmál okkar hér í Reykjaneskjördæmi, síðast í dag í Pressunni. I blaðinu er ekki minnst einu orði á þingmann flokksins, Rannveigu Guðmundsdóttur, rétt eins og hún skipti engu máli,“ sagði Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópa- vogi í gær. Guðmundur sagðist ekki vilja efna til neinna vær- inga milli byggðalaganna í Reykjaneskjördæmi, og hann sagðist ekki hafa neitt á móti þeim Guðmundi Árna eða Jóni Sigurðssyni, nema síður væri. „Málið er bara það að við Kópavogsmenn látum ekki yfir okkur ganga í þessu máli og styðjum okkar góða fulltrúa sem nú situr á Alþingi. Menn mega ekki tala eins og þeir gera, í þessum efnum *eru engir kóngar eða keisarar, sem sjálfskipaðir verða í efstu sæti listans. Við munum því ekki una því að látið sé eins og Rannveig sé grafin og gleymd," sagði Guðmund- ur. Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður — Kópa- vogsbúar vilja standa vörö um þingmann sinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.