Alþýðublaðið - 24.08.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.08.1990, Blaðsíða 4
4 VIDHORF Föstudagur 24. ágúst 1990 MMUBLM Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið FLYST FISKVINNSLAN ÚR LANDI Evrópumarkaöurinn er mikilvægasti viðskiptamarkaöur íslend- inga. Hátt gengi á helstu gjaldmiölum Evrópuríkja aö undanförnu hefur gefiö byr undir vængi. Breskt pund er skráö 10,8% hærra í dag en þaö var viö áramót, en í Bandaríkjunum hefur dalurinn lækkað um 7,6% á sama tímabili. Óvenjulegt fiskverö þessa dag- ana á mörkuðum í Evrópu gefur af sér skammtímaarð. Þessar breytingar hafa verið okkur í hag um tíma en eru ekki til aö reiða sig á til frambúðar. Xímabundnum sveiflum á mörkuðum getum viö snúiö okkur í hag. Meö því aö takmarka framboð á fiski erlendis hefur okkur einnig tekist aö nýta okkur hverfula stööu. En viö eigum viö mikil lönd og stór aö glíma, sem eru Evrópubandalagsríkin. Meö stöö- ugt meiri samvinnu ríkja Evrópu er viö búiö að smáríki sem standa utan við verði æ afskiptari. INIú hefur Evrópubandalagið ákveðið að verja sem svarar 153 milljörðum íslenskra króna í endurnýjun fiskvinnslu og fiskmark- aöa í bandalagsríkjunum. Upphæöin á að renna á næstu þremur árum til fyrirtækja í einkaeign eöa í opinberri eigu. Bandalagið veitir styrki fyrir allt að helmingi þess sem fjárfesting kostar í við- komandi fyrirtæki. Meö þessu móti hyggjast ríki EB gjörbreyta vinnslu og færa til nýrra hátta markaðskerfi sín. Þessi breyting á markaðssvæðum okkar í Evrópu mun gjör- breyta samkepppnisstööu fiskvinnslufyrirtækja á meginlandinu. Hætt er við aö viö munum fljótlega finna fyrir því og þaö mun koma okkur í koll. íslendingar hafa sett þá kröfu fram í viðræðum við Evrópubandalagið aö viðunandi lausn fáist á fiskverösmál- um. Þaö þýðir meðal annars aö viö viljum komast inn á markað- inn meö allan fisk tollfrjálsan. Hér hefur fiskvinnsla átt í vök aö verjast og ekki notið opinberra styrkja í neinni líkingu viö það sem gerist í Evrópubandalaginu. Siglingar meö ferskan fisk á er- lenda markaöi hafa aukist. Nú eru ríkin sem kaupa mest af okkur aö endurskipulegga fiskvinnslukerfið og því er ekki aö furða þó aö spurt sé hvort hætta sé á aö fiskverkun færist smám saman úr landi. Núverandi kvótakerfi tekur ekki á vandanum sem viö blasir. Nebúkadnessar eða Belsassar? — Um Saddam Hussein — I grein sem ég skrifaði um Rush- iemálið fyrr á þessu ári gaf ég í skyn að Vesturlandabúar ættu ekki von á neinu góðu frá löndum íslams. I raun og veru hefur ríkt kalt stríð milli krossins og hálf- mánans í tuttugu ár. Nebúkadnessar Nú er Saddam Hussein flest ann- að en heittrúaöur múslim. Og víst er um að bandamenn Bandaríkj- anna á þessum slóðum eru snöggt- um meiri trúmenn en Saddam. En mér er til efs að ráðamenn Saúdí- Arabíu og Persaflóarikjanna séu Vesturlöndum vinveittir í hjarta sínu, þeir halla sér að „vantrúar- hundunum" af hagkvæmnis- ástæðum. Og Saddam er sjálfur fulltrúí andvestrænnar þjóðernis- hyggju, skyldri þeirri sem Nasser boðaði. Því liggur Saddam áherslu á meintan skyldleika sinn við Ne- búkadnessar annan, konung í Ba- býlon, sem endurreisti Babýlons- veldið eftir margra alda niðurlæg- ingu. Og ekki spillir fyrir að Ne- búkadnessar vann Jerúsalem árið 587 f.Kr. og herleiddi gyðinga, sem frægt er orðið. Ekki þarf mikið hugarflug til að sjá skyldleika milli þeirrar herleið- ingar og meðferðar Saddams á út- lendingum í Irak og Kúvæt. Þeir mega sitja við vötnin ströng og syrgja sína Síon, hvort heldur hún heitir New York ellegar Reykjavík. En tæpast verður innrás íraka í Kúvæt skýrð með sagnfræðidellu einræðisherrans. Saddam er eng- inn skýjaglópur, heldur ákaflega útspekúleraður fantur. Eftir styrj- öldina við Iran var Irak skuldum vafið og heisti lánardrottinn þess var drottinn Kúvæta, emírinn. Og til þess að gera illt verra fundu Kú- vætar upp á þeim ósóma að gera skuldir Iraka heyrumkunnar og þar með stórskaða lánstraust þeirra á alþjóðlegum lánamörkuð- um. í ofanálag þótti Saddam Kú- vætar linir í olíuverðkröfum og bar þá þeim sökum að þeir fram- leiddu meira af olíu en þeim bar samkvæmt kvótakerfi O.P.E.C. Saddam hefur löngum skilið að sókn er besta vörnin og ákvað því að gera einfaldlega út af við þenn- an lánardrottinn sinn og hirða eig- ur hans í leiðinni. Sagt er að her- nám Iraka á Kúvæt sé mesta rán sögunnar og Saddam því nefndur „þjófurinn frá Bagdad". Ekki þar fyrir að farið hefur fé betra en emírinn af Kúvæt og allt hans hyski. Ein af ástæðunum fyrir vin- sældum Saddams meðal arabísks almennings er sú staðreynd að Kú- væt var í reynd eins konar „apart- heidland" þar sem innfæddir lifðu í vellystingum praktuglega en rétt- laus erlendur tötralýður mátti þræla myrkranna á milli. En þess- ar vinsældir eiga sér líka rætur í hatri margra araba á Vesturlönd- um. Og líklega hefur Saddam sett heimsmet í vanþakklæti er hann braut Kúvæt undir sig því Kúvætar áttu stóran þátt í að forða honum frá ósigri í stríðinu við írana með peningagjöfum og lánum. Þessi maður á ekki í sér snefil af drengskap eins og dæmin sanna. lnnrás hans i íran var svona álíka drengileg og það að sparka í liggjandi mann. Andúð vestrænna manna á kierkunum í Iran gerði að verkum að margir gleymdu því hver hóf stríðið milli Irana og íraka. Og Saddam sýndi andlegt ásigkomulag sitt í verki er hann lét murka lífið úr konum og börnum með eiturgasi. Grimmd hans er slík að hann minnir einna helst á Assýríukonunga en þeir létu sér ekki nægja að herleiða sigraðar þjóðir, heldur útrýmdu þeim. Ein- hvern tímann varð ráðherragreyi í stjórn Saddams það á að gagnrýna alvaldinn á ríkisstjórnarfundi. Sagt er að Saddam hafi beðið hann að koma með sér afsíðis og þar einfaldlega réttað hann með byssuskoti. Assúrbanípal Assýríu- kóngur hefði ekki getað gert bet- ur! Reyndar hóf Saddam pólitísk- an feril sinn sem flugumaður en hann reyndi ásamt fleirum að koma einræðisherranum Abdel Karim fyrir kattarnef. Tilræðið mistókst og komst Saddam til Kaíró eftir ævintýralegan flótta gegnum auðnina. Saddam tók í arf eftir Abdel Kar- im eitthvað sem kallast arabískur sósíalismi og virðist skyldur ráð- herrasósíalisma Alþýðubanda- lagsins. Einkaframtak er leyft að vissu marki en ríkið er með nefið niðri í hvers manns koppi. Nær má geta aö efnahagskerfi þetta auð- veldar Saddam að stjórna lýðnum sem reyndar virðist auðteymdur eins og almenningur í múslímsk- um löndum gjarnan er. Alþýða manna rís upp í Austur-Evrópu, S- Afríku og Líberíu en synir og dæt- ur íslams halda að sér höndum. Belsassar___________________ Eins og áður var minnst á gumar Saddam mjög af meintum skyld- leika sínum við Nebúkadnessar annan sem hann segir forföður sinn. En Saddam mætti minnast þess að ættfræðin er fallvölt vís- indi. Vel má vera að ekki sé dropi af blóði herkonungsins mikla í æð- um Saddams en ekki er hægt að útiloka að slátrarinn frá Bagdad sé kominn í beinan karllegg frá þeim ógæfusama Belsassar, síðasta kon- ungi Babýlon. Það var á vegg í höllu Belsassars að orðin dular- fullu „mene, rnene tekel uparisin" birtust en þau þýddi Daníel spá- maður eitthvað á þá leið að ,,þú (konungur) ert veginn og léttvæg- ur fundinn, ríki þitt mun falla Pers- um í skaut". Skömmu síðar bund- ust Persar, Medar og fleiri andskot- ar Babýloníu samtökum, um- kringdu borgina og unnu. Ekki er laust við að manni finnist ýmislegt líkt með liðsafnaðinum við Persa- flóa og þeim sem Persar stóðu fyr- ir forðum. Og svo verður manni hugsað til spásagnar Jóhannesar um ragnarökin við Armageddon sem einmitt er á þessum slóðum. En áður en lesendur mínir fara að halda að ég sé kominn með trúar- dellu skal tekið fram að ég hef enga trú á heimsslitum í þessari umferð. Til allrar guðsiukku fyrir heimsbyggðina eru Kanar og Rússar vinir, ef þessi uppákoma hefði átt sér stað fyrir 6—7 árum hefði heimsfriðurinn verið í hættu. Hversu útspekúieraður sem Saddam kann að vera virðist hann ekki skilja að lok kaldastríðsins þýða að athafnamöguleikum fúl- menna af hans gerð hefur fækkað mjög. Áður var alltaf hægt að spila á togstreitu risaveldanna. Lokaorð Aðeins tíminn getur skorið úr um hvort Saddam er nýr Nebúkad- nessar eða Belsassar. Við skulum að minnsta kosti vona að Kúvæt- vandinn leysist með friðsamlegum hætti. En Saddam mætti minnast spádómsorða Biblíunnar: „Svo voveiflega mun Babýlon kollvarp- ast, borgin mikla, að engar menjar skulu eftir verða." Stefán Snævarr RADDIR Teluröu samninga flugumferöarstjóra sprengja þjóöarsáttina? Sæmundur Björnsson, 79 ára, ellilífeyrirþegi — gerir ekki neitt nema raða saman plúsluspili: „Ég hef ekki trú á því að þjóðar- sáttin haldist með þessu upp- hlaupi flugumferðarstjóra. Þeir eiga að fylgja eftir þjóðarsáttinni. Annars hef ég ekki mjög mikið fylgst með þessum málum en þó hef ég lesið aðeins meira en bara fyrirsagnir blaðanna." Bergrún Sigurðardóttir, 40 ára, atvinnurekandi: „Nei, ég er ekki hrædd um að flugumferðarstjórar sprengi þjóð- arsáttina. Ég er þó ekki aö segja að það geti ekki gerst þegar komin er af stað hreyfing. Ég held samt að það gerist ekki vegna þess að þjóðarsáttin er það sterk." Trausti Tómasson, 42 ára, að- stoðarstöðvarstjóri hjá Flugleið- um: „Ég hef ekki fylgst mikið með þessu máli. En ég hef trú á þjóðar- sáttinni, að hún sé að stefna í rétta átt. Við erum að gera eitthvað annað en við höfum verið að gera undanfarinn áratug. Ég vona a.m.k. að allt verði betra en áður." Anna Brandsdóttir, 33 ára, starfar á elliheimili: „Ég held að samningar flugum- ferðarstjóranna sprengi alveg ör- ugglega þjóðarsáttina. Það þarf ekki mikið til að þeir verði sprengdir." Páll Halldórsson, 40 ára, eðlis- fræðingur og formaður BHMR: „Flugumferðarstjórar hafa bara notað sinn samningsrétt. Ef þjóð- arsáttin þolir ekki frjálsan samn- ingsrétt þá má hún fara."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.