Alþýðublaðið - 24.08.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. ágúst 1990
7
NÆSTAFTASTA SÍÐAN
Garbo fjórum mánuðum eftir andlátiö:
Stöðugt i
fréttunum
GRETA GARBO — rætt er um falsaða minningabók vestanhafs, — legstað í
Stokkhólmi í heimalandi hennar.
GRETA GARBO hefur nú hvílt
í gröf sinni í nokkra mánuði.
Engu að síður linnir ekki látun-
um í fjölmiðlum, Greta er frétta-
efni út fyrir gröf og dauða.
Dánarbú Garbo heitinnar er kom-
ið í mál við hina frægu bókaútgáfu
Simon & Schuster og vill stöðva út-
gáfu á ævisögu Garbo eftir Antoni
Gronowicz.
Bókaútgáfan heldur því fram að
þarna sé á ferðinni bók sem byggð
sé á viðtölum við leikkonuna — erf-
ingjarnir telja hins vegar að bókin
sé falsað verk. Gronowicz sem dó
1985 hélt því fram að Garbo sjálf
hefði gefið leyfi til að gefa bókina út,
með því skilyrði að bókin kæmi
ekki fyrr en að henni látinni. Hand-
ritið hefur því legið í bankahólfi frá
árinu 1976.
Simon & Schuster auglýsa bókina
stíft og segja hana innihalda opin-
skáar lýsingar Gretu sjálfrar á
DAGFINNUR
Álið er málið
,,Ekki er álið sopið þó að í aus-
una sé komið" segir gamalt mál-
tæki. Því hafa þeir í Hafnarfirði
fengið að kynnast. Þeir töldu sig
nefnilega lengi hafa verið með
álið í ausunni. Þá hefur sést til Ak-
ureyringa og Reyðfirðinga með
ausur á lofti í von um áldropa. Að
sjálfsögðu nota þeir álausur í takt
við nýja tima, álöld á íslandi. Ég
sem er maður sátta og málamiðl-
ana finnst að þeir sem nú eru að
slást um álver verði að mætast á
miðri leið. Mér reiknast það til að
sá staður muni vera við Fjórðungs-
vatn á Sprengisandi. Staðhættir
þar eru á allan hátt þeir ákjósan-
legustu fyrir áliðjuver.
Fyrir því staðarvali eru ótal rök
en ég mun aðeins rekja þau helstu.
í fyrsta lagi eru mjög góð hafnar-
skilyrði við Fjórðungsvatn og
öldurót þar aldrei meira en góðu
hófi gegnir um góða höfn. í öðru
lagi liggur það mjög miðsvæðis á
orkuveitusvæði landsins, við ræt-
ur raforkunnar, og sparar það
ómælt í minni orkuflutningi. í
þriðja lagi er engin íbúabyggð í
hættu á þessu svæði vegna meng-
unar og því er þetta kjörsvæði út
frá mengunarsjónarmiðum. í
fjórða lagi uppfyllti það allar kröf-
ur um byggðastefnu því við Fjórð-
ungsvatn býr enginn og því á
svæði sem er brýnast að koma í
byggð að öðrum svæðum ólöstuð-
um. I fimmta lagi er Fjórðungs-
vatn á mótum austurs og vestur,
norðurs og suðurs eins og nafnið
ber með sér. Allir fjórðungar geta
því gert tilkall til staöarins nema
fimmti fjörðungur íslands, Vest-
firðir, en þeir eru nú ekki taldir
með.
Þegar kostir Fjórðungsvatns eru
bornir saman við þá staði sem
mest hafa verið í umræðunni
koma yfirburðir þess glögglega í
Ijós. Það uppfyllir þá kröfu forsæt-
isráðherra um að vera úti á landi
nema menn vilji meina að það sé
inni á landi. Úti á landi er sam-
kvæmt skilgreiningu forsætisráð-
herra frá Hafnarfirði suður og
austur, hringinn í kringum landið
og niður að Elliðaám. Það hlýtur
því að vera úti á landi. Nýfram-
komin rök fyrir staðsetningu ál-
versins vega létt í samanburði við
Fjórðungsvatn, þ.e. að hátt í 100
blómlegustu bújarðir í Eyjarfirði
legðust í eyði með tilkomu álvers
en það mundi leysa til frambúðar
offramleiðsluvanda landbúnaðar-
ins ef af yrði. Þótt þau rök vegi
þungt duga þau engan veginn á
móti ótvíræðum landkostum
Fjórðungsvatnsins. í Reyðarfirði
færu hins vegar aðeins eitt eða tvö
kot í eyði með tilkomu álvers og er
því ekki inni í myndinni lengur.
*
Eg skora því á stjórnmálamenn
og almenning að hætta að karpa
um staðsetningu þessa álvers og
sameinast um álver á Sprengi-
sandi. Með góðum vilja gætu þá
allir þingmenn sagst hafa náð í ál-
ver í sitt kjördæmi (Vestfirðingar
að sjálfsögðu ekki taldir með)
ijema þeir í Reykjavík og Reykja-
nesi en þeir eru ekki marktækir
enda hafa þeir flestir gleymt upp-
runa sínum í alvörukjördæmun-
Stokkhólmi. Minnir þetta óneitan-
lega á flutning jarðneskra leifa þjóð-
skáldsins okkar, Jónasar Hallgríms-
sonar, til íslands á sínum tíma.
Mats Hulth, sósíaldemókrati,
borgarstjóri fjármála í Stokkhólmi,
segir Gretu vera frægasta Stokk-
hólmarann og að borgarbúar séu al-
mennt stoltir yfir leikkonunni. „Ég
tel það því sjálfsagt að borgin finni
leikkonunni viðeigandi grafreit í
sinni heimaborg," segir Hulth. Hins
vegar er á það bent að það er nán-
ustu ættingja að ákveða um legstað-
inn, við þá hafi ekki verið rætt um
málið.
„mönnunum í lífi hennar“, meðal
annars kvikmyndaleikstjóranum
Mauritz Stiller og hljómsveitarstjór-
anum Leopold Stokowski.
Gronowicz hélt því fram að hann
hefði verið kunningi Gretu Garbo í
tuttugu ár, — þessu er hafnað í rétt-
inum af dánarbúinu, bróðurdóttur-
inni, Gray Reisfeld. Greta hafi ein-
mitt neitað því i marggang að hafa
yfirleitt nokkru sinni hitt Gronowicz
að máli. Ferill þessa rithöfundar er
annars dálítið undarlegur. Árið
1984 gaf hann út ævisögu Jóhann-
esar Páls páfa. Þeirri bók var kippt
út úr bókabúðum þegar Vatikanið
lýsti því yfir að bókin væri fölsuð.
Þetta eru Gretu-fréttirnar vestan-
hafs. I heimalandi stjörnunnar, Sví-
þjóð, er minna hugsað um falska
minningabók, en þeim mun meira
um nýjan legstað hennar, sem
mönnum finnst að eigi að vera í
Óperuæfingar
á götum úti
Hljómsveit San Frans-
isco-óperunnar hefur undan-
farna daga mátt æfa sín verk á
götum úti — við miklar vin-
sæidir vegfarenda, ferðafólks
og skrifstofufólks í matarhlé-
um, segir Reuter í gær. San
Fransisco-óperan úthýsti bók-
staflega 69 manna hljómsveit
sinni vegna samningaþjarks.
Hélt hljómsveitin þá út á göt-
urnar til að æfa fyrir vetrar-
dagskrána sem senn mun hefj-
ast.
Samningar hljómsveitarinnar
runnu út á sunnudaginn var — og
var þá boðin kauphækkun um 4%
— hljómsveitin krafðist 12%
hækkunar. Nú stefnir í að starfsár
óperunnar hefjist ekki á tilsettum
tíma að sögn óperustjórans.
En hvað hafa hljómsveitarmenn
í laun í Bandarikjunum?
Jú, Lotfi Mansouri óperustjóri
sagði að tónlistarmenn hefðu 40
þúsund dali í grunnlaun fyrir 23
vikna timabil. Það jafngildir meira
en 2 milljónum íslenskra króna.
Líklega þætti það rausnarlega
borgað hér á landi.
Nicu a
sjúkrahús
með skorpu-
lifur
Nicu, sonur einræðishjón-
anna Elenu og Nikolaes Ceaus-
escu, hefur fengið leyfi til að
fara úr fangelsinu þar sem
hann hefur setið allt þetta ár.
Var honum leyft í gær að fara á
sjúkrahús þar sem hann
gengst undir nauðsynlega að-
gerð. Nicu, airæmdur glaum-
gosi meðan ættmenni hans
héldu um stjórntaumana, þjá-
ist af skorpulifur og bólgu í vé-
linda.
Nicu er ákærður fyrir kerfis-
bundna útrýmingu fólks i bænum
Sibiu, en þar voru 87 drepnir og
300 særðust í bardögum hersins
og Securitate, rúmensku leyni-
þjónustunnar.
KROSSGÁTAN
DAGSKRÁIN
Sjónvarpið
17.50 Fjörkálfar 18.20 Hraðboðar (1)
18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Popp-
korn 19.20 Leyniskjöl Piglets 19.50
Dick Tracy 20.00 Fréttir og veður
20.30 Eddie Skoller 21.35 Alamut-
fundurinn (The Alamut Ambush)
23.10 Gríma rauða dauðans
(Masque of the Red Death) 00.40 Út-
varpsfréttir í dagskrárlok.
Slöð 2
16.45 Nágrannar 17.30 Emilía 17.35
Jakari 17.40 Zorro 18.05 Henderson
krakkarnir 18.30 Bylmingur 19.19
19.1920.30 Ferðast um tímann 21.20
Vík milli vina (Continental Divide)
23.00 Stórslys í skotstöð 7 (Disaster
at Silo 7) 00.35 Síðasti tangó í París
(Last Tango in Paris) 02.40 Dagskrár-
lok.
Rós 1
06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir
07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir
09.03 Litli barnatíminn:09.20 Morg-
unleikfimi 09.30 Innlit 10.00 Fréttir
10.03 Þjónustu- og neytendahornið
10.10 Veðurfregnir 10.30 Á ferð 11.00
Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á
dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Úr
fuglabókinni 12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir.
Auglýsingar 13.00 i dagsins önn
13.30 Miðdegissagan: Manillareipið
14.00 Fréttir 14.03 Ljúflingslög 15.00
Fréttir 15.03 í fréttum var þetta helst
16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10
Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20
Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03
Tónlist eftir Frédéric Chopin 18.00
Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tón-
list. Auglýsingar. Dánarfregnir 18.45
Veðurfregnir. Auglýsingar 19.00
Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32
Kviksjá 20.00Gamlar glæður 20.40
Til sjávar og sveita 21.30 Sumarsag-
an: A ódáinsakri 22.00 Fréttir 22.07
Að utan 22.15 Veöurfregnir. Orð
kvöldsins 22.25 Úr fuglabókinni
22.30 Danslög 23.00 Kvöldgestir
24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00
Veðurfregnir 01.10 Naeturútvarp.
Rós 2
07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg-
unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03
Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug-
lýsingar 12.20 Hádegisfréttir 14.10
Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03
Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32
Söðlað um 20.30 Gullskífan 21.00 Á
djasstónleikum 22.07 Nætursól
01.00 Næturútvarp.
Bylgjon
07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir
09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís
Gunnarsdóttir 12.00 Hádegisfréttir
14.00 Snorri Sturluson 16.00 (þrótta-
fréttir 17.00 Síðdegisfréttir 17.15
Reykjavík siðdegis 18.30 Kvöld-
stemmning í Reykjavík 22.00 Á næt-
urvaktinni 03.00 Freymóður T. Sig-
urðsson.
Stjarnan
07.00 Dýragarðurinn 10.00 Siggi
Hlöðvers og brjálaða Bina 14.00
Kristófer Helgason og sögurnar
18.00 Darri Óla og linsubaunin 21.00
Arnar Albertsson á útopnu 03.00 Jó-
hannes B. Skúlason.
Aðalstöðin
07.00 í morgunkaffi 08.30 Föstudag-
ur til fjár 09.00 Á nýjum degi 12.00
Hádegisspjall 13.00 Með bros á vör
16.00 I dag, í kvöld 19.00 Við kvöld-
verðarborðið 20.00 Undir feldi 22.00
Kertaljós og kaviar 02.00 Næturtón-
ar.
□ 1 2 3 □ 4
5
6 ■ 7
8 9
10 ■ 11
■ Í2~
13 □
Lárétt: 1 brúnin, 5 lamb, 6 eira, 7
þyngd, 8 glöggur, 10 mynt, 11
munda, 12 reimar, 13 lofar.
Lóðrétt: 1. stakar, 2 ílát, 3 um-
dæmisstafir, 4 blökkumenn, 5
brúsar, 7 hnífar, 9 fisk, 12 hljóm.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 slöpp, 5 stör, 6 lag, 7 el, 8
auglit, 10 rr, 11 æða, 12 óður, 13
aular.
Lóðrétt: 1 staur, 2 lögg, 3 ör, 4 pilt-
ar, 5 slarka, 7 eiður, 9 læða, 12 ól.