Alþýðublaðið - 19.09.1990, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.09.1990, Síða 1
MIÐVIKUDAGUR 19. SEPT. 1990 ÁTÖK í RÍKISSTJÓRN- INNI: Steingrímur Her- mannsson forsætisráð- herra ákvað á ríkisstjórnar- fundi í gær að ekki yrði fjaliað nánar um álmálið svokallaða í ríkisstjórninni fyrr en 1. október n.k. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra hefur aftur á móti lagt mikla áherslu á að skrifað verði undir samn- ing við erlendu álfyrirtækin fyrir næstu mánaðamót. Ýms- ir telja að með þessu sé Steingrímur að gefa Jóni skýrt til kynna að hann sætti sig ekki við þessar tímasetningar. MÁLAFERLIVEGNA SÝKTRA SEIÐA: Frá Því var sagt í útvarpsfréttum í gær að komið gæti til málaferla milli fiskeldisfyrirtækisins Strandar í Hvalfirði og Reykvískrar endurtryggingar vegna sýkingar í seiðum sem trygginga- félagið útvegaði fiskeldisfyrirtækinu sem bætur fyrir tjón. Seiðin reyndust ósýkt þegar þau voru skoðuð fyrir fiutning en þegar þau voru komin í stöðina í Hvalfirði gaus upp kýlaveiki. Kerin sem notuð voru við flutningana reyndust ósýkt. Einhvern vegin barst sýkingin í fiskeldisstöðina og nú verða yfirvöld úr að skera hvort seiðin sem trygginga- fyrirtækið útvegaði séu smitberarnir. NORSKA KRÓNAN FELLUR VEGNA SYSE: í gær féll norska krónan miðað við aðra gjaldmiðla og er hinu svokallaða Syse-máli kennt um. Krónan féll þrátt fyrir að verð á oliu úr Norðursjó hafi hækkað mjög á síðustu dög- um vegna deilunnar við Persaflóa. Svo virðist sem pólitísk hneykslismál vegi þyngra en efnahagslegar staðreyndir. BHMR KÆRIR RÍKIÐ: Stjórn Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfs- manna hefur ákveðið að kæra bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar til Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO). Bráðabirgðalögin ógiltu að hluta samninga ríkisins við BHMR og tóku aftur 4,5% launahækkun sem samið hafði verið um. Launamálaráð BHMR ætl- ar að stefna Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra og hefur hafið undirbúning málssóknarinnar. SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN VERÐUR OPNUÐ í DAG: Alþjóðlega sjávarútvegssýningin verður opnuð í Laugardalshöll í dag. Búist er við að um 15000 manns leggi leið sína á sýninguna en alls eru það 450 aðilar frá 21 landi sem sýna framleiðslu sína á sýningunni. Ef marka má hinn mikla áhuga sem sýningunni hefur verið sýndur má búast við að hún verði reglulegur viðburður á þriggja ára fresti. F.H—DUNDEE UNITED: F.H. tapaði fyrir skoska lið- inu Dundee United á Kaplakrikavelli í gærkvöldi. Lokatöl- ur leiksins urðu þær að Skotarnir skoruðu þrjú mörk en Hafnfirðingar eitt. Þetta var fyrri leikur liðanna í Evrópu- keppni félagsliða. Hafnfirðingar skoruðu fyrsta mark leiks- ins en í hálfleik var staðan 1—1. í síðari hálfleik lék veðrið veigamikið hlutverk á vellinum en Dundee-menn létu það ekki á sig fá og skoruðu tvö mörk áður en leikurinn var all- ur. Liðin munu mætast aftur þann 3.október n.k. i Skot- landi. LEIÐARINNIDAG Alþýðublaðið fjallar í leiðara dagsins um hið hörmu- lega dauðaslys sem varð við Sandskeið um hel Blaðið fjallar um ölvunarakstur og þá staðreyna, að gífurleg aukning áfengisneyslu meðal ungmenna hefur orðið samfara tilkomu bjórsins án þess að rík- isvaldið hafi stuðlað að forvarnarstarfi. SJÁ BLS. 4: ÖLVUN OG AKSTUR. Aktu ekki út i óvissuna aktu ó 5UBARU Ingvar Helgason hf. Sævarhofða2 Simi 91-67 4000 141. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR Viötal við iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra ræðir mikla þjóðhags- 'Jega hagkvæmni hugsanlegs álvers í viðtali við Alþýðublað- ið. 4 5læm tíðindi Jónas Jónasson segir sína skoðun á þeim þætti í mann- legu eðli sem heimtar slæm tíðindi. 5 1 Jpphaf alheimsins Gunnar Dal ræðst ekki á Igarðinn þar sem hann er lægstur, í dag fjallar hann enn um upphaf alheimsins. Árlegur ardur af orkusölu til Atlantsáls FJÓRIR Ml LLJARÐAR Atlantsál greidir öll launatengd gjöld og aöstööugjöld. Sérstaklega samiö um fasteignagjöld og tekjuskatt Ríkisstjórnin ræddi í gær lokastig álsamninganna við Atlantsál. Enn er ekki full- komin pólitísk samstaða um öll atriði samningsins. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra segir viö Alþýðublaðiö að hann vinni að því að ná víðtækri pólitískri sam- stöðu um máiið. Arðsemi af orkusölu Landsvirkjunar til Atl- antsáls gæti orðið á bil- inu 7—8 af hundraði. Það þýðir að hreint pen- ingastreymi miðað við 5% ávöxtunarkröfu verði um 4 miiljarðar króna á ári. Þetta kemur m.a. fram í athugun Þjóð- hagsstofnunar á arð- semi orkuframkvæmda Lansdvirkjunar vegna fyrirhugaðrar sölu raf- orku til hins nýja álvers Atlantsáls. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins eru samningar á lokastigi við Atlantsál-aðilana um skattlagningu. Atlantsál mun greiða öll launa- tengd gjöld sem tengjast starfsmönnum, fyrir- tækið greiðir aðstöðu- gjöld, samið verður sér- staklega um álagningu fasteignagjalda, gert verður sérstakt sam- komulag um útreikning og greiðslu tekjuskatts til ríkissjóðs og Atlants- ál verður háð íslenskum skattalögum. í sérstakri athugun sem Þjóðhagsstofnun hefur gert vegna orkuframkvæmda Landsvirkjunar vegna fyr- irhugaðrar sölu raforku til Atlantsáls segir, að orkusal- an geti skilað um 4 millj- örðum króna á ári á núvirði miðað við 5% ávöxtunar- kröfu. Arðsemi eigin fjár vegna raforkusölu til Atl- antsáls er talið á bilinu 7—8%. Þá er miðað við, að að Landsvirkjun fjármagni 1/10 hluta framkvæmd- anna af eigin fé en afgang- inn með erlendum lánum. Áhættuþættirnir eru taldir raunvaxtabreytingar, breytingar á álverði og raungengisbreytingar Bandaríkjadals gagnvart ís- lenskri krónu. Þjóðhags- stofnun telur, að verði raun- vextir að jafnaði 1 % hærri en lagt hefur verið til grundvallar, muni arðsemi eigin fjár lækka um 1,6% og núvirðið lækka um 2,3 milljarða króna miðað við sömu forsendur um fjár- mögnun og greint hefur verið að ofan. Hins vegar sýna líkindafræðilegar reiknitilraunir Þjóðhags- stofnunar að líkurnar á arð- semi eigin fjár verði meiri en 5% (sem gefur 4 millj- arða á ári) eru metnar 75% en 68% á að arðsemin verði á bilinu 5 til 15%. Lík- ur á að hreint núvirði verði jákvætt eru um 73% en að- eins 1% líkur á að arðsemi eigin fjár verði neikvæð. Samningur við Atlants- ál-aðilana um skattlagn- ingu fyrirtækisins eru á lokastigi. Samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins verða samningarnir í meg- inatriðum í samræmi við ís- lensk skattalög en með nokkrum sérákvæðum vegna sérstöðu fyrirtækis- ins og þeirrar miklu fjár- festingar sem í fyrirtækinu liggur. Heimildir blaðsins herma, að Atlantsái muni greiða öll launatengd gjöld og önnur gjöld er tengjast starfsmönnum líkt og at- vinnurekendur greiða al- mennt. Atlantsál mun greiða að- stöðugjöld og önnur þau gjöld er leggjast á aðstöðu- gjaldsstofn í einu umsömdu gjaldi. Samið verður sérstaklega um álagningu fasteigna- gjalda og nokkurra minni- háttar gjalda sem ekki eiga við álver. Einnig verður sainið um sérstakt fyrirkomulag varð- andi útreikning og greiðslu tekjuskatts til rikissjóðs. Að öðru leyti verði Atl- antsál háð reglum íslenskra laga varðandi skattframtal, álagningu, viðurlög og úr- lausn deilna varðandi skattgreiðslur. Varðandi ráðstöfun skatt- tekna er líklegt, að farið verði að almennum lögum, þ.e. að sveitarfélagið þar sem álverið er starfrækt, fá í sinn hlut fasteignagjöld og aðstöðuggjald af álverinu. I hlut ríkissjóðs kæmi hins vegar tekju- og eignaskatt- ur. Lokastig álsamningana var rætt á ríkisstjórnar- fundi í gær. Enn er ekki full pólitísk samstaða um öll at- riði álmálsins. Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra segir hins vegar í samtali við Al- þýðublaðið að hann stefni að því að ná víðtækri, pólit- ískri samstöðu um álmálið. Sjá viðtal við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.