Alþýðublaðið - 19.09.1990, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 19.09.1990, Qupperneq 4
4 VIÐHORF Miðvikudagur 19. sept. 1990 MMMBUÐIÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið ÖLVUN OG AKSTUR Hörmulegt dauðaslys varð við Sandskeið um helgina. Öku- maður grunaður um ölvun ók bifreið sinni á ofsahraða á öfugum vegarhelmingi með þeim afleiðingum af farþegi í bifreið sem fyr- ir honum varð, lést og veruleg meiðsl urðu á öðrum farþegum. Þetta banaslys minnir okkur enn einu sinni á þá staðreynd, að ölvun og akstur eiga ekki saman. Þrátt fyrir mikla auglýsingaherferð í fjölmiðlum verður það æ al- gengara að ökumenn eru teknir undir áhrifum áfengis við akstur. Þetta á ekki síst við unga ökumenn. Hið svokallaða prómillustig áfengis í blóði hefur einnig verið til athugunar og raddir um það heyrst hérlendis að allt áfengismagn í blóði ökumanna teljist ólöglegt. Efling löggæslu er einnig oft nefnd þegar ölvun og akst- ur ber á góma í opinberri umræðu. En á skal að ósi stemma. Mun viturlegra er að snúa sér að rót vandans; aukinni áfengisneyslu í þjóðfélaginu almennt. Bjór var dembt yfir íslendinga án þess að á móti kæmu viðunandi for- varnir. Tölur sýna nú, að drykkja pilta hefur aukist um rúm 60% eftirtilkomu bjórsins. Sjá menn ekki samhengi hlutanna? Það er til lítils að auka löggæslu og afnema löglegt áfengismagn í blóði ökumanna á sama tíma sem löggjafarvaldið heimilar aukna áfengisneyslu ungmenna án þess að upplýsa unga fólkið og al- menning um hinar skaðvænlegu hliðar áfengisins. RADDIR Að búa til hasar Leigubílstjórar eru þeirrar náttúru að geta snúið baki í viðskiptavini sína án þess að móðga þá. Skurðlæknar setja grímur fyrir andlit sín þegar þeir sinna sínum viðskiptavinum, en venjan er að ná sambandi við viðskiptavini með því að brosa og horfast í augu. Rakarinn minn stendur fyrir aft- an mig, en er svo heppinn að menn fundu upp spegilinn eftir að hafa lengi horft í kyrran vatnspoll. Rakarinn er í augnasambandi við mig og ég get séð á svip hans hvort ég er að missa hárið. Ég umgengst þessa menn utan vinnustaðar og hef komist að því að þeir eru allir með brot af heim- spekingi í sér. Leigubílstjórinn er oft heim- spekilega sinnaður þegar hann ekur mér og rabbar um daginn og veginn. Hann kynnist allnáið mannlegri náttúru og ónáttúru. Drukknir farþegar í aftursætinu eru oft búnir að gleyma návist bíl- stjórans meðan ekið er. Hjón eiga það til að tala saman eins og þau séu í rúminu heima. Skurðlæknirinn sér ekki aðeins manninn í allri sinni nekt, heldur kynnist innviðum ef svo má segja, hann þekkir hverja taug og heil- ann þekkir hann eins vel og landa- fræðikennarinn kann á kort. Skurðlæknirinn veit meira um viðskiptavin sinn en viðskiptavin- urinn um móður sína. Rakarinn sér á hári viðskipta- vinarins hvort hann er slappur. Hárið segir frá heilsu þess sem ber það og rakarinn lærir á hégóma viðskiptavinarins, verður jafn vel kunnur honum og barþjónn fasta- gestinum. Ég hlusta gjarnan á þessa menn og þeir hafa skoðun á flestu. Þeir eru allir sammála um að fjölmiðlar flytji of mikið af slæmum fréttum. Rakarinn minn segir oft að góðar fréttir þyki engar fréttir. að er eitthvað í mannlegu eðli sem heimtar slæm tíð- indi, því verri því betra og helst ekki of langt í burtu en ekki svo nálægt að þau snerti mann. Hver hefur ekki lagt á sig göngu til að horfa á hús brenna og fylgjast spenntur með baráttu slökkviliðs- ins við eldinn? Menn verða fyrir vonbrigðum ef tekst að slökkva áður en húsið er brunnið til kaldra kola, það er að segja ef húsið er ekki þeirra. Slys vekja mikla forvitni og menn þyrpast á slysstað ef þeir eru ekki sjálfir neyddir til að vera þar því þeir lentu í því. Stríðsmyndir vekja spennu hjá áhorfendum því það er ekki þeirra stríð sem þeir eru að horfa á. Þaö fer sæluhrollur um suma við að horfa á flugslysamynd, því þeir áttu ekki pantað með vélinni og eru ekkert að fara að fljúga á næst- unni. Dauðinn er spennandi ef maður lifir. Sorgin eitthvað fjarlægt ástand ef maður er kátur. Svefninn vinur þeim sem vakir, ferðalag spennandi þeim sem situr fastur. Af hverju verðum við ekki sér- lega glöð fyrir hönd þeirra sem vel vegnar? Er það öfund og er þá ill- viljinn sterkara afl en samkennd- in? Skurðlæknirinn minn segir að enn hafi ekki verið fundin leið til að skera burtu vonskuna í mann- inum. Það sé æ minna mál að skipta um hjarta í manni, en það sé engin leið að gróðursetja góð- vild með skurðaðgerð. að er mjög algengt að menn neyti áfengis til að deyfa lífssársaukann. Þeir þora ekki að hætta, af ótta við þennan óskaplega sársauka. Drykkfelldir rithöfundar þora ekki að hætta af ótta við að missa sköpunargáfuna, fyrir nú utan það að sumir halda að maðurinn verði að þjást til að verða góður listskap- ari. Þegar spennusagnahöfundi fer að ganga vel salan, byrjar hann að skrifa verr. Fjölmiðlar búa til hasar í mann- lífi. Án miskunnar leggja þeir mannlegan harmleik á borð al- mennings sem neytir sig aldrei saddan. Mér brá þegar ég sá þekkta ljósmyndara vera komna inn til konunnar sem er að berjast um dóttur sína, að hún fái að vera um kyrrt á landinu, en faðirinn sendir orðsendingu á síðum DV um að hann sé nú að koma til landsins og er hótun í fréttinni. Þannig er barn í sálarháska sett á spjótsodd átaka um forræði yfir því; fórnarlamb kerfisins og barnaverndarnefndar. Skyldu þær nefndir alltaf vernda? MÍN SKODUN Jónas Jónasson skrífar * Ottast þú aukiö ofbeldi í Reykjavík þegar skyggja fer? Hiidur Mósesdóttir, 27 ára skrif- stofumaður: Nei, alls ekki. Ofbeldið hefur aukist en ég held að það sé ekki það mikið. Það verða alltaf einhver tilfelli en ég óttast þau ekki. Nei, ég óttast það ekki. Það hef- ur aukist en ég held samt að það verði ekki óviðráðanlegt. Nei, það held ég nú ekki. Ég held að það sé komið nóg af ofbeldinu og það verði varla meira. Við skul- um að minnsta kosti vona það. Já, ég hef ekkert annað svar. Ég hreinlega óttast það. María Kristinsdóttir, 25 ára prentsmiður: Nei, ég óttast það ekki. A.m.k. ekki miðað við það sem hefur gengið á í sumar og undanfarna mánuði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.