Alþýðublaðið - 19.09.1990, Síða 5

Alþýðublaðið - 19.09.1990, Síða 5
Miðvikudagur 19. sept. 1990 MENNING 5 STÓRASPRENGJA Annað tímabil: Á öðru tímabili sem hefst eftir að einn hundrað- asti úr sekúndu er liðinn og stend- ur yfir aðeins einn tíunda hluta úr sekúndu, er alheimurinn orðinn aðeins fjögur ljósár að ummáli, sem er ekki mikið þegar haft er í huga að nú er alheimurinn talinn 125.000.000.000 ljósár. Samt er um sama efnismagn að ræða þá og nú. Það þýðir að hann er um það bil 3,8 þúsund milljón sinnum þéttari og þyngri en vatn við nú- verandi aðstæður á jörðinni. Engir atómkjarnar___________ Alheimurinn þenst á þessu tíma- bili mjög ört út en það þýðir að bil- in milli efnisagnanna stækka í réttu hlutfalli við útþensluna. Og hann kólnar lika í réttu hlutfalli við þessa útþenslu. Á þessu tíma- bili er hitinn kominn niður í 100 þúsund milljón gráður eða 10 í ellefta veldi á kelvínmæli. Við þennan hita getur atóm ekki myndast. Atómkjarni getur að vísu myndast en hann splundrast aftur á svipstundu. Róteindir og nifteindir eru því til en aðeins ein á móti þúsund milljón Ijóseindum og eindum sem hegða sér eins og geislaskammtar. Og róteindir og nifteindir breytast mjög ört, rót- eind í nifteind og nifteind í róteind. En varanlegir atómkjarnar eru enn engir til. Þriðja tímabil: Nú eru liðnar 0,12 sekúndur frá upphafi heims- ins. Hitinn hefur fallið niður í 30.000 milljón gráður. Heimurinn hefur að sjálfsögðu þanist út og þéttleikinn minnkað niður í að vera 30 milljón sinnum meiri en þéttleiki vatns. Heimurinn er í hitajafnvægi og mestmegnis geisl- un. En hér gerast mikilvægar breytingar, þróun sem stefnir í átt til myndunar fyrsta varanlega atómkjarnans. Fyrir þetta tímabil var til jafnmikið af róteindum og nifteindum. Nú breytist þetta hlut- fall þannig að nifteindir verða 38 af hundraði en róteindir 62 af hundraði. Heimurinn stækkar með ógnarhraða Fjórða tímabil: Á fjórða tíma- bili er hitinn fallin niður í 10.000.000.000 gráður eða 10 í tíunda veldi á kelvínmæli. Og það er liðin 1,1 sekúnda frá upphafi sköpunarinnar. Heimurinn breyt- ist stöðugt og verður flóknari. Léttustu efnisagnirnar, neftrinur og fiseindir, fara að hverfa. Al- heimurinn hefur nú þanist það mikið út og kólnað að þessar efnis- agnir eða geislaskammtar fara að ganga út úr því hitajafnvægi sem hefur verið algilt fram að þessu. Og þær koma ekki lengur við sögu nema hvað orka þeirra heldur auðvitað áfram að vera hluti af al- heimsorkunni. Þær fara að hegða sér eins og frjálsar einingar og eru ekki lengur í þessu hitajafnvægi með rafeindum, pósitrónum og ljóseindum. Rafeindum og pósi- trónum fer fækkandi. Minnkandi hiti veldur því að þær eyðast hrað- ar en þeim fjölgar með árekstrum ljóseinda eða geislaskammta. Rót- eindir og nifteindir eru ekki enn farnar að mynda varanlega atóm- kjarna, en hlutföllin eru alltaf að breytast í rétta átt. Nú eru nifteind- ir orðnar aðeins 24 af hundraði en róteindir 76. Heimurinn stækkar með ógnarhraða og þéttleikinn er nú aðeins 380.000 sinnum þéttari en vatn. Eðlilegt er að menn spyrji: Hvernig geta menn sett fram þessar afdráttarlausu fullyrð- ingar? Enginn hefur séð þetta ger- ast! En þetta er allt eitt og sama reikningsdæmið þar sem gefnar eru þekktar stærðir, þótt auðvitað vanti nákvæmari og fleiri upplýs- ingar. Sé dæmið í grundvallar- atriðum rangt fellur stærðfræði Einsteins. Og stærðfræðin túlkar hér eingöngu mælanlegar stað- reyndir. Kælingu alheimsins seinkar Fimmta tímabil: Nú eru liðnar 13,83 sekúndur frá upphafi heims- ins og hitinn er 3000 milljónir gráða, 3x10 í níunda veldi K. Nú ætti að fara að styttast í það að nifteindir og róteindir myndi var- anlegan atómkjarna í fyrsta skipti og að grundvöllur sé lagður undir það sem við köllum efni. En að þessu er þó enn ekki komið. Heim- urinn er orðinn nógu kaldur til að atómkjarni venjulegs helíums, He3, gæti myndast. Hann þolir mjög mikinn hita án þess að leys- ast upp. En hann getur ekki mynd- ast án trítíum atómkjarna, eða kjarna úr helium þrír. Þessir atóm- kjarnar þola miklu minni hita og springa við 3x10 í níunda veldi K. Þyngri atómkjarnar geta þess vegna ekki orðið varanlegir. Trítí- um, eða þrívetni, er þyngsta teg- und vetnis, H3. í atómkjarna þess er ein róteind og tvær nifteindir. Helíum þrír hefur hins vegar atómkjarna sem í eru tvær rót- eindir og ein nifteind. Á fimmta tímabilinu verða þær breytingar helstar að rafeindir og pósítrónur sem verið hafa helstu einingar alheimsins fram að þessu víkja nú mjög ört og við það seink- ar nokkuð kælingu heimsins. Þeg- ar talað er um hita frá þessari stundu er átt við hita ljóseind- anna. Hlutfallið milli róteinda og nifteinda er enn að breytast. Nift- eindir eru nú orðnar 17 af hundr- aði en róteindir 83. Atóiwkjarnar__________________ verða til Sjötta tímabil: Það hefur gerst! Stóra stundin er runnin upp. Hinir fyrstu varanlegu atómkjarnar hafa orðið til. Grundvöllur efnisins í okkar merkingu orðsins hefur ver- ið lagður. Þrjár mínútur og tvær sekúndur eru liðnar. Hitinn er kominn niður í þúsund milljón gráður, 10 í níunda veldi K. Hann er ekki nema sjötíu sinnum meiri en hitinn í miðju sólarinnar nú. Rafeindir og pósítrónur eru að mestu horfnar, en helstu einingar heimsins eru áfram Ijóseindir, neftrínur og andneftrínur. Og stuttu eftir upphaf þessa tímabils eru hinu þýðingarmikla takmarki náð. Alheimurinn er orðinn nógu kaldur til að róteind og nifteind geti myndað atóm- kjarna þungs vetnis, sem nefnist tvivetni. Þessi þungi vetniskjarni getur síðan rekist á róteind eða nifteind og myndað annað hvort atómkjarna helíum3 (He3) eða atómkjarna þyngsta vetnis sem kallað er trítíum (H3). Loks getur helíum þrír rekist á nifteind og myndað atómkjarna venjulegs helíums (He.,). Og það getur líka myndast með því að trítíum atómkjarni rekist á rót- eind, því að í atómkjarna venju- legs heliums eru tvær róteindir og tvær nifteindir. Og nú er kominn fram varanleg- ur atómkjarni í tvö fyrstu frumefn- in, vetni og helíum. Þegar atóm- kjarnar fara að myndast hverfa svo til allar nifteindir sem eftir eru (um 13%) inn í atómkjarna helí- ums. Og þær eru um helmingur þess þunga sem er í helium. Ef þessi útreikningur er réttur þá ætti helíum að vera um 26% af því efni sem er í okkar þekkta alheimi. Rannsóknir og mælingar hafa sýnt að helíum er örlítið meira. En það þýðir aðeins að sá tími þegar varanlegir atómkjarnar fara að myndast hefur byrjað örlitlu fyrr, Gunnar Dal segir að kenningin um stórusprengju sé eitt sjónarhorn af mörgum og lætur mörgum spurningum ósvarað: „Hvað var á undan stórusprengju? Hvað verður eftir þegar þessi alheimur iíður undir lok? Hvar er upphaf vitundarinnar?" spyr greinarhöfundur. eða þegar nifteindir voru 14 af hundraði á móti 86 af róteindum. Vetrarbrautir og sólir eru síðar myndaðar úr þessum tveimur fyrstu frumefnum, vetni og helí- um, í hlutföllunum 22—28 af hundraði helium, hitt er vetni. Rannsóknir og mælingar margra vísindamanna á ólikum stöðum hafa staðfest þetta og þær eru i góðu samræmi við það sem höfundar þessarar heimsmyndar höfðu áður reiknað út. Þetta ásamt mælingunum á leifum stórusprengju, sem einnig voru reiknaðar út áður en farið var að mæla þær, þykja svo sterk rök að flestir telja þessa heimsmynd sem hér hefur verið lýst ekki kenningu heldur vísindi, mælanlegar stað- reyndir túlkaðar með stærðfræði. Hvildardagur__________________ Sjöunda tímabilið: Þetta tima- bil er annars eðlis en hin sex. Það er eins og í sköpunarsögunni eins konar hvíldardagur. Gífurleg sköp- un hefur farið fram á aðeins þrem- ur mínútum. Næstu sjö hundruð þúsund árin gerist tiltölulega litið, en í lok þessa tímabils verða fyrstu atómin til. Heimurinn heldur auðvitað áfram að þenjast út og kólna. Og eftir sjö hundruð þúsund ár er heimurinn orðinn nógu kaldur til að rafeindir og atómkjarni geti sameinast og myndað varanlegt atóm. Ljóseindir skilja við „efnið" en það er skilyrði þess að atóm geti myndast. Þegar 34 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar frá upp- hafi heimsins er hitinn 300 milljón gráður eða 3x10 í níunda veldi K. Þessi heimur er enn gjörólíkur þeim sem við lifum í. Nú er hitinn kominn niður i um það bil 3 gráð- ur á kelvínmæli. En á þrítugustu og fimmtu mínútu er heimsorkan 69 af hundraði í formi Ijóseininga og 31 hundraðshluti neftrínur og andneftrínur. Róteindir og nift- eindir eru orðnar fastur atóm- kjarni, nifteindir í helíumkjarna og róteindir í vetniskjarna. Nu hefst samningafundur atóm- kjarna og rafeinda sem stendur i sjö hundruðu þúsund ár og lýkur með sameiningu og atómið verð- ur til. Og þar með er grundvöllur efnisheimsins lagður. Þetta er svar vísindanna við spurningunni: Hvað var fyrst? Eins og fyrr segir fjallar þessi heimsmynd aðeins um mælanlegar staðreyndir. Og í því felst gildi hennar. í fyrsta sinn kemur hér fram heimsmynd sem byggist hvorki á trúarlegum né heimspekilegum forsendum. En hún er aðeins eitt sjónarhorn af mörgum. Og hún lætur mörgum spurningum ósvarað. Hvað var á undan stórusprengju? Hvað verð- ur eftir að þessi alheimur líður undir lok? Hvar er upphaf vitund- arinnar? getur steindauð efna- blanda 1.000.000.000.000.000. 000.000.000.000.000 gráða heit fætt af sér vitund? Og líf? Og vit til að skynja þetta allt, og skrá 12—18 þúsund ármilljóna sögu heimsins? Erum við komin frá þessu einfalda upphafi? Eða felast í því víddir sem við enn ekki þekkjum? (Fyrri greirt Gunnars Dal um slóru- sprengju birtist í Alþýdublaöinu föstu- daginn 14. september sl.) Síðari hluti Gífurleg sköpun alheimsins fór fram á aöeins þreniur mínútum, segir Gunnar Dal heimspekingur og rithöfundur í sídari grein sinni um stórusprengju; kenninguna um heimsmyndina sem byggist hvorki á trúarlegum né heimspekilegum forsendum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.