Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. sept. 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR j HNOTSKURN NÝ ÍBÚÐABYGGÐ í HAFNARFIRÐI: Setbergshlíð heitir ný íbúðabyggð, sem rísa mun á næstu þrem árum á svonefndu Fjárhúsholti efst í Setbergslandi í Hafnarfirði. ídag kl. 16 mun bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Guðmundur Arni Stefánsson, taka fyrstu skóflustunguna að þessari nýju 103 íbúða byggð. SH-verktakar, eitt af mörgum öflug- um verktakafyrirtækjum bæjarins, mun annast allt skipu- lag byggðarinnar, hönnun húsa, gatna og sameiginlegra svæða. SAFNA FYRIR ENDURHÆFINGARÍBÚÐ: sjáifs- björg mun um helgina selja merki sitt og blað um land allt. Tekjur af þessari söiu vega á ári hverju þungt og treysta þá öflugu starfsemi sem samtökin standa fyrir. Að þessu sinni rennur ágóðinn til innréttingar á sérstakri endurhæfingar- íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu, en slíka íbúð hefur lengi vantað vegna endurhæfingar fatlaðra. Myndin er af Sjálfsbjargar- húsinu. ÁVÍTUR VEGNA STÓLAKAUPA: Stjórn opinberra innkaupa væntir þess að þeir starfshættir sem tíðkaðir voru af hálfu byggingarnefndar Þjóðleikhússins verði ekki ráðandi við opinber innkaup í framtíðinni. Gagnrýnt hefur verið að byggingarnefndin keypti stóla í Þjóðleikhúsið án þess að láta fara fram útboð. „Stjórnin telur brýnt að opin- berir aðilar hagi innkaupum sínum í samræmi við lög og reglugerðir þar að lútandi og að almenningur í iandinu og bjóðendur telji réttlátlega að málum staðið hvað varðar ráðstöfun á opinberu fá og samkeppnisaðstöðu bjóðenda," segir í fréttatilkynningu frá Stjórn opinberra innkaupa, sem skipuð er af fjármálaráðherra. STÓRA STÖKKIÐ HJÁ HÁSKÓLANUM: Háskóii ís- lands hefur fylgst vel með í tölvutækninni. Nú tekur skól- inn stóra stökkið og tekur nýjan IBM-tölvubúnað í notkun, RISC System/6000. Þessi búnaður opnar dyr að mynd- rænni vinnslu og eykur möguleika á þjónustu við aðrar stofnanir og aðila í þjóðfélaginu. Reiknistofnun Háskólans og ÍBM á íslandi hafa gert með sér samning um uppsetn- ingu á þrem vélum í Reiknistofnun, auk þess sem fimm aðrar verða settar upp í öðrum stofnunum og deildum skólans. Búnaður þessi mun flýta mjög allri úrvinnslu, — talað er um allt að tífaldan hraða við tölvuvinnslu ýmissa rannsókarverkefna miðað við fyrri vélar. MYNDIN: Dr. Sigmundur Guðbjarnason rektor, Þorsteinn Ingi Sig- fússon prófessor, Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi, Viðar Eggertsson eðlisfræðingur og Helgi Þórsson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskól- ans, við undirritun samninga. KOMIN HEIM: Kristín Kjartansdóttir, sem búsett hef- ur verið í Kúvæt, er nú komin heim til íslands ásamt fjórum börnum sínum og eiginmanns síns, Sameh Issa. Kristín og börn hennar komu í fyrrakvöld til landsins, en eiginmaður hennar dvelur enn í Kúvæt. KRÁVIÐ SUNDAHÖFN: Það hlaut að koma að þvi að í Reykjavík yrði opnuð hafnarkrá — hún er tekin til starfa í Sundakaffi við Sundahöfn í viðbyggingu við veitingahús- ið þar. Sundakaffi rekur Þorsteinn Þorsteinsson, veit- ingamaður. Hyggst hann reka almenna veitingasölu á staðnum og leigja hann út til fyrirtækja og einstaklinga. STEINGRÍMUR RÆÐIR UM BÖRNIN: Forsætisráð- herra er í Bandaríkjunum um þessar mundir, situr leið- togafund Sameinuðu þjóðanna um málefni barna. í ferð sinni mun hann ennfremur koma við í höfuðstöðvum Alu- max og eiga viðræður við forystumenn þess fyrirtækis. Heim kemur Steingrímur 1. október. HVAÐ VERÐUR I ÞESSU HÚSI? Þessi bygging mun trúlega kosta rúma tvo milljarða en hvað skyldi eiga að fara þar fram? A-mynd: E.ÓI. Bygging ráðhúss Reykjavíkur var eitt mesta hitamál síðari ára- tuga og fólk fylkti sér í tvær andstæðar fylking- ar með eða á móti. Þeir sem lagt hafa leið sína niður í bæ nýlega sjá að framkvæmdir við ráð- húsið ganga greiðlega og byggingin tekur sífellt á sig meiri mynd. Hjá embætti borgarverkfræðings feng- ust þær upplýsingar að byggingin gengi vel og ef allt gengur áfram sam- kvæmt áætlun verður það tekið i notkun í apríl 1992. Sjálf byggingarfram- kvæmdin verður langt komin í árslok 1991. Ekkert hefur ennþá kom- ið fram sem bendir til að heildarkostnaðaráætlunin standist ekki en hún hefur ekki verið endurunnin síð- ustu mánuði. Áætlað er að byggingin muni kosta rúma 2 milljarða á núverandi verðlagi en inn í þá tölu vantar áhrif virðisauka- skatts á vinnu véla en skatt- urinn íþyngir öllum þeim framkvæmdum sem virðis- aukaskattur er ekki endur- greiddur af. En hvaða starfsemi skyldi svo verða i þessu húsi?____________ Þar verður fundarsalur borgarstjórnar og fundar- aðstaða borgarráðs en það fundar títt og mikið. Einnig verður eitthvað um nefndarfundi á vegum borgarinnar en það er alls ekki svo að allar nefndir borgarinnar flytji í húsið. T.d. verður byggingarnefnd áfram hjá Byggingafulltrúa borgarinnar en það er álitið handhægast. Neðsta hæðin, sú sem er næst Tjörninni, er fyrst og fremst opið almennings- svæði sem er ætlað fyrir sjálfa borgarana. Þar er gönguás sem gengur í gegnum húsið frá Tjarnar- götu og áfram á brú út að Iðnó. Salir þeir sem eru Tjarnarmegin við þennan gönguás hafa margs konar hlutverki að gegna. Þar verður hið fræga Islandslík- an til sýnis og þar verður hægt að halda listaverka- sýningar og ýmiss konar uppákomur eins og tón- leika og veislur ef tilefni er til. Á næstu hæð fyrir ofan verða skrifstofur borgar- innar, þær sem nú eru í Austurstræti 16 og Pósthús- stræti 9 en þar eru skrif- stofa borgarstjóra, skrif- stofa borgarritara, fjár- máladeild, starfsmanna- hald, borgarbókhald og endurskoðun borgarinnar til húsa. Aðrar stofnanir borgar- innar, s.s. Rafmagnsveitan, Hitaveitan, Borgarverk- fræðingur o.s. frv., flytjast ekki í ráðhúsið. Það hlýtur að vakna upp sú spurning hvort ekki hefði mátt byggja stærra og hýsa þar með fleiri stofnan- ir í ráðhúsinu. Stefán sagði að ef lóðin og staðurinn hefðu boðið upp á að byggja stærra hefði það vel komið til álita en það var ein fyrsta ákvörðunin sem tekin var að stíla ekki upp á að bæta neinu við þetta hús heldur flytja fundarsalina og þá starfsemi sem nú er við Austurvöll út að Tjörn. Það er auðvitað pólitísk en ekki verkfræðileg spurning hvaða starfsemi ráðhúsið á að hýsa en hafa verður í huga að engin lóð í Kvosinni eða nánastaná- grenni hennar þolir stærra hús með góðu móti auk þess sem skipulagsforsend- ur leyfa það ekki. Eftir stendur að tímabært var að endurnýja skrifstofu- og fundaraðstöðu borgar- innar en meginorsökin fyr- ir byggingu ráðhússins er kannski upplyfting fyrir Kvosina og gamla miðbæ- inn. Enda er ráðhúsið ætlað fyrir höfðuborg allra lands- manna. Það verður bara hver og einn að gera það upp við sig hvort þetta ævintýr er tveggja milljarða króna virði. Skynáihfálp getur bjargað mannslífum Námskeið í skyndihjálp hjá Reykjauíkurdeild RKÍ Reykjavíkurdeild Rauða krossins heldur námskeið i skyndihjálp í næstu viku. Það hefst þriðjudaginn 25. sept kl. 17 að Fákafeni 11, 2. hæð. Kennsludagar eru 25., 27. sept. og 2. og 4. okt, 16 kennslustundir alls. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er end- urlífgun, en nú fyrir nokkrum dögum var barn lifgað við með blásturmeðferð sem verður meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu. Leiðbeinandi á þessu nám- skeiði verður Guðlaugur Le- ósson. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka en skráning þátttakenda er á skrifstofu deildarinnar í síma 688188 á skrifstofutíma. Tilefni er til að hvetja sem flesta til að sækja námskeið í skyndihjálp því eins og mörg dæmi sanna hefur sú þekking sem þau veita bjargað mannslífum. Reykjavíkurdeild RKÍ hefur um langt skeið staðið fyrir námskeiðum sem þessum og útvegar einnig leiðbeinendur til að halda námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess óska. Sópað úr efsta þrepi — boöar sœnski fjármálaráöherrann á þingi sænskra jafnaöarmanna og kallar launahœkkanir Svía ,,loft“ Frá Þorláki Helgasyni, Al- þýðubladið, Stokkhólmi. „Það þarf að sópa ræki- lega og byrja í efsta þrepi,“ sagði Allan Larsson fjár- málaráðherra á flokks- þingi sænskra jafnaðar- manna í gær. Verðbólga er nú um 11% hér í Svíþjóð og hafa vörur og þjónusta hækkað mjög að undanförnu. Mest er þenslan í byggingariðnaðinum. í gær mátti lesa í blöðum að íbúðir sem verið er að byggja núna munu verða leigðar fyrir sem svarar 90 þúsund íslenskum krónum á mánuði. Launa- kostnaður hefur aukist um 28—30% á síðustu 3 árum og hefur verið helmingi hærri hér en í samkeppnislöndum Svía í Evrópu. Fjármálaráðherra kallaði launahækkanirnar „loft- bólu“, og sagði að á næsta ári yrðu nákvæmlega engar hækkanir. Iðnaður Svía á í vök að verjast og það sem af er árinu hafa meira en 20 þús- und störf í iðnaði verið lögð niður. í hverri viku er tilkynnt um fyrirtæki sem draga úr framleiðslu. Er þar um að ræða ýmis fyrirtæki sem blómleg hafa verið talin, ekki bara Volvo og Saab. „Það er blóðug alvara á ferðum", sagði fjármálaráð- herrann hér á þinginu. Sagði hann allt bera að einum brunni, til yrði að koma að- hald í launum, ríkisútgjöldum sem og hjá sveitarstjórnum og lénsþingum. Fjármálaráð- herra sagði að ekki kæmi til greina að hálaunafólk, t.d. ráðherrar, fengju launahækk- anir, og að hálaunaforstjórar ættu fráleitt að fá meira í launaumslagið. „Laun forstjóranna eru oft skýjum ofar og miklu hærri en hjá forsætisráðherra með 80 tíma vinnuviku", sagði All- an Larsson. Opinbera kerfið mun ekki vaxa í Svíþjóð á næsta ári, a.m.k. verður það ekki gert með því að hækka skatta. Fjármálaráðherra boðar millifærslu fjármagns. Vel- ferðarkerfið í Svíþjóð kostar um 3 þúsund milljarða ís- lenskra króna á ári og telur fjármálaráðherrann að hægt sé að fá meira fyrir þá pen- inga en fæst í dag. Fyrirhug- aðar eru breytingar á at- vinnuleysisbótakerfinu til þess að „draga úr óheil- brigði", eins og ráðherrann orðaði það í dag. Mest verður þó endurnýj- unin í skólunum. Betrumbæt- ur eiga líka að verða „innan þess ramma sem náttúra og umhverfi setja," sagði tals- kona ein hér á þinginu er hún fylgdi úr hlaði drögum að endurnýjaðri stefnu sænskra jafnaðarmanna, sem fylgja skal út öldina. Jafnaðarmenn hafa boðað stríð gegn Hægfara flokknum (Moderata). Hafnað er mark- aðslausnum einum saman, enn er talið rými fyrir pólit- ískar lausnir. „Pólitík er ekki bara að vilja“, sagði einn ræðumanna. „Pólitík er líka það að velja“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.