Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 12
• ••• •••• • •••••••••• •••• • •• •••• •• •••• •••• • • • •••• •••• • •• •••• •• • • •••• ••• • •••• • • NIKOSIU ! írösk yfirvöld, sem virðast undirbúa stríð, vís- uðu vestrænum erindrekum úr landi í gær. Með því vilja þeir hefna fyrir brottvísun íraskra sendifulltrúa frá Vestur- löndum í síðustu viku. Egypskum hermálafulltrúa og 2 starfsmönnum hans var einnig vísað á brott. Egypsk stjórnvöld hafa svarað fyrir sig og lokað hermálaskrifstofu Iraka í Kairó og yfirvöld í Washington hafa vísað þremur íröskum stjórnarerindrekum úr landi í kjölfar brottreksturs þriggja bandarískra erindreka frá Baghdad. MOSKVU ! Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi segist hugs- anlega verða að auka völd forseta og gera aðrar neyðar- ráðstafanir til að tryggja reglu og yfirstíga hindranir í vegi fyrir umbótum í landinu. Æðsta ráðið frestaði fram á mánudag að taka ákvörðun um hvort auka skuli völd for- setans. WASHINGTON: George Bush Bandaríkjaforseti segist óttast að hryðjuverkasamtök hliðholl írökum láti til skara skríða gegn Bandaríkjamönnum. Hann varar við að slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar. MADRID: Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Dick Cheney, segir að yfirvöld í Washington hyggist selja Saúdí-Aröbum auknar vopnabirgðir vegna Persaflóadeil- unnar en sagði að ekki hefði verið ákveðið hversu mikil söluaukningin yrði. LIBREVILLE: Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Gabon sem krafist hafa þess að þingkosningar verði endurteknar, segjast hafa tekið boði Omars Bongo forseta um að kosn- ingarnar verði endurteknar í helmingi kjördæma landsins. WASHINGTON: Nelson Mandela segir að Afríska þjóðarráðið muni útvega stuðningsmönnum sínum vopn til að verjast árásum stríðsmanna Inkatha-hreyf- ingarinnar, grípi stjórnvöld hvítra ekki til aðgerða til að binda enda á ofbeldið. Buthelezi, leiðtogi Inkatha. LONDON ! Uppreisnarmenn Kúrda segja að írakar hafi flutt um 9000 manns frá írak til Kúvæt og að þeim hafi ver- ið veitt fölsuð kúvæsk vegabréf. NYJU-DELHI: Indverskir og pakistanskir hermenn skiptust á skotum eftir að þeir síðarnefndu reyndu að ráð- ast inn í Kashmir, að sögn indverska varnarmálaráðuneyt- isins. Ekki var tilkynnt um dauðsföll. Olíuborar í Saúdi-Arabíu. L0ND0N ! Olíuverð hefur aldrei verið hærra í níu ár en það tók mikið stökk upp á við í kjölfar yfirlýsingar Sadd- ams Husseins, þar sem hann hvetur landa sína að búa sig undir langvarandi stríð. BELGRAD ! Lögreglan handtók fyrrverandi forsætisráð- herra Kosovo og sex aðra leiðtoga Albana fyrir að lýsa yfir sjálfstæði fylkisins og segja það úr lögum við lýðveldið Serbíu. 0SL0: Sjóher Sovétríkjanna stöðvaði skip Green- peace-manna, þar sem það tók jarð- og vatnsýni nærri norðurskautseyjunni Novaja Zemlja, þar sem Sovétmenn stunduðu í eina tíð kjarnorkusprengingar í tilraunaskyni. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Glúmur Baldvinsson Strídslíkur aukast aftur viö Persaflóa: Saddam útilok- ar eftirgjöf Irösk yfirvöld, sem forð- ast nú allar friðarumleit- anir og segjast tilbúin að heyja langvarandi stríð, vísuðu í gær nokkrum stjórnarerindrekum frá Vesturlöndum úr landi. Með því voru þau að hefna fyrir brottrekstur íraskra sendifulltrúa frá ríkjum Vesturlanda í kjölfar inn- rásar íraskra hermanna í sendiráð vestrænna ríkja í Kúvæt-borg. Meðal þeirra sem vísað var úr landi voru 11 Frakkar, 3 Bretar, 2 V-Þjóðverjar og 2 Spánverjar. Spænsk yfirvöld hafa enn ekki vísað íröskum erindrekum úr landi en segj- ast ætla að gera slíkt í næstu viku. Brottvísunin kom í kjölfar hörðustu yfirlýsingar Sadd- áms Husseins í deilunni hing- að til. Yfirlýsingin var lesin í sjónvarpinu í Baghdad skömmu eftir miðnætti í gær og þar kom fram að írakar myndu aldrei draga her sinn frá Kúvæt og friðarviðræður voru ekki nefndar á nafn. „Gerum öllum heyrinkunn- ugt að þetta stríð mun verða mest allra stríða," sagði í yfir- lýsingunni. Skömmu eftir að yfirlýsing- in var lesin skýrði sjónvarpið í Baghdad frá því að tvær flugvélar sem komu úr átt frá Saúdí-Arabíu hefðu rofið loft- helgi íraks. George Bush Bandaríkja- forseti lýsti í gær yfir áhyggj- um sínum af hugsanlegri hryðjuverkaöldu gegn Bandaríkjamönnum vegna deilunnar um Kúvæt. Hann varaði við að hryðjuverk gegn Bandaríkjamönnum myndu hafa alvarlegar afleið- ingar í för með sér og að þeim yrði mætt af fullri hörku. Talsmaður forsetans neitaði því að yfirlýsing Bush sýndi þess merki að hann undir- byggi stríð gegn írökum. Æösta ráö Sovétríkjanna frestar ákuardanatöku um efnahagsstefnu: Ryzhkov vill málamiðlun Þing Sovétríkjanna frestaði í gær atkvæða- greiðslu um hvaða áætlun eigi að fylgja til að koma markaðsvæðingu í land- inu vegna þess hversu fáir þingmenn voru mættir til þingfundarins. Æðsta ráð Sovétríkjanna frestaði í dag að taka ákvörð- un um hvort taka beri upp áætlun er kveður á um mark- aðsbúskap vegna þess hversu fáir meðlimir mættu til at- kvæðagreiðslu. Ráðið fyrirhugar að koma aftur saman á mánudaginn til þess að greiða atkvæði um áætlanir er varða framtíðar- stefnu Sovétstjórnarinnar í efnahagsmálum en mest púð- ur þingmanna hefur farið í deilur um þau mál undan- farnar vikur. Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- leiðtogi og Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra hvöttu menn fyrr um daginn til þess að taka ákvörðun um málið tafarlaust. Ryzhkov hefur lagst gegn áætlun um róttækar breyt- ingar á hagkerfi Sovétríkj- anna og hefur sjálfur lagt fram áætlun sem gerir ráð fyrir mun hægari breyting- um. Hann hefur sætt gífur- legri gagnrýni undanfarið og honum kennt um allt sem af- laga hefur farið í efnahags- stjórn Sovétríkjanna. Rúss- Nicu Ceausescu, sonur hins fallna einræðisherra Rúmeníu, var í gær dæmd- ur í 20 ára fangelsi fyrir að eiga þátt í morðum á 91 óbreyttum rúmenskum borgara í desember bylt- ingunni gegn föður hans. Öllum á óvart felldi herrétt- urinn í Búkarest niður ákæru neska þingið hefur hvatt hann og ríkisstjórnina til að segja af sér og hann hefur lýst því yfir að hann muni gera slíkt verði hin róttæka áætlun samþykkt. í gær hvatti hann til að gerð yrði málamiðlun um áætlan- irnar og hvatti þingmenn til að taka það besta úr báðum. um þjóðarmorð sem falið hefði í sér lífstíðardóm. Nicu fékk hins vegar þyngstu mögulega refsingu fyrir að hafa staðið að morði af hæstu gráðu. Rétturinn úrskurðaði að hann hefði gefið fyrirskip- anir sem leiddu til drápanna. Nicu var einnig sviptur yfir- mannstign sinni í hernum og fær ekki kosningarétt fyrr en Líklegt þykir að hin rót- tæka áætlun sem kennd er við hagfræðingin Staníslav Sjatalín verði samþykkt. Hún kveður á um að frjálsu mark- aðskerfi verði komið á í Sov- étríkjunum á innan við 500 dögum. 10 árum eftir afplánun dóms- ins. Nicu áfrýjaði dómnum þeg- ar í stað til yfirréttar en verið getur að dómur hans verði endurskoðaður í næstu viku komist rétturinn að þeirri niðurstöðu að hann þoli ekki fangelsisvist sökum heilsu- leysis. Dómur fallinn í máli Nicus Ceausescu: 20 ára fangelsi Erjur franskra og ítalskra hjóna: Eiginkoncm fryst Tæplega þrítugur franskur póstburðarmað- ur, Patrice Berne, hefur verið ákærður fyrir að myrða eiginkonu sína á óhugnanlegan hátt. Berne mun hafa kyrkt konu sína, Nicole, eftir að hún sakaði hann um getu- leysi í rúminu, að því loknu skar hann konuna í búta og kom þeim fyrir í frystikistu heimilisins. Nágrannar hjónanna segja að þau hafi komið fram í sjón- varpsþætti um fyrirmyndar- hjón árið 1988. Lögreglan hafði leitað Nic- ole í þrjá mánuði þegar leifar hennar fundust í frystikistu á heimili þeirra hjóna. Meira um hjónaerjur. ' ítalskur vörubílstjóri frá bæ einum í nágrenni Teramo á Ítalíu ætlaði að stytta sér stundir á vændihúsi bæjarins en brá illilega við þegar dyrn- ar voru opnaðar af drottn- ingu hússins — eiginkonu hans. Lögreglan á staðnum segir að þegar maðurinn hafði jafnað sig af áfallinu hafi hann lamið, sparkað í og út- húðað fáklæddri eiginkonu sinni. Henni var bjargað af viðskiptavinum og starfs- mönnum vændishússins. Lögreglan segist nú vera að rannsaka ákærur eiginkon- unnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.