Alþýðublaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Miðvikudagur 26. sept. 1990 MMUELABIfl Ármúli 36 Simi 681866 Utgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Flákon rlákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið ATHYGLISVERÐ RÆÐA UTANRÍKISRÁÐHERRA Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra upplýsti í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn mánu- dag, að íslendingar myndu leggja til á allsherjarþinginu, að sér- fræðingum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði falið að kanna þær hættur sem umhverfi hafsins kynni að stafa af slysum í tengslum við kjarnakljúfa á sjó. Utanríkisráðherra hefur þar með tekið veigamikið frumkvæði til að vekja alþjóðlegan skilning á stöðu okkar sem eyríkis, sem er staðsett á hernaðarlega mikil- vægu hafsvæði milli stórveldanna, og þörf íslendinga fyrir verndun gegn hugsanlegum kjarnorkuslysum í sjó. Jón Baldvin Hannibalsson hefur haft forystu um það á alþjóðavettvangi að vekja umræðu um afvopnun í höfunum. Ræða Jóns Baldvins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefur vakið mikla alþjóð- lega athygli og er ómetanlegur stuðningur við sérstöðu íslend- inga sem norrænnar eyþjóðar sem byggir tilveru sína að stærst- um hluta af sjávarútvegi. Hin heimskunna fréttastofa Reuters fjallaði sérstaklega um ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í fréttaskeyti í gær. Það vakti sér- staka athygli fréttaritara Reuters hjá Sameinuðu þjóðunum, að íslenski utanríkisráðherrann lýsti sig hlynntan því, að sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna verði viðurkennt að fullu og að ríkjunum verði veittur réttur til áheyrnar á Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu. Það er allrar athygli vert, að ísland kemst í heimsfréttirn- ar fyrir það að berjast fyrir sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og rétti þeirra til að taka þátt í fjölþjóðlegri ráðstefnu um samvinnu og ör- yggismál nýrrar Evrópu. Ræða Jóns Baldvins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er gott dæmi um að rödd smáþjóðar verð- ur máttug um heim allan þegar fulltrúar hennar þora að setja fram sjálfstæðar skoðanir en hverfa ekki í skoðanakjölfar stór- þjóðanna. RADDIR Hundalíf Nú höfum við fengið nýtt mál til að rífast um. Það snertir hundaeigendur og er ekki í fyrsta sinn að rifist er um þá blessaða skepnu. Raddir hafa hvíslað blænum að verið sé að gera úr stórum hundum vopn til ,.að ráðast með á menn ef þurfa þykir. Fyrir nokkru var í fréttum að einhver hundeigandi fyrir norðan hefði sigað stórum úlfhundi á lög- regluþjón þegar sá ætlaði að taka eigandann fyrir ólæti og kjaft við gesti á veitingastað. Er ekki að spyrja, nema • hundurinn hlýddi eiganda sínum og herra og þaut í lögguna og beit. Skömmu eftir að hundurinn hafði gert eins og hon- um var skipað, var hann að laun- um dreginn fyrir aftökusveit og sendur inn í eilífðina. Vildu sumir meina að rangur aðili hefði farið þá ferð. Hundaræktunarfélagið vill nú að í tauma sé tekið, áður en annar hver hundur í landinu sé orðinn hættulegur fólki og lái því félagi hver sem vill. Það er hins vegar gamla sagan af boðum og bönn- um hérlendis, ekkert má af því sem annars staðar er talið sjálf- sagt.Má ég nefna sem dæmi þegar okkur var bannað með lögum að æfa og iðka hnefaleika. Thorolf heitinn Smith, minn góði kunningi og samstarfsmaður, byrjaði að skrifa á móti þessu. Menn óttuðust að þeir sem lærðu box myndu not- færa sér það með barsmíðum á saklausum vegfarendum, það væri heilsuspillandi og hættulegt og gæti hæglega drepið menn. Allt er það rétt, en svo er um margt annað sem stundað er. Ekk- ert hefur samt dregið úr þeirri ár- áttu manna að lemja aðra, og eru það ekki allt lærðir boxarar sem hana hafa. Byssur eru stórhættulegar. Menn nota þær tii að drepa en líka sér til gamans að hitta í mark. Sjálfur er ég með ástríðu til bangsaskífunnar í Tívolí í Kaupmannahöfn. Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem til Hafnar og Tívolí er opið, er að kaupa mér Ijósriffil og ólmast í að skjóta bangsana niður úr trjánum og mér hleypur kapp í kinn og ég er fyrir löngu orðin EXPERT. En skepnu hef ég aldrei skotið, aldrei hiaupið á fjöll að elta gæsina eða rjúpuna eða hreindýrið. Ég neitaði góðvini mínum á Austurlandi þegar hann bauð mér árum saman í veiðiferð á hausti. Hann fór með nokkrum öðrum, vel vopnum búinn og vist- um, til fjalla og þar undu þeir sér við veiðar, tjaldbúðalíf og drykkju á kvöldin, eftir að hafa sett bráð- ina í snjóskafl til heimferðarinnar, sem varð þegar brennivínið var búið. Þegar ég spurði hvort þetta væri virkilega gaman, þurfti hann ekki að svara mér orðuim svipur- inn sagði nautnasögu. Ég vissi aldrei til að þessi vinur minn mið- aði byssu sinni á annan mann. Hundar eru stórhættulegir und- ir stjórn vitleysinga. En það eru grimm örlög og heimskuleg að drepa hund fyrir það að hlýða hús- bónda sínum. A g á vinahjón í stórborg á vesturströnd Bandaríkj- anna. Ég heimsótti þau dag nokkurn í desember og gisti. A heimilinu var þýskur úlfhundur, stæðilegur og ógnvekjandi í blíðu sinni. Hann var elskur að þeim hjónum. Þau bjuggu í stóru húsi í virðulegu hverfi, en allt um kring voru hættulegir glæpamenn sem horfðu löngunaraugum til hús- anna sem sýndu auð og völd. Yfir hverfinu sveimaði lögregluþyrla. Það hljóð var ónotalegt og ógn- vekjandi í sjálfu sér. Þegar ég kom til þeirra þurfti dá- litla kynningarathöfn. Þau kynntu mig fyrir hundinum á ensku, sögðu mig gamlan vin og ég yrði hjá þeim. Síðan kom löng þögn en hundurinn horfði á mig rannsak- andi, augun dimm og rök, greind- arleg og glögg. Loks slakaði hann á, gekk til mín og sleikti hönd mína. Við urðum vinir. Um kvöld- ið vildi hann vera inni hjá mér í gestherberginu og kvöldið leið og nótt og ég lá í rúminu og sagði þýskum úlfhundi íslenskar draugasögur og hann lá fram á iappir sínar og fór um hann vægur hrollur. Þessi hundur var ekki bara vin- ur hjónanna heldur vörður. Á dag- inn var hann í garðinum og hafði fyrir sið að ganga í kring um húsið öðru hverju og horfa inn í stofuna hvort frúin væri þar, eða hann horfði upp í eldhúsgluggann og stóð kyrr þar til hún veifaði hon- um. Dag nokkurn braust inn til hennar Mexíkani. Hann kom eld- húsmegin, vopnaður hnífi og beindi honum að hálsi konunnar og skipaði henni að ganga afturá- bak inn í stofuna í áttina að sófan- um. Hundurinn var hinum megin ÚJti í garði og vissi hvorugur af hin- um fyrr en hundurinn kom fram hjá stofuglugganum og horfði inn og sá mann ota hnífi að hálsi eig- anda síns. Enginn var til að skipa honum að ráðast á gestinn en elska og verndarhugur lét hann stökka í gegnum franska gluggann og með karminn um hálsinn réðst hann til atlögu við Mexíkanann af mikilli heift svo að konan átti í erf- iðleikum að verja manninn stór- skaða eða bana. Hundurinn hlýddi þó, konan hringdi á lögregl- una meðan hundurinn stóð vörð yfir manninum. Eftir þessi sögu- lok var hundurinn samt látin lifa. Hundar þarna úti eru notaðir til að gæta húss og heimilismanna. Þeir eru þjálfaðir vel og hlýða að- eins eiganda eða gæslumanni og það er undir þeim komið hvort hundurinn er lífshættulegt vopn. En gleymum því ekki að á heimil- um eru margvísleg tól sem geta orðið lífshættuleg vopn í höndum fólks ef það þarf að verja sig. Bann breytir ekki eðli mannsins. Hann er það hættulegasta sem gengur laust. Er ekki best að banna hann? MÍN SKODUN Jónas Jónasson skrífar Á aö afnema lánskjaravísitöluna? Hjörleifur Kristjánsson, 52 ára veitingamaður: „Já, alveg endilega. Vextir eru orðnir allt of háir. Þetta eru okur- vextir." Guðmundur Guðbergsson, 53 ára þingvörður: „Já, alveg absolút." Jón Friðrik Arason, 42 ára rithöf- undur: „Já, ég mundi segja það. Ég held að að myndi baeta stöðu þeirra sem eru að koma þaki yfir höfuðið." Jónína Kristinsdóttir, 17 ára nemi: „Já, já, alveg eins. Eiginlega er ég ekkert með á nótunum í þess- um málum." Pétur H. Blöndal, framkvæmda- stjóri Kaupþings hf: „Nei, alls ekki. Hún er það sem viðheldur trausti almennings á sparnaði."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.