Alþýðublaðið - 26.09.1990, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 26.09.1990, Qupperneq 5
Miðvikudagur 26. sept. 1990 5 Stiórnmálaályktun Kjördœmísþing Aiþýðufiokksins i Vesturiands- Kjördœmisþings Alþýduflokksins í Vesturlandskjördœmi kjördœmi fagnar þeim stööugleika, sem aöilum vinnumarkaöarins og rikisstjóminni hefur tekist að skapa i islensku efnahagslifi. Verðbólga hefur ekki verið eins lítil og raun bor nú vitni i áratugi, verðlag hefur haldist stöðugt og voxtir Isekkað. Þingið átel- ur þó harðloga seinagang bankakorf isins varðandi Imkkun raunvaxta og telur mun inn- og útlánsvaxta enn alltof mildnn. Þingið leggur áherslu á að við- halda og sty rkja þannárangur sem náðist moð þ jóð- arsátt. Það er forsenda stöðugs efnahagslifs, batn- andi lifskjara almennings og framfara i landinu. í stjórnmálaélyktun kjördæmisþings Alþýðuflokksins á Vestur- landi er seinagangur bankakerfis varðandi lækkun raunvaxta gagnrýndur harðlega. Skipasmiði i óvissu Þrátt fyrir batnandi ástand efna- hagsmála er víða atvinnuieysi á landsbyggðinni. Þingið bendir sér- staklega á stöðu þeirra mála á Akranesi þar sem verið hefur verulegt atvinnuleysi að undan- förnu, einkum hjá konum, og fram- tíð mikilvægara greina eins og skipasmíða virðist í mikilli óvissu. Þá vekur þingið athygli á erfiðri og ótryggri stöðu rótgróinna fisk- vinnslufyrirtækja á Snæfellsnesi sem á rætur að rekja til meingall- aðrar umgjörðar kvótakerfis og leitt getur til öriagaríkrar byggða- röskunar. Þingið hvetur ráðherra og þingmenn Alþýðuflokksins til að beita sér fyrir úrbótum í at- vinnumálum landsbyggðarinnar. Flulningur opinberra slarfa úl um land___________ Horfur eru nú á, að á næsta leiti sé nýr áfangi í stóriðju- og virkjun- armálum eftir langt hlé. Þingið fagnar forystu Alþýðuflokksins í þessu stórmáli og telur að þar hafi verið rétt og skynsamlega haldið á íslenskum málstað í hvívetna þar sem saman hafi farið hæfileg gát og djörfung. Með nýjum stórvirkj- unum og álbræðslu verður stigið skref til að nýta auðlindir, orku og mannafla og treysta lífskjör í land- inu. Lögð er rík áhersla á að tekj- um af nýrri stóriðju verði jafnað til allra sveitarfélaga á landinu og jafnframt geri stjórnvöld raunhæf- ar ráðstafanir gegn verulegri rösk- un búsetu í landinu vegna þessara miklu framkvæmda. I því sam- bandi verði samdráttur í fram- kvæmdum á öðrum sviðum með- an á uppbyggingu væntanlegs ál- vers stendur ekki látinn bitna á landsbyggðinni. Til að vinna gegn búseturaskandi áhrifum álvers verði undirbúinn flutningur opin- berra starfa og þjónustu frá höfuð- borgarsvæðinu út um land með Abalfundur kjör- dœmisráðs Alþýðu- flokksins í Vesturlands- kjördæmi var haldið í Borgarnesi laugar- daginn 22. september sl. Á fundinum var ákveðið að viðhafa prófkjör um skipan efstu sœta lista Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördœmi í nœstu þingkosningum og kosin prófkjörs- nefnd til að annast framkvœmd próf- kjörsins. Alþýðublaðið birtir stjórn- málaályktun kjör- dœmisþingsins. markvissum hætti þannig að störf- um á þessum sviðum fjölgi á lands- byggðinni á nokkrum árum sem nemur starfsmannafjölda væntan- legs álvers þegar það verður kom- ið í fullan rekstur. Orkumál og samgöngumál eru þeir máiaflokkar sem varða lands- byggðina einna mestu, þegar fjall- að er um búsetuskilyrð. I því sam- bandi minnir kjördæmisþingið enn einu sinni á það misræmi sem landsmenn búa við að því er varð- ar hitunarkostnað híbýla. Fagnað er frumkvæði iðnaðarráðherra Al- þýðuflokksins til undirbúnings jöfnunar á rafhitunarkostnaði, en bent er á að í þessum efnum verð- ur ekki hjá því komist að taka einnig tilliti til íbúa þeirra svæða sem búa við dýrar hitaveitur, ef um raunverulega jöfnun orku- kostnaðar á að verða að ræða. Þetta brýna hagsmunamál lands- byggðarinnar þolir ekki lengur bið, enda íbúar þessara svæða orðn- ir langeygir eftir skjótri lausn eftir langa umræðu. G|örbreylingar á___________ sljómskipaw________________ húsnæðismála_______________ Góðar og greiðar samgöngur eru undirstaða skynsamlegrar byggðastefnu. Kjördæmisþingið átelur að framlög til vegagerðar skuli hafa verið skert jafnmikið og raun ber vitni. Hraða ber fram- kvæmdum við Ólafsvíkurveg um Mýrar og lagningu bundins slitlags er tengi byggðarlögin á Snæfells- nesi. Þá er mikilvægt að sem fyrst verði tekin ákvörðun um leið und- ir eða yfir utanverðan Hvalfjörð með jarðgöngum eða brú og að staðið verði við fyrirheit um fram- kvæmdir við Gilsfjarðarbrú. Kjördæmisþingið telur mikil- vægt að félagslega íbúðakerfið verði treyst og eflt þar sem fyrir- sjáanlegt er að meirihluti íbúða- bygginga á landsbyggðinni verður á næstunni innan þess kerfis. Þökkuð er forysta félagsmálaráð- herra Alþýðuflokksins um breyt- ingar á húsnæðiskerfinu svo sem kaupleiguíbúðir og húsbréfakerfi, um leið og Iögð er áhersla á að treysta húsnæðiskerfið fjárhags- lega og greiða fyrir íbúðabygging- um á landsbyggðinni. Kjördæmis- þingið lýsir ánægju með tillögur félagsmálaráðherra um gjörbreyt- ingar á stjórnskipan í húsnæðis- kerfinu og leggur þunga áherslu á að breytingarnar leiði ekki til kostnaðarauka fyrir sveitarfélög- in. Minnt er á að samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eru fiskistofn- arnir við landið sameign þjóðar- innar. Þingið fordæmir purkunar- laust kvótabrask þar sem einstakl- ingar hafa sópað til sín fúlgum fjár í skjóli gailaðs kerfis. Kjördæmis- þingið hvetur þingmenn Alþýðu- flokksins til að beita sér fyrir því að uppræta kvótabraskið og koma í veg fyrir að hægt sé að kippa stoðunum undan atvinnulífi í sjáv- arbyggðum með þeim hætti sem dæmin sanna. Kjördæmisþingið telur rétt að undinbúningsvinnu við gerð nýs búvörusamnings verði haldið áfram. Þingið leggur þó áherslu á að nýr búvörusamningur taki ekki gildi fyrr en að afloknum alþingis- kosningum. Undanfarin misseri höfum við lifað meiri breytingar á alþjóða- vettvangi, ekki síst á meginlandi Evrópu, en orðið hafa frá lokum heimsstyrjaldar. Þar stefnir nú í átt til aukinnar ríkjasamvinnu og stærri viðskiptaheilda. Þingið fagnar forystu formanns Alþýðu- flokksins í þessum efnum og.hvet- ur til að áfram verði ötullega unn- ið að því að tryggja hagsmuni okk- ar á mikilvægum mörkuðum og telur að ekki komi til greina að veita öðrum þjóðum veiðiheimild- ir í nytjastofnun okkar gegn við- skiptavild. Hróplcgl ranglæli i_________ IHeyrfasÍáúakcrBnw Kjördæmisþingið vekur athygli á því að mörgum helstu stefnumál- um Alþýðuflokksins frá því fyrir síðustu kosningar hefur verið hrint í framkvæmd að hluta eða í heild á kjörtímabilinu og þakkar ráðherrum og þingflokki Alþýðu- flokksins öflugt starf í þágu jafnað- arstefnu og betra þjóðfélags á ís- landi. Jafnframt er minnt á að mikilvæg mál bíða enn úrlausnar eins og til dæmis að koma á sam- ræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn. Kjördæmisþingið bendir á það hróplega ranglæti sem skapast hefur í lífeyrissjóða- kerfinu þar sem lífeyrir er í raun tvískattaður. Auk þessa mega líf- eyrisþegar búa vð skertan lífeyri, ef lífeyristaka er hafin við 67 ára aldur. Skerðinguna eiga lífeyris- þegar síðan ekki möguleika á að fá endurmetna fyrr en við 75 ára aldur, sem er óviðunandi í ljósi þess að með breytingum á lögum um atvinnuleysisbætur hefur líf- eyrisþegum 70 ára og eldri verið meinaður aðgangur að því kerfi. Þingið beinir því til ráðherra og þingmanna Alþýðuflokksins að gaumgæfa þessi atriði við umfjöll- un frumvarps til laga um lífeyris- sjóði, þar eð í því frumvarpi sem fyrir liggur er ekki nægjanlega að gert í þessum efnum. Kosningar nálgast og veltur á miklu að vegur Alþýðuflokksins verði þar sem mestur þannig að flokkurinn geti haldið áfram að hafa heillavænleg áhrif á lands- stjórnina, launafólki og heilbrigðu atvinnulífi til góðs. Kjördæmisþingið hvetur Vest- lendinga til að vinna að öflugum sigri Alþýðuflokksins í komandi kosningum. (Millifyrirsagnir eru Alþýdubladsins) Iþróttahelgin Umsjón: Örn Eiðsson. Góður árangur íslendinga Pétur Guðmundsson náði sinum besta árangri i kúlu- varpi á Ármannsmóti um helgina og varpaði 20,77 m. Árangur á heimsmmlikvarða. Þetta er jaffnfframt nmst- besti árangur íslendings ffrá upphaffi. Pétur steffnir nú á íslandsmet Hreins Halldérssonar, sem er 21,09 m, sett i Stokkhólmi 1977. Islensku stúlkwmar i 4. smti Á laugardaginn fór fram í Manchester í Englandi keppni 12 liða í unglingaflokki stúlkna. ís- lenska stúlknaliðið stóð sig ágæt- lega, var í 4. sæti með 93 stig. Á þessu móti keppa bestu félagslið stórþjóðanna, en ísland og aðrar smærri þjóðir mega senda landslið. Nokkrar íslenskar stúlkur komust á verðlaunapall. Guðrún Arnardóttir varð 3ja í tveimur greinum, 100 m hlaupi á 12,68 sek. og í 100 m grindahlaupi á 14,68 sek. Bryndís Ernstdóttir varð önnur í 3000 m hlaupi á 10:19,49 mín. Loks urðu Þóra Einarsdóttir og Sunna Gests- dóttir í öðru sæti í sínum greinum, Þóra í hástökki, stökk 1,71 m, og Sunna í 200 m hlaupi á 25,54 sek. Frábmr árangur i_____________ Evrúpwkeppni_________________ Arangur íslensku félagsliðanna í Evrópukeppninni í knattspyrnu og handknattleik hefur vakið verð- skuldaða athygli. Mest kemur á óvart frábær leikur knattspyrnulið- anna, sem sigruðu í tveimur leikjum af þremur og var þó ekki við neina aukvisa að etja. 3:0 sigur Fram á sænska iiðinu Djurgárden var ein- staklega ánægjulegur. Alltaf er jafn- broslegt að heyra viðbrögð erlendra fréttamanna við úrslitum, þegar ís- lenskt íþróttafólk sigrar erlend lið sannfærandi, eins og í þessu tilviki. Það er sjaldan rætt um viðburðinn af raunsæi og þekkingu, heldur tal- að um veðráttuna, óvenjulélegan leik viðkomandi erlends liðs, slæma dómara o.s.frv. Mjög sjaldan er þess getið, að íslenska liðið hafi sýnt góð- an leik og einfaldlega verið betra. ís- landsmeistarar KA frá í fyrra sýndi einnig mjög góða takta gegn búlg- örsku meisturunum CSKA og vann verðskuldað 1:0. í þriðja leiknum vann skoska liðið Dundee Utd. FH með 3:1. Það var verðskuldaður sig- ur, en e.t.v. hefði eins marks munur verið sanngjarnt. Vonandi komast einhver íslensk lið í aðra umferð. Handknattleiksliðin stóðu sig einnig ágætlega, eins og svo oft áð- ur. FH sigraði færeysku meistarana Kyndil með 25 mörkum gegn 23 um helgina, en norska liðið Sandefjord vann val 25:21. Báðir leikirnir fóru fram ytra. Áður hafði Stjarnan unn- ið danska liðið Helsingör í Garðabæ með tveggja marka mun 27:25. Öll íslensku liðin eiga möguleika á að komast í aðra umferð, þó að brugð- ist geti til beggja vona. Loks er rétt að geta þess, að Tennis- og badmintonfélag Reykja- víkur tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða í Ungverjalandi og geng- ur vel. TBR vann lið Frakklands og Ungverjalands. Loks má geta þess að kvennalið Fram gerði góða ferð til Stokk- hólms, tapaði aðeins með tveimur mörkum í Evróukeppni fyrir sænsku meisturunum. Sævar Jónsson, Val, var kosinn besti leikmaöur íslandsmótsins í 1. deild karla ■ knattspyrnu og Vanda Sigurgeirsdóttir, ÍA var kosin besti leikmaðurinn í kvennaflokki á lokahófi knattspyrnumanna um helgina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.