Alþýðublaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 6. okt. 1990 MMfiUBMSIÐ Armuli 36 Simi 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglysingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsiminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið BÖÐLAR OG FÓRNARLÖMB SVARTA LISTANS IWÍörg þúsund íslendingum hef- ur borist bréf frá Reiknisstofunni hf. í Hafnarfirði þess efnis að í undirbúningi sé útgáfa á upplýs- ingariti um persónuleg málefni þess. Samkvæmt starfsleyfi frá Tölvunefnd hefur Reiknisstofan heimild til að skrá niður upplýs- ingar um fjárhagsmálefni og lánstraust fólks og selja þær op- inberlega. Hér er um að ræða upplýsingar um einstaklinga hvað varðar árangurslaus fjár- nám og dóma, upplýsingar um gjaldþrotaskipti, skiptalok og nauðungaruppboð. Slíkir „svart- ir listar" sem Reiknistofan hf. hefur tekið saman og selt, hafa verið í gangi í fjölda ára. Öðru hverju hafa fjölmiðlar fjallað um „svörtu listana" og umræður hafa spunnist um persónunjósn- ir og réttmæti þess að einkafyr- irtæki stundi kerfisbundna söfn- un á persónuupplýsingum. Ný lög um persónuskráningu og meðferð persónuupplýsinga tóku gildi um síðustu áramót. í þeim er meðal annars kveðið á um, að aðilar þeir sem stunda slíka starfsemi með leyfi Tölvu- nefndar birti öllum hlutaðeig- andi upplýsingarnar um við- komandi í bréfi. V iðbrögð almennings sem fékk bréfin frá Reiknistofunni hf. voru á einn veg. Fólk brást ókvæða við að einkafyritæki geti selt persónuupplýsingar um fjármál þess. Upplýsingarnar eru oftast mjög viðkvæmar og að baki er ósjaldan harmur og erfiðleikar. A undanförnum ár- um hefur þjóðin steypst úr van- nýttu góðæristímabili niður í erfiða tíma. Slóð gjaldþrota, uppboða, og skiptaloka liggur um allt þjóðfélagið. Það er því að bæta gráu ofan á svart að ýfa upp sárin og leyfa einkafyrir- tæki að selja þessar viðkvæmu upplýsingar um almenning. Og það er einnig spurning, hvort slíkt brjóti ekki ákvæði í stjórn- arskránni. • • Orn Clausen hæstaréttarlög- maður segir í fréttaviðtali við DV í gær, að hér sé um skýlaust brot á stjórnarskránni að ræða og sennilega einnig á Evrópu- sáttmálunum en þar er sérstak- lega kveðið á um vernd einstak- linga gagnvart kerfisbundinni öflun á persónuupplýsingum á tölvutæku formi. Hæstaréttar- lögmaðurinn segir það stór mis- tök af íslenskum stjórnmála- mönnum að hafa samþykkt lög sem leggja grundvöll að því að Tölvunefnd geti gefið út starfs- leyfi til einkaaðila sem vilja safna persónupplýsingum. Það virðist því ljóst, að endurskoða ber lögin ef þau stangast á við ákvæði í stjórnarskrá og brjóti í bága við Evrópusáttmálann. Alvarlegasti flötur þessa máls er sú staðreynd, að Reiknistofan hf. hefur orðið uppvís að því að senda út rangar staðreyndir um einstaklinga. Vissulega er ein- staklingum gefið tækifæri með nokkurra daga fyrirvara til að leiðrétta rangar upplýsingar. Afiur á móti má spyrja: Fyrst margur maðurinn telur nú að upplýsingar um sig séu rangar, má þá vera að svörtu listarnir gegnum árin hafi verið meira og minna fullir af vitleysum? Það er einnig vitavert að einstaklingar komi að lokuðum dyrum Reikni- stofunnar hf. og geti með engu móti haft samband við neinn starfsmann í gegnum síma, þrátt fyrir að fyrirtækið hvetji ein- staklinga sem hafna á listanum að leita leiðréttinga sinna mála hjá fyrirtækinu. Framganga fyr- irtækisins í þessu máli er því fyr- ir neðan allar hellur. Ásakanir einstaklinga um að Reiknistofan hf. hafi sent út rangar upplýsing- ar um þá, eru svo alvarlegar í sjálfu sér, að það er spurning hvort ekki eigi að krefjast þess að opinber rannsökn tari tram á gögnum og vinnslu Reiknistof- unnar hf. á persónuupplýsing- um. IVÍeðferð persónuupplýsinga á tölvuformi er mjög viðkvæm. Það er forkastanlegt að einka- fyrirtæki hafi af því hagnað að gefa út „svartan lista“ yfir al- menning. Það er að bæta gráu ofan á svart ef vinnubrögðin eru ófullkomin og upplýsingarnar beinlínis villandi. I raun er eðli- legt að bankar og lánastofnanir hafi einhver gögn um mikla van- skilamenn og óreiðufólk í fjár- málum. Hins vegar er „svarti listinn" íslenski alltof ítarlegur og gerir heiðarlegt fólk að glæpamönnum fyrir engar sak- ir. Það eitt að listinn er við lýði í sjö ár í bankakerfinu er hneisa. Þar er verið að refsa fólki árum saman fyrir kannski það eitt að hafa skrifað upp á hjá vinum og vandamönnum sem ekki stóðu í skilum á tilskildum tíma en skuldin nú löngu greidd. Sjö ára dómur bankanna er ekkert ann- að en óréttlátur refsidómur og persónunjósnir af versta tagi. Hér þarf nýja lagasetningu; Iög sem banna einkafyrirtækjum að stunda persónunjósnir í hagnað- arskyni undir því yfirskyni að um samantekt á opinberum upplýsingum sé að ræða. Það þarf einnig endurskoðun á lög- um um kerfisbundna öflun á persónuupplýsingum á tölvu- tæku formi og tryggja að lögin stangist ekki við stjórnarskrá og alþjóðlega sáttmála um mann- réttindi. Fœreyjar: Hvað gerist á miðvikudag? Hin óvænlu úrslit i Evrópuleik Færeyinga og Aust- urrikismanna á dögunum, er frændur okkar lögðu knattspyrnurisann Austurriki að velli i Landskrona með einu marki gegn engu, eru enn i umræðunni, bæði hér og viða um lönd. Sigurgleði Færeyinga var einlæg og ósvikin. Það var sungið og dansað um all- ar eyjarnar sólarhringum saman, þvi þó að allt geti gerst i knattspyrnu eins og sagt er, datt engum i hug, að Færeyingar gætu sigrað Austurrikismenn, sem lék i úrslitakeppni HM á ítaliu i sumar! Ahuginn er étrúlegur Ahugi Færeyinga á knattspyrnu er hreint út sagt ótrúlegur, næst- um suður-amerískur, og löngu áð- ÍÞRÓTTIR Örn Eiðsson skrifar ur en umræddur leikur tór tram hófust umræður og vangaveltur um væntanleg úrslit. Á vinnustöð- um voru allir orðnir að sérfræð- ingum og það var giskað á úrslit í leiknum. Því er ekki að leyna, að fólk horfði með kvíða til leiksins þó að flestir hefðu mikla trú á sínu liði bjóst enginn við sigri gegn Austurríkismönnum, sem komust í úrslit á HM á Ítalíu í sumar. Allir horfðu á leikinn i sjónvarpinu______________ Daginn sem leikurinn fór fram tæmdust allar götur í Færeyjum, en honum var sjónvarpað beint um allar eyjarnar. Þjóðin beið í of- væni og sumir kvíðnir. Það sást enginn bíll á hreyfingu og því síð- ur nokkur manneskja á gangi, hvað var að gerast? Eftir margum- ræddan leik streymdi fólk út á strætin, söng af gleði, annað eins hefur varla sést. Eftir mikla og sér- staklega óvænta sigra í íþróttum hefur þetta gerst víðar, t.d. hér á iandi. Allt í einu hafði slíkur at- burður orðið að veruleika í Fær- eyjum. Stemmningin var hreint út Allt er nú með kyrrum kjörum í Færeyjum eftir sigurvímuna eftir leik færeyska landsliðsins gegn Austurríki. En hvað gerist nk. miðvikudag þegar Færeyingar keppa við Dani? sagt með ólíkindum. Hin fræga ÓI- afsvaka Færeyinga er í lok júlí ár hvert, en þetta gerðist um miðjan september. Bifreiðir voru nú ekki lengur kyrrar við húsin, allt fór á hreyf- ingu, bílarnir flautuðu, fólkið steig sigurdans með færeyska fánann. Það var sannkölluð gleði og hátíð, jafnt hjá ungum sem gömlum. Áhrif íþróttasigra eru oft ótrúleg, það sannaði hinn óvænti og skemmtilegi sigur Færeyinga yfir Austurríkismönn um. Hæst leiku þeir við Pani Nú þegar mesta sigurvíman yfir sigrinum er um garð gengin, eru Færeyingar farnir að velta vöng- um yfir næsta leik þeirra í Evrópu- keppninni í 4. riðli, sem verður 10. október nk. í Kaupmannahöfn. Landsliðsþjálfari Dana, Richard Möller Nielsen, tók öllum látunum eftir feik Austurríkismanna og Færeyinga með heimspekilegri fjónskri ró. „Vissulega voru þetta óvænt úrslit, en mér var Ijóst, að Færeyingar kunna ýmislegt fyrir sér í knattspyrnu," sagði danski landsliðsþjálfarinn. Og hann bætir einnig við: „Náttúra og menning hverrar þjóðar endurspeglast í íþróttum, m.a. í knattspyrnunni. Eg þekki allvel til færeyskrar knattspyrnu og veit hvers þei r eru megnugir og að þeir geta sýnt afburðaknatt- spyrnu. Metnaðurinn og baráttu- viljinn eru einnig einkenni fær- eyskra liða. Nielsen vísar einnig til þess, er færeyska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerði 1:1 jafntefli við Dani í Reykjavík. Danski landsliðsþjálfarinn segir úrslitin í Landskro na vera aðvörun fyrir leikinn 10. október. Hann kveðst samgleðjast Færeyingum með úrslitin, slík úrslit gerist alltaf annað veifið í alþjóðlegri knatt- spyrnu, en það verði ekki stöðugt framhald á því. Nú vilja allir sjá__________ Færeyingana_________________ Danska knattspyrnusambandið hafði ekki búist við mikilli aðsókn að leiknum við Færeyjar, en eftir sigurinn gegn Austurríki var sím- inn á skrifstofu sambandsins rauð- glóandi og allir vildu tryggja sér miða á leikinn 10. október. Auk Dana, Au sturríkismanna og Færeyinga eru J úgóslavar og N-ír- ar með þeim í riðlinum. Auk leiks Austurríkis og Færeyja hafa Júgó- slavar sigrað Norður-írland í Bel- fast með tveimur mörkum gegn engu. Danir leika við Norður-Ir- land í Belfast 17. október.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.