Alþýðublaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 6
Kjördœmisþing Alþýduflokksins í Nordurlandskjördœmi: íslenskir jafnaðarmenn endurskoði ýmis stefnumið Kjördæmisþing Alþýðuflokksins i Norðuriands- kjördæmi eystra var haldið ó Akureyri laugardag- inn 29. september sl. Þingið sóttu rúmlega 50 full- trúar viða úr kjördæminu, og urðu miklar umræður um stjórnmálaástandið, en þó einkum um atvinnu- málin i kjördæminu. Kosningar___________________ í stjórn kjördæmisráðsins voru kjörin: Gunnar B. Salomonsson, Húsavík, formaður, Ingólfur JÓns- son, Akureyri, og Ríkharður Sig- urðsson, Ólafsfirði. Til vara: Helga Árnadóttir, Dalvík, og Sigurður Oddsson, Akureyri. í flokksstjórn Alþýðuflokksins voru kjörin: Hulda Eggertsdóttir, Akureyri, Brynjar Sigtryggsson, Húsavík, Gísli Bragi Hjartarson, Akureyri, og Steindór Gunnars- son, Ákureyri. Til vara: Unnur Björnsdóttir, Akureyri, og Kolbrún Pálsdóttir, Akureyri. í verkalýðsnefnd voru kjörnir: Sævar Frímannsson, Akureyri, og Jökull Guðmundsson, Akureyri. Á kjördæmisþinginu voru sam- þykktar nokkrar ályktanir, sem hér fylgja með. Stjérnmálaályktun___________ Kjördæmisþingið lýsir ánægju sinni með þann árangur, sem ríkis- stjórnin hefur náð, með dyggum stuðningi verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda, í baráttunni við verðbólguna. Brýna nauðsyn ber til að viðhalda því jafnvægi, sem náðst hefur í efnahagsmálum. Kjördæmisþingið lýsir hins veg- ar áhyggjum sínum vegna þróunar atvinnumála víða á landsbyggð- inni og bendir á, að á nokkrum þéttbýlisstöðum í Norðurlandi eystra er atvinnuleysi orðið við- varandi. en ekki árstíðabundið eins og áður var. Byggðaþróun á landsbyggðinni bendir til þess, að hún eigi nú mjög undir högg að sækja gagnvart Stór-Reykjavíkur- svæðinu. í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru ákveðnar yfirlýs- ingar um ,,að stefnt skuli að jafn- vægi í byggð landsins". Kjördæm- isþinginu þykir nokkuð á það skorta að þessari yfirlýsingu hafi verið fylgt eftir. Þingið bendir m.a. á álversmálið í þessu sambandi. Kjördæmisþingið lýsir ánægju sinni með störf ráðherra flokksins á ýmsum sviðum. Þingið þakkar forgöngu viðskiptaráðherra í því verki að færa íslenskan fjármagns- markað í nútímalegra horf og að hnika honum nær alþjóðlegum peningamarkaði. Einnig baráttu hans fyrir lækkun vaxta og fjár- magnskostnaðar, fækkun banka og beislun hins ,,gráa“ fjármagns- markaðar. Barátta félagsmálaráðherra hef- ur sýnt og sannað, að mikil þörf var á grundvallarbreytingu á hús- næðiskerfinu. Húsbréfakerfið hef- ur þegar sannað ágæti sitt, og væntir kjördæmisþingið þess, að félagsmálaráðherra haldi áfram baráttu sinni fyrir félagslega hús- næðiskerfinu. Þingið lýsir ennfremur ánægju sinni með skeleggt starf og fram- göngu utanríkisráðherra sem for- manns viðræðunefndar EFTA í samningaviðræðum við Efna- hagsbandalagið. Þessar samn- ingaumleitanir eiga einn drýgsta þáttjnn í því, að viðræður EFTA við bandalagið hafa náð eins langt og raun bera vitni. Þá minnir þing- ið á frumkvæði, sem felst í tillög- um utanríkisráðherra um afvopn- un á Norður-Atlantshafi, sem hef- ur gildi fyrir allt mannkyn, en ekki síst mikla þýðingu fyrir okkur ís- lendinga. Nú, þegar skammur tími er til flokksþings, vill kjördæmisþingið benda á nauðsyn þess, að hafin verði endurskoðun ýmissa stefnu- miða íslenskra jafnaðarmanna í ljósi breyttrar heimsmyndar. Þar er m.a. nauðsynlegt að marka mun skýrari stefnu flokksins í um- hverfismálum. Ályktun um byggða- og atvinnumál________________ Kjördæmisþingið lýsir miklum vonbrigðum með þá stöðu, sem upp er komin í staðarvali álvers. Miklar vonir höfðu verið við það bundnar, að álver kæmi í Eyja- fjörð. Það hefði gjörbreytt ótryggu og slöku atvinnuástandi þar sem atvinnuleysi hundruða karla og kvenna er nú viðvarandi en ekki árstíðabundið, eins og áður var. Það er skýlaus krafa kjördæmis- þingsins, að stórefld verði öll að- stoð við uppbyggingu þeirra fyrir- tækja, sem fyrir eru í kjördæminu, svo og rannsóknarstarfsemi vegna höfuðatvinnuveganna, ásamt samtengingu við menntun á há- skólastigi. Þá beinir kjördæmisþingið því til ^tjórnvalda, að mótuð verði stefna í ferðaþjónustu. Ennfremur beinir þingið því til stjórnvalda, að þegar verði gripið til aðgerða, er tryggi að tiltekinn hópur erlendra ferðamanna verði látinn greiða fyrir eðlilega þjónustu hér á landi, þ.e. að takmarkaður verði inn- flutningur erlendra ferðamanna á matvælum og meira eftirlit haft með umsvifum erlendra ferða- skrifstofa hér á landi. Þá hvetur kjördæmisþingið til þess, að fjármagn verði veitt til uppbyggingar á öflugri hvíldar- og heilsuræktarstarfsemi við Eyja- fjörð og til að Ijúka smíði heilsu- hælis í Kjarnaskógi. Einnig verði stuðlað að nýsköpun í matvæla- iðnaði vegna útflutnings og efld verði þjónusta í anda heilsu- og umhverfisverndar. Kjördæmisþingið skorar á stjórnvöld, að velja varaflugvelli fyrir millilandaflug stað í Aðaldal. Þingið bendir á það beina flug, sem hófst sl. sumar frá meginlandi Evrópu til Akureyrar og hafði í för með sér mikla fjölgun ferða- manna í kjördæminu. Þingið vill að á Akureyrarflugvelli verði góð aðstaða vegna millilandaflugs, m.a. sómasamleg fríhöfn, og að sú aðstaða verði bætt þar til nýr vara- flugvöllur hefur verið gerður. RAÐAUGLÝSINGAR Til sölu Tllboð óskast í eftirtaldar bifreiðir og vélar vegna Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar. 1.R-42009 Isusu pallbíll árg. 1983 Susuki Alto 2ja dyra árg. 1983 M. Benz 6 m. hús pallur árg. 1977 Volkswagen Golf sendib. árg. 1983 M. Benz 6 m. hús pallur árg. 1977 Volkswagen DC 6 m. hús árg. 1984 Volkswagen DC 6 m. hús árg. 1982 Volkswagen DC 6 m. hús árg. 1983 Volkswagen CD 6 m. hús árg. 1982 Volkswagen Golf sendib. árg. 1983 Susuki Fox jeppi árg. 1984 Volkswagen Golf árg. 1981 Volkswagen Golf sendib. árg. 1983 M. Benz 203 mannfl.bifr. árg. 1981 Volkswagen Golf árg. 1981 Susuki Fox jeppi árg. 1984 Volkswagen Golf árg. 1982 Volkswagen Golf árg. 1982 Scania vörub. 17. T árg. 1984 M. Benz vörub. 13 T árg. 1982 M. Benz sorpbifr. árg. 1974 Marshall dráttarvél árg. 1984 Zetor7011 dráttarvél árg. 1982 P.Z. sláttuþyrla Minitraktor Bolens árg. 1982 Vibrokefli A.B.G. árg. 1977 Tækin verða til sýnis í porti Vélamiðstöðvar Reykja- víkurborgar, Skúlatúni 1, dagana 8., 9. og 10. októ- ber. Tilboðin verða opnuðfimmtudaginn 11. október kl. 14.00 á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, Fríkirkjuvegi 3. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 2. R-42483 3. R-56263 4. GY-120 5. R-53713 6. R-51417 7. R-34559 í. R-44409 £. R-30067 10. R-42457 11. R-51042 12. R-23624 13. R-43048 14. R-73184 15. R-23622 16. R-51045 17. R-36073 18. R-30074 19. R-52104 20. R-38518 21. R-44027 22. RD-39 23. RD-637 24. 25. 26. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í smíði á Ijósstólp- um og pollum úr rústfríu stáli fyrir útsýnishús á Öskjuhlíð skv. eftirfarandi. 1. Ljósstólpur, gerð A fjöldi 29. stk. 2. Ljósstólpar, gerð B fjöldi 18 stk. 3. Ljóspollar, gerð A. fjöldi 31 stk. 4. Ljóspollar, gerð B. fjöldi 39 stk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu frá og með mánudeginum 8. október 1990. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 17. október 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Forval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna- málastjórans í Reykjavík, auglýsir forval vegna kaupa á skólpdælum ásamt stýri- og viðvörunar- búnaði þeim tengdum. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, frá og með þriðjudaginum 9. október n.k. gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skila á sama stað eigi síðar en mánudaginn 29. október 1990. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Flokfc . 41 tarfíð Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi verður haldið í félagsheimili Alþýðuflokksins á ísafirði, sunnudaginn 7. október þ.m. Fundurinn hefst kl. 11.00 fyrir hádegi. Dagskrá: 1. Stjórnmálaviðhorfið 2. Kjördæmismál 3. Undirbúningur þingkosninga Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur Fulltrúar Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á flokks- þing. Áríðandi fundur þriðjudagskvöldið kl. 20.00 í Rós- inni. Stjórnin. Fulltrúar SUJ Fulltrúar SUJ á komandi flokksþingi. Fundur í félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hamraborg 14 í Kópavogi, þriðjudaginn 9. október kl. 20.00. SILL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.