Alþýðublaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 3
INNLENDAR FRETTIR FRÉTTIR í HNOTSKURN ÆRKJÖTTIL PERSAFLÓA: AF 140 milljón króna fjárframlagi til neyðarhjálpar vegna Persaflóadeilunnar mun Rauði kross Islands ráðstafa 90 milljónum. Þar af eru 50 milljónir vegna aðstoðar við flóttamenn í Egyptalandi og er ráðgert að kaupa matvæli og hjálpargögn hérlendis fyrir þessar fjárhæðir. Meðal matvæla sem send verða til Persaflóasvæðisins eru 10 tonn af niðursoðnu ærkjöti frá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri. Einnig mun ætlunin að senda reykta síld og kex. VINNA VIÐ TÖLVUR: Vinnueftirlit ríkisins hefur gefið út nýtt fræðslu og leiðbeiningarit sem nefnist Vinna við tölvu. Þessi bæk- lingur kemur í stað bæk- lings frá 1984 um svipað efni. Leitast er við að gefa sem sem skýrasta mynd af því hvernig góð vinnuskil- yrði eiga að vera fyrir fólk sem vinnur við tölvur. Reynt er að svara spurning- um sem alltaf eru að koma upp og vekja stundum kvíða, einkum varðandi húðútbrot, ofnæmi og meðgöngu. Bæk- lingurinn fæst hjá Vinnueftirliti ríkisins. FRETTALJOSMYNDIR: Hin árlega fréttaljósmynda- sýning World Press Photo verður opnuð í Listasafni ASÍ á morgun og verður hún opin til 14. október. Miklir atburðir hafa gerst í Evrópu á liðnu ári og eru fréttaljósmyndirnar meðal annars lýsandi myndræn frásögn af þeim viðburð- um. HATIÐARMESSA: Sérstök hátíðarmessa verður í Kópa- vogskirkju á sunnudaginn í tilefni þess að þá verður lokið uppsetningu altaristöflu í kirkjunni. Þetta málefni á sér langan aðdraganda því það var árið 1971 sem safnaðar- fundur samþykkti að koma upp altaristöflu í kirkjunni. Að undangenginni samkeppni sem lauk í febrúar síðastliðn- um var Steinunn Þórarinsdóttir, myndlistarmaður, ráðin til að gera altaristöfluna og er hún gerð af steini og gleri. Við hátíðarmessuna prédikar biskup Islands, herra Olafur Skúlason, og listamenn sjá um söng og hljóðfæraleik. SÝNINGAR í NÝLISTASAFNI: Tvær sýningar hafa verið opnaðar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík. Á efri hæðum sýnir Haraldur Jónsson þrívíð verk og í neðri sölum sýnir Ingileif Thorlacius málverk. Þetta er önnur einkasýning þeirra beggja. Safnið er opið daglega kl. 14—18 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. MÁLVERKAUPPBOÐ: Gallerí Borg efnir til málver- kauppboðs í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. í Súlnasal Hótel Sögu á sunnudaginn. Um 60 verk verða boðin upp, flest öll eftir þekkta lista- menn, þar af mörg eftir „gömlu meistarana". Uppboðið hefst kl. 20.30, en verkin verða til sýnis í Gallerí Borg á morgun og sunnudag kl. 14—18. K0NUR 0G BYGGÐAÞRÓUN: Norræn ráðstefn'a um byggðaþróun á Norðurlöndum og stöðu kvenna verður haldin að Hótel Örk í Hveragerði í lok næstu viku. Það er Jafnréttisráð sem stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við Byggðastofnun og hliðstæða aðila á Norðurlöndum. Kynntar verða stjórnvaldsaðgerðir sem sérstaklega hafa verið miðaðar við þarf ir og hagsmuni kvenna í dreifbýli og fjallað um vænlega framtíðarþróun byggðamála frá sjónar- hóli kvenna. Fyrirlesarar verða frá Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi og Islandi, en samtals er boðið til ráðstefnunnar um 70 þátttakendum. Ráðstefnustjórar verða Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytis- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, og Kristófer Óliversson, skipulagsfræðingur hjá Byggðastofnun. MINNINGARSJOÐUR: Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Ragnar Emilsson arkitekt sem lést 27. september. Útför hans verður gerð frá Grindavíkurkirkju á laugardaginn kl. 14. Þeim sém vildu minnast hans er bent á að láta sjóðinn njóta þess. Sjóðurinn er á sparisjóðsreikningi 175511 í Landsbanka Íslands og verður honum varið til styrktar Grindavíkur- kirkju sem Ragnar teiknaði. Hanp teiknaði auk hennar m.a. Mosfellskirkju og kirkju í Þykkvabæ, í Stóradal undir Eyjafjöllum og í Höfn í Hornafirði. Dregið úr bensínhœkkun: Rikið lækkar tollgjaldið Fjármálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjórn- ina ákveðið að beita sér fyrir breytingu á tollalög- unum þannig að hlutur ríkisins af bensínverði hækki ekki I krónutölu frá því sem var við síðustu verðlagningu. Bensíntoll- ur er nú 50% en mun að samþykktu frumvarpi fjár- málaráðherra iækka í um 30—35% og hlutur ríkis- ins í bensínverði hækkar því aðeins um löngu ákveðin 6%. Verð á bensínlítra hækkaði í morgun úr 52 krónum í 56,80 samkvæmt ákvörðun Verðlagsráðs í gær. Ef ekki hefði verið tekið tillit til ákvörðunar fjármálaráð- herra og ríkisstjórnar um tollalækkun til næstu ára- móta hefði bensínverð á lítra orðið 59,80 kr. Samþykkt frumvarpsins á þingi jafngild- ir því 3 króna tímabundinni niðurgreiðslu á bensínlítr- ann. Hækkun á bensínverði nú mun jafngilda 0,40% hækk- un framfærsluvísitölu, en hefði orðið 0,65% ef ekki hefði verið gefið fyrirheit um hina tímabundnu tollalækk- un. Tekjur ríkissjóðs af bens- íni rýrna um 50 milljónir króna á mánuði vegna þess- arar ákvörðunar. Fulltrúar ASÍ, BSRB og VSÍ hafa að undanförnu átt í við- ræðum við fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og fjármála- ráðuneytisins um þessi mál. Til grundvallar þeim viðræð- um hefur legið mat ráðuneyt- . isins á áhrifum hærra bensín- verðs á verðlag og afkomu ríkissjóðs. Aðilar eru sam- mála um að varanleg hækk- un á olíuverði mundi valda verulega þungum búsifjum og tekjuskerðingu hjá ríkis- sjóði líkt og á öðrum sviðum efnahagslífsins. Ákvörðun um lækkun bensíntolla er tekin í samráði við þessa að- ; ila og er ætlað að styrkja ■ þjóðarsáttina. Gervihnattadiskar: Eftirlit eða frelsi „Við vitum að okkar að- staða til að fylgjast með þessu er afar bágborin,“ sagði Steingrímur Sigfús- son samgönguráðherra, þegar hann var spurður um aðgerðir ráðuneytis- ins vegna fjölda ólöglegra gervihnattadiska, sem Al- þýðublaðið greindi frá í gær. „Við höfum viijað reyna að fá menn til sam- starfs með góðu og höfum í raun orðið að treysta á löghlýðni manna. En ef þetta lagast ekki sýnist mér ekki vera nema um tvennt að ræða. Annað hvort verðum við að stór- auka eftirlit og grípa til viðurlaga eða þá að gefa þetta alveg frjálst." Þessi ummæli Steingríms áttu að fylgja fréttaskýringu Alþýðublaðsins í gær en af einhverjum ástæðum komust þau ekki í gegn um vinnslu- feril blaðsins. Samgönguráð- herra er beðinn velvirðingar á þeim mistökum. Ekki var þverfótaö fyrir traktorsgröfum við húsakynni borg- arverkfræðings i gærmorgun eins og sjá má. Það er Ágúst Nordgulen, forsvarsmaður eigenda þessara tækja sem stendur í forgrunni. Eigendur voru að mótmæla þvi að Reykjavíkurborg þvingar eigendur til að selja þjónustu sína undir kostnaðarverði og ákveður einhliða greiðslutaxta. Er nú þolinmæði gröfueigenda á þrotum og voru aðgerðirnar í gær liður í að knýja fram leiðréttingu. A-mynd: EÓL.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.