Alþýðublaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 8
Gabriel höggdeyfar Verslið hjá fagmanninum GS varahlutir Hamarshðlda 1 Simar 36510S83744 ■ Fax 673703 i ••• •••• • • • • • • • • • ••••• •••• •••• • • • • • • • • • •••••••• • • • • • • • •• • •••• • • LUNDÚNUM: Bretar féllust í dag á að tengja pundið við gengi gjald- miðla Evrópubandalags- ríkjanna innan svokallaðs EMR kerfis. Tilkynnt var að sterlingspundið myndi í fyrstunni verða skráð á 2,95 þýsk mörk og að það gæti sveiflast til um 6%. Akvörðun Breta kom á óvart, en sumir fréttaskýrendur telja að Margaret Thatcher forsætisráðherra hafi látið undan nú m.a. til að hressa upp á fylgi ílialdsflokksins. Efnahagslíf er í öldudal í Bretlandi, en aðgerðum sem fylgdu ákvörðuninni í gær, t.d. vaxta- lækkun, er ætlað að koma stöðugleika á og koma hjóli efnahagslífs á hraðari snúning. Thatcher ítrekaði mótmæli sín við tillögum um sameiginlegan gjaldmiðil innan Evr- ópubandalagsins sem er ætlað að styrkja enn frekar bönd aðildarríkja bandalagsihs. LUNDÚNUM: Hlutabréf féllu á mörkuðum í Evrópu í gær eftir að fulltrúadeild bandaríska þingsins hafði neitað að fallast á aðgerðir til að rétta við halla á fjár- lögum. Þá hefur aukið at- vinnuleysi í Bandaríkjun- um, sem tilkynnt var um fyrr í gær, minnkað vonir um að efnahagslíf rétti betur úr kútnum vestra. BAGDAD: Prímakov, sérlegur sendimaður Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, hitti Saddam Hussein og færði honum bréf frá Gorbatsjov. AÞENU: Bjóða á út 49% hlut í gríska ríkisflugfélaginu Olympic Airways. Fyrirtækið dragnast með jafngildi 43 milljarða króna skuldar og hefur ekki skiiað arði síðastlið- inn áratug. PRETORIU : Hvítir landeigendur fóru fram á að de Klerk forseti hætti við áform um að fella úr gildi aðskilnaðarlög varðandi eign á landi. Sögðust þeir margir ekkert hafa á móti því að eignast svarta granna en reynslan hvarvetna úr Afríku sýndi að svartir gætu ekki ræktað land með nógu góðum árangri og að þeir eyddu því. KIGALI: Franskir, belgískir og zairískir herflokkar hafa verið sendir til Rwanda þar sem uppreisnarmenn hótuðu að reka Habyrarima forseta frá völdum. HELSINGFORS: Sovésk yfirvöld fóru fram á að Finnar afhentu þeim flugræningja sem rændi Aeroflotvél. Ræn- inginn hefur beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. NYJU-DELHI: Að minnsta kosti níu manns voru drepnir og 200 særðir þegar lögregla hóf skothríð á fanga í gær til að bæla niður óeirðir í fangelsi þar í borg. OSLO : Norska ríkisstjórn- in hafnaði enn í dag kröfu stjórnarandstöðunnar um að mál Syses forsætisráð- herra yrði tekið upp að nýju. Gro Hariem Brundt- land, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, sagði að hún myndi áfram krefjast þess að hlutlaus athugun færi fram á athöfnum Syses, en hann hefur verið sakaður um að brjóta hlutafélaga- lög. ERLBNDAR FRÉTTIR Umsjón: Þorlákur Helgason Norska fjárlagafrumvarpiö fyrir áriö 1990: Skattalækkcmir Norski fjármálaráðherrann lækkar beina skatta en hækkar þá óbeinu. Fjárlagafrumvarp norska ríkisins fyrir árið 1991 var lagt fram í gær. Reiknað er með að fatið af oiíu verði um 20 dollarar á næsta ári. Beinir skattar lækka en sértekjur ríkis- ins hækka á móti. Með nokkrum rétti má segja að fjárlagafrumvarpið skiptist í tvennt. Annars veg- ar það sem varðar tekjur (og kostnað) af olíunni í Norður- sjó og hins vegar af athöfnum manna uppi á landi. Gert er ráð fyrir þjóðarframleiðsla á „fastalandinu" vaxi um 2‘/4 af hundraði á næsta ári, og að þannig verði hægt að draga úr atvinnuleysi í landinu. Arne Skauge fjármálaráð- herra segir frumvarpið vin- samlegt börnum, landsbyggð og hagvexti. Það einkennir mjög áætl- anir ríkisstjórnarinnar að dregið er úr beinum sköttum en neysluskattar auknir í staðinn. Beinir skattar lækka samanlagt 'um 2,6 milljarða norskra króna en á móti er áætlað að ýmsar sértekjur ■hækki um 2,4 milljarða króna. Efsta þrepið í tekju- skattinum er lækkað niður í 56,8% og segir fjármálaráð- herra að skattinum sé ætlað að skilja meira eftir í budd- unni eftir að tekjuskattur hafi verið greiddur. ,,Ef launa- samningar fyrir 1990—1991 verða á skaplegum nótum, mega launþegar gera ráð fyr- ir batnandi kaupmætti,“ segir Skauge fjármálaráðherra. Samanlagt munu tekjur rík- isins lækka um 790 milljónir norskra króna, en ríkisstjórn- in stefnir að því að einka- væða opinberar stofnanir og breyta ríkisbönkum í hlutafé- lög. Útgjöld til varnarmála verða óbreytt og sömuleiðis niðurgreiðslur í landbúnaði. Sérstakur mengunarskattur verður lagður á bensín til að draga úr koltvísýringi og einnig hækka gjöld á áfengi og tóbak. Gjöld á áfengi hækka í samræmi við styrk- leika þess. Minnkandi kaupmáttur í Bandaríkjunum og fallandi gengi á uerdbréfamörkudum: Minni hagnaður fyrir Japana Áhrif olíuverðshækk- ana eru far nar að gera vart við sig í viðskiptum milli Havel vill ræöa við Gorbatsjov um oltu. Olía, olía ... Havel óskar neyðar- fundar Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, hefur reynt að fá neyðarfund með Gorbatsjov til að ræða versnandi hag Tékka og annarra Austur-Evr- ópubúa í kjöifar hækkandi olíuverðs og óska eftir að geta fengið sovéska olíu. Tékkar hímdu í bílum sín- um í fyrrinótt til þess að kom- ast að bensíntönkum, því að boðað var að frá og með laug- ardegi yrði byrjað að skammta bensín í Tékkóslóv- akíu. Til októberloka verður aðeins leyft að kaupa 25 lítra í einu á gangverði. Sömu sögu er að segja úr Búlgaríu og í Póllandi hækkaði verð í gær og er nú 50% hærra núna en fyrir innrás Iraka í Kúvæt. j' landa. Þannig hafa Banda- ríkjamenn dregið úr kaup- um á vörum frá Japan og er það ein meginástæða minni hagnaðar Japana á viðskiptum við útlönd. Viðskiptahagnaðurinn í ágúst varð jafngildi um 45 milljarða íslenskra króna, en var um 200 milljarðar króna fyrir sama mánuð í fyrra. Tekjur Japana af fasteign- um og fjármunum erlendis hafa minnkað og er m.a. um kennt fallandi gengi á verð- bréfamörkuðum. Olía er um það bil 14% af innflutningi, en hún hefur hækkað úr 20 dollurum tunnan í 36 dollara eftir innrás Iraka í Kúvæt. Hagfræðingar telja að hækk- andi verð geti dregið það mikið úr eftirspurninni er- lendis og aukið svo kostnað Japana af kaupum á olíu að í byrjun næsta árs geti við- skiptajöfnuður jafnvel orðið óhagstæður fyrir Japan. Út- flutningur Japana hefur um langa hríð verið Japönum hagstæður og því hefur gjald- eyrisstaða þeirra verið ákaf- lega styrk. I fyrra varð af- gangurinn um 42 milljarðar dollara, eða jafngildi 2.500 milljarða króna. HIÐ NÝJA ÞÝSKALAND REUTER 36% □ Annað O Landbúnaður □ Iðnaður □ Þjónusta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.