Alþýðublaðið - 10.10.1990, Síða 1

Alþýðublaðið - 10.10.1990, Síða 1
MPYDUMMB Aklu ekki úl i óvissuna aklu ó Ingvar Helgason hf. Sævarholða2 Simi 91-67 4000 153. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR lO. OKTÓBER 1990 JÓHANNA VILL BREYTINGAR Á HÚS- BRÉFAKERFINU: jó- hanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær drög að frumvarpi um breytingar á húsbréfakerf- inu. Drögin verða kynnt stjórnarþingflokkunum á næstunni. Helstu breyting- ar sem félagsmálráðherra vil gera eru þrjár. í fyrsta lagi að húseigendur geti fengið húsbréf vegna meiriháttar endurbóta á húsnæði sínu. í öðru lagi geti húskaupendur fengið húsbréf sem svara til 75% af húsverði í stað 65% áður og í þriðja lagi að þeir sem eiga í greiðsluerfiðleikum eigi einnig kost á húsbréfum til að greiða skuldir sínar með. ATVINNULEYSISSJÓÐUR RÝRNAR: fnneign at-l vinnuleysissjóðs hefur rýrnað mjög á síðastliðnum 20 ár- um. Árið 1970 átti sjóðurinn inneign sem svaraði greiðslu- getu fyrir 10 milljón atvinnuleysisdögum en á nú aðeins fyrir um milljón bótadögum. í útvarpsfréttum í gær kom fram í máli Guðmundar Þ. Jónssonar, fulltrúi ASÍ í stjórn sjóðsins, að höfuðstóll sjóðsins dugi ekki nema í 11/2—2 ár miðað við 2% atvinnuleysi. 320 MILLJÓNA KRÖFUR í KNÞ: Kröfur í þrotabúl Kaupfélags Norður-Þingeyinga nema alls um 320 milljón- um króna. Stærsti kröfuhafinn er Samvinnubankinn með 130 milljónir en aðrir stórir kröfuhafar eru Vátryggingafé- lag íslands, Samvinnulífeyrissjóðurinn, Stofnlánadeild samvinnufélaganna, Byggðasjóður og ríkissjóður. Ekki liggur fyrir hversu miklar eignir þrotabúsins eru. GÆÐAMJÖL 0G LÝSI FRÁ ÍSLANDI: Það er eins með fiskmjöl og lýsi og aðra framleiðslu að gæði eru mis- jöfn. Félag ísl. fiskmjölsframleiðenda hefur nú stofnað gæðasamband innan sinna vébanda. Tilgangurinn er sá að ná fram auknum gæðum á hinni íslensku framleiðslu, — ört vaxandi samkeppni á mörkuðum kallar á þessar að- gerðir, segir Jón Ólafsson hjá félagi fiskmjölsframleið- endanna. Flestar Ioðnuverksmiðjur landsins hafa óskað eftir inngöngu í sambandið og mun framieiðsla þeirra auð- kennd með sérstöku gæðamerki, standist framleiðslan mat. Sveinn Jónsson lífefnafræðingur veitir gæðasam- bandinu forstöðu. HUSEIGENDAFELAGIÐ: Nú hefur Húseigendafélagiðj flutt starfsemi sína í nýtt og rúmgott húsnæði að Síðumúla 29 í Reykjavík. Félagið er hagsmunafélag húseigenda um allt land og eru félagsmenn um fimm þúsund talsins. Af hagsmunamálum verður í vetur lögð áhersla á að fá af- greitt frá Alþingi frumvarp til laga um ábyrgð á stein- steypu, en Húseigendafélagið hafði frumkvæði að samn- ingu þess frumvarps. Hér er á ferðinni mikið hagsmuna- mál fyrir húseigendur því steypuskemmdir hafa kostað fjölda manns gífurlegar fjárhæðir í viðhaldi og viðgerðum undanfarin ár án þess að nokkur virðist bera ábyrgð á því hvernig fór. Ennfremur mun félagið vinna áfram að því að fá ekknaskattinn svonefnda felldan niður. LEIÐARINN i DAG Fyrri leiðari Alþýðublaðsins fjallar um tilhugalíf Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðubandalagsins sem eink- um birtist í sameiginlegum grátsöng gegn álmálinu. Síðari leiðarinn fjallar um mikla fylgisaukningu Al- þýðuflokksins í nýrri skoðanakönnun. SJÁ BLS. 4. Forysta til framtíðar Söngglaðir Seltirningar Fréttaskýringu um flokkd- þing Alþýðuflokksins ur i naéstu helgi er að finna í blaq- inu í dag. Það hefur lítt verið fréttum en engu að síður getil- orðið hasar um menn og má - efni. Ríkarður Örn Pálsson fjalla um tónkeika Selkórsins á Hvol svelli um sl. mánaðamót. Hanr segir Selkórinn fara vel og ró lega af stað og ætli sér greini lega ekki um of. Gul hæna eða brún „Skólinn byrjaði umsvifa laust að rugla mig þegar kenn arinn las mér um einhverja litlí gula hænu," segir Jónas Jón asson en hann segir sína skoð un á málfari og menntun. Landsbergis var mjög ánægður með vináttu og stuðning (slendinga á fundi með fréttamönnum að viðstöddum Steingrimi Hermannssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra. A-mynd E. Ól. Landsbergis á fundi meö fréttamönnum Þakkaði eindreginn sluðning íslendinga Landsbergis, forseti Æðsta ráðs Litháens, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær að líkja mætti hernámi Litháens við hernám Kúvæts. Hann sagði Litháa hafa beðið eft- ir að öðlast sjálfstæði á ný síðan Sovétríkin hernámu landið í heimstyrjöldinni síðari. Hann sagði að ekki hefði orðið mikill árangur af viðræðum við Sovét- menn til þessa en meðan viðræður færu fram væri von um að lausn fengist. Á fundinum þakkaði Landsbergis fyrir einlægan stuðning Islendinga við mál- stað Litháa og sagði að svo eindreginn stuðningur hefði komið á óvart. Landsbergis átti annríkt í gær. Dagurinn hófst með heimsókn í Árnasafn en síð- an var fundur með Steingrími Hermannssyni, forsætisráð- herra, og Jóni Baldvin Hanni- balssyni, utanríkisráðherra. Að loknum hádegisverði með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, var haldið til Þingvalla þar sem dvalist var fram eftir degi. í gærkvöldi efndi forsætisráðherra til kvöldverðarboðs til heiðurs Landbergis. í dag mun Landbergis ræða við Kristínu Halldórsdóttir frá Kvennalista og síðan við Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Hann mun síðan verða viðstaddur setningu Alþingis og eiga fund með Guðrúnu Helga- „Tíminn er stuttur og bjargið er hátt sem þarf að klífa. Við þurfum að safna um 180 milljón króna hlutafé til að uppfylla kröf- ur um eigið fé þegar sótt er um flugleyfi. Þá umsókn þurfum við að leggja fram í síðasta lagi fyrir hádegi næstkomandi mánudag. Það eru komin loforð uppá um 90 milljónir króna og það skýrist á allra næstu dögum hvort þetta tekst eða ekki,“ sagði Víglund- ur Þorsteinsson, forsvars- maður ísflugs, í samtali við Alþýðublaðið. ísflug stefnir að þvi að ná til dóttur, forseta sameinaðs þings. Hann mun einnig eiga fund með Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra og ávarpa almenning við Ráðherrabústaðinn klukkan sín leyfum Arnarflugs til áætlunarflugs til Amsterdam og Hamborgar. Flugleiðir fengu leyfin tímabundið, eða til 1. nóvember þegar Arnar- flug ákvað að hætta flugi um stundarsakir að minnsta kosti. ísflug hefur flugrekstr- arleyfi til leiguflugs, en Víg- lundur sagði vonlaust að reka eingöngu leiguflug hérlendis. Fyrir því væri enginn grund- völlur. Að sögn Víglundar hefur starfsfólk Arnarflugs lofað yf- ir 20 milljónum króna í hluta- fé og ýmsir aðrir aðilar lagt fram hlutafjárloforð, en jafn- framt hefðu nokkrir helst úr 18. I kvöld mun hann snæða kvöldverð í boði Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanrík- isráðherra. Landbergis held- ur af landi brott í fyrramálið. lestinni sem hefðu ætlað að leggja fram hlutafé. ísflug hefði tryggt sér flugvél til áætlunarflugsins ef dæmið gengi upp. Víglundur Þor- steinsson taldi einsýnt að ef ísflugi tækist ekki að afla til- skilins hlutafjár og fá flugleyfi fengju Flugleiðir áfram leyfi til áætlunarflugs til Amster- dam og Hamborgar. Gjaldheimtan hefur innsigl- að skrifstofur Arnarflugs, en félagið sótti um greiðslu- stöðvun í tvo mánuði meðan reynt yrði að endurskipu- leggja fjárhaginn. Isflug reynir aö ná flugi Búið að safna 90 milljóna hlutafé RITSTJORN r 681866 — 83320 • FAX 82019 • ASKRIFT OG AUGLÝSINGAR r 681866

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.