Alþýðublaðið - 10.10.1990, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 10. okt. 1990
45. flokksþing Alþýðuflokksins
FORYSTA TIL
FRAMTÍÐAR
Alþýðuflokksmenn ganga til flokksþings um
næstu helgi undir yfirskriftinni: „Forysta til fram-
tiðar." Af yfirskriftinni má ráða að Alþýðuflokkur-
inn ætlar sér forystuhlutverk á sviði islenskra
stjórnmála á komandi árum og áratugum. Eðlilega
velta menn þvi einnig fyrir sér hvort verið sé að skir-
skota til forystu flokksins til frambúðar.
Gleyma þeir
„ fortíðinni"?
Gudmundur Magnússon, 34 ára
sagnfræðingur, hinn mætasti
maður að flestu leyti, verður í
framboði hjá Sjálfstæðisflokkn-
um í prófkjöri vegna næstu al-
þingiskosninga. Guðmundur
sækist eftir 6. sæti á lista flokks-
ins í Reykjavík og hefur hann og
stuðningsmenn hans opnað
kosningaskrifstofu að Kirkju-
torgi 4 í Reykjavík. Guðmundur
nýtur mikils álits — en eitt
skyggir á. Það er sú staðreynd að
Guðmundur þótti nokkuð „rauð-
ur" á litinn á sínum yngri árum.
Sagt er að meðalsjálfstæðismað-
urinn hafi minni líkt og fíllinn, —
hann gleymi aldrei neinu — og
fyrirgefi fátt.
Kaupir hann
kirkjuna?
Séra Karl V. Matthíasson á ísa-
firði segir í Vestfirska fréttablað-
inu að það hafi hvarflað að sér
að kaupa sjálfur gömlu brunnu
kirkjuna til að geta flutt hana af
þeirri lóð sem fyrirhuguð er fyrir
nýja kirkju. Hann gæti svo farið
í að lagfæra hana þegar ástæður
leyfðu. Bygging nýrrar kirkju á
ísafirði strandar nú á því áliti
Húsafriðunarnefndar að varð-
veita skuli gömlu kirkjuna, en
hún brann fyrir 3 árum og er
stórskemmd á eftir. Sóknar-
nefnd telur velkomið að menn
varðveiti gömlu kirkjuna, en
það sé þó ekki safnaðarins að
standa undir kostnaði við við-
gerðina.
Mátti kjósa
sjálfan sig
Eins og greint var frá hér í dálk-
inum í sumar, kærði minnihluti
bæjarstjórnar í Bolungarvík at-
kvæðagreiðslu um ráðningu
bæjarstjóra, taldi ólöglegt að 01-
afur Kristjánsson bæjarstjóri
tæki þátt í atkvæðagreiðslu um
eigið starf. Félagsmálaráðuneyt-
ið hefur fellt sinn úrskurð: Ólafi
var heimilt að kjósa sjálfan sig.
Flokksþing Alþýðuflokksins
sem hefst á föstudaginn hefur enn
sem komið er ekki dregið að sér
mikla athygli fjölmiðla. Flokks-
þing almennt eða landsþing
stjórnmálaflokkanna þykja ekki
ýkja spennandi umræðu- og
fréttaefni nema þegar tekist er á
um hverja skal velja til forystu.
Ekkert hefur komið fram sem
bendir til að tekist verði á um sæti
í æðstu stjórn flokksins.
Hverjir verða i nýrri
forystu?_______________________
Hins vegar er engan veginn frá
því gengið hverjir koma til með að
skipa nýja forystusveit Alþýðu-
flokksins sem kosin verður á
flokksþinginu. Jón Baldvin Hanni-
balsson, formaður flokksins, sæk-
ist að vísu eftir endurkjöri. Oráðið
er hins vegar hverjir muni sækjast
eftir öðrum toppembættum í
flokknum. Jóhanna Sigurðardótt-
ir, varaformaður flokksins, hefur
ekki gefið upp hvort hún sækjast
eftir endurkjöri en þó reikna
menn almennt með því. Aðrir sem
helst hafa verið nefndir sem hugs-
anlegir í æðstu embætti flokksins
eru þeir Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra, Guðmundur Árni Stef-
ánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði,
og Rannveig Guðmundsdóttir, al-
þingismaður.
Eyjólfur K. Sigurjónsson, sem
var kosinn gjaldkeri flokksins á
síðasta flokksþingi, lét af því emb-
ætti á miðju kjörtímabili og óvíst
er hver kemur til með að fylla
skarð hans. Eiríkur Briem hefur
gegnt embætti gjaldkera frá því að
Eyjólfur lét af því embætti.
Lára V. Júlíusdóttir hefur verið
ritari flokksins frá síðasta flokks-
þingi og ekki er vitað hvort hún
sækist eftir því starfi áfram. Innan
flokksins er ritaraembættið talið
ganga næst formanns- og varafor-
mannsembættunum að virðingu.
Formaður Framkvæmdanefnd-
ar Alþýðuflokksins var kosin Elín
Alma Arthursdóttir á síðasta
flokksþingi. Hún lét hins vegar af
þeirri stöðu enda átti hún óhægt
um vik þar sem hún var búsett í
Eyjum. Guðmundur Einarsson,
aðstoðarmaður iðnaðarráðherra,
hefur gegnt þeirri stöðu síðan. Af
þessu má ljóst vera að það er eng-
an veginn víst hverjir koma til
með að veljast í forystusveit Al-
þýðuflokksins á komandi flokks-
þingi og ekki er að vita nema
koma kunni til harðra kosninga
um einstök embætti.
Umheimur — umhverfi
— umhyggia_______________
„Forysta til framtíðar" er yfir-
skrift þingsins eins og fram kemur
hér að framan en „umheimur —
umhverfi — umhyggja" verður
notað sem undirslagorð. Lýsir það
allvel þeim málefnum sem jafnað-
armenn vilja leggja áherslu á. ís-
land og umheimurinn hafa vissu-
lega verið í brennidepli og hefur
Jón Baldvin, formaður Alþýðu-
flokksins og utanríkisráðherra,
leitt þá umræðu. Einkum snýr um-
ræðan að hugsanlegri inngöngu
íslands í EB og hugmyndum um
sameinaða Evrópu.
Umhverfi höfðar til þess mála-
flokks sem stöðugt meiri athygli
beinist að. Alþýðuflokkurinn hef-
ur verið leiðandi í umhverfismál-
um og má þar nefna framtak Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra en
hann hafði forgöngu um að koma
á fót söfnunarkerfi og endur-
vinnslu á einnota umbúðum.
Umhyggja undirstrikar þá vel-
ferðarstefnu sem Alþýðuflokkur-
inn boðar og það félagslega rétt-
læti sem hann berst fyrir. Eitt
stærsta málið á þessu sviði er ótví-
rætt húsnæðismálin en þar hefur
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra haft ótvíræða for-
ystu um að koma þeim málum til
betri vegar. Kaupleiguíbúðakerfið,
húsbréfakerfið og ný lög um fé-
lagslegt húsnæði eru allt mál sem
lúta að því að leysa húsnæðis-
vanda einstaklinga til framtíðar.
Sterk málefnaleg staða
Það liggur alveg Ijóst að mál-
efnalega stendur Alþýðuflokkur-
inn að mörgu leyti mjög sterkt.
Honum hefur tekist að ná fram
flestum sínum stærstu umbóta-
málum þótt það hafi oft á tíðum
kostað mikil átök. Önnur eru vel á
veg komin þó endanleg lending sé
ekki fyrirséð, t.d. álmálið. Þegar
verk núverandi ríkisstjórnar
verða skoðuð mun koma í ljós að
það sem upp úr stendur eru verk
Alþýðuflokksins. Skoðanakönnun
sem birtist í DV fyrri tveimur dög-
um staðfestir að Alþýðuflokkur-
inn er á uppleið en hann hefur
ekki mælst með jafnmikið fylgi í
skoðanakönnunum frá síðustu
kosningum.
Það má búast við líflegu þingi
hjá krötum um næstu helgi. Þótt
samstaða náist um hverjir skipi
forystusveit flokksins má engu að
síður búast við fjörmiklum mál-
efnalegum umræðum svo ekki sé
minnst á heitt mál eins og nafn-
breytingu á flokknum. Fyrir þing-
inu liggur tillaga um að við nafn
Alþýðuflokksins verði bætt „Jafn-
aðarmannaflokkur íslands". Fleiri
hugmyndir um undirnafn hafa
skotið upp kollinum og þótt hér st
ekki stórmál á ferðinni getur það
engu að síður kallað á heitar og til-
finningaþrungnar umræður.
Önnum kafnir þingfulltrúar á síðasta flokksþingi.
RADDIR
Flokkar þú „svarta vanskilalistann“ undir persónunjósnir?
Davið Guðnason, 40 ára, bifreið-
arstjóri
„Já, ég tel hann til persónu-
njósna. Mér finnst þó í lagi að upp-
lýsingar sem þessar liggi fyrir hjá
bönkum og ákveðnum fyrirtækj-
um. Þá vantar algjörlega að gera
greinarmun á hvort það er greið-
andi eða ábyrgðarmaður sem
lendir á svona lista."
Hermann Björgvinsson, 71 árs,
fyrrum slökkviliðsmaöur
„Ég geri það. Ég tel alveg hik-
laust að svona upplýsingar eigi
ekki að liggja fyrir."
Anika Berndsen, 43 ára, hús-
móðir
„Mér finnst ekki að hver sem er
eigi að geta fengið aðgang að slík-
um persónulegum upplýsingum.
Mér finnst gegna öðru með lán-
stofnanir."
Anna Nikulásdóttir, 28 ára, hús-
móðir
„Já, eiginlega. Það þarf að vera
mjög þröngur hópur sem hefur
aðgang að svona upplýsingum.
Þær eiga ekki að vera fyrir hvern
sem er."
Jón Magnússon, 44 ára, hæsta-
réttarlögmaður
„Ekki að mínum dómi. Þetta eru
upplýsingar sem liggja fyrir opin-
berlega og ekki er flókið að afla
sér, en fólk á að vísu misgreiðan
aðgang að. Vandinn er hins vegar
ef upplýsingar á listanum eru
rangar. Síðan er það svo spurning
hversu víðtækar upplýsingar um
einstaklinga eiga að liggja
frammi."