Alþýðublaðið - 10.10.1990, Page 8

Alþýðublaðið - 10.10.1990, Page 8
Gabriel höggdeyfar Verslið hjá fagmanninum GS varahlutir •••• ••••• • • • • • • •••• ••••• • • • • • • • ••••• ••• • • • • • • • • • • • • • • • • • • WASHINGTON: Bush Bandaríkjaforseti bættist í gær í hóp þeirra sem fordæma dráp ísraelshers á tveim tugum Palestínumanna í fyrradag. Bush sagðist harma atburðinn og kvað ísraelsmenn verða að sýna meiri stillingu. Banda- ríkjaforseti neitaði á hinn bóginn, eins og aðrir leiðtogar Vesturvelda, að tengja atburðina í ísrael við ástandið við Persaflóa og kvaðst ekki þeirrar skoðunar að drápin í Jerú- salem yrðu til að rjúfa samstöðuna gegn írak. Fréttaskýr- endur vestan hafs töldu hins vegar i gær að töluverðar lík- ur væru til að einmitt það gæti gerst. MOSKVU: Míkhaíl Gor- batsjov forseti Sovétríkj- anna hyggst skrifa George Bush forseta Bandaríkj- anna bréf til að skýra hon- um frá ferð háttsettra sov- éskra embættismanna til íraks. Við heimkomu sendi- nefndarinnar fyrir helgi var því haldið fram að við- ræður embættismannanna við ráðamenn í Irak ykju vonir um friðsamlega lausn Persflóadeilunnar. LONDON : Olíuverð steig enn í gær í kjölfar útvarpsræðu Saddams Hussein þar sem hann var harðorður í garð Israelsmanna og sagði þá ekki eiga annarra kosta völ en aö hverfa á brott úr löndum araba. Olíuverðið fór yfir 40 dollara fatið, en olíukaupmenn segja þó engan skort á olíu. Það er hins vegar óttinn við styrjöld sem veldur hækkun olíunnar. BARCELONA: Borgarstjórinn í Barcelona á Spáni, Pascual Maragall, segir borgina munu græða 500 millj- ónir dollara á Ólympíuieikunum sem þar verða haldnir eft- ir tæp tvö ár. Þetta er tvöfaldur sá hagnaður sem varð af Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. HELSINKI: Sovéski flugræninginn Níkolaj Selívanov, sem á föstudaginn var handtekinn í Helsinki þegar vél hans lenti þar, hefur hafið hungurverkfall til að leggja áherslu á kröfur sínar um pólitískt hæli. Selívanov rændi flugvél i innanlandsflugi í Sovétríkjunum á föstudaginn og skipaði áhöfninni að fara til Stokkhólms. Vélin varð hins vegar að lenda í Helsinki vegna eldsneytisskorts. BRUSSEL: Kjarnorkuslys um borð í sovéskum kafbáti árið 1961 hefði getað orðið álíka umfangsmikið og Tsjern- óbyl-slysið árið 1986. Slysið var þaggað niður á sinum tima en sovéskur verkfræðingur sem var um borð í kafbátnum þegar slysið varð, sagði frá því á alþjóðlegri ráðstefnu um kjarnorkuslys í síðustu viku. Skipstjórinn og sjö aðrir úr áhöfninni létust af völdum geislavirkni eftir slysið. NYJU DELHI : Átta indverskir námsmenn fyrirfóru sér í gær í áframhaldandi öldu sjálfsvíga sem framin eru til að mótmæla áætlun ríkisstjórnarinnar um fjölgun atvinnu- tækifæra til handa lágstéttunum. Sjálfsmorðin eru alls orð- in a.m.k. 30. NEW YORK: Fimmtugs- afmælis Johns Lennons var minnst víða um heim í gær. Ekkja bítilsins, Yoko Ono, bað fólk að minnast hans með því að láta drauma hans, um ást og frið í veröldinni, rætast. John Lennon var fæddur 9. október 1940. Hann var myrtur fyrir utan íbúð sína í New York 8. desember 1980, fertugur að aldri. M0SKVU : Sovétríkin munu fyrirsjáanlega tapa jafnvirði 40 milljarða króna vegna minnkandi viðskipta af völdum Persaflóadeilunnar fyrir lok ársins. Þetta fullyrti prófessor við sovésku vísindaakademíuna í gær. BEIRUT: Talsmaður shííta í Líbanon lýsti því yfir í gær að lausn 12 vestrænna gísla í landinu tengdist örlögum hundr- uða arabískra fanga í Israel. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón Jón Daníelsson Rússland Markaðskerfi 1. nóvember Rússneska þingið sam- þykkti í gær að hrinda í framkvæmd róttækri áætlun um markaðsbú- skap frá og með næstu mánaðamótum. Forsætis- ráðherra Rússlands, ívan Sílaev, varaði sambands- stjórnina í Kreml við að reyna að hindra fram- kvæmd hinnar svokölluðu 500 daga áætlunar í stærsta Sovétlýðveldinu. ,,Ef áætlun okkar verður ekki viðurkennd, grípum við til annarra úrræða, jafvel ör- þrifaráða," sagði rússneski forsætisráðherrann í gær en neitaði að skýra nánar við hvað hann ætti. Þing Sovétríkjanna hefur gefið Míkhaíl Gorbatsjov frest fram til 15. þessa mánaðar til að leggja fram áætlun sem samræmi þá áætlun sem Rússar hyggjast nú hrinda í framkvæmd og áætlun Ryzhkovs forsætisráðherra Sovétríkjanna, sem gerir ráð fyrir hægari breytingum. Efnahagur Sovétríkjanna vegur nú nánast salt á hyl- dýpisbrún. Iðnaðarfram- leiðsla fer minnkandi, vöru- skortur verður æ meira áber- andi og ófriðar gætir bæði á vinnumarkaði og milli fólks af ólíku þjóðerni. Sú 500 daga áætlun sem Rússar ætla að hrinda í fram- kvæmd 1. nóvember mun valda verulegri röskun í þjóð- lífinu. Útgjöld ríkisins verða skorin verulega niður, þar með talin útgjöld til hermála. Miklar eignir verða færðar í einkaeign og verðlag verður Noröur-írland Tveir skotnir i aras a eyoibyli Tveir meðlimir írska lýð- veldishersins, IRA, lélu líf- ið og þrír voru handteknir i skolárás breskra her- manna á eyðibýli rétt hjá þorpinu Loughgall í Ar- magh-héraði suðvestur af Belfast í gærmorgun. Ann- ar hinna látnu, Dessie Grew, er talinn hafa drepið um tiu lögreglumenn og hermenn á þeim tíma sem hann starfaði með IRA. Haft var eftir talsmönnum írska lýðveldishersins í gær að IRA gæti auðveldlega hefnt þessarar árásar. Sam- kvæmt heimildum innan IRA hafa samtökin nú yíir að ráða 800 nákvæmnisrifflum og nægu sprengiefni til starf- seminnar í þrjú ár. írski lýðveldisherinn hefur á síðari árum beint stærri hluta af árásum sínum gegn Englandi og í síðustu viku voru tveir handteknir á Eng- landi og ákærðir fyrir að hafa ætlað að drepa enskan kaup- sýslumann sem jafnframt er sagður náinn vinur Karls Bretaprins. Á föstudaginn réðist lög- regla og her inn á fjöldamörg heimili og vinnustaði víðs vegar á Norður-írlandi og höfðu á brott með sér pen- inga, skjöl og tölvur. 800 manns tóku þátt í þessum að- gerðum sem sagðar voru lið- ur í því að komast fyrir fjár- rnögnunarleiðir IRA. Nú iekur alvaran við Á aðeins 11 mánuöum hrundu múrarnir í Evrópu og heims- myndin gjörbreyttist. Hápunkti sínum náði þróunin með sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands nú eftir mánaða- mótin. Nú eru fagnaðarlætin að baki og alvaran tekur við. Þjóðverja bíður geysimikið endurreisnarstarf á fjölmörgum sviðum. Tæknivæðing í landbúnaði Austur-Þýskalands er t.d. viðamikið verkefni. Hér sjást nútímavinnubrögð við kart- öfluuppskeru í Austur-Þýskalandi. Þau munu fljótlega heyra sögunni til og sömu sögu er að segja um Trabantinn. látið ráðast nema verð nauð- byrja með verður háð verð- synjavarnings sem til að lagsákvæðum. Heimsmeistaraein vígið Jafnt eftir spennuskák Fyrstu einvígisskákinni í fimmta einvígi Kas- parovs og Karpovs um heimsmeistaratitilinn lauk með jafntefli í New York í fyrrinótt. Skákin var töluvert spennandi og töldu sérfróðir menn heimsmeistarann heppinn að sleppa með jafnteflið, eftir að hann hafði leyft sér full-ævintýralega tafl- mennsku. Sovétmennirnir tveir hafa ekki hleypt öðrum að í barátt- unni um titilinn síðustu ár og þegar einvígið í New York hófst í fyrrakvöld höfðu þeir alls teflt 120 skákir frá því 1984 þegar baráttan milli þeirra hófst. Munurinn er ótrúlega lítill því heimsmeist- arinn hefur eins vinnings for- skot. Karpov og Kasparov hafa rótgróna andúð hvor á öðr- um en persónulegrar óvildar virtist þó ekki gæta að ráði í upphafi þessa einvígis. Meist- ararnir brostu sínu blíðasta og tókust vinsamlega í hend- ur áður en þeir settust að tafl- inu. Þótt þeir séu báðir Sovét- mei.n tefla þeir ekki undir sama fána að þessu sinni. Karpov teflir sem áður undir fána Sovétríkjanna en heims- meistarinn kýs að hafa fána Rússlands sínum megin á borðinu. Fyrsta einvígi þeirra Kar- povs og Kasparovs var háð veturinn 1984—85. Þar feng- ust ekki endanleg úrslit, held- ur var einvíginu slitið eftir 48 skákir og Karpov hélt þá heimsmeistaratitlinum. Ann- að einvígi háðu þeir haustið 1985 og þá vann Kasparov tit- ilinn með tveggja vinninga mun. Hann jók enn á yfir- burði sína í þriðja einvíginu 1986 en hélt titlinum á jöfnu 1987. Nú takast þeir á í fimmta sinn og verður fyrri hluti einvígisins háður í New York en sá síðari í borginni Lyon í Frakklandi. Önnur einvígisskákin verð- ur tefld í nótt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.