Alþýðublaðið - 12.10.1990, Síða 17

Alþýðublaðið - 12.10.1990, Síða 17
Föstudagur 14. sept. 1990 FORYSTA TIL FRAMTÍÐAR 17 Jón Sigurdsson vidskipta- og idnaðarráðherra: Undir lok kjörtimabilsins er óstœða til að lita yf ir f ar- inn veg eg huga jafnframt að framtiðinni. Senn verða kosningar og þó stöndum við Alþýðuflokksmenn frammi fyrir dómurum okkar — kjósendum. Við mun- um flytja mól okkar af öryggi og festu. Af öryggi, þvi við treystum þvi að þjóðin dœmi okkur af verkunum. Af festu, þvi við hvikum hvergi fró þeirri sannfœringu að okkar stefna sé stefna framtiðar og frelsis. Jón Sigurösson viðskipta- og iðnaöarráðherra: „Staða Alþýðuflokksins er einstök meöal íslenskra stjórnmálaflokka. Hann er óbundinn af fjötrum hagsmunasamtakanna og hann er laus við fordóma kynjahreyfinga og kreddupólitíkur. Með stjórnarþátttöku sinni nú hefur hann sýnt og sannað þessa stöðu sína." Þetta á við um bankasameining- una. Það var búið að tala í tuttugu ár um að fækka bönkum og styrkja bankakerfið. Nú hefur það verið gert á tíu mánuðum með fækkun banka úr sjö í þrjá. Þessi sameining styrkir bankana í samkeppni við öf 1- ugar erlendar stofnanir og stórir bankar geta betur sinnt þörfum stórra fyrirtækja. Nú hefur íslensk- um fyrirtækjum og almenningssjóð- um verið gefinn milliliðalaus að- gangur að erlendum fjármagns- markaði. Þannig hefur verið fylgt stefnu aukins frjálsræðis og sam- keppni. Þetta á við um stóriðjusamning- ana. Þessa daga eru samningar um nýtt álver á lokastigi. Þar með næst merkur áfangi í atvinnusögu lands- ins. Það er liðinn hálfur annar áratug- ur frá því framkvæmdir hófust á Grundartanga og aldarfjórðungur frá því að byrjað var á byggingu ál- versins í Straumsvík. Þetta hlé var orðið alltof langt. Það var sannarlega kominn tími til að tengja. Orkufrek stóriðja er ekki allsherj; arlausn í atvinnumálum, en hún verður að vera snar þáttur í atvinnu- uppbyggingu hér á landi til að halda hér lífskjörum sem eru sambærileg við það sem best gerist með nálæg- um þjóðum. Jqfnvaegi og framiarir Hér hefur verið tæpt á nokkrum mikilvægum málum þar sem horft er til langs tíma. Þar hefur náðst meiri árangur en nokkur stjórn get- ur státað af á jafn skömmum tíma. En ekki er síður mikilsvert að sam- tímis hefur tekist með samstarfi rík- isstjórnar og verkalýðshreyfingar að koma á betra jafnvægi í þjóðar- búskapnum en ríkt hefur í áratugi, þrátt fyrir erfitt árferði. Nú vænkast hagur þjóðarinnar á ný, verðbólga er minni en hún hefur verið í tuttugu ár. Betra jafnvægi í efnahagsmálum leggur grunn að skipulagsumbótum í hagkerfinu og auknu frjálsræði í viðskiptum inn- anlands og milli landa um leið og ís- land tengist Evrópumarkaði nánari böndum. Staða Alþýðuflokksins er einstök meðal íslenskra stjórnmálaflokka. Hann er óbundinn af fjötrum hags- munasamtakanna og hann er laus við fordóma kynjahreyfinga og kreddupólitíkur. Með stjórnarþátt- töku sinni nú hefur hann sýnt og sannað þessa stöðu sína. Dæmin sem hér hafa verið rakin eru dæmi um árangur. Hann byggist á pólitískri forystu og þrotlausu starfi. Á þeim grunni höldum við nú glæsilegt flokksþing og sækjum fram til kosninga. Þennan árangur leggjum við óhrædd undir dóm kjósenda. Það er engum blöðum um það að fletta að í Alþýðuflokknum hefur búið sá kraftur sem á kjörtímabilinu hefur þokað íslensku þjóðinni fram á veg til framfara og betri lífskjara. Þegar á fyrstu vikum stjórnarsetu sinnar sýndi Alþýðuflokkurinn um- bótavilja sinn þegar hann hafði for- göngu um að brjóta einokunarmúr fiskútflytjendavaldsins þegar gefin voru út leyfi til freðfisksölu á Banda- ríkjamarkaði. Þar var hann trúr hugsjónum sínum því baráttan gegn forréttindum einstaklinga og lok- aðra, þröngra valdahópa hefur ætíð verið eitt helsta stefnumál okkar. Við lögðum grundvöllinn að að- skilnaði dóms- og framkvæmda- valds, róttækustu leiðréttingu á dómskerfinu í marga áratugi. Þar með var Islendingum forðað frá vansa á alþjóðavettvangi og sögu- legum áfanga náð til réttarbóta í landinu. Baráttunni fyrir réttlæti lýkur aldrei. Verkin talq_______________________ Þannig settum við stefnuna strax í upphafi og höfum síðan unnið okk- ar verk, verk, sem mörg hver munu einkenna kjörtímabilið. Kaupleiguíbúðir og húsbréf munu móta húsnæðiskjör þjóðarinnar inn á næstu öld og gera fólki kleift að eignast húsnæði án skuldafjötra og skelfingar víxla og vanskila. Umhverfismál hafa verið tekin fastari tökum og yfirsýn yfir þau fal- in sínu ráðuneyti. Sett hefur verið á stofn söfnunarkerfi og endurvinnsia fyrir einnota umbúðir — sannkallað þjóðþrifaverk, sem hjálpar til að halda landinu hreinu og fögru og nýta betur takmarkaðar auðlindir jarðar. Undir forystu Alþýðuflokksins höfðu Islendingar forgöngu um að undirbúa samninga EFTA við Evr- ópubandalagið. Nú vinnum við að því með öðrum NATO þjóðum að leggja grundvöll að hinni nýju Evr- ópu, Evrópu án múra og þvingana, Evrópu vonar og frelsis. Til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir er okkur nauðsvnlegt að efla atvinnu og efnahag. Við þurf- um störf, sem gefa góð lauri, bæði til að veita vinnandi fólki góð lífskjör og til að varðveita það samfélag vel- ferðar og öryggis, sem við höfum verið að byggja. Elling atvinnu_______________ Á þessu sviði höfum við unnið þarft verk. J J Orkufrek stóriðja er ekki allsherjarlausn í atvinnumálum, en hán verður að vera snar þáttur í atvinnuupp- byggingu hér á landi til að halda hér lífskjörum sem eru sambœrileg við það sem best gerist með nálœgum þjóðum, í (

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.