Alþýðublaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 SMÁFLUGVÉLAR BURTU ÚR BORGINNI: Borg- arfulltrúar Nýs vettvangs hafa lagt fram þá tillögu í borgar- stjórn að hafist verði handa í samvinnu við flugmálayfir- völd við að finna nýtt flugvallarstæði undir einka- og kennslufiug með það fyrir augum að beina slíkri umferð frá Reykjavíkurflugvelli. Borgarbúum starfar nokkur ógn af flugi litlu vélanna. Alls eru um 75% flugtaka/lendinga á vellinum gerð af slíkum vélum. Óhöpp hafa orðið alls um 59 frá upphafi flugvallarins í Vatnsmýri, — þar af hafa 22 skapað umhverfishættu að mati flugmálayfirvalda. Nær helmingur óhappanna hefur orðið síðustu tíu árin. HVAR ERU OLÍUTANKARNIR? Sigurjón Péturs- «on, borgarfulltrúi lagði fram fyrirpurn á borgarstjórnar- fundi í gær um fjölda olíutanka í borginni, hvort vitað væri með vissu hvar þeir væru staðsettir, hversu margir, hvernig eftirliti væri háttað og hvaða kröfur væru gerðar um frá- gang og smíði. „Nýlegt olíuslys við Laugarnes vekur til umhugsunar um þær hættur sem kunna að leynast vegna tæringar í gömlum og eða illa frágengnum olíutönkum í jörð,“ sagði borgarfulltrúinn. NÝ STJÓRN BLAÐS HF.lBlað hf., útgefandi Alþýðu- blaðsins og Pressunnar hélt aðalfund sinn í vikunni. Hagur fyrirtækisins á síðasta starfsári var allgóður, — hagnaður varð á útgáfunni um 2,2 milljónir króna. Á fund- inum var kjörin ný stjórn Blaðs hf., en hún er skipuð eftir- töldum: Ágúst Einarsson, útgerðarmaður, Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Innkaupastofnunar ríksins, Guð- mundur Einarsson, aðstoðarmaður viðskipta- og iðnað- arráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri og Sverrir Jónsaon, bankafulltrúi. ÖFLUG ÞJÓÐ í EIGIN LANDI: Framsóknarflokkur- inn heldur 21. flokksþing sitt á Hótel Sögu — það hefst í dag kl. 10 og stendur fram á sunnudagskvöld. Steingrímur Hermannsson heldur yfirlitsræðu upp úr hádeginu í dag, en í kjölfarið eru almennar umræður. Búast framsóknar- menn við 500 til 700 manns á flokksþingið. Sérstakur gest- ur þingsins er dr. Sigmundur Guðbjarnason háskóla- rektor sem flytur ávarp á morgun kl. 14.15. Yfirskrift þings- ins: Öflug þjóð í eigin landi. EIMSKIP 0PNAR SKRIFSTOFU í FÆREYJUM. Færeyjaskrifstofa Eimskipafélags íslands verður opnuð 1. desember næstkomandi í Þórshöfn. Eimskip hefur um langt árabil haft reglulegar viðkomur áætlunarskipa sinna í Færeyjum vegna flutninga milli landanna og eins vegna inn- og útflutnings Færeyinga. Skrifstofan í Færeyjum er fimmta skrifstofa félagsins á erlendri grund. Forstöðumað- ur hennar verður Ólafur Friðfinnsson, en hann hefur starfað hjá Eimskip síðustu 5 árin. LEIÐARINN Í DAG Fyrri leiðari Alþýðublaðsins fjallar um ummæli for- stjóra sænska álfyrirtækisins GRÁNGES. Blaðið tel- ur ummælin minna okkur á, að blanda ekki pólitísku dægurþrasi saman við þjóðhagslega samninga. Seinni leiðari blaðsins fjallar um húsbréfin. Umræð- an um þau hefur verið villandi. Mænt hefur verið á „affallanliðina" en gleymst að líta á sparnaðarhlið- ina. Það er álit blaðsins að vandann megi leysa og að lausnin sé á pólitískum vettvangi. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: FLEIRI VIÐVARANIR í ÁL- MÁLINU og VILLANDI UMRÆÐA UM HÚSBRÉF. Fellir hann járnfrúnna „Michael Heseltine býður sig fram gegn Thatcher meðan óveðurskýin hrannast upp í kringum járnfrúna," segir Ing- ólfur Margeirsson í fréttaskýr- ingu. Sögur frá Chicago Ástandið í Framsókn er orð- ið eins og í Chicago þegar brennivínið var bannað," segir Guðmundur Einarsson og ræðir hvers þurfi til að ná ár- angri í prófkjöri. Borgarbúar allt að 125 þús. árið 2010 Samkvæmt endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur er áætlað að byggðar verði 10 til 15 þúsund nýjar íbúðir í borg- inni næstu 20 árin og borgar- búum fjölgi 15 til 25 þúsund manns. Húsbréfaviðskipti Landsbréfa: Loka og opna Landsbréf hættu að kaupa húsbréf I gær. En eftir viðræður þeirra við félagsmólaráðherra og húsnæðisyfirvöld ákváðu Landsbréf að hefja kaup á húsbréfum á ný. Landsbréf hafa lýst því yfir að eftir- leiðis muniþau kaupa hús- bréf á verðí sem gildir frá degi til dags. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra sagði við Alþýðublaðið, að lokun Landsbréfa bryti í bága við skyldur þeirra sem viðskipta- vaka sem hefði þær skyldur að hafa alltaf kaup- og sölutil- boð í húsbréf. „Mér kom því mjög á óvart þessar aðgerðir þeirra í gær því þeir höfðu hvorki tilkynnt þær félags- málaráðuneytinu né Hús- næðisstofnun. Þessi lokun skapaði mikinn óróa á mark- aðnum og einn aðili, Kaup- þing, notaði þessa mjög svo óheppilegu aðgerð til að hækka ávöxtunarkröfuna á húsbréfum," sagði Jóhanna. Jóhanna fór fram á fund með forsvarsmönnum Lands- bréfa í gær og óskaði eftir að þeir opnuðu aftur fyrir kaup húsbréfa og sinntu þannig skyldum sínum sem við- skiptavaki. Hún óskaði jafn- framt eftir því við Seðlabank- ann að hann kæmi inn sem viðskiptavaki og gegndi skyldum sínum samkvæmt lögum, sem eru m.a. að greiða fyrir viðskiptum og markaðssetningu húsbréfa. Jóhanna sagði vandræði í húsbréfaviðskiptum vera þrí- þætta. „í fyrsta lagi, þá hefur markaðskynningin og mark- aðssetningin ekki verið nógu góð af hálfu Landsbréfa og þeir þurfa að taka sig veru- Íega á. I annan stað eiga lífeyris- sjóðirnir eftir að kaupa verð- bréf fyrir þrjá milljarða til áramóta í samræmi við þær skuldbindingar sem þeir gerðu við Húsnæðisstofnun. Þar af er einn milljarður ætl- aður í húsbréf. í þriðja lagi má benda á að með sérstöku sölutilboði á spariskírteinum ríkissjóðs um mitt sumar var boðið upp á 7,05% vexti. Það skapaði ákveðnar væntingar, sem ég hygg að hafi leitt til þess að ýmsir aðilar, eins og lífeyris- sjóðirnir, hafa verið að DÍða eftir að skiluðu sér inn á verð- bréfamarkaðinn í öðrum bréfum." Þá vildi Jóhanna undir- strika það þegar talað er um afföli af húsbréfum, að íbúð- arkaupendur hafa á engan hátt borið þessi afföll. „Þeir hafa skrifao upp á fasteigna- verðbréf með 5,75% vöxtum og núna 6%. Fólk með lágar og meðaltekjur fær þetta bætt gegnum vaxtabótakerf- ið. Þessi afföll hafa ekki lent á þessu fólki þannig að íbúar- verð hafi hækkað, þvert á móti hefur þetta haft tilhneig- ingu til að verð lækkaði. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að seljendur fá núna íbúð sína næstum staðgreidda. Áður þurftu seljendur að bera afföll, t.d. í því formi að 75% útborgunin var vaxta- laus á einu ári og síðan óverð- tryggðar eftirstöðvar til fjög- urra ára. Umræðan um mikil affföll er því mjög ofaukin,“ sagi Jóhanna Sigurðardóttir að lokum. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra um ummæli forstjóra Gránges: Koma manni ekki alveg á évart Aronson forstjór Gran- ges segir að svo kunni að fara að fyrirtækið hætti við að taka þátt í að reisa álver á íslandi vegna þess að sér virðist að íslenskir stjórnmálaflokkar leggi mesta áherslu á að nota sér málið í pólitiskum tii- gagni. Þetta kom fram f viðtali við Aronson f sænska ríkisútvarpinu f gær. Alþýðublaðið bar þessi um- mæli Aronsons undir Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra. „Eg vil fyrst og fremst segja um þessi ummæli," sagði Jón Sigurðsson, „að þau koma manni ekki alveg á óvart. Því miður hefur umræðan um ál- samninganna síðustu vikurn- ar borið allt of mikinn svip af pólitísku dægurþrasi eins og það er oft á Islandi. Þetta mál er allt of mikil- vægt fyrir okkur til þess að vera þannig haft að skot- spæni. Viðskiptatraust er við- kvæm jurt sem getur orðið fyrir skaða af slíku skaki. Þess vegna þurfum við nú, fyrst og fremst, að mynda skjól til þess að ljúka málinu. Ég vil enn trúa því að það sé hægt og tel að áfangasamkomulag- ið sem gert var í byrjun otk- óber sé góður grundvöllur til þess. Talið er að um 500 ungling- ar eigi í bráðum vanda. Þeir neyta vímuefna tvisvar eða oftar í hverri viku. Áhuga- hópur með landlækni í farar- broddi vill stofna sérstakan forvarnarsjóð með 20 millj- óna kr. framlagi. Hann gæti Við þurfum að reyna að ná saman um þetta mikilvæga landsmál, sem er hagsmuna- mál allrar þjóðarinnar að fái farsæl málalok og menn taki á málinu af heilindum," sagði Jón Sigurðsson iðnaðarrað- herra að lokum. hjálpað, en vandinn er hjá heimilunum og skólinn hefur brugðist. Unglingarnir sem verða undir ættu að geta hlotið starfsréttindi út úr framhaldsskólunum. Sjá nánar fréttaskýringu á síðu 5. 500 unglingar i bróium vanda RITSTJÓRN 0 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR 0 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.