Alþýðublaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 2
2 Guömundur Arni um fylgi Alþýduflokksins í Reykjanesi: Föstudagur 16. nóvember 1990 „íslensk" alkóhól- bók á dönsku Bókin Det kan lade sig gore, sem kannski mætti þýða Pad lukk- ast, á hæfilega dönskuskotinni íslensku, kom út í ágúst sl. og hefur vakið mikla athygli danskra fjölmiðla. Höfundarnir eru að mestu leyti íslenskir, þ.e.a.s. Gizur I. Helgason, 48 ára, og Margit F. Kohl, 43 ára, en móðir hennar, Anna Inga Fjeld- sted, var íslensk. í bókinni lýsa 12 alkar lífi sínu undir áhrifum eitursins allt þar til þeir tóku upp aðrar og hollari lífsvenjur. Leitar islensks uppruna sins I framhaldi af þessu má geta þess að Margit F. Kohl er mjög áhuga- söm um að vita meira um ís- lenskan uppruna sinn. Móðir hennar hét Anna Inga Fjeldsted, og fæddist í Danmörku 6. júny 1915, foreldrar hennar voru bæði íslensk. Móðir Önnu Ingu, amma Margitar, hét Sigrídur Fjeldsted, og var fædd 10. maí 1883. Hún var ljósmóðir og Margit Kohl veit að afi hennar, maður Sigrfðar, var Fridgeirs- son. An efa verða margir til að leiða Margit inn á slóðir ættfræð- innar. Holkenfeldts forlag a/s, Emdrupvej 28C, 2100 Koben- havn 0, tekur við upplýsingum og kemur þeim áfram til höfund- arins. Nýtt íslenskt á bláum tónleikum Pólski hljómsveitarstjórinn og tónskáldiðion Krenz (myndin) er einn litríkasti tónlistarmaður síns lands. Hann stjórnar Sinfón- íuhljómsveit íslands á fyrri tón- leikum bláu tónleikaraðarinnar svokölluðu í Háskólabíó á laug- ardaginn kl. 15. Bláir tónleikar einkennast af verkum nútíma- tónskálda. Á tónleikunum að þessu sinni verða m.a. flutt verk eftir Gudmund Hafsteinsson, tónskáld, doktor í tónsmíðum frá Juilliard-skólann í New York. Myndin er af Jan Krenz hljóm- sveitarstjóra. Verkamaður og skáld Pétur Hraunfjörð, öskukall og rithöfundur, hefur oft vakið at- hygli fyrir skrif sín. í gær kom til okkar lítil bók eftir Pétur, Blað skilur bakka, nokkrar stuttar rit- gerðir, sem gaman er að iesa. Stutt i þcmn f jórða „Samkvnmt könnuninni er Alþýðuflokkurinn inni með þrjó þingmenn og stutt i þcmn fjérða. Þnð er i sam- rnmi við minn Hlfinningu og sýnir að |>að er raunveru- legur möguleiki á að flokkurinn tvöfaldi þingmanna- tölu sina hér i kjördseminu og féi fjóra þingmenn," sagði Guðmundur Ami Stefénsson, bcejarstjéri Hafn- arfirðinga, aðspurður um niðurstöður Félagsvisinda- stofnunar um fylgi flekkanna é Reykjanesi. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrir Morgunblaðið, er fylgi Al- þýðuflokksins á Reykjanesi nú um 27% á sama tíma og fylgi Sjálfstæð- isflokksins mælist tæp 50%. Fylgi Framsóknarflokksins í kjördæminu mælist rúm 12%, fylgi kvennalist- ans 6% en fylgi Aiþýðubandalagsins aðeins 4,5% og missir það sinn þing- mann samkvæmt því. Guðmundur Árni skipar fjórða sæti lista Alþýðuflokksins og hefur lýst því yfir að hann ætli sér að vinna það þingsæti. Hann segir að niðurstöður þessarar skoðanakönn- unar sýni augljóslega að fylgi Al- Guðmundur Ámi, — bæjarstjóri í Hafnarfirði getur gert sér góðar vonir.A-mynd: E.ÓI. Mogginn seldur i 51 þús. eintökwm Upplagseftirlit Versiunar- ráðs hefur sent frá sér upplýs- ingar um upplag Morgunblaðs- ins, sem og nokkurra tímarita og fréttablaða. Herbert Guð- mundsson félagsmálastjóri kvartar undan tómlæti útgef- enda gagnvart upplagseftirliti og telur að hvergi með sam- bærilegum þjóðum þekkist að svo litlar upplýsingar fáist um prentun og sðlu blaða og tíma- rita, nema ef vera kynni í Tyrk- landi. Morgunblaðið seldist að jafnaði daglega í 51.009 eintökum mán- uðina júlí-október á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra var dagssala Morgunblaðsins að jafnaði 49.524 eintök. Af þeim fjórum tímaritum sem taka þátt í upplagseftirlitinu var mest prentað af Þjóðlífi mánuðina júní-september í ár, eða 10.625 eintök. Næst er Heimsmynd með 9.702 prentuð eintök sömu mán- uði, en í báðum tilvikum er um meðaltal að ræða. Fjögur fréttablöð taka þátt í upp- lagseftirlitinu. Mánuðina júní-september voru að meðaltali prentuð 5.838 eintök af Víkurfrétt- um og 5.500 eintök af Hafnfirska fréttablaðinu. ísafjarðarblöð eru einnig með í upplagseftirlitinu. Þessa mánuði voru að jafnaði prentuð 3.800 eintök af Bæjarins besta og 3.662 eintök af Vestfirska fréttablaðinu. Af Tilboðstíðindum voru prent- uð 88.500 eintök í júní og sami ein- takafjöldi í nóvember. Vidskiptin vid Sovétmenn: Olíustjórar búast til Moskvuferðar Fulltrúar allra olíufélaganna halda til Sovétríkjanna á sunnu- daginn ásamt ráðuneytisstjóra viðskiptaróðuneytisins, að sðgn Kristins Björnssonar forstjóra Skeljungs. Er ætlunin að ræða olíukaup frá Sovét en þaðan kaupum við nú alla svartolíu, hluta af gasolíu og allt blýlaust bensín sem hér er notað. Kristinn Björnsson sagði að þær fréttir hefðu borist að olíufram- leiðsla Sovétmanna hefði dregist saman um 20%, en það kæmi vænt- anlega í ljós í þessum viðræðum hvort þeir gætu seit okkur olíu í sama mæli og hingað til. Kristinn sagði að hann væri fylgjandi frelsi í olíuinnfiutningi, en hins vegar hefðu viðskipti Skeljungs við Sovét- menn verið með ágætum og ekkert undan þeim að kvarta. Þó kann svo að fara að það dragi úr bensínkaupum frá Sovétmönn- um. Þeir selja okkur allt það 92 okt- ana blýlausa bensín sem við notum. Að sögn Kristins Björnssonar eru ýmsar nýjar gerðir bílvéla sem ekki ganga nógu vel á 92 oktana blý- iausu bensíni. En biýlaust 95 oktana bensín ætti að henta öllum bílum sem á annað borð ganga á blýlausu og er mikill áhugi fyrir innflutningi á því. Það hafa Sovétmenn hins veg- ar ekki á boðstólum, en hægt að fá það nær hvar sem er annars staðar. Kristinn taldi að það bensín gæti verið á svipuðu verði og 98 oktana blýbensín. Sums staðar í nágrannalöndunum er farid að selja 98 oktana blýlaust bensín. Kristinn taldi ekki þörf á því hér ef 95 oktana bensín yrði sett á markað, enda yrði 98 oktana blý- laust mun dýrara. í sama streng tók Óli Kr. Sigurðsson forstjóri Olís sem áieit að hér væri um 20% verðmun að ræða. Öll olía og bensín frá Sovétmönn- um er keypt á Rotterdamverði en ol- íukaupin frá Sovét eru talin hafa liðkað fyrir kaupum þeirra á vörum héðan. Nú geta Sovétmenn hins vegar ekki staðið við eftirstöðvar núgildandi viðskiptasamnings og síðasti fimm ára rammasamningur þjóðanna rennur út í árslok án þess að farið sé að ræða nýjan samning. þýðuflokksins fari mjög vaxandi í kjördæminu. „Það eru nánast bara tveir flokkar hérna í kjördæminu, Alþýðuflokkur og Sjáifstæðisflokk- ur. Áðrir komast tæpast á blað,“ seg- ir Guðmudnur Árni. „Ég er einnig sannfærður um að kjörfylgi Sjálfstæðisfiokksins hér í kjördæminu mun reynast miklu minna í kosningunum í vor en könn- unin leiðir í ljós. Við Alþýðuflokks- menn eigum eftir að ná stórauknu fylgi til viðbótar við annars mjög trausta niðurstöðu könnunarinnar. Ég vil einfaldlega biðja kjósendur að bera saman lista og frambjóð- endur, annars vegar á lista Alþýðu- flokksins og hins vegar á lista Sjálf- stæðisflokksins. Ég held að það sé kalt mat flestra að listi Alþýðu- flokksins sé miklum mun sterkari en þeirra sjálfstæðismanna, þar sem fluguvigtarmenn eru í öndvegi. Við alþýðuflokksmenn göngum því bjartsýnir til leiks í komandi kosn- ingabaráttu hér í Reykjaneskjör- dæmi,“ sagði Guðmundur Árni bæj- arstjóri að lokum. Manns saknað frá 30. október: Hringdi heim eftir að leit hofst Lögreglan í Reykjavík hefur beöið blaðið að lýsa eftir Gunn- laugi Pálmasyni. Gunnlaugur hafði farið að heiman frá sér þriðjudaginn 30. október og ætl- aði að koma aftur sama dag. Laugardaginn 3. nóvember var tilkynnt um hvarf mannsins og leit hafin. Á mánudag, þann 5. nóvember, hafði Gunnlaugur samband í síma við heimili sitt og sagðist vera úti á landi og koma daginn eftir. Eftir það hefur ekkert til hans spurst. Gunn- laugur Páimason er 38 ára gamall, meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, skeggjaður og með há kollvik. Eru allir sem geta gefið upplýsingar um málið beðnir að hafa samband við næstu lögreglustöð, eða lögregluna í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.