Alþýðublaðið - 17.11.1990, Page 5

Alþýðublaðið - 17.11.1990, Page 5
Laugardagur 17. nóvember 1990 5 Jón Sigurösson viöskiptaráöherra um viöbrögö sþánskra ráöamanna: Líla á fískveiðar sem hluta stærri heildar Ferð Jóns Sigurðssonar viðskiptaróðherra til Spónar i síðustu viku hefur tvimaelalaust orðið til þess að létta andrúmsloftið milli þjóðanna tveggfa varðandi s jávarútvegsmól eg hlut þjóðanna tvegg ja i samningsviðrseðum EFTA og EB. Óformlegar viðrœður við þá Felipe Genzalez ffer- ssetisráðherra, Francisco Femandez Ordonez utan- rikisráðherra eg Josó Loira Rua, fiskimálastjóra Spánar og Manuel Marin sjávarútvegsfram- kveemdastjóra EB, og fieiri munu trúlega leiða til aukinni viðrœðna um sameiginleg hagsmunamál þjóðanna. „Já, ég tel aö þær hafi skýrt margt í þessu. Sérstaklega finnst mér athyglisvert að helsti talsmaður þeirra, Ord- onez, virtist reiðubúinn að tala tungumél EFTA í mélinu, þ.e. að hann vill tala um heildarlausn í EES-samningunum, ekki svæðisbundna eða greinabundna. En auðvitað verðum við þé að finna eitthvað til að sætta Suður- Evrópuþjóðirnar við inngöngu EFTA-landanna í bandalagið," segir Jón Sigurðsson viðskiptaréðherra. Hér í hrókasamræðum við Francisco F. Ordenos, utanríkisréðherra Spénar. Alþýðublaðið ræðir í eftirfar- andi viðtali við Jón Sigurðsson um Spánarförina sem ráðherrann tel- ur að hafi sett samningsstöðu ís- lands gagnvart EB að ýmsu leyti í nýtt ljós. Fiskimið i skiptum__________ fyrir markað _______________ „Eg gerði mér sérstakt far um að skýra fyrir viðmælendum mínum, auðvitað fyrst og fremst Spánverj- unum, bæði Ordonez og Loira, svo og Manuel Marin, sem er Spán- verji en fyrst og fremst fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagins, en hann var þarna staddur sem einstaklingur og fé- lagi í jafnaðarmannaflokknum spánska, hvers vegna Islendingar gætu ekki með nokkru móti fallist á að leyfa aðgang að fiskimiðum sínum í skiptum fyrir aðgang að markaði. Hér væri í fyrsta lagi um þjóðarhagsmunamál íslands að ræða, fiskveiðar væru ekki bundnar við einstaka grein eða landshluta heldur væri þetta spurning um lífshagsmuni þjóðar- innar allrar. Mikilvægi fiskveiða og fiskvinnslu væri þó ekki ein- göngu mælt í hagskýrslum þótt það væri mikið í tölum talið. Þarna væri til viðbótar annað sjónarmið, það að íslendingar væru gæslumenn auðlindanna umhverfis landið. Það væri giap- ræði að hleypa stórum fiskiflota inn á þegar fullnýtta fiskistofna og mundi að sjálfsögðu eingöngu eyðileggja þá. Að tölfræði og lög- fræði slepptri væri þetta einnig mikið tilfinningamál okkar. Við hefðum náð yfirráðum yfir okkar lögsögu eftir langa og harðvítuga baráttu. Það sem þannig vinnst er í hugum manna heilagur réttur. Ég tel mikilsvert að aðrir skilji þessi sjónarmið og ég vona að þau hafi komist vel til skila" segir Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra við Al- þýðublaðið. FizkveiBar mikilvogar einsfökum landcvwóum Jón segir að á móti hafi hann fengið að heyra frá Spánverjum hversu mikilvægar fiskveiðar væru fyrir einstaka landshluta á Spáni, einkum Galisíu og Baska- land. „En það sem mér fannst kannski athyglisverðast var að Ordonez og í vissum mæli Marin skyldu fallast á að líta á fiskveið- arnar sem hluta að stærri heild, sem er í raun og veru önnur áhersla en verið hefur hjá EB og sérstaklega Spánverjum til þessa," segir Jón Sigurðsson. „Þeir hafa sagt að finnast þyrfti sérstök greinabundin lausn fyrir sjávarút- veginn og sérstaklega að land eins og Spánn yrði að fá viðurkenn- ingu á því að aðgang að miðum yrði að veita. — Pér finnst þa til einhvers ad standa á þeirri kröfu ad banna aö- gang EB-ríkja ad íslenskum fiski- midum? „Sannarlega, og ég legg mikla áherslu á að við verðum að standa á því af ástæðunum sem ég hef rakið. Mér finnst mikilvægt að menn átti sig á því að íslendingar hafa alls ekki verið ósveigjanlegir í skiptum við granna sína í þessum efnum. Þannig hafa Færeyingar fengið viðurkenningu á nokkrum veiðirétti hér, sem á vissan hátt lin- ar vandamálin í Evrópubandalag- inu vegna þess að það dregur þá úr þeim kröfum sem Færeyingar gera á þá og Dani. Það er líka rétt að þrjú belgísk skip eiga hér enn veiðirétt. Þannig að ef menn tala um að íslendingar vilji ekki sýna lit, þá er hann þó þarna. En við viljum ekki tengja þessi mál við viðskiptaviðræðurnar. Við viður- kennum ekki það grundvallar- sjónarmið og viljum leita lausna í heildarsamningi sem byggist á öðru“. Fátt uai fina drwtti i fi»kwiBilög»ögu____________ EB-ianda __________________ — Er hugsanlegt aö vid getum leyft EB-ríkjum ad veida í okkar lögsögu gegn því ad viö fáum ad veida í þeirra? „Þetta er hugmynd sem sjávar- útvegsráðherra hefur hreyft um takmörkuð gagnkvæm skipti á veiðiheimildum. Það er ekki úti- lokað. Á móti benda Spánverjar og aðrir Evrópubandalagsmenn á að það sé fátt um fína drætti í lög- sögu Evrópubandalagsins, þar séu allir stofnar að hruni komnir. Mar- in benti mér á viðtal sem hann hafði gefið blaðinu E1 País á föstu- daginn (í fyrri viku). Þar kemur fram að hann þurfti að skera niður heimildirnar á kvótabundnum veiðum í Evrópubandalagslögsög- unni um 40% eða þar um bil. Við sem þekkjum þetta af eigin raun vitum hvað það er erfitt viðfangs- efni. En á móti getum við hins veg- ar bent á að undanfarin 3 ár höf- um við, ólíkt öðrum Evrópuríkj- um, mátt þola afturkipp í efnahag okkar, einmitt vegna þess að við höfum orðið að draga úr afla. Og einmitt núna horfir ekki vænlega fyrir loðnuveiðarnar. Það er mjög skýrt í hagþróun undanfarinna missera hversu háðir íslendingar eru sjávarútvegi." Vakandi »nmband____________ vió Spánvnrjq______________ Jón Sigurðsson segir að á fund- unum hefðu menn komið sér sam- an um að halda vakandi samtali milli íslendinga og Spánverja um sjávarútvegsmál. „Ég flutti fiski- málastjóranum Loira, sem Felipe Gonzaies nefndi sérstaklega til samtalsins, þau skilaboð að Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra vildi mjög gjarnan hitta að máli Herrera Romero, landbúnað- ar- og fiskimálaráðherra, svo og Marin." — Þú heldur að þarna hafi kom- ist á óformlegt, beint samband? „Já, ég ætla að vona það. Ann- ars kom fram í samtölunum að það væru ekki Spánverjar einir sem væru með kröfur á okkur og EFTA heldur Evrópubandalagið í heild. í því finnst mér vakna möguleiki til þess að finna leiðir til að sameina sjónarmiðin." Ordonez með likan akilning og EFTA_______________ — Finnst þér þessar viðræður hafa sett samningsstöðu íslands gagnvart EB í nýtt Ijós? „Já, ég tel að þær hafi skýrt margt í þessu. Sérstaklega finnst mér athyglisvert að helsti talsmað- ur þeirra, Ordonez, virtist reiðu- búinn að tala tungumál EFTA í málinu, þ.e. að hann vill tala um heildarlausn í EES-samningunum, ekki svæðisbundna eða greina- bundna. En auðvitað verðum við þá að finna eitthvað til að sætta Suður-Evrópuþjóðirnar við inn- göngu EFTÁ-landanna í bandalag- ið. Og ég tel að möguleikarnir séu miklu meiri ef menn reyna að leysa málin í heild, það er ómögu- legt að beina kröfu sérstaklega gegn íslandi eins og örlað hefur á.“ — Hver fannst þér afstaöa Spán- verjanna til samninganna um Evr- ópska efnahagssvceöiö vera? „Mér fannst nú gæta nokkurra efasemda um að þær viðræður muni skila þeim árangri sem vonir hafa staðið til. Sérstaklega vegna hins nýframkomna áhuga Svía á að gerast aðilar að Evrópubanda- laginu, — og Austurríkismenn hafa þegar sótt um aðild. Það er samt í raun ekki um annað að velja en að ljúka þessum samning- um og það er kappsmál Svía og Austurríkismanna sem okkar hinna, og Svisslendingar, sem nú eru í forystu, hafa mikinn áhuga á að ná árangri í samningunum fyrir lok ársins.“ — Þannig að þér fannst þeir ekki med öllu neikvœðir í þessu máli? „Ekki fannst mér þeir alveg lok- aðir, þvert á móti tel ég að það sé enn von og ég bendi á að Ordonez rifjaði það upp að þessir samning- ar hefðu hafist meðan Spánn var í forsæti Evrópubandalagsins, þannig að þeim rennur nú blóðið til skyldunnar að reyna að gera eitthvað úr þessu. Og það er reyndar viðurkennt af þeirra hálfu að það sé mikilvægt að ná traustu sambandi milli EFTA-ríkjanna í heild og Evrópubandalagsins. En auðvitað er það ómótmælanlegt að aðildaráhugi Svía, Norðmanna og Austurríkismanna setur EFTA-samningana í nokkuð ann- að ljós en áður var.“ Ef aaltið dofnar ... — Hvað segirðu um hugmyndir um auknar fjárfestingar Evrópu- bandalagsins í íslenskum sjávar- útvegi? „Það er náttúrlega alveg aug- ljóst að við getum ekki leyft neinar erlendar fjárfestingar í frumgrein- um sjávarútvegs, veiðum og frum- vinnslu, meðan sjávarútvegurinn er styrktur af ríkinu og Evrópu- bandalaginu í þessum löndum eins og raun ber vitni. Að hleypa slíkum ríkisstyrktum fjárfestingar- aðilum inn í okkar sjávarútvegs- rekstur væri að sjálfsögðu brengl- un á allri samkeppnisstöðu fyrir okkur, sem alls ekki munum geta styrkt okkar sjávarútveg og viljum ekki gera það. Því ef saltið dofnar, með hverju á þá að selta það, eins og segir í hinni góðu bók. Þetta er grundvallaratriði. Hins vegar vil ég ekki útiloka það að gagnkvæmar heimildir til að fjárfesta í fullvinnslu sjávarvöru o.þ.h. — til að framleiða tilbúna rétti beint til neytenda, það sem kallað er sjónvarpsmáltíðir í Am- eríku. Það væri skammsýni af okkur að neita því að líta á slíka hluti, m.a. vegna þess að við erum með slíkar verksmiðjur sjálfir í löndum Evrópubandalagins. Spánverjar sýna þessu áhuga og Marin taldi að allar lausnir í sjávar- útvegsmálunum yrðu léttari eftir því sem gagnkvæmni í efnahags- legum samskiptum á þessu sviði yrði meiri. Þetta gefur augaleið, en auðvitað er þetta líka spurning um hvað unnt er að gera innan sameinaða evrópska efnahags- svæðisins til þess að styrkja lífs- kjörin og opna möguleika fyrir þjóðirnar í Suður-Evrópu, um leið og þetta stóra fríverslunarsvæði myndast. Það er hin stóra spurn- ing og það er hið stóra pólitíska viðfangsefni viðræðnanna." Sqltfj»kinnflutningurinn gggnrýndur_____________________ — Nú er Spánn í okkar augum fyrst og fremst markaður fyrir salt- fisk. Fóruð þið inn á saltfiskfram- leiðslu og saltfisksölu á Spáni? „Jú, það er ljóst að saltfiskur er hefðbundinn og mikils metinn matur á Spáni. Það er mikið flutt inn af honum, mér skilst að fslend- ingar flytji þar inn um 14 þúsund tonn á ári, sem lætur nærri að sé um heimingur af þeim saltfiski sem fluttur er inn á Spáni. Það er ekki laust við að fiskimenn og verkendur sem keppa við inn- flutninginn hafi gagnrýnt það. Hins vegar var það að heyra á máli ráðamanna að þeir kynnu vel að meta þessi grónu viðskipti þótt þeim sé vel ljóst að það hallar á Spánverja í tvíhliða uppgjöri á við- skiptum landanna. Við flytjum miídu meira til Spánar en við kaupum af þeim, jafnvel þótt mað- ur taki inn sólarlandaferðirnar sem jafna nú metin nokkuð." — Er ekki erfitt fyrir okkur í við- rœðum viö kannski okkar erfiö- ustu andstœðinga að semja um sérstaka lausn fyrir okkur vegna fordœmisgildisins? „Það er alveg ljóst, að þau sjón- armið eru uppi að sérstök lausn gagnvart íslandi mundi gefa for- dæmi fyrir aðrar þjóðir sem byggja mjög á fiskveiðum. En auð- vitað gegnir allt öðru máli um ís- ienskan sjávcUTÍtveg en t.d. norskan. Hann er ekki svo þungur á metunum, þar sem hann er bók- staflega allt fyrir okkur í útflutn- ingstekjum. Sama máli gegnir um fiskveiðisvæði í Skotlandi, Dan- mörku og víðar á Evrópusvæðinu. Á þetta verður auðvitað vísað en þar gildir að við teflum fram okkar röksemdum á eins sannfærandi hátt og við getum" segir Jón Sig- urðsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra við Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.