Alþýðublaðið - 08.12.1990, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 08.12.1990, Qupperneq 1
Vindillinn og pipan jafnhættu- legog sigarettan Vindla- og pípureyking- ar eru jafnskaðsamar heilsunni og sígarettu- reykingar. Þetta stingur í stúf það sem fyrr hefur verið haldið. Niðurstöð- urnar byggjast á viðamikl- um rannsóknum Hjarta- verndar á dánarorsökum þúsunda íslendinga. „Menn hafa yfirleitt talið vindla- og pípureykingar til- tölulega skaðlitlar, en þær virðast koma út sem nokkurn veginn eins mikill áhættu- þáttur og sígarettureyking- arnar,“ segir Nikulás Sigfús- son, yfirlæknir Hjartavernd- ar. Á vegum Hjartaverndar hafa mjög víðtækar rann- sóknir leitt þetta í ljós. í dag reykja 4 af hverjum 10 kon- um en 25—30% karla. Dregið hefur úr reykingum karla, en það gengur verr að halda konunum frá reyknum. Hugsað til jólanna Börnin eru farin að telja dagana til jóla og raunar þeir ful lorðnu líka. Einar Ólason Ijösmy ndari Alþýðublaðsins smellti þessari mynd af dreng sem hann sá á Landsspítalanum og það er ekki laust við að drengurinn gefi Ijósmyndaranum hornauga, eöa ef til vill er hann aðeins að hugsa upp óskalistann fyrir jólin. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 16 dagar tiljóla HVERS ÓSKAR ÞÚ ÞÉR Í JÓLACJÖF? Ásta Sigríður Einarsdóttir, fegurðardís og nemi: ,,Ég myndi gjarnan vilja góda bók og konfekt- kassa." Æ RÆk Fatnaður til Pól- lands Hann Ingþór Sigurbjörnsson hefur í 10 ár safnað fatnaði og sent til bágstaddra í Póilandi. Hann er enn að, kominn á ní- ræðisaldur. Veruleikinn napri Hvað segir nú veruleikinn napri um hugmyndirfrjálshyggjunn- ar? spyr Stefán Snævarr meðal annars í grein sinni. Maðurinn og fjármagnið Ilafnaðarstefnan tekur rétt nannsins fram yfir hagsmuni jármagnsins, segir í ítarlegri ilyktun kjördæmisráðs Al- jýðuflokksins á Austurlandi. MÁLSHÖFÐUN HÓTAÐ: nú er í undirbúningi máls- höfðun vegna útboðs nýrrar Vestmannaeyjaferju í stað Herjólfs, en Alþýðublaðið greindi á miðvikudaginn frá þeim deilum sem upp eru komnar vegna útboðsins. Skipa- tækni, sem sá um útboðið og hefur metið tilboðin, undir- býr málssókn á hendur fulltrúa þess aðila sem telur sig hafa boðið lægst. Fyrirtækið Islux, sem lagði fram tilboð í ferjuna fyrir hönd tævanska aðilans, bíður eftir skriflegu svari um tilboðin. Skipanefndin mun koma saman í næstu viku og fjalla sérstaklega um bréf íslux. í fyrradag ákváðu forráðamenn Skipatækni að undirbúa málshöfðun á hend- ur Islux fyrir það sem þeir telja ærumeiðandi ummæli. Gústaf H. Hermannsson, forráðamaður íslux, hefur ekki sætt sig við meðferð málsins og hefur ritað bréf þar að lút- andi. Gústaf segist engu hafa að leyna og þakkar fyrir tæki- færið sem gefist með málssókninni. Þá muni málavextir allir verða heyrumkunnir. RAGNAR ARNALDS FORMAÐUR: Mennta- málaráðherra hefur skipað í stjórn Kvikmyndasjóðs ís- lands til næstu þriggja ára. Formaður stjórnar sjóðsins er Ragnar Arnalds alþingis- maður en aðrir stjórnar- menn eru: Lárus Ýmir Ósk- arsson, tilnefndur af Félagi kvikmyndargerðarmanna, Hrafn Gunnlaugsson til- nefndur af Sambandi ís- lenskra kvikmyndafram- leiðenda, Friðbert Pálsson tilnefndur af Félagi kvikmynda- húsaeigenda og Edda Þórarinsdóttir tiinefnd af Bandalagi íslenskra listamanna. Varaformaður stjórnar er Þórunn J. Hafstein deildarstjóri. BANKIKAUPIR BANKA: Bankastjórnir Búnaðarbank- ans og Landsbankans hafa undirritað samning um kaup Búnaðarbankans á útibúi Samvinnubankans á Akranesi. Gert er ráð fyrir þetta komi til framkvæmda 17. desember. Steingrímur Hermannsson um hugsanlegt þingrof: Verð að sjá ffyrir ákveðnar forsendur „Ég verð að sjá fyrir því einhverjar ákveðnar for- sendur að rjúfa þing,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráð- herra við Alþýðublaðið þegar hann var spurður um hvort hugsanlega yrði rofið þing nú í desember og kosningar boðaðar í febrúar. Ymsir innan stjórnarflokkanna virðast þeirra skoðunar að það sé heppilegast nú þegar haustþingi lýkur og fjár- lög hafa verið afgreidd. Jón Sigurðsson, ráðherra Alþýðuflokkksins, vildi ekki gera mikið úr hugsaniegu þingrofi en sagði að það væri stórfrétt ef þeir sem væru að fást við pólitík hefðu ekki hugleitt og rætt þann mögu- leika. „Alþýðuflokkurinn er tilbúinn í kosningar hvenær sem er,“ bætti hann við. Forsætisráðherra sagði í til- efni af afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til bráðabirgðalag- anna: „Það er vitanlega al- veg ljóst að þessi óábyrga af- staða sem kemur fram hjá Sjálfstæðisflokknum gefur mönnum „blod pá tanden" ef það má orða það þannig. Ég skil það. Hins vegar tel ég það hverri ríkisstjórn til vegsauka að sitja út kjörtímabilið þegar hún getur það án þess að nokkur stóráföll verði.“ Kosningaþing hafa oft þótt erfið og efnahagsmál oft farið úr böndunum þar sem stjórn- málaflokkar hafa veigrað sér við að grípa til óvinsælla að- gerða þótt þær kunni að vera nauðsynlegar. Auk þess reyna stjórnarflokkar gjarn- an við. slíkar aðstæður að sýna séjrstöðu sína en stjórn- arandstaðan fer, eðlilega, í builandi stjórnarandstöðu. Hvort slíkar forsendur rétt- lættu stjórnarslit hafði, for- sætisráðherra eftirfarandi að segja: „Ég held satt að segja að stjórnarandstaðan hafi fengið svo á baukinn núna að þeir hljóti að gæta sín betur það sem eftir er þingsins." LEIDARINN Í DAG Stafar lýðræðinu hætta af afþreyingu? spyr Alþýðu- blaðið í leiðara dagsins. Blaðið gerir að umtalsefni sí- auknar sjónvarpssendingar á undanförnum árum; innlendar jafnt sem gervihnattasendingar. Blaðið bendir á hættuna sem felst í miklu vinnuálagi og inn- antómri afþreyingu á víxl; blanda sem getur skekkt dómgreind manna og frumkvæði og gert þá að and- legum þiggjendum í víðustu merkingu. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4; STAFAR LÝÐRÆÐINU HÆTTA AF AFÞREYINGU? RITSTJORN % 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR 0 681866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.