Alþýðublaðið - 08.12.1990, Síða 3

Alþýðublaðið - 08.12.1990, Síða 3
Laugardagur 8. desember 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN Tveir góðir SS-arar með birkireykt hangikjötslæri, eitt hinna síðustu sem verður reykjavikurreykt, Guðjón Guðjónsson, markaðsfuiltrúi og Leifur Þórsson verksmiðjustjóri. SLÁTURFÉLAGIÐ FLYTUR AUSTUR: nú líður senn að því að Sláturfélag Suðurlands flytji austur á Hvols- völl. Þá Iýkur starfsemi félagsins við Skúlagötuna í Reykja- vík, en þar hefur verið umsvifamikil matvælaframleiðsla í 83 ár. Reykofnarnir við Skúiagötu eru því með síðasta jólahangikjötið sem unnið verður í höfuðborginni. SS stát- ar af birkireyktu hangikjöti, sem viðskiptavinir kunna vel að meta. Hver maður hefur sinn smekk í þessu efni og ríkj- andi eru hefðir í fjölskyldum, hangikjötið verður að vera þetta eina rétta, jól eftir jól, annað gengur varla, allt sam- kvæmt hefðinni. Myndin er frá skólalokum og sjást hér fulltrúar fyrirtækj- anna átta, verkefnisstjórinn lengst til vinstri, þá Sigurður Benediktsson í Klaka sf., Þorkell Jónsson í Samey, Sigurður Garðarsson í Vogum hf., Óskar Hallgrímsson i Silfurlaxi hf, Tryggvi Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri í Össuri hf., Reynir Hugason í Aries hf., Kristján Valdimarsson í Fínull hf. og Jón Stefánsson í Miklalax hf. FYRIRTÆKI RIFJA UPP STAFRÓF MARKAÐS- SETNINGAR: Starfsmenn átta fyrirtækja hafa setið á skólabekk allt frá því í desember í fyrra. Með reglubundnu millibili hafa þeir farið yfir það sem kallað er á fagmanna- máli „stafróf markaðssetningarinnar". Útflutningsráð hleypti þessu verkefni af stokkunum og hlaut verkefnið nafnið Útflutningsaukning og hagvöxtur. Markaðsskóli Is- lands, Samvinnustofnun Útflutningsráðs og Stjórnunarfé- lag íslands sáu framkvæmdina, en Iðnlánasjóður fjár- magnaði. Verkefnisstjóri var Haukur Björnsson. Fyrir- tækin átta eru lítil og meðalstór, öll með útflutningshæfa vöru eða þjónustu. Sérstaka viðurkenningu fyrir vel unna áætlun fékk fyrirtækið Össur hf. en það er stoðtækjaverk- smiðja. Leggur það fyrirtæki megináherslu á tvær vöru- tegundir sem það hefur þróað, sílíkón-hulsur til nota milli stúfs og gervilims og gerviökkla. ÍSLENSKIR VÍKINGAR ÓSKAST: Á næsta ári verður Leifs Eiríkssonar minnst á verðugan hátt með siglingu vík- ingaskips frá Noregi til Vínlands, það er að segja Banda- ríkjanna. Áhöfnin verður skipuð Norðmönnum og íslend- ingum, en af einhverjum óskiljanlegum orsökum vilja Norðmenn eigna sér hlutdeild í Leifi. En hvað sem því líður þá eiga þeir frumkvæði að þessari siglingu en bjóða íslend- ingum að vera með í áhöfninni- og það er laust pláss fyrir okkar fulltrúa. Farkosturinn verður eftirlíking Gaukstaða- skipsins. Látið verður úr höfn frá Bergen á þjóðhátíðardegi Norðmanna þann 17. maí og siglt til Reykjavíkur við við- komu i Orkneyjum, Hjaltlandseyjum og Færeyjum og tek- ur sú sigling um einn mánuð. Frá Reykjavík verður síðan haldið til Grænlands og þaðan áfram til Nýfundnalands, Halifax, Boston og New York, en til Washington verður komið 9. október, sem er dagur Leifs Eiríkssonar í Banda- ríkjunum. Á öllum viðkomustöðum verður ýmislegt til há- tíðabrigða. JÓLATRÉ í HAFNARFIRÐI: í dag verður mikið um dýrðir í miðbæ Hafnarfjarðar því klukkan 14 verður kveikt á jólatré frá vinabæ Hafnarfjarðar í Danmörku, Frederiks- berg. Athöfnin fer fram á Thorsplani þar sem fulltrúi frá danska sendiráðinu mun afhenda tréð. ingvar Viktorsson formaður bæjarráðs flytur ávarp og séra Sigurður Helgi Guðmundsson flytur hugvekju. Karlakórinn Þrestir tekur lagið. Að þessu loknu verður bæjarbúum boðið uppá kaffi og skemmtun í íþróttahúsinu við Strandgötu. í Alftafelli verður sýndt nýtt myndband „Bærinn í hrauninu" af stór- um skermi. í Hafnarborg verða flutt nokkur tónlistaratriði kl. 15,30, en þar stendur nú yfir myndlistarsýning Stein- þórs Marinós Gunnarssonar og Sigrúnar Steinþórsdóttur og að sjálfsögðu er kaffistofan opin. Jólahlaðborð á islenska visu — en reynt aö hafa þaö sem danskast Jólin nálgast og veit- ingahúsin keppast við að bjóða almenningi sérstök jólahlaðborð. Sumir staðir auglýsa „danskt“-borð en aðrir eru á alþjóðlegum nótum, þó að augljóst sé að veitingahúsamenn þekkja það danska. 1 Verðið á jólahlaðborðinu er á bilinu 1395 kr. og upp í 1600 kr. í hádeginu. Boðið er upp á kalda og heita rétti og allt að 50 krásir á borðum. Al- þýðublaðið kannaði verð á höfuðborgarsvæðinu og á þeirri landsbyggð, sem er sunnan við Straum. Það er rétt fyrir fólk að kanna hvaða „Vil leyfa öðrum að spreyta sig" Skíöaskálinn býður upp á feröir í Hvera- dali á jólaföstunni í Skíðaskálanum í Hvera- dölum hvílir Carl Johansen veitingamaður sig á hlað- borðinu í jólamánuðinum, sem annars er allan ársins hring á sunnudögum. „Ég vil leyfa öðrum að spreyta sig,“ segir Cari. Það er greiðfært upp í Hveradali og mikið pantað. Boðið er upp á ferðir með hópa fram og til baka og tvö glös af jólaöli á 1000 kr. Carl vonast til að veturinn nú verði betri en í fyrra. Þá varð hann að hætta við 16 árshá- tíðir. Nú skýst fólk á 20 mínút- um úr höfuðborginni. afsláttur er veittur ef fjöl- skyldan fer öll út að borða. Börn njóta sums staðar nokk- urra fríðinda. í Skandinavíu var jólaborð upphaflega á borðum stór- bænda. Þeir vildu skera sig úr. Það er fyrst á allra síðustu árum að fólk fór út að borða til að snæða af „jólahlað- borði.“ Hingað berst þessi liefð frá Norðurlöndum. JÓLAHLADBORÐ Verð Sér Hvenær Naustið hd./kv.1.490 kr. Hefðbundið Alla daga Óðinsvé hd. 1.590 kr. kv. 1.890 kr. „Danskt" Alla daga Hótel Saga hd. 1.400 kr. kv. 1.800 kr. Hefðbundið Hefðbundið Alla daga Alla daga Loftleiðir hd. 1.395 kr. Hefðbundið Alla daga Holiday Inn hd./kv. 1.573 kr. Hefðbundið Alla daga Glóðin, Keflavík hd./kv. 1.600 kr. Hefðbundið Alla daga Gunnlaugur Helgason fréttamaður rennir fránum augum yfir glæsilegt jólahlaðborð á Hótel Sögu. A-mynd: E.ÓI. Greidslur í fœðingarorlofi: Jafnréttis gætt á islandi Á íslandi er fæðingar- orlof fjórða lengst í Evr- ópu. Svíar eru á toppi og Norðurlönd raða sér í efstu sæti. Fæðingar- styrkur og dagpeningar í fæðingarorlofi eru greidd í hálft ár á Islandi og eru í dag 53.300 kr. að meðaltali. Það er aðeins á íslandi og Englandi sem greiðslur í fæðingarorlofi eru föst upp- hæð. Alls staðar annars staðar eru þær hlutfall af launum. Það fer því eftir launum viðkomandi hversu háar greiðslurnar eru. Hér hefur það þótt FÆ ÐINGA RORLOF jafnréttismál að allar konur sætu við sama borð. Svíþjóð 52 vikur 90% Eins og fram kemur í töfl- Finnland 47 vikur 80% unni raða Norðurlöndin sér Danmörk 28 vikur 90% í efstu sætin. Aðeins Sví- ísland 26 vikur 53.300 kr. þjóð, Finnland og Dan- Noregur Ítalía 24 vikur 100% mörk greiða fæðingarorlof 22 vikur 80% í lengri tíma. Þingkonur England 18 vikur 36.500 kr. Kvennalista hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að Holland 16 vikur 100% lengja fæðingarorlofið úr 6 Lúxemborg 16 vikur 100% í 7 mánuði strax, í 8 mánuði Frakkland 16 vikur 84% að ári og í 9 mánuöi frá 1. (V)Þýskaland 14 vikur 100% janúar 1992. Málið er ekki Belgía 14 vikur 80% • fullrætt á þingi en talið er Spánn Irland 14 vikur 75% að það kosti ríkið um 200 14 vikur 70% milljónir að lengja orlofið Grikkland Portúgal 14 vikur 13 vikur 50% 100% um hvern mánuð.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.