Alþýðublaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 8. desember 1990 MMMBLMÐ Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði. í lausasölu 75 kr. eintakið STAFAR LÝÐRÆÐINU HÆTTA AF AFÞREYINGU? Ríkissjónvarpiö sýndi fyrr í vikunni athyglisverða gamanmynd eftir ítalska kvikmyndaleikstjórann Maurizio Nichetti. Kvikmyndin fjallaði í gamansöm- um tón um leikstjóra sem verður vitni að því að metn- aðarfull kvikmynd hans í anda nýraunsæisstefnunnar ítölsku er sýnd í sjónvarpi og sífellt rofin með auglýs- ingum. Að lokum ruglast persónur kvikmyndarinnar og auglýsinganna saman og koma fram í auglýsinga- myndunum og kvikmyndinni á víxl. Inn í söguþráðinn er einnig fléttað venjulegu sjónvarpskvöldi í lífi fjöl- skyldu þar sem heimilisfólkið laétur sjónvarpssend- inguna ganga sem bakgrunnsstef við öll önnur verk og annir á heimilinu. Þessi gamansama ádeilumynd sýnir í hnotskurn árekstra lista og skrums í hinu erilsama neysluþjóðfé- lagi. Launþegarnir og neysluþrælarnir hafa lítinn tíma aflögu til annars en áreynslulítillar afþreyingar, oftast fyrir framan sjónvarpsskerminn sem fyllir kvöldið af innantómu iðnaðarskemmtiefni. Huglæg efni, svo sem listgreinar eða upplýsing, fá hvergi rúm. Hinar daglegu þarfir, raunverulegarog ímyndaðar, eru orðn- ar svo fyrirferðarmiklar, að enginn tími er í raun af- gangs til að sinna andlegum þörfum mannsins. Að lokum skrælna hinar andlegu þarfir og eftir situr nú- tímamaðurinn í streitu afkomunnar og horfir tómum augum á sjónvarpsskjáinn í tómstundum sínum. íslendingar eru engin undantekning hvað þetta varð- ar. Vinnuþrælkun er meiri hérlendis en víða í ná- grannalöndunum. Samfara vinnuþrælkun hefur al- þjóðlegur skemmtanaiðnaður hellst yfir okkur gegn- um sjónvarpsmiðla. Ekki einungis eru tvær sjón- varpsstöðvar starfandi hérlendis, heldur hefur orðið sprengjuaukning í gervihnattamóttöku fyrirsjónvarp, sem enn hefur aukið framboðið. Eða hvað? Er fram- boðið ekki í raun svo keimlíkt, að um stigsmun sé að ræða fremur en eðlismun? Erokkurhætta búin af einhliða afþreyingu? Svariðer bæði neitandi og játandi. Neitandi að því leyti, að ef einstaklingarnir hafa menntun, vilja og frumkvæði geta þeir náð sér í þá afþreyingu, upplýsingu og listir sem þeir sjálfir vilja. Framboðið er nóg ef menn vilja leggja það á sig að leita hlutina uppi. Svarið er hins vegar játandi ef gengið er út frá að einstaklingar séu framtakslausir þiggjendur. Samfélagsgerðin ræður auðvitað miklu um heildarmyndina. w Islenskt samfélag er vinnuþjóðfélag. Vegna fámenn- is, hárra neytendakrafna og dýrtíðar, verða íslending- ar að vinna mikið til að endar nái saman. Brenglað efnahagsumhverfi; verðbólga, gengisfellingar, vaxta- hækkanir og verðhækkanir ásamt litlum hagvexti, hafa einkennt þjóðfélag okkar í áratugi. Hin efnahags- lega firring hefur sett einkenni sín á íslenskar sálir. Samkvæmt eðli og hefðum eru íslendingar einstak- lingshyggjumenn. Síðari tímar, og einkum hverfult efnahagslegt umhverfi, hafa gert íslendinga æ meira að fjölhyggjumönnum, semjlelta sveiflur efnhagslífs- ins í von um betri afkomu/ ■■■■■■■■■■ Fjölhyggjan hefur einnig tekið á sig skýrari mynd í af- þreyingunni. Hinarfáu stundir sem afgangs eru í sól- arhringnum eftirað vinnu lýkur, fara í svefn og afþrey- ingu. En einmitt vegna þess að íslenskt samfélag set- ur háar lífsgæðakröfur og krefst mikillar starfsorku, eru launþegarnir og neysluþrælarnir sjaldnast í stakk búnir að sýna frumkvæði til afla sér þroska eða upp- lýsingar í frístundum. Afleiðingin verður sú, að launþeginn verður fram- takslaus þiggjandi. Hann týnist í sjónvarpsstöðvun- um, myndbandaleigunum, bjórkránum eða á öðrum torgum sem standa breið og opin; áreynslulaus inn- göngu. Og líkt og ítalska kvikmyndalistaverkið sem sífellt var fleygað með innihaldslausum auglýsingum, verður starfsævi einstaklinga fleyguð innantómri af- þreyingu. Einstaklingur sem eyðir lífsafli sínu í innan- tómri launavinnu og forheimskandi af þreyingu verð- ur ekki aðeins fátækur í andanum, heldur missir hann einnig dómgreind til að skynja milli veruleika og óraunveruleika, lygi og sannleika. Sá einstaklingur berst með straumnum og verður auðveldlega fórnar- lamb þeirra lífsskoðana sem sterkustu fjölmiðlarnir halda að honum. Að því leytinu til stafar lýðræðinu hætta af innantómri afþreyingu í vinnuþjóðfélagi. HUGMYNDAFRÆÐI Á HELJARÞRÖM — Eru hugsjónirnar fyrir bí? Á sjötta tug aldarinnar héldu margir fræðimenn þvi fram að hugmyndafræðin hefði runnið skeið sitt á enda. Stjórnmál eru ekki lengur spurning um stórasannleik heldur að finna greiðar leiðir að settu marki. „Hugmyndafrœðin er dauð," sagði félags- fræðingurinn Daniel Bell i samnefndi bók. Og sænski stjórnmálamaðurinn Staffan Burenstam Lindner boðaði „þjánustulýðrœði". Flokkarnir boða ekki lengur heimssýnir heldur keppast um að veita umbjóðendum sinum sem besta þjónustu sagði Sviinn. Tæknihyggja og siðferði Gegn þessum tækniræðislega hugsunarhætti reis títtnefnd sex- tíuogátta-kynslóð. Forsprakkar hennar bentu á að hugmynda- fræðileysan sjálf væri hugmynda- fræði. Og einn helsti hugsuður kynsióðarinnar, Jíirgen Haber- mas, sagði að tækni og vísindi væru orðin að hugmyndafræði en meginstoð þessarar hugmynda- fræði er sú skoðun að við getum einungis rætt af skynsamlegu viti um tæki, aldrei takmark. Spurn- ingar um siðferðilegt réttmæti eru að mati tæknihyggjumanna hand- an skynsamlegrar rökræðu. Vöxt- ur tæknihyggjunnar er órjúfan- lega tengdur hnignun opinberrar umræðu segir Habermas. Lýðræð- ið er orðið að „klapplýðræði" og klappstýrurnar eru pólitíkusar, verkalýðsforingjar, peningamenn og auglýsingameistarar allra- handa. Athyglivekjandi er að frjáls- hyggjumaður eins og Hayek er ekki síður andsnúinn tæknihyggj- unni en Habermas. Og þótt „ný- frjálshyggjan" hafa að mörgu leyti verið viðbragð við áreiti sextíuog- áttafólksins þá eru nýfrjálshyggju- menn engir unnendur hugmynda- fræðileysunnar. Þeir telja einstakl- ingsfrelsi markmið í sjálfu sér, heilög réttindi sem alls ekki má traðka á, þótt almannaheill sé í húfi. Galli frjálshyggjumanna er svo sá að þeir eru tvíbentir í af- stöðu sinni til hugmyndarinnar um möguleika á skynsamlegri rökræðu um siðferði. Hayek talar tii dæmis.eins og siðferðilegt rétt- mæti sé áðeins spurning um hug- lægt mat hvers og eins. Og þótt Ro- bert Nozick hafi skrifað þykkan doðrant þar sem siðferðilegt rétt- mæti frjálshyggju er boðað er hann samt á báðum áttum um hvort eiginlega sé hægt að komast að skynsamlegum niðurstöðum um þessi mál. Hann lætur sér nægja að vísa til innsæisbundins skilnings okkar á vissum siðferði- legum hugmyndum og segir að ef við tökum hugmyndir um ein- staklingsfrelsi og réttlæti alvar- lega þá hljótum við að aðhyllast einhvers konar frjálshyggju. Hab- ermas hefur það altént fram yfir þessa menn að hafna siðferðilegri sjálfdæmishyggju afdráttarlaust. En á hinn bóginn býður vinstri maðurinn Habermas ekki upp á neinn pólitískan kost, gagnstætt frjálshyggjumönnunum sem a.m.k. vita hvað þeir vilja. Krankleiki________________ hugmyndanna En hvað segir nú veruleikinn napri um hugmyndir frjálshyggj- unnar? Enginn vafi er á því að lífs- kjör þeirra verst settu versnuðu í stjórnartíð Margrétar Thatchers í Englandi. Og sömu sögu er að segja um ástandið í Bandaríkjun- um eftir áratugar frjálshyggju. Ekki bætir úr skák að opinber skuldasöfnun hefur aukist all- verulega í stjórnartíð þeirra Bush og Reagans og atvinnuleysi er snöggtum meira á Bretlandi í dag en það var þegar Magga tók við völdum. En auðvitað hafa þessar stjórnir látið ýmislegt gott af sér leiða, t.d. hefur hlutfall þeirra Breta, sem eiga eigið húsnæði aukist úr 50% í 67%. En í öllum megindráttum virðast „afreks- verk“ Thatchers og bandarískra repúblikana fremur veikja frjáls- hyggjuna en hitt. Það er reyndar athyglisvert að Thatcher fellur skömmu eftir fall kommúnistastjórnanna í Austur- Evrópu. Og A-Evrópa stefnir hrað- byri í átt að einhvers konar vest- rænu hagkerfi, ekki til sósíalism- ans voöasanna eins og vestrænir kommar vonuðu. En er mönnum þá ekki einboðið að feta einstigið milli frjálshyggju og sósíalisma, veg hins blandaða hagkerfis? Sá er galli á gjöf Njarð- ar að blandan og velferðarríkið eru í djúpri kreppu, skattar að sliga þegna kratismans og vöggu- stofusósíalisminn kominn að fót- um fram. Og þá eru græningjarnir einir eftir. Víst er um að við verðum að „grænka" ef við viljum lífi halda. En boðskapur öfgafullra græn- ingja er fáránlega rómantískur og stór hluti þeirra eins og melónur, grænir að utan en rauðir að innan. Hreyfing ungra „húsnema" (BZ- ere) virðist hafa einhver tengsl við græningja ,en það er athyglisvert að þessi nýja kynslóð róttæklinga virðist ekki hafa nein ákveðin markmið, engar hugsjónir aðrar en að slást við lögguna. Þannig eru húsnemar spéspegilmynd jappana hugsjónasnauðu. Lokaord_____________________ Hugmyndafræðin reis upp frá dauðum á sjöunda tug aldarinnar. En margt bendir til þess að hún sé á hraðri leið í gröfina aftur. Ósagt skal látið hvort hána beri að syrgja eður ei en tækifærið notað til að minna á spekimál meistara Bob Dylans „you don’t need no weat- hermen to tell you where the wind blows". Guð er dauður, Marx látinn, Thatcher lifandi lík og ég tekinn að gerast hallur úr heimi. Stefán Snævarr skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.