Alþýðublaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 40 MILLJARÐA KR. SKÓGUR: ei Mn á Fljótsdalshér- aði enda um síðir tilvist sína sem borðviður verður þjóðin 40 milljörðum ríkari. Þessar tölur eru framreiknaðar frá út- reikningum Sigurðar Blöndals skógræktarstjóra, en á Al- þingi hefur verið lagt fram frumvarp um Héraðsskóga á Fljótsdal upp á 15.000 hektara. SJÓMANNASAMNINGAR í HÆTTU: Sjómenn tóku ekki þátt í að ákveða fiskverð (sem fylgir þjóðarsátt) í yfir- nefnd verðlagsráðs. Mótmæla þeir verðinu og er hætt við að nýundirritaðir samningar séu jafnvel í hættu. SJÖ AFBRIGÐI VIÐ ÓLAF RAGNAR: BHMR hefur gert sjö athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra á Alþingi 11. des. sl. Andmæla samtökin m.a. þeirri fullyrð- ingu ráðherra að samningaviðræður standi yfir. Friðrik Sop- husson minnti á þessi sjö atriði er hann gerði grein fyrir at- kvæði sínu á Alþingi í gær, en eftir umræðu í neðri deild var málið afgreitt til þriðju umræðu. VIÐRÆÐUR VIÐ SOVÉT: Jón Sigurðsson, starfandi ut- anríkisráðherra, hefur skipað nefnd sem á að kanna hvaða leiðir séu best færar til að tryggja fjárhagslegan grundvöll viðskipta við Mið- og Austur-Evrópu við þær breyttu aðstæð- ur sem munu fylgja í kjölfar markaðsvæðingar landanna. Formaður nefndarinnar er Sveinn Björnsson sendifulltrúi í viðskiptadeild utanríkisráðuneytis. LYFJAFYRIRTÆKI í GOSDRYKKJAFRAM- LEIÐSLU: Lyfjafyrirtækið Pharmaco og Sanitas hafa und- irritað samkomulag um stofnun hlutafélags sem á að taka við gosdrykkjaframleiðslu Sanitas um áramót. 58.600 KR. TEKJUR SKATTLAUSAR Á NÆSTA ARI: Miðað við áætlaðar launahækkanir í fjárlagafrum- varpi, mun ekki verða greiddur skattur af 58.600 kr. mánað- artekjum á næsta ári. Fjárlagafrumvarp hefur verið afgreitt til þriðju umræðu og meðal þess sem gert er ráð fyrir eru ný lög um tryggingargjald. Kemur það gjald í stað fimm mis- munandi gjalda sem fyrirtæki greiða nú af launum. 6 dagfar tiljóla HVERSOSKAR ÞÚ ÞÉR Í JÓLAGJÖF? Gilbert Ó. Guðjónsson, úrsmiður, Laugavegi 62: „Að landsmönnum líði vel um jólin og vegni vel á nýju ári.“ LEIDARINN Í DAG Menn virðast oft á tíðum ekki átta sig á því sam- bandi sem er milli tekjuöflunar ríkisins og þeirra þjónustu sem það veitir og þeim framkvæmdum sem það stendur að. Menn vilja að sjálfsögðu borga minni skatta á sama tíma og þeir ætlast sífellt til meira af ríkinu. Þó verður að gera stóran mun á sparnaði og niðurskurði. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: TVÖFELDNI — TEKJUR OG ÚTGJÖLD. 2 Kastró höfundur þjóðarsáttar? „Ég vissi ekki að Kastró væri tekinn við völdum hér á landi," sagði kona á Laugaveginum við Sæmund Guðvinsson. z Fátækrajól Bersýnilega þurfa fleiri en áður að fá aðstoð fyrir jólin. Mæðra- styrksnefnd úthlutar fötum sem fyrr. Sigurjón gerir það gott Sigurjón Sighvatsson kvik- myndagerðarmaður verður við frumsýningu á mynd sinni, Wild at Heart, um helgina. Sig- urjón leggur heiminn að velli, samkvæmt frásögn Scano- rama. Yfirlœknar á Borgarspítalanum: Stefnir i neyðarástand „Slíkt fyrirkomulag get- ur ekki viðgengist öllu lengur,“ segir í fréttatil- kynningu frá fjórum yfir- læknum á Borgarspítalan- um vegna óhóflegs vinnu- álags á vöktum. Vara þeir við að hættuástand kunni að skapast á spítalanum vegna þess. Gunnar H. Gunnlaugsson, yfirlæknir skurðdeildar Borgarspítalans, sagði við Al- þýðublaðið að eftir að að- stoðarlæknar hættu að gegna vöktum á næturnar og um helgar hefði vinnuálag yf- irlækna og sérfræðinga auk- ist það mikið að ekki væri við það unað. Vinnuálagið væri of mikið ogþeir væru einfald- lega farnir að þreytast. Þess eru dæmi að sérfræð- ingar gegni næturvöktum annan hvern sólarhring ásamt því að stunda fulla dag- vinnu. Segir í tilkynningu læknanna að nætur- og helg- arvaktabann aðstoðarlækna hafi haft í för með sér veru- lega aukið vinnuálag fyrir yf- irlækna og sérfræðinga þeirra deilda sem sinna mest slysa- og bráðaþjónustu. „Er það mat okkar undirrit- aðra íækna að þetta fyrir- komulag geti skapað hættu- ástand á spítalanum ef for- ráðamenn spítalans og/eða heilbrigðismála hlutast ekki til um lausn þessa máls hið fyrsta." segir í tilkynning- unni. Þá taka þeir fram að nú sé sá tími ársins sem veðurfar er slæmt og mikil slysahætta. „Eins og staðan er má ekkert út af bregða." Það vanti fleiri lækna til að gegna nætur- og helgarvöktum svo að sjúkl- ingar Borgarspítalans geti notið nauðsynlegs öryggis að þeirra mati. Hafskips- og Útvegsbankamál: Málum fjögurra fyrrv. Hafskipsmanna áfrýjað Sérstakur ríkissaksókn- ari í Hafskips- og Útvegs- bankamólum, Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlög- maður, tók í gær þá ákvörðun að áfrýja málum fjögurra manna, sem störf- uðu hjá Hafskip hf. Hér er um að ræða mál þeirra Björgúlfs Guð- mundssonar, Ragnars Kjartanssonar, Páls Braga Kristjónssonar og Helga Magnússonar. í viðtali við Alþýðublaðið í gær sagði Páll Arnór Pálsson að hann byggist við að málið yrði ekki dómtekið í Hæsta- rétti fyrr en undir vor. Fram- undan væri mikil vinna við að útbúa ágrip, sem þá verð- ur lagt fram. Dóms í Hæsta- rétti væri því ekki að vænta fyrr en næsta haust í fyrsta lagi. Ilnturinn er indæll Margir munu gæða sér á kæstri skötu á Þorláks- messu. Skatan og Þorlákur tengjast órjúfanlegum böndum, en hún skiptir líka þjóðinni í tvennt. Sumir þola hana nefnilega illa. Hún Dagbjört Helga- dóttir í Fiskbúð Hafliða reyndi ilminn í gær, og Einar Ólason smellti af mynd við tækifærið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.