Alþýðublaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. desember 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 7 FRÉTTIR í HNOTSKURN stendur nú yfir jólasýning með verkum Karólínu Lárus- dóttur, Louísu Matthíasdóttur, Kristjáns Davíðssonar og Errós. Þá er boðið upp á meistarana í kjallaranum. A Þorláksmessu er opið og rjúkandi jóiaglóð á boðstólum. MYNDIN: Eiríksjökull eftir Ásgrím Jónsson. FRIÐARGANGA Á LAUGARDAG: Samstarfshópur friðarsamtaka gengst fyrir árlegri blysför á laugardag, dag- inn fyrir Þorláksmessu. Gangan hefst við Hlemmtorg kl. 18 og lýkur í Lækjargötu við Torfuna. Blysförin er farin nú til að minna á að baráttunni fyrir friði er hvergi nærri iokið, enda þótt segja megi að friðsamlegra ástand ríki nú milli stórveldanna en fyrr. Minnir samstarfshópurinn á þær ófriðarblikur sem nú eru við Persaflóa og þær skelfilegu af- leiðingar sem yrðu þar ef til stríðs kemur. Er eindregið hvatt til að deiluaðilar kalli heim heri sína og hefji samn- ingaviðræður. FRJÁLS BENSÍNINNFLUTNINGUR: Samningavið- ræðum við sovéska olíufélagið Sojuzneftaexport um bensínkaup á næsta ári lauk án þess að samkomulag næð- ist. Viðskiptaráðuneytið hefur því gert þá breytingu á aug- lýsingu um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi að innflutning- ur á bílabensíni er gefinn frjáls. Gildir það frá 1. janúar næstkomandi. Samningar hafa hins vegar verið undirrit- aðir við Sovétmenn um kaup á gasolíu og svartolíu á næsta ári. Olíuviðskipti við sovéska olíufélagið hafa staðið óslitið frá árinu 1953. T0NALT0NAR: Fimm kórar og ein lúðrasveit innan Tónlistarsambands alþýðu hafa sent á markaðinn geisla- disk og tónsnældu með fjölbreyttri tónlist. Hóparnir sem að þessu framtaki standa eru Álafosskórinn, Grundar- tangakórinn, Lúðrasveit Verkalýðsins, RARIK-kórinn, Reykjalundarkórinn og Samkór Trésmiðafélags Reykjavík- ur. Á disknum og snældunni eru 27 lög og hafði hver hópur u.þ.b. 10 mínútur til umráða, og hafði frjálst efnisval. FRIÐÞJÓFUR VIN- SÆLL: íslendingar eru manna fljótastir að tileinka sér ýmiskonar nýjungar. Um síðustu áramót tók Póstur og sími í notkun svo- kallað boðkerfi. Hægt er að hringja í það sem menn hafa farið að nefna „Frið- þjóf", en það er örlítið tæki þar sem símanúmer þess sem óskað er eftir að ná í, birtist. Þessi þjónusta er ótrúlega vinsæl, því nú þegar eru 1100 manns með friðþjóf þennan á sér. Á næstunni verður þjónust- kerfi þetta stækkað til muna, níu sendar settir upp víða um land. Þá er verið að kynna sérstaka talnahólfaþjónustu, sem virkar svipað og fullkominn símsvari. Verð boðtækjanna hefur lækkað verulega síðustu mánuðina. Marel seldi Sovétmönnum fyrir 55 milljónir: Óháðir viðskipta- samningum rikjanna Marel hefur vakið mikla athygli fyrir Sovétviðskiptin, sem ganga snurðulaust fyrir sig. A-mynd E.ÓI. „Við höfum selt á þessu ári vogir til Sovétríkjanna fyrir um 55 milljónir ís- lenskra króna. Það hafa ekki verið nein vandræði vegna gjaldeyris og við höfum fengið greiðslur mjög reglulega,“ segir Geir Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels, um viðskipti fyrirtækisins við sovéska aðila. Nú þegar komnir eru upp verulegir erfiðleikar í við- skiptum íslendinga og Sovét- manna sem byggðust á við- skiptasamningum ríkjanna selur Marel grimmt tölvuvog- ir til þeirra. Geir Gunnlaugs- son segir að þeir erfiðleikar hafi ekki snert Marel. „Okkar samningar hafa verið alfarið á markaðsgrundvelli í gegn- um umboðsaðila sem er bandarískt-sovéskt sam- Mun fleiri Reykvíkingar hafa þurft að leita aðstoð- ar til að framfleyta sér og sínum á þessu ári en und- anfarin ár. Þörfin er oft hvað mest í desember og hjá Mæðrastyrksnefnd fengum við þær upplýs- ingar að þangað bærust nú fleiri beiðnir um aðstoð en fyrir síðustu jól. Félags- málastjóri borgarinnar sagði að allt þetta ár hefði verið þyngra fyrir fæti hjá fleirum en áður og væri jólamánuðurinn þar engin undantekning. Á þessu ári veitir Félagsmálastofnun fjárhagsaðstoð til fram- færslu sem nemur tæp- lega 345 milljónum króna, eða að jafnaði 945 þúsund- um króna á dag. Unnur Jónasdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd sagði í samtali við blaðið að bersýni- lega væri meiri kreppa hjá fólki nú en áður. Þess væru jafnvel dæmi að fjölskyldur leituðu aðstoðar nefndarinn- ar, en ekki eingöngu einstæð- ar mæður. Mæðrastyrks- nefnd úthlutar bæði fatnaði og fjármunum til fólks sem til starfsfyrirtæki.' Geir sagði um breytta við- skiptahætti í Sovétríkjunum að þau viðskipti sem hefðu farið í gegnum hið opinbera innkaupakerfi Sovétmanna gætu verið í hættu því það hennar leitar í neyð. Reykja- víkurborg styrkir starfsem- ina og auk þess leggja fyrir- tæki og einstaklingar málefn- inu lið. Fataúthlutun fer fram að Hringbraut 116 en fjár- hagsaðstoð á skrifstofu nefndarinnar að Njálsgötu 3. Þeim sem vilja styrkja starf- semi Mæðrastyrksnefndar er bent á að tekið er við fram- lögum á skrifstofunni og á gíróreikningi 66600-5. Sveinn Ragnarsson, félags- málastjóri Reykjavíkurborg- ar, tjáði blaðinu að þetta ár hefði reynst mörgum þungt í skauti. Félagsmálastofnun hefði fengið 80 milljón króna aukafjárveitingu og virtist hún ætla að duga. Samtals veiti stofnunin því á þessu ári 344 milljónir og 710 þúsund krónur í fjárhagsaðstoð til framfærslu. Margvíslegar ástæður lægju að baki því að fólk þyrfti á slíkri aðstoð að halda. Félagsmálastjóri sagði að ekki lægju fyrir tölur varð- andi beiðnir um aðstoð það sem af væri desember, en starfsmenn hefðu það á til- finningunni að ekki væri um áberandi aukningu að ræða væri alveg óvíst að fyrirtækin sjálf sem keypt hefðu vöru héðan hefðu yfir nokkrum gjaldeyri að ráða. „Viðskipti okkar við Sovét- menn hafa gengið mjög vel. Öll okkar viðskipti við þá frá fyrri mánuðum ársins þó að desember væri að vísu jafnan þyngsti mánuðurinn hvað þetta varðar. Uppstokkun Sambands- ins heldur áfram og nú hefur verið stofnað hluta- félagið Goði hf. sem tekur við starfsemi Búvörudeild- ar Sambandsins. Heildar- hlutafé er 300 milljónir króna og tekur félagið til starfa 1. janúar næstkom- andi. Stofnendur eru auk SÍS tuttugu sláturleyfishafar víðs vegar um landið og nokkur kaupfélög. Hlutafé skiptist nokkurn veginn að jöfnu milli Sambandsins og slátur- leyfishafa, að því er segir í frétt frá SÍS. Verkefni Goða hf. verða hafa staðið utan þessa gamla kerfis sem byggðist á við- skiptasamningum ríkjanna," sagði Geir. Hann sagðist halda að útflutningurinn til Sovétríkjanna næmi um fjórðungi af útflutningi fyrir- tækisins. Önnur stærstu við- skiptalöndin væru m.a. Bandaríkin, Kanada, Ástral- ía, Pólland og Þýskaland. Marel hefur eingöngu verið að flytja út tölvuvogir þar til fyrir skömmu að fyrirtækið gerði samning um sölu á flokkurum til notkunar um borð í skipum. „Við gerum okkur vonir um að á næsta ári verði söluaukning hjá okkur í öðrum hlutum en tölvuvogum," sagði Geir Gunnlaugsson og ennfremur að fyrirtækið myndi mark- aðsfæra fleiri vörur eins og t.d. þessa flokkara. meðal annars að annast kaup, sölu og dreifingu fyrir aðildarfélögin utan viðskipta- svæða þeirra á óunnu kjöti, sláturafurðum, unnum kjöt- vörum og öðrum búvörum. Einnig að annast gæðaeftirlit og vöruþróun á kjötiðnaðar- vörum fyrir aðildarfélögin. Formaður félagsstjórnar er Jörundur Ragnarsson, Kaup- félagi Héraðsbúa, Egilsstöð- um, en meðal stjórnarmanna er Guðjón B. Ólafsson, for- stjóri Sambandsins. Fram- kvæmdastjóri Goða hf. verð- ur Árni S. Jóhannsson, sem verið hefur framkvæmda- stjóri Búvörudeildar SÍS. Litur út fyrir fátækrajól Goði hf., nýtt sam- bandsfyrirtæki Sjónvarpið 17.40 Jóladagatal Sjónvarpsins 17.50 Einu sinni var... 18.20 For- tjaldið 18.45 Táknmálsfréttir 18.50 Fjölskyldulíf 19.15 Hver á að ráða? 19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins. 20.00 Fréttir og veður 20.40 Island í Evrópu (5) 21.05 Jólasaga (A Christ- mas Story) 22.05 Ljóðið mitt 22.20 Innflytjendur 23.00 Ellefufréttir 23.10 Innflytjendurfrh. 23.45 Dagskrárlok. Stoð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Saga jóla- sveinsins 17.50 Maja býfluga 18.15 Lítið jólaævintýri 18.35 Eðaltónar 19.19 19.19 20.15 Neyðarlínan 22.20 Hunter 22.25 Getuleysi: Einn af tíu 23.20 í hnotskurn 23.50 Eyðimerkur- rotturnar (The Desert Rats) 01.15 Dagskrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32 Segðu mér sögu 07.45 Listróf 08.00 Fréttir 08.30 Fréttayfirlit og Daglegt mál 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn 09.40 Laufskálasagan 10.00 Fréttir 10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Endurtekinn Morgunauki 12.20 Há- degisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 í dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Undir fönn 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 Kíkt út um kýraugað 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Ég man þá tíð 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síð- degi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 19.55 Daglegt mál 20.00 í tónleikasal 21.10 Stundarkorn í dúr og moll 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Leikrit mánaðarins: Verk í leikstjórn Lárusar Pálssonar sem hlustendur völdu 23.20 Djass- þáttur 24.00 Fréttir 00.10 Miðnætur- tónar 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næt- urútvarp á báðum rásum til morg- uns. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unf réttir 09.03 N í u fjögu r 11.30 Þa rfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 14.10 Gettu betur! 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskífan úr safni Donald Fag- en 20.00 íþróttarásin 22.07 Landiðog miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturút- varp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturlu- son 17.15 ísland í dag 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson 20.00 Þreifað á þrítugum 22.00 Haraldur Gíslason 23.00 Kvöldsögur 02.00 Þráinn Brjánsson. \ Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Qeðdeildin 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson 14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Listapoppið 22.00 Jóhannes B. Skúlason 02.00 Næturvakt Stjörnunnar. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Morgunverk Margrétar 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Húsmæðrahornið 10.00 Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Ham- borg gaf þér? 10.30 Mitt útlit — þitt útlit 11.00 Jólaleikur Aðalstöðvar- innar 11.30 Slétt og brugðið 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir takast á 15.30 Efst á baugi vestan- hafs 16.15 Heiðar, heilsan og ham- ingjan 16.30 Mitt hjartans mál 18.30 Aðalstöðin og jólaundirbúningurinn 20.00 Sveitalíf 22.00 Vinafundur 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.