Alþýðublaðið - 22.12.1990, Side 9
Laugardagur 22. desember 1990
9
hennar. Hún var blóðug í andliti og fjölskyldan öll í sárum vegna Hrikalegt umferðarslys á aðfangadagskvöld jóla.
— ungur maður lét lífið, aðrir urðu fyrir alvarlegum meiðslum.
að konu sem gjarnan túlkar í til-
fellum sem þessum. Það er rólegt
á stöðinni enn sem komið er,
óvenjufriðsælt, segir stöðvarfólk-
ið.
Kirkjuklukkur jólanna hljóma
frá næstu byggingu, lítilli og snot-
urri kirkju. Þá kemur útkall, heim-
ilisófriður. Þegar út í kvöldkyrrð-
ina er komið, berst fagur orgel-
hljómur frá nágrannakirkjunni.
Óhugnaður löggæslustarfanna og
fegurð jólaboðskaparins blandast
saman á einhvern óskiljanlegan
hátt í vitundinni.
Heln* fyrir meint____________
Irqmhjáhald__________________
Leiðin liggur að götu í hverfinu
þar sem nokkuð þokkalegt fjölbýl-
ishús stendur. Þar förun) við inn
og hringjum dyrabjölluj í einni
íbúðinni. Dyrnar ljúkast upp, og
þar verða fyrir okkur nokkrar
manneskjur, þrjár kynsióðir í fjöl-
skyldu, sem greinilega á bágt
þetta aðfangadagskvöld jóla. Hér
reynast búa svertingjar, íbúðin er
hin þrifalegasta á allan hátt. Inni í
svefnherbergi inn af stofunni er
lögreglumönnum sagt að húsmóð-
irin liggi í sárum sínum á gólfinu
eftir fólskuverk bónda hennar,
sem reyndar situr hnípinn í sófa í
stofunni, en sendir þó annað slag-
ið frá sér óhróður um konu sína.
Hann segir hana halda fram hjá
sér. „Hvar hefur hún haldið sig?“
spyr hann hvað eftir annað. Auð-
séð er að manninum líður illa.
Ekki síður ungum börnum, afa og
ömmu.
A eldhúsborði eru hálfar áfeng-
isflöskur, tómar niðursuðudósir,
annað ekki. Við ræðum við börnin
um jólin, viðkunnanlegir krakkar,
sem eiga betra skilið.
Eftir talsvert þref fer konan í
fylgd með lögreglumönnunum, og
út í sjúkrabíl sem kominn er á stað-
inn. Meiðsl hennar eru kannski
ekki mikil að sjá, en ljóst að hún
og hennar fólk á við vandamál að
stríða, sem erfiðari eru en sárið á
andliti hennar.
„Óvenjulriðsælt kvöld"
Þaö er komið fram yfir miðnætti
og vaktin senn á enda. „Róleg
vakt,“ segja löggurnar, „óvenju
friðsælt." Fyrir íslenskan blaða-
mann er þetta orðið þónokkuð, að
ekki sé meira sagt, og það á jólun-
um.
Á stöðinni er siangur af mann-
skap með vandamál sín, og ná-
grannakonan furðulega er þarna
enn með hopp og hí og er látin af-
skiptalaus, og drekkur kaffi á
kostnað lögreglunnar. Og mættur
er flokkur fólks sem gerir tilkall til
litlu og vegalausu telpunnar.
Verða þar fagnaðarfundir.
Ig myrti bróður_______________
minn . . .____________________
Allt í einu er dyrum hrundið upp
og inn ganga laganna verðir og
halarófa af mönnum, einum sex
eða sjö, sem þræddir eru saman á
eina keðju. Mér er sagt að þetta sé
afrakstur dagsins frá dómhúsi
Bronx, menn sem eiga að gista
svarthol stöðvar 41 þá um nóttina.
Þetta er ekki neitt sérlega dap-
urlegt lið að sjá þrátt fyrir hlekk-
ina. Þvert á móti eru þeir kátir og
Húsin í Bronx voru mörg hver svona útlítandi, sum jafnvel enn verr. Engu var likara en aö loftárás heföi verið gerö
á hverfið.
reyta af sér brandarana. Meðan
þeir doka við stutta stund í forsaln-
um, áður en upp er lokið stálhurð,
þiggja þeir innflutt enskt jólakex
úr dós sem blaðamaður réttir að
þeim. Einn þeirra segist aðspurð-
ur hafa drepið bróður sinn fyrr um
daginn. „Hann átti það inni hjá
mér,“ segir hann og hlær digrum
rómi. Þar með eru síðustu leifar
jólastemmningar þessa aðfanga-
dagskvölds og nýbyrjaðrar jóla-
nætur fyrir bí.
Lögreglumennirnir Bill og Ray
eru farnir að ganga frá skýrslum
sínum um vaktina, þessa rólegu
vakt á aðfangadagskvöld. Ray seg-
ir okkur að við skulum verða sam-
ferða á hans bil yfir til siðmenn-
ingarinnar á Manhattan. Hann
segist ekki verða í rónni fyrr en
við erum komin út úr Suð-
ur-Bronx. Á leiðinni segir hann að
hann verði vakinn snemma næsta
morgun, sem er reyndar á næstu
grösum,' börnin hans bíða spennt
eftir jólagjöfunum sínum.
Þetta kvöld er liðið. Merkileg
lífsreynsla fyrir blaðamann norð-
an af Fróni. Skuggalegir náungar,
fórnarlömb eiturlyfja, ímynda ég
mér, eru samfarþegar í neðanjarð-
arlestinni. Það er ljóst að víðar en
í Suður-Bronx er fólk sem ekki á
nein jól.
Léttrugluö vinkona lögreglunnar í Stöð 41 stígur dans og syngur á að-
fangadagskvöld. Hún hafði ekki hugmynd um að jólin voru að koma.