Alþýðublaðið - 22.12.1990, Side 11

Alþýðublaðið - 22.12.1990, Side 11
Laugardagur 22. desember 1990 11 Ungur tölvuspilari prófar IMintendo- -tölvuspil í Tölvudeild Magna. Tölvuspilin eru heillandi í augum barnanna og ekki sakar aö fá aö spreyta sig á einu i Tölvulandi. A-myndir: H.ÓI. Ekki lengur kerti og spil í jólapökkunum: Tölvujól barncmna ar þátttöku og reyndu oft á við- bragðsflýti og kunnáttu. Tölvulandsmenn sýndu okkur líka leiktæki sem er tengt við sjón- varpstæki. Það kostar 18.900 krónur og er með 160 leikjum inn- byggðum, sem að sjálfsögðu spar- ar mikið í kaupum á sérstökum leikjum. Tveir stýripinnar fylgja og er því bæði hægt að spila við tölvuna eða þá að tveir keppa sín á milli. Með öllu þessu leikjaúrvali mega blessuð börnin eflaust þakka fyrir að fá að komast ein- stöku sinnum að fyrir leikgleði for- eldranna, eða afa og ömmu. Opin- berlega er þetta tæki hins vegar vinsælast hjá aldursflokknum sex til tólf ára. Þá eru lítil tölvuspil með einföldum leikjum mjög vin- sæl meðal barna og kosta þau frá 1300 krónum. EiHhvqð fyrir alla___________ Hjá Tölvudeild Magna á Lauga- veginum hafði afgreiðslufólk í nógu að snúast ekki síður en í Tölvulandi. Viðskiptavinir á öllum aldri tóku fram pakka með tölvu- leikjum og grandskoðuðu eins og neftóbaksmenn í fornbókaversl- unum handfjalla eftirsóttar skruddur. Sölumenn Magna sögðu mikla sölu vera í tölvuleikjunum, sem væru til í miklu úrvali, og þarna ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Verðið er nokkuð breytilegt eftir þeim teg- undum tölva sem leikirnir eru gerðir fyrir, eða frá 3.500 krónum upp í um 7 þúsund. Nintendo-tölvutæki, sem tengt er við sjónvarpstæki, er mjög vin- sælt. Það kostar 13.900 krónur og fylgja þá tveir leikir, leikjabyssa og tveir stýripinnar. Einstakir leikir kosta síðan frá um 2.500 krónum og allt upp í um 5 þúsund. Einnig selur Tölvudeild Magna tölvuleik- tæki sem hægt er að halda á og er það með sérstökum skjá, en leik- kortum er stungið í tækið. Þetta leiktæki kostar 23.900 krónur. Mjúku pakkarnir_________________ í gegnum tíðina hafa mjúkir pakkar notið takmarkaðra vin- sælda hjá börnum. Slíkir pakkar innihalda jafnan fatnað af ein- hverju tagi, jafnvel útprjónaða ull- arvettlinga frá langömmu. Mjúku pakkarnir með nytsömu innihaldi þykja sem sagt ekki eins spenn- andi og þessir hörðu. Fram á síð- ustu ár hafa þeir hörðu gefið vonir um leikföng af ýmsu tagi, dúkkur fyrir stelpur og bíla fyrir stráka. (Ætli þessi setning verði ekki kærð fyrir Jafnréttisráði?) Nú, eða þá skemmtilegar ævintýra- eða sögubækur, svo dæmi séu nefnd. Hörðu pakkarnir á jólum nútím- ans innihalda hins vegar oftar en ekki tölvuleiki af ýmsu tagi. Tölvujólin eru staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Spila við tölvuna eða félagann___________________ Við spurðum þá í Tölvulandi hvort hægt væri að mæla með tölvuleikjum sem heppilegum gjöfum. Hvort börn og unglingar eyddu ekki nú þegar nógum tíma fyrir framan sjónvarpið. Þeir bentu á, að hér væri um tvennt Einar S. Einarsson i Tölvulandi með sýnishorn af þeim tölvuleikjum sem eru í boði. Það er hætt við gróti og gnistran tanna ef jóla- pakki nútimabarnsins reyndist innihalda kerti og spil. En ef i Ijós kæmi TV GAME COMPATIBLE, NIN- TENDO eða LYNX yrði annað uppi ó teningnum og gleðin allsróðandi. Tölvutæki, tölvuleikir og tölvu- spil eru þau leikföng sem börn ffrú sex óra aldri virð- ast sækjast mest eftir nú á timum. Þá leikur sterkur grunur á að margir feður velji leikföng af þessu tagi til að gefa börnunum i jólagjöf með það i huga að njóta góðs af sjálfir. Fólk á öllum aldri hefur heillast af tölvuleikjum og i sumum tilvikum hefur þeHa gengið út i þær öfgar að menn hafa orðið helteknir tölvufikn og þurf t á h jálp að halda til að losna undan áþján fiknarinnar. SÆMUNDUR GUÐVINSSON SKRIFAR Tölvuleikir i úrvali____________ Tölvur eru nú til á fjölda heimila og notaðar i ýmsum tilgangi eins og gefur að skilja. Sumir færa heimilisbókhaldið inn á tölvu meðan aðrir nota þær til að tölvu- væða ættir sínar og þannig mætti lengi telja. En þeir eru líka ófáir sem nota tölvurnar meira og minna sér og sínum til skemmtun- ar og dægrastyttingar. Og þar komum við að tölvuleikjunum sem er að finna í æ fleiri jólapökk- um barnanna. Við fórum og kynntum okkur úrvalið á tölvusviðinu í nokkrum verslunum í Reykjavík. í Tölvu- landi við Hlemm gaf að líta geysi- mikið og fjölbreytt úrval tölvu- leikja sem hægt er að nota í allar algengar gerðir tölva. Má þar nefna flughermi, golfhermi og leynilögregluleiki, svo fátt eitt sé nefnt. Strákarnir í Tölvulandi sögðu að sífellt væru að koma full- komnari leikir á markaðinn og grafíktækni notuð í æ ríkari mæli. Leikirnir seljast grimmt og ekki síst til jólagjafa. Nýir leikir í PC-tölvur, svo dæmi sé tekið, kosta frá um fimm þúsund krónum og allt upp í tíu þúsund. Auk þeirra leikja sem áður hafa verið nefndir má geta um fullkomin bridge- og skákforrit. ólíkt að ræða. Annars vegar að sitja fyrir framan skjáinn aðgerða- laus og láta mata sig á því efni sem þar væri á dagskrá hverju sinni. Hins vegar að taka þátt í skemmti- legum leikjum sem krefjast virkr-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.