Alþýðublaðið - 22.12.1990, Page 13

Alþýðublaðið - 22.12.1990, Page 13
Laugardagur 22. desember 1990 13 Sigurjón Björnsson sálfrœöingur í viötali viö Þorlák Helgason um boöskap jólanna Hátið fer i hönd. Hátið I jóssins. Fjölskyldur treysta böndin. Gjafirnar eru stærri en þær sem vitringarnir komu með forðum. „Spennan sem fylgir jólunum getur verið erfið/' segir Sigurjón Björnsson, prófessor i sálfræði. Sama dag og við mæltum okkur mót var f járlaga- frumvarpið lagt fram til þriðju umræðu. Sigurjón segir að hin ef nahagslega umræða geri okkur varn- arlaus. „Við eigum ekkert inni i okkur sjálfum." Áreiðanlega aldrei___________ erfiðara að vera einn en einmitt á jólunum____________ „Ég veit ekki hvort hinn trúar- legi þáttur er endilega sterkari á íslandi en erlendis, en kirkjan skipar hærri sess hér og minnir meira á sig,“ segir Sigurjón, og heldur áfram: „Það er annað sem hefur áhrif. Jólin eru hér í svart- asta skammdeginu og það er dálít- ið þungt fyrir okkur. Það má segja að við þurfum virkilega á ein- hverju að halda til að lyfta okkur upp og halda okkur gangandi. Spennan sem fylgir jólunum getur verið erfið.“ — En er þá ekki meiri hætta á að einhver veröi út undan? „Jú, t.d. fólk sem er einmana og á í erfiðleikum, býr við fötlun eða annað. Það finnur aldrei meira til en í kringum jólahátíðina, þegar ætlast er til að allir séu glaðir og sameiningin á að vera mikil. Það er áreiðanlega aldrei erfiðara að vera einn en einmitt á jólunum. Við höfum ekki hugmynd um hversu margir eru einir. Lítum bara á þá sem eru gamlir í þjóðfé- laginu og hafa misst maka sína. Það er ekki þar með sagt að þeim sé ekki boðið heim til skyldmenna á jólunum en þetta fólk er samt eitt með sjálfu sér. Það eru einstaklingar á öllum aldri sem hefur verið kippt út úr samfélaginu vegna alvarlegra áfalla, eins og slysa. Og enn annað fólk sem býr við ákaflega erfiðar aðstæður fjárhagslega. Þá er fólk sem hefur einangrast. Það hefur farið verulega halloka í lífinu, t.d. vegna óreglu. Margt sér þann kost einan til þess að öðlast nálægð annarra að grípa til falskra meðala. Þá er al- varleg misklíð og sundurþykkja á heimilum. Og þannig áfram og áfram .. .“ — Erum Viö ekki aö teygja á þessum erfiöa tíma meö því aö hefja undirbúning jólanna langt aftur í nóvember? „Það er ekki óhugsandi. Maður verður mikið var við það í sál- fræðistarfinu, þegar spennan er að myndast um mánaðamót nóv- ember, desember. Kannski magn- ast kvíðatilfinningin að vera ekki með. Það er staðreynd, enda getur það ekki verið tilviljun hvernig kvíðinn blossar upp. En það er erf- itt að skýra hvers vegna. Skammdegisþunginn leggst á fólk. í löndum þar sem skilin milli árstíða eru skörp, eins og á íslandi, eru áhrifin á heilsu okkar augljós." — Er þaö ekki bara „veiöi- mannahugsunarháttur" okkar sem veröur til þess aö viö rjúkum til og framkvœmum og leggjumst í dvala þess í milli? „Nei, ég er ekki viss um að við getum tengt þetta veiðimannin- um. Það er ekki bara í kringum jól- in sem við sjáum erfiðleika magn- ast upp. Á vorin finnur fólk til dýpri vanlíðunar þegar það finnur að það getur ekki lifnað sjálft og verið með. Birtan hefur þá öfug áhrif á þá sem eiga erfitt fyrir.“ Vlð olgum ekkert inni i okkur sjáHum_________________ — Eru jólin þá erfiöari fyrir þetta fólk af því aö jólin standa manni nœr en aörir tímar? Af því aö þau rista dýpra? „Já. Það getur verið, af því að hið trúarlega inntak jólanna hefur horfið í skuggann. Skilningurinn á eðli jólaboðskaparins, að jólin eru tækifæri til að nálgast kjarna fagn- aðarerindisins, hefur horfið í skuggann af ýmsu öðru. Það er svo margt sem keppir um. Það er ekki svo auðvelt að breyta því. Sífellt er hamrað á efn- islegum gæðum: Vextir, fjárlaga- halli, aukinn hagvöxtur, laun, út- gjöld . . . Hvernig verður þetta með landhelgina okkar? Öll þjóð- félagsleg umræða miðast við hið efnislega. Þetta er upphaf og endir allrar umræðu. Og þá er ósköp skiljanlegt að við verðum efnis- lega hugsandi. Það er enginn vafi á því að ef slíkur hugsunarháttur verður yfirgnæfandi, verðum við óskaplega varnarlaus. Við höfum svo lítið sem réttir okkur af.“ — Viö erum annaö hvort meö eöa viö missum af gœöunum? „Já. Ef okkar efnahagslegi grundvöllur verður veikari og við finnum að okkur tekst ekki að vera með, verðum við sem hálm- strá. Við eigum ekkert inni í okkur sjálfum. Þetta hefur breyst verulega. Þegar ég er að alast upp fyrir meira en hálfri öld átti þorri manna ekkert. Þá varð að byggja tilveru sína á öðru. Fólk átti ekkert veraldlegt. Bækur voru fáar og tónlist af skornum skammti, en það sem hélt lífi í almenningi var trúariðkunin. Hún var hlutbundin. Hver og einn hafði hina persónulegu ná- vist guðdómsins. I augum gamla fólksins var nálægð guðdómsins staðreynd. Það þurfti ekki að ræða hana.“ j dreifbýlinu býr_____________ önnur þjóð____________________ — Nú er veröbólgan staöreynd? „Já, nú er verðbólgan stað- reynd. Guð er óhlutbundið hugtak í dag. Það er breyttur hugsana- gangur. Að mörgu leyti var guðs- trúin áður barnaleg, en kannski einmitt af því að hún var það, gaf hún fólki mikið. í dag endurspegl- ar hugsanagangurinn að vissu leyti meiri þekkingu, þó að það sé erfitt að alhæfa mikið um þjóðina alla.“ — Hvar ganga þau skil? Eftir gömlu stéttaskiptingunni eöa eru þau milli höfuöborgar og lands- byggöar? „Þetta hefur breyst. Áður fyrr var ákaflega fámenn yfirstétt emb- ættismanna og annarra valds- manna, stórbænda, kaupmanna og þeirra sem áttu mikið undir sér. Og svo var öll alþýða manna. Hún var auðmjúk og nægjusöm. Rækt- aði ákveðna eiginleika, þraut- seigju, þolinmæði og undirgefni. Hún gerði litlar kröfur. Þessi skipting er úr sögunni. Ég held að hún sé nú miklu meira eft- ir landshlútum. Mér finnst til dæmis að í dreifbýlinu búi eins og önnur þjóð en í þéttbýlinu. Ég hef stundum sagt það að þau börn sem alist upp í Reykjavík þekki ekki íslensku þjóðina í heild sinni." — Aö hér á mölinni sé heimskúl- túrinn en aö jarmiö þekki þau aö- eins úr sjónvarpinu? „Já, og fólkið í þéttbýlinu er ekki í sambandi við okkar höfuð- atvinnuvegi, sjávarútveg og land- búnað. Allur okkur þjóðarhagur er grundvallaður á þessu. Við kæmust lítt áfram, ef við fengjum ekki tekjur af þessum atvinnuveg- um.“ Óhugnanlega iwikið um uppfætta unglinga „Mér finnst óhugnanlega mikið um upptætta unglinga. Þetta er stórt og mikið vandamál. Það virðist tiltölulega stór hópur sem er í mjög takmörkuðum tengslum við foreldra sína eða aðstandend- ur, að minnsta kosti ekki í góðum og hlýjum tilfinningatengslum. En það eru ekki bara heimilin sem eru ekki nægilega sterk. Margt togar í. Við megum ekki gleyma því að unglingarnir eru neytendur. Það er stór hópur í þjóðfélagi okkar sem lifir á því að þjóna unglingunum og neyslu- þörfum þeirra. Það þjónar tilgang- inum að neyslan aukist. Þetta er mjög harður heimur og ég held að það detti ekki nokkrum viti born- um manni í hug að halda því fram að uppeldisleg sjónarmið liggi að baki. Að það sé verið að stýra neyslu og venjum unglinganna í það far sem sé heppilegur áfangi fyrir þá til þess að taka við þjóðfé- laginu." — Helduröu aö unglingurinn eigi erfiöara meö aö fœra öörum jólaljósiö? „Unglingsaldurinn er auðvitað erfitt tímabil. Unglingurinn hugs- ar mest um sjálfan sig og hefur kannski ekki mikil efni á að gefa mikið. Hann er svo upptekinn af því að ná sér saman og komast yfir þetta æviskeið. í kjölfar unglings- áranna ætti unglingurinn að geta gefið en ekki bara þegið." Erfiðara að sjá guð___________ sem persónu___________________ — Þurfa fœrri á trúnni aö halda í dag eöa þurfum fremur þessa gömlu barnatrú t.d. á jólunum? „Það er erfiðara fyrir okkur í dag að sjá guð sem persónu, sem roskinn mann með skegg. Þennan myndarlega mann en stundum harða. Þennan glæsilega norræna mann með ljósa lokka. Það geng- ur ekki lengur. Guðdómurinn er einhvern veg- inn öðruvísi. Ekki eins persónu- gerður og áður. Hann er í raun grundvöllur mannlífs. Hér ríkir annað gildísmat en hið efnislega. Það er allt önnur von um réttlæti, miskunn, kærleika. Þetta er heild- stæðari hugsun en guðstrúin var áður. En auðvitað er erfiðara að byggja slíka trú innra með sér en efnislega trú. Það er erfiðara að því leyti að gamla trúin var hjálp- ræði fyrir mig persónulega. Hún kom sjálfum mér að gagni. 1 dag leggurðu ábyrgðina miklu meira á mig sem trúaðan einstakling og yfir á meðsystkini mín. Það út- heimtir meiri þroska. Trúin er gefandi. Hún gerir þær kröfur til þín að þú sért ekki fyrst og fremst þiggjandi." Allir geta fluH Ijósiö til annarra — Þarf þá meiri einbeitingu í dag? Þú hélst áöur í handlegginn á guöi, en ef þú œtlar aö rœkja trúna í dag veröur þú fyrst og fremst aö bera umhyggju fyrir öör- um. „Já, ég held að þetta sé stað- reynd. Mér finnst að það sé það sem kirkjan er að boða í dag.“ — En er sú boöun nógu praktísk núá dögum þegar menn vilja hafa auglýsingarnar í tíu sekúndur? Geta ekki fáir höndlaö trúna núna vegna þess aö hún er ekki eins bundin sjálfum þér og áöur? „Þetta er einfaldlega þroskaleið mannsins í dag. Það hefur enginn haldið því fram að það væri auð- velt að þroskast. Margir vona að við séum á leið til betra mannlífs, svolítið á burt frá hinu efnislega sem gerir okkur svo umkomu- laus." — Áttu viö aö viö veröum um- komulausari ef viö öölumst ekki hin efnislegu gœöi? “Já, en ég býst við að sá sem er einmana og á lítið geti öðlast mik- ið með því að gefa öðrum ef hann uppgötvar með sjálfum sér að hann getur gefið.mikið, jafnvel þó að hann eigi ekki mikið aflögu. Segir ekki að sælla sé að gefa en þiggja? Er það ekki hið raunveru- lega guðspjall jólanna? Að flytja ljósið til annarra. Það geta allir, sama hversu fátækir þeir eru. Að-” eins ef þeir opna sig. Ég veit að kirkjan reynir mikið til þess að kenna. Og við þurfum öll að læra að gefa frá okkur. En það er erfitt að uppgötva þennan fögnuð ljóssins." — Lœrir sá aö bera öörum fögn- uö Ijóssins sem elst upp í dag í þessum efnisheimi? „Það er viss hætta á að jólin snú- ist öfugt i hugum margra. Við vit- um að það gerist. Að við viljum fyrst og fremst fá nóg handa okkur sjálfum. En við vitum að þetta eru andstæður, annars vegar gjafmildi og hins vegar að passa upp á að engir fái meira en við. Það er ekki þar með sagt að við eigum að hætta að gefa jólagjafir. En við eigum líka að ástunda réttlæti," segirSigurjón Björnsson. GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK í MIÐBORGINNI ERU ÁVALLT LAUS BIFREIÐASTÆÐIÁ EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Vesturgata 7 (bílastæðahús), innkoma frá Vesturgötu. Bílastæði á Alþingisreit, innkoma frá Tjarnargötu. Bílastæði á Tollbrú, innkoma frá Tryggvagötu. Bakkastæði, innkoma frá Kalkofnsvegi. Kolaport (bílastæðahús), innkoma frá Kalkofnsvegi. Bergstaðir (bílastæðahús), innkoma frá Bergstaðastræti. Ráðhús (bílastæðakjallari), innkoma frá Tjarnargötu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.