Alþýðublaðið - 22.12.1990, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 22.12.1990, Qupperneq 14
14 Laugardagur 22. desember 1990 1) Hversu margir reykhringir koma frá lestinni? 2) Hvaö eru skuggarnir margir á mynd- inni efst til vinstri? 3) Ef þú dregur línu frá punkti 1 og held- ur áfram aö punkti 52, séröu þá hvaö jóla- álfurinn hefur teiknaö? 4) Hér er furðulegur jólaálfur. Hann er þrífættur og þríhentur. Treystirðu þér til þess aö teikna hann eftir myndinni hér? Þaö er fjarska erfitt, svo það er um aö gera aö vanda sig. 5) Geturðu búiö til þessa mynd meö því aö nota strikin í myndinni hér aö neðan? 6) Jólamúsin leggur fyrir þig þrjár smá gátur. Ef þú getur ekki giskað á réttu svör- in máttu kíkja á lausnina. Svo getur þú strítt vinum þínum meö því að leggja gát- urnar fyrir þá. a) Hvaö er gult og þeytist eftir vatninu með 50 kílómetra hraða á klukkustund? b) Hvernig er diskur í fleirtölu? c) Hvers vegna fljúga farfuglarnir til suölægra landa á veturna? 7) Þetta eru allt sami teningurinn, en séöur frá þremur hliöum. Geturöu séö hvaða merki snúa niður á myndunum? 8) Teiknaðu álf með rauða húfu á stóran pappír. Hverjum tekst aö kasta þremur hnöppum þannig aö þeir lendi á húfunni? Þiö getiö sjálf ákveðið hversu oft þið leik- iö. Lausnir: 1) 40 hringir. 2) A og D. 3) Fugl. 5) Nei, þaö vantar eitt strik. 6) a) Banani meö utanborösvél. b) Brot. c) Af því aö það er of langt aö synda. 7) A. Blettur. B. Stjarna. C. Kross.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.