Alþýðublaðið - 22.12.1990, Síða 15

Alþýðublaðið - 22.12.1990, Síða 15
Laugardagur 22. desember 1990 15 Adfangadagur í danska sendirádinu og dans í því nígerska á jólanótt. Þegar boð komu frá skólayfirvöldum um að þeir erlendir nemendur sem kristnir vœru gœtu f engið fri i skólanum yfir jóladagana f jölgaði trúuðum til mik- illa muna. Þeir sem gáfu sig út fyrir að vera harðs- viruðustu trúleysingjar töldu sig skyndilega til kristinna manna eg ætluðu ekki að láta jólin fram hjá sór fara. Ig stundaði nám i Kina i fjögur ár eg hólt upp á fem jól þar i landi, landi trúleysis og guðleys- is. EFTIR TRYGGVA HARÐARSON Þegar ég hélt til náms í Kína árið 1975 var menningarbyltingunni ekki formlega lokið og í gildi var bann við að stunda trúariðkanir eða boða trú. Hins vegar létu Kín- verjar sér í léttu rúmi liggja trúar- skoðanir útlendinga í landinu enda átti að heita trúfrelsi þótt boðun trúar væri bönnuð. Fyrsta árið mitt í Kina stundaði ég nám við Málastofnun Pekingborgar en síðar við Háskóla Pekingborgar. Pönsk jól i Peking í skólanum var fólk frá öllum heimshornum með ólíkar trúar- skoðanir. Talsverður hluti þess var að sjálfsögðu kristið fólk, ýmist kaþólskt eða mótmælendatrúar. Hvað sem trúarsannfæringunni leið fannst flestum ef ekki öllum sem sprottnir voru úr kristnu menningarumhverfi sjálfsagt að halda jólin hátíðleg. Jólin 1975 vorum við tveir, ís- lendingarnir, við nám í Kína, ég og Ragnar Baldursson. Með málefni íslendinga í Kína fór þá danska sendiráðið. Sendiherra Dana í Kína var þá Janus Paludan, sem er mörgum Islendingum að góðu kunnur því síðar varð hann sendi- herra Dana á íslandi. Reyndar sagði hann mér, er við hittumst í fyrsta skipti, að það væri draumur hans að enda feril sinn í dönsku ut- anríkisþjónustunni á Islandi, hvað og varð. Janus Paludan bauð okkur námsmönnunum, bæði frá Dan- mörku og íslandi, til sín á aðfanga- dagskvöld til að fagna komu jól- anna. Kona Janusar, Ann Paludan, var skólasystir okkar við Mála- stofnunina svo við þekktum hana vel. Þau hjón voru ákaflega við- felldin og höfðingleg. Gerðu þau allt til þess að jólahaldið væri sem líkast því sem við áttum að venj- ast. Norræn jólaveisla,___________ koffi og koniak______________ Jólahaldið hófst klukkan sex eins og lög gera ráð fyrir. Janus las jólaguðspjallið og síðan voru sungnir jólasálmar. Þá var sest að borðum og var þar að finna alls konar kræsingar sem maður átti ekki að venjast í kínversku mötu- neyti skólans. Þrátt fyrir að kín- verskur matur sé almennt ákaf- lega góður held ég að sjaldan hafi ég fengið betri máltíð en þessi jól. Það kom sennilega til af þvi að þar voru á borðum steikur og meðlæti sem maður hafði ekki bragðað í iangan tíma. Eftir matinn var borið fram kaffi og koníak og aldrei þessu vant fannst manni meira til kaffisins koma en koníaksins því maður var orðinn langþyrstur í alvöru kaffi og dauðleiður á te-sulli. Þá var að finna á borðum ýmislegt góðgæti sem maður hafði ekki bragðað í langan tíma, eins og rauðkál, rauðrófur, súrar agúrkur og sultu. Það var sannarlega tilbreyting að fá vestrænan mat og hann ekki af verra taginu. Pansko folkeviser____________ kontu aö góöu gagni Því næst sneru menn sér að jóla- gjöfunum. Ég fékk „Danske folke- viser" í jólagjöf frá Janus og Ann. Ég gluggaði talsvert í þær en þó eru þær mér minnisstæðastar vegna kínversks herbergisfélaga míns, Tong-yi. Hann var mikill málamaður og hafði beðið mig að kenna sér íslensku. Eftir að hafa kynnt sér íslenska málfræði, bú- inn að læra að beygja himinn í öll- um föllum, eintölu og fleirtölu, með og án greinis, gafst hann upp og sagði að íslenskan væri of flók- in og greinilega vanþróað mál. Bað hann mig því frekar að kenna sér dönsku, hvað ég og gerði. Við vorum búnir að fara eitt- hvað saman í byrjendakennslubók í dönsku fyrir þessi jól. Hann varð því mjög ánægður þegar hann sá að ég var kominn með „Danske folkeviser". Hann fékk bókina strax lánaða, lagðist upp í rúm og fór að lesa. Þegar hann hafði legið og lesið í um tvo tíma reis hann upp við dogg og sagði: „Hér er ein setning sem ég skil,“ og var harla ánægður með árangurinn. Setn- ingin var „nu skal vi alle sammen danse." Svo ég snúi mér aftur að þessu fyrsta aðfangadagskvöldi i Kína þá var lesið, spilað og leikið sér eins og maður átti að venjast að heiman. Að sjálfsögðu var gengið í kringum jólatréð og sungið. Eftir fern jól í Kína var maður langt kominn með að læra textana á ýmsum jólasöngvum Dana. Mest voru þetta sömu lögin og við eig- um að venjast hér heima og mað- ur söng bara á íslensku „Heims um ból“ og fleiri lög sem sungin eru um jól í báðum löndunum. Næstu þrenn jól var mér einnig boðið í Danska sendiráðið á að- fangadagskvöld. Janus og Ann voru að vísu þá farin frá Kína en Morgens og hans frú komin í þeirra stað. Jólahald hjá þeim var um margt með líku sniði. Ein jólin fór ég að hlusta á sam- vestrænan kór sem söng sálma og jólalög sem eru alþjóðleg í okkar menningarheimi. Éin jólin spiluð- um við bingó og þegar líða tók á kvöldið fór að verða erfiðara að fylgjast með, því Danir eru gerðir með þeim ósköpum að fara með tölurnar í vitiausri röð. Var þá tek- ið upp á því að fara með þær á ensku líka. HangikjSt að heiiwan snætt hjá Mexikana i Kina Á jóladag var venjan að við er- lendir nemendur gerðum okkur eitthvað til gamans og fengjum okkur gott að borða. Ein jólin hafði ég fengið sendan jólamat að heiman, hangikjöt og fleira. Það nægði til þess að ég gat haldið jólaboð fyrir skólafélaga mína og kunningja. Einn ágætur vinur minn, Sorianos konsúll frá Mexí- kó, lánaði mér íbúð sína undir jóla- veisluna. Þá vorum við fjögur frá íslandi við nám í Peking og stóð- um saman að íslensku jólaboði og tókst það með miklum ágætum. Sendiráð Nígeríu í Peking stóð gegnt því danska. Þar var haldinn dansleikur á jólanótt. Önnur jólin mín í Peking drógu tvær danskar vinkonur mínar mig með á dans- leik þangað þegar talsvert var komið fram yfir miðnættið. Varð það síðan fastur liður í jólahald- inu. Mest var þar um Afríkubúa en þó eitthvað af Vesturlandabúum. Áramútin_____________________ — „júl" Kimrerjq_____________ Umhverfið í Peking eða annars staðar í Kína bar þess að sjálf- sögðu engan vott að jól væru á þessum tíma. Þeirra heigasta há- tíð er áramótin kínversku sem taka mið af gangi tunglsins og eru ýmist í seinni hluta janúar eða fyrri hluta febrúar. Það er þeirra aðalfjölskylduhátíð og er nýju ári fagnað í þrjá daga. Jól voru því einangrað fyrirbæri hjá fámenn- um hópi útlendinga í Kína. Á þess- um tíma gátu Kínverjar ekki hald- ið upp á jólin þrátt fyrir að tals- verðan hóp kristinna manna sé að finna í Kína. Engu að síður fóru jólin ekki fram hjá okkur. Danskir náms- menn voru að sjálfsögðu með „julefrukost" eins og þeir eru heimsfrægir fyrir. Buðu þeir þá okkur íslendingunum enda kom okkur ágætlega saman við þegna þessarar gömlu herraþjóðar okk- ar. Maður las þeim að vísu pistilinn á 1. des. en lét það annars nægja. Jólin eru nú einu sinni hátíð fyrir- gefningarinnar svo við settum það ekki fyrir okkur að setjast að dönskum „julefrukost" með frændum vorum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.