Alþýðublaðið - 29.12.1990, Page 3

Alþýðublaðið - 29.12.1990, Page 3
•s. Laugardagur 29. desember 1990 FRÉTTIR Í HNOTSKURN EINN STÓR MILU - EÐA MARGIR SMÁIR? Lottó- ið í kvöld á eftir að gera einhvern eða einhverja að dágóðum milljónera eða milljónerum. Næsta öruggt er að fyrsti vinn- ingurinn verður yfir 20 milljónir króna — trúlega talsvert á þriðja tuginn. Nú er það bara spurningin hversu margir munu skipta þessum auðæfum á milli sín. Eða hvort hér verður til alvöru-milljónari. Þetta er í fyrsta sinn að fjórfald- ur pottur er til skiptanna. Skynsamlegra að fara snemma á sölustaði lottósins. r KR-FLUGELDASYNING: Árleg flugeldasýning KR-flug- elda verður á KR-svæðinu við Frostaskjól í kvöld kl. 17.30 ef veður leyfir. Best er að skoða sýninguna úr stúkunni. Farið alls ekki inn á völlinn. MANNESKJULEGRI SÍMAINNHEIMTA: Póstur og sími er að taka upp breytta innheimtu símareikninga, öllu manneskjulegri og meira í takt við tímann en verið hefur. Reikningar verða nú sendir út rétt fyrir mánaðamót. Verði reikningur ekki greiddur innan 15 daga koma dráttarvextir á skuldina; hafi greiðsla enn ekki borist mánuði síðar verður símanum lokað — eftir að viðvörun hefur verið send. Næsti símareikningur gjaldfellur 1. janúar, eindagi er 15. janúar. Verði reikningurinn enn ógreiddur 1. febrúar fær símnot- andi bréf þar sem minnt er á að greiða reikninginn og áfallna vexti — ella verður lokað 15. febrúar eða upp úr því. Þá standa yfir viðræður við greiðslukortafyrirtækin um að sím- reikninga megi greiða með boðgreiðslum. Án efa mun sú skipan mála mælast vel fyrir. HALDA TONLEIKA: á myndinni eru þeir Ármann Helgason klarinettuleikari og David Knowles píanóleikari en þeir halda tónleika á morgun kl. 20.30 í Hafnarborg í Hafnarfirði. LOnÓIÐ 0G ÖRYRKJAR: Lottóið hefur sannarlega gert málefnum öryrkja gagn. Á örfáum árum, eða frá því að Lottó hófst, hefur Öryrkjabandalagið keypt 94 eignir, þar af fimm einbýlishús. Hússjóður Öryrkjabandalagsins, sem Oddur Ólafsson heitinn stýrði af röggsemi um árabil, er nú orðinn að stórfyrirtæki, segir Tómas Helgason yfirlæknir í fréttabréfi Öryrkjabandalagsins. Sjóðurinn á nú alls 379 íbúðir víðs vegar um landið, þar af um 300 í Reykjavík. HAFNARFJARÐARSTÚDENTAR: Hér getur að iíta fríðan hóp Hafnarfjarðarstúdenta sem settu upp húfurnar síðastliðinn föstudag, rétt fyrir jólin. Alls voru brautskráðir frá Flensborgarskólanum 26 nýir stúdentar, 9 af hagfræði- braut, 7 af náttúrufræðibraut, 5 af eðlisfræðibraut, 4 af fé- lagsfræðibraut og 1 af íþróttabraut, — 17 stúlkur og aðeins 9 strákar. Bestum námsárangri náði Björg Össurardóttir, lengst til hægri í fremstu röð á myndinni. BEINT FRÁ GRANDA í ÍTALSKAR BÚÐIR: Þorskur frá Granda mun senn verða í hillum verslana á Italíu, — í smásölupakkningunum sem koma beint frá Reykjavík. Hér er um að ræða rétti sem tilbúnir eru í örbylgjumatreiðslu, maturinn er á fjögurra hólfa plastbakka. Svavar Svavars- son í Granda segir að fyrirtækið hafi fjárfest í tækjum til þessarar pökkunar til að auka verðmætasköpun enn frekar. Og þar með fara ítalir að kaupa af okkur þorsk í frystu formi, áður hafa þeir nærri eingöngu keypt hann saltan eða þurrk- aðan. L0ÐNAN TYND: Öll leyfi til loðnuveiða hafa verið aftur- kölluð af sjávarútvegsráðuneytinu. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins í nóvember og aftur í desember gefa fátt annað til kynna en hrun stofnsins, hrygningarstofninn mældist aðeins 360 þúsund lestir. Nú er ákveðið að hafrann- sóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson verði send til frekari mælinga upp úr áramótum. Með í leiðangrin- um verða 6 loðnuskip skipum Hafrannsóknar til aðstoðar. Afstaða til frekari loðnuveiða í ár verður síðan tekin þegar leiðangri þessum lýkur. INNLENDAR FRÉTTIR Bidraðir viöskiptavina hjá hlutabréfasölum: Kaupa bréf og lækka skatta Einu sinni voru það fótanuddtæki til jóla- gjafa. Nú eru það hluta- bréf til eigin nota við að lækka skatta og hagnast eitthvað í leiðinni. Ör- tröð hefur verið hjá hlutabréfasölum að und- anförnu enda hafa þeir auglýst stíft. Þeir ein- staklingar sem kaupa hlutabréf í almennings- hlutafélögum fyrir ára- mót geta dregið kaup- verð þeirra frá skatt- skyldum tekjum upp í 126 þúsund krónur og hjón geta notið skattaf- sláttar fyrir tvöfalda þá upphæð. Fólk kaupir mikið af hlutabréfum í hlutabréfa- sjóðum en talið er að heild- arvelta á hlutabréfamark- aði verði um fimm milljarð- ar króna á þessu ári. Sá sem kaupir hlutabréf fyrir ára- mót fyrir 125 þúsund krón- ur fær 50 þúsund króna skattaafslátt á næsta ári. Breytir þá engu þó hann selji bréfin aftur strax og miðlarar opna skrifstofur sínar eftir áramótin. Margir biðu afgreiðslu hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka um miðjan dag í gær. Sumir kærðu sig lítt um að þekkjast á mynd við svo saklausa iðju sem hlutabréfakaup. A-mynd: E. Ól. Miklar hremmingar eru nú að baki — segir Halldór Gudbjarnason, sem ráðinn hefur verið bankastjóri Landsbanka Islands. „Ég er að sjálfsögðu af- skaplega ánægður með þessa niðurstöðu,“ sagði Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðingur, í sam- tali við Alþýðublaðið í gær eftir að bankaráð Lands- bankans samþykkti á fundi sínum að ráða hann í stöðu bankastjóra frá 1. janúar næstkomandi. Halldór sagði að þetta ár hefði verið honum gott ár. Allar þær miklu hremmingar sem Hafskips/Útvegsbanka- málin hefðu verið um árabil, væru nú að baki, og hann hefði loksins fengið endur- reisn æru sinnar. Halldór sagði að vissulega hefði mik- ið gengið á í sambandi við stöðuveitingu þessa, og að hann hefði alls ekki verið viss um eitt eða neitt fyrr en í gær að hann fékk endanleg úrslit frá bankaráðinu. Eins og kunnugt er var Halldór einn þeirra sem sérstakur Sak- HALLDÓR GUÐBJARNASON, nýráðinn bankastjóri Lands- bankans, áður fyrr bankastjóri Útvegsbankans og síðar fram- kvæmdastjóri Samkort hf. sóknari í Hafskipsmálinu ákærði á sínum tíma eins og aðra fyrrverandi bankastjóra Útvegsbanka íslands. Halldór var sýknaður í Sakadómi og máli hans ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Fyrir Halldór Guðbjarna- son og fjölskyldu hans verður stórbreyting á högum við þessa ráðningu. Halldór hef- ur undanfarin misseri verið við mastersnám í „business administration" við Babson College í Boston. Halldór sagðist hafa verið hér heima síðan í nóvember að upp kom sú staða að hann væri hugs- anlegur bankastjóri. Prófin við skólann hafa því orðið að Fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur hækka að jafnaði um 9,2% frá og ineð 1. janúar. Einstök far- gjöld fullorðinna verða þá 65 krónur, farmiðaspjöld með fimm miðum kosta sitja á hakanum, en ekki kvaðst Halldór búinn að af- skrifa þann möguleika að ljúka þeim á næstu árum. ,,Ég hef þann möguleika að nýta sumarleyfin á næstu ár- um til að skrifa ritgerðir og taka þau próf sem til þarf. Án efa mun ég kanna hvort möguleiki verður á þvi,“ sagði Halldór. 300 krónur og 22 miða spjöld þúsund krónur, en fimm hundruð fyrir aldr- aða og öryrkja. Fargjöld barna verða 20 krónur og 24 miða spjöld kosta 300 krónur. Enn hækkar i strætó Vaxtahœkkun Landsbankans: Tekur mið af hækkun verðbólgu Bankaráð Landsbank- ans hefur samþykkt vaxta- hækkun og segir að um sé að ræða aðlögun vaxta óverötryggðra inn- og út- lána að hærri verðbólgu miðað við lánskjaravísi- tölu. Verðbólguhraðinn á næstu sex mánuðum verði að jafnaði um 7,5% miðað við heilt ár, en var 4,5% á síðustu sex mánuðum. Árshækkun lánskjaravísi- tölunnar í desember sé 7,1%. Grunnvextir Kjörbókar hækka úr 8% í 9%. Sömuleið- is hækka vextir almennra sparisjóðsbóka og annarra innlánsforma um 1% að með- töldum eihkareikningum. Vextir óverðtryggðra útlána, víxla, skuldabréfa og inn- lendra afurðalána hækka einnig um 1% en á yfirdrátt- arheimildum um 1,5%. í frétt frá Landsbankanum segir að bankinn hafi haft for- göngu um lækkun vaxta á ár- inu sem er að líða, í samræmi við þjóðarsátt. Þá hafi Lands- bankinn farið mjög hægt í sakirnar við vaxtahækkanir, er. óhjákvæmilegt sé að halda jafnvægi milli óverð- tryggðraogverðtryggðra inn- og útlánsforma.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.