Alþýðublaðið - 29.12.1990, Síða 8

Alþýðublaðið - 29.12.1990, Síða 8
8 Laugardagur 29. desember 1990 milli byggðarlaga fara harðnandi í óbreyttu kerfi. Það ér grundvallarat- riði í atvinnulífinu að allir eigi að búa vid sama rétt. Það gera menn ekki lengur í sjávarútveginum. Sum- ir eiga arfhelgan rétt á kvóta, aðrir ekki. Menn búa við fjórfalt fiskverð, eftir búsetu. Sumir njóta forréttinda með leyfisveitingum til að sigla með aflann óunninn eða hafa forgang að gámaútflutningi. Þeir sem eru að reyna að halda uppi fiskvinnslu í hinum dreifðu byggðum eru að verða annars flokks fólk í greininni. Ég nefni þetta sem dæmi um það, að eitt helsta verkefni nýrrar ríkis- stjórnar á næsta kjörtímabili, hlýtur að verða að taka grundvallarat- riði atvinnustefnunnar, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi, til gagngerrar endurskoðunar. 7. RÍKISVALD OG VELFERÐ LENGI HÖFUM VIÐ JAFNAÐ- ARMENN hamrað á nauðsyn þess að taka hlutverk ríkisvaldsins í þjóðarbúskapnum til endurskoðun- ar og þar með útgjaldakerfi ríkisins, út frá nýrri forgangsröð. Viö jafnað- armenn munum verja hinn fé- lagslega öryggisþátt og tekju- jöfnunarhlutverk velferðarrík- isins og gerum engar málamiði- anir þar um. En til þess að vörnin takist verðum við að koma böndum á síþenslu útgjalda, sem núorðið ræðst ekki síður af hagsmunum sérfræðinga og forstjóra, í vernduðu opinberu kerfi, en þörfum almennings. Þetta verður að gerast ef halla- rekstur ríkisins á ekki að eyðileggja stöðugleika í efnahagsmálum í framtíðinni. Þetta verður að gera ef menn vilja ekki horfa upp á það, að skattheimta verði óumflýjanlega að fara sjálfkrafa sívaxandi, í eltingar- leik við útgjöldin. Hér er ekki ráð nema í tíma sé tekið, vegna þess m.a. að íslenska þjóðin er enn yngri að aldurssamsetningu en grann- þjóðirnar, þ.e. það eru hlutfallslega fleiri á vinnumarkaðnum, en þeir sem sestir eru í helgan stein. Þetta mun hins vegar breytast ört á næstu árum. Nú þegar sitjum við uppi með nokkur gjaldþrotakerfi í ríkisbú- skapnum frá fyrri tíð. Þar ber hæst landbúnaðarkerfið, byggingar- sjóði ríkisins, Lánasjóð ís- lenskra námsmanna og Byggða- sjóð. Lífeyrissjóðakerfið er undir sömu sök selt og ber að nefna í þessu samhengi, þótt lífeyrissjóðirn- ir séu ekki í opinberri eigu, því greiðslufall þeirra mun óhjákvæmi- lega lenda á sameiginlegum sjóðum landsmanna. Útgjaldaþenslan er einnig viðvarandi í rekstri sjúkra- húsa, í sjúkratryggingakerfinu og vegna lyfjakostnaðar. Nú þegar afkoma atvinnuveg- anna fer batnandi er tími til kominn að draga úr „velferðarkerfi fyrir- tækjanna" þ.e. milljarðaútgjöldum skattgreiðenda vegna niðurgreiddr- ar þjónustu við atvinnuvegina. Það er lífsnauðsyn að ný ríkisstjórn hafi óbundnar hendur til að endurskipu- leggja fjárstuðning skattgreiðenda við landbúnaðinn, sem nú nemur a.m.k. 13—15 milljörðum króna. Ef þetta vandamál væri leyst væri stærðargráða ríkisfjármálavandans strax viðráðanlegri. Gerbreytt land- búnaðarstefna er þar að auki óum- flýjanleg ef takast á að lækka verð lífsnauðsynja í landinu, sem er skynsamlegasta leiðin til að bæta kaupmátt og lífskjör, án verðbólgu. Þetta er líka nauðsynlegt til þess að skapa svigrúm fyrir útgjöld til brýnna félagsmála. 8. ORKA OG UMHVERFI NÝTING ORKULINDANNA get- ur orðið ein helsta undirstaða ís- lensks atvinnulífs í framtíðinni. Við stefnum ótrauðir að því að fram- kvæmdir við nýtt álver og nauðsyn- legar virkjanir hefjist á næsta ári. Þessar framkvæmdir munu verða íslensku atvinnulífi mikil lyftistöng. Þar sem það er afar tímafrekt að undirbúa ákvörðun um að hefjast handa um framkvæmdir við nýtt stóriðjuver, þarf nú þegar að hefja undirbúning að stóriðjuverkefni, sem tæki við, þegar framkvæmdum á Keilisnesi verður lokið. Nú þegar er tímabært að huga að næsta áfanga í þróun íslensks orkubúskap- ar, sem felst í því að nýta innlenda orkugjafa til knýja faratæki og fiski- skip. Af þessum ástæðum er mikil- vægt að íslendingar eigi náið sam- starf við aðrar þjóðir um tilraunir með vetni sem orkugjafa fyrir sam- göngur og sjávarútveg. í umhverfismálum bíða okkar risavaxin verkefni bæði heimafyrir og í alþjóðlegu samstarfi. Stefna Al- þýðuflokksins í umhverfismálum byggir á þjóðareign lands og auð- linda, skynsamlegri nýtingu þeirra og samábyrgð landsmanna á vernd- un og viðhaldi þeirra. Krafa okkar um breytta landbúnaðarstefnu helst í hendur við kröfuna um viðnám gegn gróðureyðingu, fyrir kröfunni um gróðurvernd og ræktun lands. Enn fer gróðurlendi landsins hall- oka fyrir eyðingaröflum. Við viljum ná því marki að búfé verði allt haft á afgirtum svæðum og lausaganga þess verði bönnuð til að aftra ofbeit og stjórna nýtingu landsins til bú- fjárræktar. Alþýðuflokkurinn á að leggja sívaxandi áherslu á umhverf- isþáttinn í stefnumótun sinni. Jafn- aðarmannaflokkur hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera um- hverfisverndarflokkur því að lífskjör almennings verða ekki framar einungis mæld í efnisleg- um gædum. Aðgangur að hreinu lofti, tæru vatni og óspjallaðri nátt- úru eru verðmæti, sem ekki verða metin til fjár. Af þessari stuttu upptalningu er ljóst að ekki mun okkur skorta við- fangsefni að glíma við á næsta kjör- tímabili. Jöfnun lífskjara, endurskipu- iagning atvinnulífs, fjögurra ára áætlun um endurskipulagningu ríkisfjármála, til að treysta und- irstöðu velferðarríkisins, samn- ingar við Evrópubandalagið, nýting orkulindanna, átak í um- hverfisverndarmálum. Þetta eru nokkur hin helstu á verkefnaskránni. Hér ber að bæta við löggjöf um virkt eftirlit með ein- okun og hringamyndun. Þannig verðum við að leggja aukna áherslu á virka neytendapólitík á öllum sviðum; gæta betur hagsmuna þeirra gegn fámennisvaldi fjár- magnsins. Tíminn til þess er núna þegar brenglað verðskyn og verð- mætamat verðbólguhugarfarsins hefur lægt. 9. DÆMIÐ ÞÁ AF VERKUNUM HIN PÓLITÍSKA SPURNING, í aðdraganda kosninga er þessi: Hverjum er í ljósi reynslunnar best treystandi til að valda þessum verk- efnum? Gott ráð til kjósenda í því efni er að beita útilokunaraðferð- inni: Hverjir eru þeir flokkar sem lengst hafa setið við völd á undan- förnum áratugum? Hverjir eru þeir sem helst eru handgengnir sérhags- munahópunum, sem enn halda í forréttindi sín og þvælast fyrir nauð- synlegum umbótum? Hvaða flokkar eru það, sem láta sér nægja að frið- þægja samviskunni með mótmæl- um, en treysta sér ekki til að takast á við vandamálin, þegar á hólminn er komið? Þarf ég að segja meira? Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Kjósendur hafa hingað til búið ís- lenskum stjórnmálamönnum og flokkum þau starfsskilyrði, að eng- inn einn flokkur fái vilja sínum framgegnt í landsstjórninni með hreinum meirihluta. Þetta kennir ís- lenskum stjórnmálamönnum að temja sér þá vandlærðu list að ná málum sínum fram með sanngjörn- um samningum við aðra flokka, án þess að slá af grundvallaratriðum. Alþýðuflokkurinn er í eðli sínu um- bótaflokkur af því tagi. Hann er ekki mótmælahreyfing, sem neitar að flekka hendur sínar í lífsins görótta volki. Við höfum sýnt það í verki í þess- ari ríkisstjórn að við höfum náð fram mörgum stórum umbótamál- um, með vinnusemi og samninga- festu. Þingræðið þrífst ekki án mála- miðlana. En menn mega ekki mis- skilja það, að það eru takmörk fyrir málamiðlunum. Þær málamiðlanir einar eru góðar, sem þoka málum fast en örugglega í rétta átt. Aðrar málamiðlanir eru undansláttur eða stefnubrigð. Þarna liggja einhvers staðar landamæri milli sáttahandar og hnefans í borðið. Við verðum að venju um það spurð í kosningabaráttunni með hverjum Alþýðuflokkurinn kjósi helst að starfa á næsta kjörtímabili? Við svörum því í verki með því að skilgreina verkefnin, sem við er að fást, og bjóða fram lausnir okkar jafnaðarmanna á þeim. Kjósendur munu ráða því hvort Alþýðuflokk- urinn heldur áfram umbótastarfi sínu í ríkisstjórn. Hitt vitum við, að þótt vel hafi verið að verki staðið á yfirstandandi kjörtímabili, eigum við enn mörgum stórum verkum ólokið og brýnt erindi til að hafa áhrif á mótun þjóðfélagsins. Sóknarfæri okkar jafnaðarmanna eru mörg. Verk okkar í ríkisstjórn hafa skilað gódum árangri. Við höfum sýnt metnað okkar í verki við að framkvæma þau fyrirheit, sem við gáfum fyrir seinustu kosn- ingar, þrátt fyrir erfið ytri skilyrði og samstarf við marga flokka. Við höf- um verið stefnu okkar trú. Við er- um óbundin af sérhagsmunum og leitum því þeirra lausna, sem hag- kvæmastar eru. Við munum leggja fyrir kjósendur vandaða stefnu- skrá, byggða á nútímalegum við- horfum. Flokkur okkar gengur í takt við tímann. Þjóðin þarf á slík- um flokki að halda, á því breytinga- skeiði sem framundan er. Mörg af umbótamálum Alþýðu- „Jafnaðarmannaflokkur hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera umhverfisverndarflokkur því að lífskjör almennings verða ekki framar einungis mæld í efnislegum gæðum. Aðgangur að hreinu lofti, tæru vatni og óspjallaðri náttúru eru verðmæti, sem ekki verða metin til fjár." flokksins hafa reynst umdeild, með- an verið er að koma þeim í fram- kvæmd, en þykja oftast sjálfsagðir hlutir, þegar tímar líða fram. Það er til marks um málefnalegt frum- kvæði Alþýðuflokksins og sérstöðu, að andstæð ingarnir beina spjót- um sínum einkum að honum og reyna að gera verk okkar tortryggi- leg. HINS VEGAR þarf ekki lengi að skyggnast um yfir flóru íslenskra stjórnmálaflokka til þess að sjá að nútímalegur og vel verki farinn jafn- aðarmannaflokkur mun þykja væn- legasti kosturinn mörgum þeim, sem ekki hafa stutt hann áður. Á aðra hönd við okkur sjáum við Al- þýðubandalagið vera að leysast upp í frumparta sína, enda hug- myndagrundvöllur þess byggður á sandi. Við sjáum KVennalista, sem hefur valdið vonbrigðum, vegna þess að hann hefur ítrekað smeygt sér undan ábyrgð, þótt eftir væri leitað. Við sjáum Borgaraflokk sem áminningu um, að stjórnmála- flokkur, sem stofnaður er utan um eitt einstakling, við pólitísk skyndi- kynni fólks með ólíkar skoðanir, er dæmdur til að mistakast. Fram- sóknarflokkurinn er þekkt stærð eftir tveggja áratuga valdasetu. Sjálfstæöisflokkurinn reyndist veiklundaður og verkasmár í ríkis- stjórn. í stjórnarandstöðu hefur hann bætt sér upp málefnafátækt- ina með hávaða og upphlaupum. Er hann trausts verður? Hefur hann sýnt það í verki? Við göngum samhent og bar- áttuglðð til þessa uppgjörs, með góða samvisku þeirra manna sem hafa gert sitt besta. Við tökum opn- um örmum öllum þeim fjölmörgu nýju liðsmönnum, sem nú eru að ganga til liðs við flokkinn undir merki jafnaðarstefnunnar, bjóðum þau velkomin til starfa og væntum mikils af liðveislu þeirra. Við erum stolt af sögu okkar, upp- runa og hugmyndaarfi. Um leið og við höldum fast í stéttarlegan upp- runa Alþýðuflokksins viljum við leggja aukna áherslu í heiti flokks- ins á þá hugsjón, sem sameinar jafnaðarmenn um allan heim: Jafn- aðarstefnuna, friðarhreyfingu og mannúðarstefnu okkar tíma. Ég þakka samstarfsmönnum mín- um og konum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og árna öllum landsins börnum hamingju og far- sældar á nýju ári.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.